Morgunblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 5
'Jjaugardagur 20. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 5 ] Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgCarmaCur). Auglýsingar: Árni 6la. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstrœtl 8. — Slmi 1600. . Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSl. í lausasölu: 16 aura eintakiö — 25 aura meC Lesbók. HVERJIR ERU SAMSÆRISMENNIRNIR? M enn eru farnir að verða nokkuð langeygir eftir áframhaldinu af „útvarpssög- unni“, sem hófst í Tímadag- l)laðinu á sunnudaginn. Það leit út fyrir að þetta gæti orðið lijettingsgóður reyfari þegar fram í sækti. Tvær höfuðpersón- ur voru komnar fram í fult dagsljós. Fyrst útvarpsstjórinn, göfugmenni hið mesta, kunnur .að háleitum lífsskoðunum, grandvar í umgengni, bæði við starfsfólk útvarpsins og fjár- muni þess — yfirleitt maður, :sem ekki mátti vamm sitt vita í tieinni grein. í öðru lagði hafði lesendum verið kynt hin unga stúlka, skapgölluð að vísu, stór- iynd og fljótfær, en þó ekki svo _gerspilt, að henni væri ætlandi, að hafa sjálfri fundið upp á því að fara með vísvitandi upp- spuna og tilefnislausar ákærur á hendur útvarpsstjóranum. Loks var svo þarna sagt frá tveimur skuggalegum piltum. Manni skilst að það sjeu starfs- menn við útvarpið. Nöfnin eru ckki nefnd, en lesandinn fær að vita, að þetta sjeu tveir lielstu óvinir Jónasar Þorbergs- sonar. Þessir menn hafa setið á svikráðum við útvarpsstjór- ann. Þeir hafa hugsað sjer að gerspilla mannorði hans og rægja af honum embætti og virðingar. — Þá tvímenninga skortir ekki viljann til alls hins versta, en þeir eru undirförulir •og blauðir. Þegar þeir verða íþess áskynja, að hin unga stúlka hefir þykst eitthvað við hinn göfuga frænda sinn, útvarps- stjórann, ganga vondu menn- irnir á lagið. Þeir sjá það í hendi sinni að það er hægt að nota þessa óreyndu og hrekk- lausu stúlku til þess að koma fram hinum langþráðu mann- sk em d arráf ormum. Og nú hefst geysilega örlaga- þrungin barátta. Annars vegar unga stúlkan, hrekklaus og hreinskilin, hinsvegar slungnir bragðarefir, fullir af illvilja og öfundarhug. Stúlkan segir þeim frá því, að frændi sinn komi stundum til sín á morgnana, áð- ur en hún sje komin á fætur. Vondu mennirnir eru ekki lengi að grípa þetta á lofti og hætta ekki fyr en þeirerubúnirað telja stúlkunni trú um, að bak við þessa óvenjulegu nærgætni hús- bóndans sje saurugur tilgangur. ‘Og þeir hætta ekki þessum fortölum sínum fyr en stúlkan lætur tilleiðast, að skrifa kæru á hendur útvarpsstjóranum. Hingað er sagan komin í Tímadagblaðinu og menn bíða, sem sagt, mjög óþreyjufullir eftir framhaldinu. Það er nú sýnilegt, að út- varpsstjórinn sjálfur hefir ekki upphaflega áttað sig á því, að innan stofnunar hans hefði Friðskógar landsins í góðum vexti. En friðuninni ábótavant að Hallormsstað I—I ákon Bjarnason skóg- * * ræktarstjóri er ný- kominn heim úr eftirlitsferð um Norður- og Austurlancl. Hann kom snög:gvast inn á skrifstofu blaðsins í gær o.e; vondir menn bruggað samsæri gegn honum. Ef hann hefði rent grun í það hyldýpi spillingar- Iffreip jee; tækifærið til þGSS innar, hefði hann ekki látið spyrja hann um eitt Og reiði sína bitna eingöngu á ungu annað viðvíkjandi skógunum oe: skóg’ræktinni. Frásögn Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra stúlkunni. Hún hefir hvort sem er ekki verið annað en verk- færi í hendi samsærismannanna. Og það má líka fullyrða, að hlutaðeigandi ráðherra hefir heldur ekki verið upphaflega ljóst hið rjetta samhengi máls- ins, því annars hefði hann vafa- laust sýnt röggsemi sína og fyrirskipað gagngerða rann- sókn. En eftir að þessar upplýsing- ar eru framkomnar í sameigin- legu málgagni útvarpsstjórans og ráðherrans, verður manni að spyrja, hversu lengi þeir ætli að láta það dragast að skríða til skarar í þessu máli. Unga stúlk- an hefir verið sökuð um að fara með „tilefnislausa árás“ og „vísvitandi uppspuna“ á hendur útvarpsstjóra. Fyrir það hefir hún verið rekin frá starfi sínu. En ef það er rjett hjá mál- gagni útvarpsstjórans og ráð- herrans, að stúlkan hafi aðeins verið verkfæri í hendi samsær- ismanna, fá menn ekki skilið, hversvegna þessir menn halda áfram starfi sínu við stofnunina. Því hafi stúlkan unnið til brott- rekstrar, hversu miklu fremur hafa þá ekki þeir, sem gintu hana út í ódæðið unnið til þess? Þessar nýju upplýsingar Tímadagblaðsins gera málið alt flóknara og umfangsmeira en það áður var. Eftir að þær eru framkomnar er það komið í það horf, að ekki verður með nokkru móti skorast undan rann sókn þess. Úr því ráðherrann lætur það gott heita að stúlkan sje rekin, verður það ekki skoð- að annað en sem hlífð við sam- særismennina, ef skorast er undan að rannsaka þátt þeirra í þessu hvimleiða hneykslismáli. Hverjir eru samsærismennirn- ir? Hversvegna er hlífst við að rannsaka hlutdeild þeirra í mál- inu? Þessum spurningum verð- ur málgagn ráðherrans og út- varpsstjórans að svara. Gagnviður úr Vaglaskóffi. Jeg fór fyrst um skógaua í Fnjóskadal, sagði Hákon, Þórðar- staðaskóg, Lundsskóg og skógana í Bleiksmýrardal, en þessir skóg- ar eru allir ófriðaðir ennþá. Aftur á móti hefir Skógræktin nú keypt skóglendi utar í dalnum í Stórhöfða- og Þverárlandi. Er það alls um 2,50 hektara stórt svæði, sem keypt hefir verið, og er 10p—150 hektarar af því skógi- vaxnir. 1 Höfðahverfi er og víðlent skóg lendi og kjarr. En við það tel jeg jekkert sjerstakt að gera, fyrst um sinn, þar sem önnur verkefni bíða, sem meifa eru áríðandi. Við komum í Laufás og sáum þar reynitrjen' 1:vö, sem Tryggvi Gunnarsson gróðursetti þar. Þetta eru mikil trje, enda yfir 80 ára gömul. Þau eru í kirlijugarðinum. Vag’laskógur er blómlegur í ár. Maðkur er þar mjög lítill. Er þess að vænta, að maðkplágan, sem herjað liefir þann skóg undanfar- in ár, verði alveg liðin hjá næsta ár. Skógarmaðkurinn, sem gerir birkinu mest mein, blossar altaf upp á 10—15 ára fresti. Sami maðkur og sá sem lifir í birkinu hjer e-r í Svíþjóð. En hann nær þar aldrei mikilli út breiðslu. Því maurarnir sem lifa þar í skógunum jeta lirfurnar og draga því mjög úr útbreiðslunni. En hjer eru engir maurar til þess að halda honum í skefjum. , Nú er langt komið að grisja allan Vaglaskóg. I fyrra fengum við 110 tonn af skógviði. — Og td hvers er hann notaður ? — Sumt af viðnum er höggvið í brenni og selt hingað til Reykja- víkur í arineldstór, annað er selt í reykíngarvið, en renglur og smælki er notað til viðarkolagerðar. Við- arkolin notum við í viðarkolabíl Skógræktarinnar og- sumt af þeim er selt í hænsnafóður. þá er það ekki tekið með í reikn inginn, hve þessar skepnur 'gera skógargróðri mikið tjón. Umræðuefnið í dag: Beitin í Hallormsstaðaskógi. Vmnudeilufrumvarp i vekur athygli Khöfn í gær. FÚ. Tillögur þær sem sænska vinnudeilunefndin hefir komið fram með um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir vinnudeilur, vekja mikla at- hygli, einnig í Noregi. Formaður hliðstæðra norskra nefnda tel- ur líkur til að sú nefnd taki upp svipaðar tillögur. Öspin hjá Garði. Við skoðuðum öspina hjá Garði í Fnjóskadal. Hun hefir nú breiðst út um alla girðinguna sem gerð var utanum hana, nokkru eftir að hún fanst. Girðingin er ekki stór. En innan þessarar girðingar mynd ar hún hinn ríkjandi gróður. Há- vaxin verður hún ekki þarna, hæstu sprotarnir um metersháir. En þarna er mjög snjóþungt, svo fönnin bælir öspina niður. Ekki get jeg ímyndað mjer, segir Hákon, að öspin þarna við Garð í Fnjóskadal sje innlend, að hún hafi verið þarna, eða annars- staðar í landinu frá ómunatíð- Frek ar tel jeg það líklegt að lmn hafi slæðst þarna í melbarðið á síðustu árum. Ber ýmislegt til þess að jeg lít svo á. Síðan hún fanst fvrst fyrir nál. 35 árum, hefir hún breiðst mjög út. Enda hefir girð- ingin örfað útbreiðsluna. En hafi hjer verið um innlenda plöntu að ræða, þá ætti hún vissulega að finnast einhversstaðar annarsstað- ar en á þessum litla bletti. Eitt einkenni er enn á ösp þessari, sem bendir til þess, að hún sje ný lijer á landi, að ösp þessi laufgast seint á vorin, og fellir lauf seint á haustin, eins og yfirleitt þær tegundir gera, sem koma frá suð lægari breiddargráðum hingað. Vestur að Hofi í Vatnsdal voru gróðursettar nokkrar aspir úr Fnjóskadal fyrir mörgum árum. Þar er snjóljettara og skjól gott. Þar hafa þær dafnað vel og orðið að 3—4 metra háum trjám. Frá Ágúst Jónssyni bónda að Hofi hafa menn getað fengið aspar- plöntur undanfarin vor, því asp- irnar þar liafa breiðst út og kem- ur þar upp fjöldi plantna á hverju ári. I trjágörðum er mikil prýði og tilbreyting að því að hafa nokkr- ar asparplöntur. í græðireitnum að Grund í Eyja- firði er líka ösp, sem gróðursett fleiri trjáplöntur árlega, en feng- ist hafa undanfarin ár. Að vori fást| þaðan um 9000 birkiplöntur, og eitthvað af reyniplöntum. En vorið 1940 ættn að vera þaðan um 20.000 plöntur til sölu. Einkennilegt er, hve ribsrunnar hafa útbreiðst þar í Mörkinni svo- nefndU. Þar myndar ribs sumstað- ar samfeldan undirgróður í skóg* inum. Eru það ribsplöntur sem hafa vaxið upp af fræi, er fuglar hafa borið þangað. Því aldrei hafa menn sáð þar eða gróðursett ribs. Þessir óræktuðu ribsrunnar. hafa náð miklum jn’oska. Einkennileg meðferð á friðskógi. En úr því jeg á annað borð tala um Hallormsstaðaskóg, segir Hák- on, get jeg ekki komist hjá því að minnast á mjög alvarleg og í raun og veru alveg" óskiljanleg niistök sem orðið hafa á meðferð skógarins. . Þegar húsmæðraskóliun á Hall- ormsstað var stoi’naður, voru liðin 25 ár frá því skógurinn var frið- lýstur. En þetta aldarfjórðungsáf- mæli friðskógarins var lialdið há- tíðlegt með því, að sú ákvörðun var tekin að skólinn skyldi hafa rjett til að hafa 20 stórgripa beit í skóginunr og fá endurgjaldslaust 500 hestburði af skógviði á ári. Skólinn beitir þar nú 18 stór- gripum, og fæst skólastjórnin ekki til þess að nota aðra beit jarðar- innar en þá. sem henni liefir verið vísað á í hinum friðaða skógi. Það heillegasta og besta af viðn- ‘var Þar um aldamót, áður en ösp- um er notað í girðingarstaui’a og hesjur og gildustu stofnana selj- um við smið einum á Akureyri. Tlann smíðar úr þessu stóla, lappir undir legubekki, leikföng, og fleira smávegis. í Bárðardal eru talsverðir skóg- ar. En þeir eru ekki friðaðir enn. Og þeir sæta slæmri meðferð af ágangi geitfjenaðar. Talsvert er af geitum í þessum sveitum. En þannig er, að geitfjáreigendur ætlast beinlínis til þess að geiturn- ar komist að rnestu levti af yfir vetnrinn með því að ganga í skóg- um og kjarri. Því ef ætla þarf þeim verulegt fóður, þá borgar . sig ekki vel að liafa geiturnar. En in fanst í Fnjóskadal. Þar er hún 4 metrar á hæð. Hallormsstaðaskógur. Síðan vjek Hákon talinu að Hallormsstað og Hallormsstaða- skógi. Hann skýrði svo frá: Nú eru liðin 35 ár síðan Hall drmsstaðaskógur var girtur. Og það hefir borið glæsilegan árang- ur. Á nokkru svæði, þar sem eng- inn skógargróður var þá, þar er nú hnjehátt kjarr eða jafnvel 4—5 metra hár ungskógur. En þar sem var kjarr þegar girt, var, þar er ungskógur 6—7 metra hár. Græðireitinn á Hallormsstað er nú verið að stækka, svo þaðan verði í framtíðinni hægt að- fá margfalt MINNINGARSJÓÐUR EINARS HELGASONAR GARÐYRKJUSTJÓRA. Þess hefir áður verið getið hjer í blaðinu, að við andlát Ein- ars Helgasonar garðyrkjustjóra var stofnaður sjóður, er bera skyldi nafn haus. Sjóðurinn er ætlaður til eflingar garðyrkju í landinu. En garðræktin var það áhugamál, e'r Einar heit. alla æfi barðist fyrir af alúð og ósjer- plægni. Nú hafa verið gefin xít ininn- ingarspjöld til styrktar sjóðnum. Hefir Tryggvi Magnússon teikn- að fyrirmyndina, sem er mjög vel viðéigandi — íslensk blóm, er mynda umgerð um nafnið — er ritað er á spjaldið. Minningarspjöld þessi verða framvegis afgreidd á þessuju síöð um — og verður þar einnig veitt viðtaka, ef menn á einhvern ann an Iiátt vildu styrkja sjóðinn. f Reykjavík lijá Búnaðarfjel. íslands, Gróðrarstöðinni, Þing- holtsstræti 33, Laugaveg 50, Tún- götu 45 og á afgreiðslu Morgun- blaðsins. I Hafnarfirði á Hverfis- götu 38.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.