Morgunblaðið - 19.08.1938, Page 8
f
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 19. ágúst 1938.
R
Sstærsti danssalnr í heimi er í
landstjórabústaðnum í Mel-
bourne í Ástralíu. Þegar verið var
að teikna húsið í sína tíð, spurði
húsameistarinn landstjóraun hve
stór danssalurinn ætti að vera.
— Hvað eru danssalir stórir í
slíkum byggingum?, spurði land-
stjórinn.
—• Jeg þekki aðeins einn stóran
danssal og hann er í Buckingham-
höllinni, svaraði húsameistarinn.
— Hafið þá þenna danssal þriðj-
ungi stærri, svaraði landstjórinn
og þar með var stærð danssalarins'
ákveðin.
★
— Jeg vildi eiga unga, fallega,
ríka og góða konu.
— Já, það vildu víst fleiri, en
fjölkvæni er ekki leyfilegt.
★
Kona vasaþjófsins: Hvað er
þetta maður. Ertu nú farinn að
lesa tískublöð ?
— Já, maður verður að fylgj-
ast vel með hvar vasarnir verða
settír í ár.
★
Járnbrautarlestin milli Buenos
Aires og Tuburucnaya er sjálf-
sagt hægfarasta járnbrautarlest í
heími. Leiðin sem liún fer er 64
kílómetrar, og er lestin 8 klst. á
leiðinni.
★
Síðastliðið ár voru 4500 manns
vcikir eftir að haf'a verið á snyrti-
stofum í Bandarikjunum. Flestir
höfðu smitast vegna sóðaskapar
á snyrtistofunum.
★
í Bandaríkjunum er farið að
framleiða skó, sem ekki þarf að
hafa fyrir að bursta. Skórnir eru
búnir til úr efni, sem verður gljá-
andi ef það er strokið yfir með
dulu.
R
M.s. Dronning
Alexandrine
fer mánudaginn 22. þ. m. kl.
6 síðd. til Kaupmannahafnar
(um Vestm.eyjár og Thors-
havn).
Farþegar sæki farseðla í
dag og fyrir hádegi á morg-
un. —
Tilkynningar um vörur
komi sem fyrst.
Skipaafgr. Jes Zinsen
Tryggvagötu. — Sími 3025.
Amatörar.
FRAMKÖLLUN
Kopiering — Stækkun.
Fljótt og vel af hendi ley»t.
Notum aðeins Agfa-pappír.
Ljósmyndaverkstæðið
Langaveg 16.
Afgreiðsla í Laugavegs Apó-
teki.
1
Jfaups&apui?
Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj-
andi, einnig saumuð tjöld eft-
ir pöntun. — Ársæll Jónasson
— Reiða- og Seglagerðaverk-
stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími
2731.
Blómabrjefsefnin marg-eft-
irspurðu, fást nú í
Bókaverslun Sigurð-
ar Kristjánssonar, —
Bankastræti 3.
Bolerojakkar og vesti, ísaum-
uð eftir nýjustu tísku, verulega
fallegt úrval. Vesta, Laugaveg
MaSur í fastri atvinnu Óskar
eftir 1 stofu og eldhúsi, með
öllum þægindum. Uppl. í síma
1511.
ÓskaS eftir 2—3 herbergjum
eldhúsi og baðherbergi frá 1.
okt. Þ. Thoroddsen, sími 1308.
Haf narf jörður:
Eitt herbergi með ljósi Og
hita og ræstingu, og morgun
kaffi ef vill, til leigu í Hafn
arfirði fyrir 25 krónur á mán-
uði. Uppl. í Verslun Gunnþör-
unnar í Hafnarfirði, ekki í síma.
40.
Karlmanna-rykfrakkarnir eru
góðir, þó þeir kosti ekki nema
kr. 44.00 til 74.50. Það er ekki
mikið til af þeim og óvíst hvort
meira fæst fyrst um sinn. —
Vesta, Laugaveg 40.
b IHtmo>
Mótoristi óskast. Sími 4651.
Unglingsstúlka óskast nú eða
september. Uppl. í síma 1697
Það er löngu viðurkent, að Bikum þök, fyrsta flokks
Vesta innleiðir tískuna í prjóna- vinna. Sími 4965. Benedikt.
vörum, aðrir koma á eftir. Kom- Qtto B; Amar, löggiltur út
ið og skoðið, við teljum ekki varpgvirki> Hafnarstræti 19. -
eftir að syna yður. — Vesta, ;gími 2799 Upp3Htmng og vi8-
Laugaveg 40.__________________|'gerðir á útvarpstækjum og loft
Kaupum flöskur, flestar teg. netum.
Soyuglös, whiskypela, meðala-1 ~Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti
glös, dropaglös og bóndósir. — 19> gerir við kvensokka, stopp-
Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). ar - dúka> rúmföt Q fl Fljót af_
Sækjum heim. Sími 3562. j grei8gIa. sími 2799. Sækjum,
Kaupum flöskur, stórar og sendum.
smáar, whiskypela, glös og bón- j Allskonar f jölritun og vjelrit- j
dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- un Friede pálgd Briem Tjarn.|
stræti 10. Sími 5395. Sækjum ötu 24 gími 2250.
heim. Opið 1—6. i
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.)
Sími 5333.
Bókbandskensla. Lærið að
binda yðar eigin bækur. Rósa
Þorleifsdóttir. Vonarstræti 12.
Friggbónið fína, er bæjarin*.
besta bón.
Síðan er fögur sveit —. Fast—
ar áætlunarferðir frá Reykja-
vík til Kirkjubæjarklausturs*
alla þriðjudaga. Frá Kirkju-
bæjarklaustri til Reykjavíkur
alla föstudaga. Vandaðar bif—
reiðar. Þauiæfðir bílstjórar.
Afgreiðslan Bifreiðastöð Is-
lands, sími 1540.
3áfta$-foncU$
Snittkassi tapaðist um mán-
aðamótin júlí og ágúst á leið-
inni austan undan Eyjafjöllum,.
til Reykjavíkur. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að skila
honum til H.f. Kol og Salt.
o o
fyrir haustið.
orsttttHaéid
r>
MARGARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKA 25.
Hvorugt þeirra niælti orð frá vörum. Hún fann nær-
veru hans í hverri taug og hvernig hann átti í bar-
áttu við sjálfan sig. Henni var full ijóst, af hverju sú
harátta stafaði, og áður en hún vissi af, var
veikt og sársaukafult hljóð komið yfir varir hennar.
„0, Sainte Miehael! Getið þjer aldrei — aldrei hætt
að tortryggja mig?“
Á sama augabragði var hann búinn að taka hana í
faðm sinn. Kossar hans brunnu á vörum hennar og
hrendu sig inn í hjarta hennar.
Mannamál og fótatak fyrir utan. — Fleiri en þau
liöfðu uppgötvað aldingarðinn Eden, og Michael slepti
henni snögglega.
Það var farið að lýsa af degi, þegar Magda loksins
ók heimleiðis. I hinni daufu dagsbirtu virtist hún enn
fölari í andliti en hún átti að sjer, og hinar fiugerðu
kniplingar á barmi hennar bærðust ótt og títt í takt
við andardrátt hennar.
Miehael hafði haldið henni í faðmi sínum fyrir að-
eins fáum mínútum, og hún hafði verið gripin af slíkri
óvæntri og ástríðufullri blíðu, að hún hræddist það
sjúlf.
Var þetta ást — ástin, sem móðir hennar hafði var-
að hana við?
Þau höfðu aðeins skifst á nokkrum hæverskum orð
um að skilnaði.
Magda einblíndi gegnum döggvotar bílrúðurnar.
Hvað bar framtíðin í skauti sjer? Var hún nú komin í
tölu þeirra, sem ástin hertók, þessi flularfulla tilfinn-
ing, sem getur breytt ömurleika hver.sdagslífsins 'í hel-
víti eða Paradís, frá degi til dags?
Gillian tók á móti henni við dyrnar. Hún var föl í
andliti og dökkir skuggar undir augunum, en hún
brosti ánægjulega.
„Hvernig líður Glókoili?“, var það fyrsta sem Magda
sagði.
„Hann sefur, Guði sje lof. Og nú er hann úr allri
hættu. Það var hræðilegt, Magda. En hvernig læt jeg!
Jeg gleymi að segja þjer, að þú átt brjef inni. Það
kom, á meðan við vorum hjá lafði Arabellu".
Magda opnaði umslagið. Hún bjóst við, að þetta
mvndi vera eitthvað af þessum vanalegu boðsbrjefum,
sem hún fekk oft á dag. En þegar hún var búin að
lesa brjefið, rak hún ósjálfrátt upp lágt hljóð.
„Hvað er að?“, spurði Gillian, óttaslegin á svip.
Magda leit þegjandi á hana og rjetti henni brjefið.
„Lestu sjálf“, sagði hún með hljómlausri röddu. „Það
er frá móður Kits Raynham".
Gillian rendi augunum yfir hinar fáu línur:
„Kit er horfinn. Vitið þjer hvar hann er?
Alícia Raynham“
BYRJUNIN.
Magda va óróleg og æst í skapi við morgunborðið
nokkrum stundum síðar. Viðburðir síðustu daga höfðu
haft mikil áhrif á liana.
Fyrst var hin ódulda fyrirlitning Michaels Quarring-
ton á henni. Því næst hið brjálæðislega kast Davilofs.
Og nú, þegar hún var farin að halda, að mestu ósköjj-
in væru liðin hjá, þurfti Kit Raynham. sem hafði ver-
ið einn af hennar dyggustu fylginautum um hálfs árs
skeið, að koma henni í bobba, með því að hverfa orða-
laust. Og til þess að gera ilt verra, hafði móðir hans
skrifað henni, í ástæðulausum ótta sínum og kvíða,
eins og hún, Magda, bæri ábyrgð á hvarfi hans!
Magda brást grörn við, er Gillian gerði {>á athuga-
semd ofur stillilega, að ekkert hefði frjest af Rayn-
ham. I
„Æ, vertu ekki svona leiðinleg, Gillian!“, sagði hún.
„Pilturinn skilar sjer. Hann hefir sjálfsagt verið úti
,að skemta sjer og kemur heim, þegar hann er búinn
að jafna sig“.
„Mjer skilst, að ekkert hafi til haus spurst síðan í
fyrradag“, svaraði Gillian alvarleg í bragði. „Það er
óttast um, að hann hafi stytt sjer aldur . Það fór
hrollur um hana við tilhugsunina. „Lafði Raynham
hefir látið slæða vatnið í lystigarðinum“.
„Hvaðan liefurðu þenna þvætting — þu mintist eklc-
ert á þetta í gærkvöldi?“
„Lafði Raynham símaði til mín rjett áðan, til þess •
að spyrja, hvort við hefðum fengið nokkrar fregnir
af honum“, svaraði Gillian blíðlega.
„Það er þó ekki getið um það í morgunblöðunum
spurði Magda og ótta brá fyrir í rödd hennar.
Hrygðarsvipur færðist í augu Gillians.
„Jú — það er getið um það“, sagði liún og lagði
höndina á blaðið, til þess að taka það í burtu.
En Magda flýtti sjer að þrífa það. Gillian stóð á
fætur.
„Vertu ekki að lesa það“, sagði hún í bænarróm.
Magda svaraði ekki, en leit jrfir dálka blaðsins, uns -
hún kom auga á fyrirsögnina:
„Kit Raynham horfinn“.
í greininni var í fám orðum rakinn hinn stutti lífs-
ferill Kits Raynham, sagt, að liann hefði þótt óvenju
efnilegur arkitekt og átt glæsilega framtíð fyrir sjer
sein slíkur. Þá var minst á það, með all berum orð-
um, að hann hefði verið einna fremstur í flokki þeirra,
sem fylgdu "Wielitzska, hinni frægu dansmær, og engin
dul dregin á það, að hann hefði verið einn af hennar
allra innilegustu aðdáendujn.
Rjett við hliðina á greininni var iist Mademoiselle
Wielitzska gerð að umtalsefni, og míkU hrifning látin
í ljós yfir dansi hennar í „Jómfrúsvaninum“.
„Jeg held, að allir sjeu gengnir af göflunum!“, liróp-
aði Magda reiðilega.
Gillian hafði enga hugmynd um það, sem hent hafði
Mögdu í laufskálanum lijá lafði Arabellu, og skildi