Morgunblaðið - 19.08.1938, Page 7
7
Festudagur 19. ágúst 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
Andstaða stjórnarflokkanna gegn liitaveitunni
FRAMH. AF
fara fram ítarlega rannsókn á því,
kvort: ekki sje unt að ná betri ár-
an.gri um upphitun á bænum með
fultnaðarvirkjun Sogsfossa. Sje
lögð til grundvallár rannsókn þess
ari skýrsla verkfræðinganna Ber-
■dals og Nissens frá árinu 1934.
Samhliða sje svo gerð rannsókn
á því, liver verður aukakostnaður
húseigenda í bænum með lauga-
Tatnshitun og rafhitun.
Ennfremur leggur bæjarstjórn-
in fyrir bæjarráð, að láta nú þeg-
-ar hefja nýjar boranir við Þvotta-
iaugarnar“.
Ársæll Sigurðsson lagði til, að
reynt yrði að byrja á verkinu
®aeð því að taka innanlandslán.
Skýrði borgarstjóri frá því, að
það hefði komið til athugunar í
foæjarráði, og myndi verða athug-
að, og var þeirri tillögu því vís-
■að til bæjarráðs.
Jón Axel vill rann-
saka nálæga staði.
Þá talaði Jón Axel Pjetursson.
ICohi hann enn með uppáhaldsræðu
■sósíalista um það, að ekkert mætti
«iga við hitaveitu frá Reykjum,
fyr en búið væri að rannsaka
aðra heita staði í nágrenni Reykja
víkur, Hengil, Krýsuvík o. s. frv.
Og til þess þyrfti að leita til rík-
isstjórnar, til erlendra sjerfræð-
nga og innlendra verkfræðinga.
í>að var mikið og margt, sem
þurfti að gera, að hans áliti. En
alt miðaði það að því að tefja
íyrir og drepa málinu á dreif.
Hann fann að því, að vatnið
frá Reykjum væri ekki „nægi-
lega heitt“. Eins og það skifti
máli, hvort einhversstaðar lengra
í burtu fyndist vatn sem væri ein-
h verjurn gráðum nær suðumarki.
Hann sagði m. a.:
„•Teg er sannfærður um, að lán
'fæst ekki til hitaveitunnar af því
vatnið á Reykjum er ekki nægi-
lega heitt, og þeim líst ekki á í
Svíþjóð að það verði nægilegt til
að hita upp bæinn“.
Hann komst og þannig að orði:
„Það eru fjarskalega margar mis
munandi aðferðir, sem hægt er að
hafa. En jeg skal játa, að jeg hefi
ekki mikið vit á þeim.
Mjer þyldr skárra en ekki þessi
hitaveita með 168 lítrum, sem hitar
npp allan bæinn innan Hringbraut-
arr.
Eu jeg mun, eða mínir flokks-'
metut, koma með tillögu um það,
að rannsökuo verði öll hitasvæði
í íiágrenni Reykjavíkur, með að-
stoð ríkis og erlendra sjerfræð-
ínga“.
Örðugleikarnir ekki
eingöngu til ilis.
Bjarni Benediktsson tók því-
næst, til máls. Hann komst að orði
n þessa leið:
Óhætt, er að fullvrða, að Reyk-
víkingar hafa yfirleitt orðið fyr
ii' vonbrigðum, að ekki hefir onn
fengist lán til hitaveitunnar.
En það er öllum ljóst, að Reykja
víkurbær ræður ekki við orsakir
þess, að lánið er ekki fengið enn-
þá. Biikin á því hvílir á alt öðr-
um aðilum.
I’ó það sje mjög bagalegt og
hiirmulegt, að hitaveitumálið hefir
ekki enu náð fram að ganga, ]iá
má segja, að það er að vissu leyti
vinningur, þegar um slíkt stór-
mál er að ræða, sem örugt er, að
kemst í framkvæmd á tiltölulega
skömmum tíma, að afturkippur
komi í það í bili, svo það sjáist
alveg greinilega, hverjir eru í
hjarta sínu með málinu og hverjir
eru mótfallnir því. Andstæðingarn
ir koma í dagsljósið jafnskjótt og
eitthvað gengur miður, eins og við
höfum greinilega sjeð á þessum
fundi.
Hitaveitumálið er áreiðanlega
eitthvert mesta framfara- og
menningarmál, sem þjóð vor hef-
ir unnið að. Það er því mikill
vinningur fyrir bæjarbúa, þegar
kastað verður skýru ljósi yfir af-
stöðu flokkanna til málsins.
Einkennilegt er það, að hvernig
sem. afstaða flokkanna er, og af-
staða einstakra bæjarfulltrúa lijer
heima fyrir, þá kemur það fyrir
hvað eftir annað, að menn, sem
standa allfjai’ri meirihlutanum í
bæjarstjórn Reykjavíkur, tala um
hitaveituna sem hið merkasta mál
þjóðarinnar, er þeir koma út fyr-
ir landsteinana.
í fyrrasumar birtist t. d. í enska
blaðinu „Manehester Guardian“
viðtal við Jónas Jónsson, þar Sem
hann vjek að nokkrum málum hjér
heima. En þó talaði hanumestum
hitaveituna og fór um hana lang-
lofsamlegustum orðum.
I samtali, sem dahskt blað átti
við Eystein Jónsson fjármálaráð-
herra nýlega, fór á söniu leið.
Hann talaði einnig mest um hita-
veituna og framgang hennar.
(Sig. Jónasson: Átti hann að
sþilla fyrir málinu?)
Ef hann hefði verið á sömu skoð
un og Sigurður Jónasson virðist
vera, að hitaveitan s.je fjárhags-
lega vafasamt fyrirtæki, þá myndi
hann ekki hafa talað svo lofsam-
lega um hana.
Sannleikurinn er sá, að öllum
skynbærum mönnum er það full-
Ijóst, að hitaveitan er það mikil-
vægasta mál, sem okkar kynslóð
fær að vinna að.
Samt er það á engan hátt und-
arlegt, að nokkrir örðugleikar
verði á framgangi þessa máls, eins
og fjármálaástand þjóðarinnar er
orðið. Örðugleiltarnir stafa ekki
af því, að fyrirtækið í sjálfu sjer
sje óglæsilegt, eins og Sigurður
Jónasson heldur fram.
Hann segir, að hinn sænski v.erk
fræðingur hafi verið fenginn til
þess að „skrifa uppá“ áætlun bæj-
arverkfræðinganna. En sannleikur-
inn er sá, að Nordenson verkfræð-
ingur var ráðinn eftir ábendingu
fjármálamanua í Stokkhólmi, af
því þeir trevstu honum allra
manna best til ]>ess að segja það.
sem sjerfræðingar teldu sann-
ast og rjettast í málinu.
Svo er verið að gera veður út úr
því, að Nordenson hafi umturnað
áætlunum verkfræðinga bæjarisis.
En „umturnunin11 er sú, að hann
ætlast til að hitalagnir í allan bæ
inn kosti meira en lagnirnar í hálf
an bæinn!
Það eftirtektaverðasta í þessu
er, að maður, sem sænskir fjár-
málamenn veljá til þess að rann-
salea, fyrirtækið, hann gerir það
.glæsilegra. en verkfræðingar bæj-
arins hafa gert. Hafi verkfræðing-
ar bæjarins brotið af sjer, þá er
það fólgið í því, að þeir gerðu .
hitaveituna ekki eins glæsilega og
hinn sænski sjerfræðingur. En
þetta er þeim til hróss, en ekki
til lasts.
Sigurður Jónasson lieldur því
fram, að glæ.silegt sje að hita uþp
allan bæinn með rafmagni. Það
fer hjer svo sem oftar fyrir hon-
um, að hann veit lítið livað liann
er að segja. Þetta mál hefir livað
eftír annað verið athugað í bæjar-
ráði, með þeim árangri, að sýnt er
að rafmagnið er svo dýrt, að það
getur að engu leyti kept, við hita-
veituna. Þetta hefir vérið athug-
að fyrir lifandi löngu.
En það er fullkomin ósvífni af
Sigurði Jónassyni, að hann skúíi
halda því fram, að skýrsla hips
sænska verkfræðings beri það méð
sjer, að fyrirtækið sje vafasamt.
Venjulega láta menn sjer nægja
að fá um 20% af fyrirtækjum síþ-
um, þó vera kunni einhverjir fjár
brallsmenn, sem telja sjer þaþp
ársarð of lítinn. En það er um. 20%
af stofnkostnaði sem Nördenson á-
ætlar að Iiitaveitan gefi af sjer á
V • ij; ' ■ 'i Z:
,an.
Tillaga Sigurðar Jónassonár,
sem hann ber hjer fram, lýsir
hinu svartasta afturhaldi, þar sem
hún er borin íram til höfuðs
þessu þjóðþrifamáli. Eti vissu-
lega eru menn í harts
flokki, sem eru vitibornari e.n
hann. Yrði tillögu sem þessari ekki
beinlínis vísað frá, invndi það
spilla fyrir máÍinú“.
Flutti Bjarni síðan svoldjóðandi
rökstudda dagskrá:
„Þar sem skýrsla sænska verk-
fræðingsins Tom Nordensons sýn-
ir, að hitaveita frá Reykjum sje
hið glæsilegasta fvrirtæki, og full-
yrðing varabæjarfulltrúa Sigurðar
Jónassonar um að skýrslan sýíú
hið gagnstæða, er sannleikamim
algerlega ósamkvæm. þá vísai' bæj-
arstjórnin tillögu varabæjarfiill-
trúans frá sem ósæmilegri, þar
sem hún er til þfess löguð að spilla
fvrir hitaveitumálinu á óviður-
kvæmilegan hátt“.
Bjarni Benediktsson“.
Dagskráin var samþykt með 9
atkv. gegn 2.
Rafmagnshitun
óf ramkvæmanleg.
Nokkrar umræðuf urðu enn um
málið. Helgi H- Eiríksson tók m.
a. til máls, þar sem hann rakti
sundúi' ýmsar firrur þeirra' Sig.
Jónassonar og Jóns Axels. Hann
sýndi fram á, hve eðlilegt það
væri að nota heita vatnið i allan
bæinn, enda þótt það nægði ekki
til fullhitunar í néma 8° f'rosti.
Benti hann þeim fjeíögum J. A.,
P. og Sig. Jónassyni' á, hve berir
þeir væru orðnir að andúð gegn
framgangi- málsins, með tali sínu.:
Ilann sagði Sigurði m. a.. að
Norðmenn hefðu þrautreynt að
nota rafmagu til upphitunar. eins
og hann sl ingi upp á. En það
tækist ekki. Þvrfti hann ekki anú-
að en spyrjast fyrir um þetta hjá
rafmagnsstjóra.
Að loknum lunræðum gaf borg-
arstjóri, sem fyr segir, skýrslu
uni utanför sína á lokuðum fundi.
Dagbók.
Veðurútlit í Reykjavik í dag:
NA- eða N-kaldi. Ljettir tiL
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötn 12. Síini
2234.
Skíðafólk úr K. R. er beðið að
mæta í K. R.-húsirtu í kvöld kl.
9. Mikilsvert inál á dagskrá.
Magnús Stefámsson frá Laugar-
hvoli við Reykjavík hefir verið
skipaður dvravörður í stjórnar-
ráðinu og er hann tekinn við því
starfi.
í Norðurlandakepninni um leyni
lögregluskáldsogu hafa borist 334
Jiandrit frá dönskum höfunduin,
60 frá norskum, 80 frá sænskum
t)g 60 frá finskum. (FB)
O Jarðarför Ingibjargar Jónsdótt-
■>hr fer ekki frain í dag, eins og
fyrst var ákveðið, heldur á,
unorgun.
ý Rafvirkjafjelagið fer í hring-
ferð um Grafning og Þingvelli á
'kunnudagsmorgun ltl. 8.
Knattspyrnumót III. fl. lielt á-
fram í fyrrakvöld og fóru leikar
svo. að K. R. vann Fram með 2:0
Ug Valur vann Yíking með 1:0.
Eimskip. Gtílífoss kom til Kaup-
niannahafnar kl. 5 í gær. Goða-
foss fór frá Hamborg í gær. Brú-
arfÖSs er í Reykjavík. Dettifoss
var á ísafirði í gær. Lagarfoss fór
frá Leith í gærkvöldi. Selfoss er
fyrir norðan land.
Útvarpið:
20.15 Erindi: Um einvigi (Pjetur
Magnússon frá Vallanesi).
20.40 Strokkvartett útvarpsins
leikur.
21.05 Hljómplötur:
a) Fiðlusónata í c-moll, eftir
Grieg.
b) (21.40) Harmóníkulög.
REYKJAVÍKURMÓTIÐ.
FRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU.
Dómari var Hrólfur Bene-
diktsson og fórst frekar vel
starfið.
Eftir þenna leik vex spenn-
ingurinn enn mjög og er ó-
mögulegt að sjá fyrir úrslit
mótsins.
Næsti leikur verður á sunnu-
daginn kl. 5, milli Vals og K.R.
Vívax.
Bálfarafjeiag íslands.
Skrifatofa: Hafnarstræti 5.
Fjelagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr.
Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100
krónur, og má greiða þau í fernu lagi,
á einu ári. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu fjelagsins. Sími 4668.
Fægiklútar
fyrir póleruð húsgögn.
vmn
Laugaveg 1. Fjölhisveg 2.
Búðugler,
höfum við venjulega fyrirliggjandi, útvegum
það einnig frá Þýskalandi eða Belgíu.
Eggert Krislfánsson & Co.
Sími 1400.
Harðfiskur
í heilum böllum og smærri vigtum.
5ig. \?. Skjalðberg.
Jarðarför móður og tengdamóður okkar
Ingibjargar Jónsdóttur
fer fram frá dón?,kirkjunni laugardaginn 20. þ. m. — en ekki
á föstudag, eins og áður auglýst, og hefst með bæn á Elli-
héímílinu kl. 1 e. hád.
Gpðbjörg Ólafsdóttir. Jón Pjetursson.
Eiríksgötu 9.
Hjer með tilkynnist, að maðurinn minn elskulegur, faðir
og tengdafaðir
Valdimar Guðmundsson
verður jarðaður laugardaginn 20. þ. m. frá heimili hans, Laug-
arnesveg 55. Athöfnin hefst kl. 1 e. h.
Anna Jónasdóttir, börn og tengdabörn.