Morgunblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Slormur hamlar veiðum Sjö skip komu til Sigluf jarðar í gær með samtals um 1400 mál. Fengu þau afgreiðslu í gær- kvöldi og var þá búið að af- gredða öll skip, sem biðu. Saltað var á Siglufirði í gær í 1261 tn.; þar af 361 úr reknetum. Austanstormur var fyrir Norð- Urlandi í gær og ekkert veiði- Veður. Flotinn lá í höfn að mestu leyti. Svo slæmt var veðrið á Siglufirði í fyrrinótt, að hætta varð löndun úr skipum. DJÚPAVÍK. Þangað hafa komið þessi skip: Hannes ráðherra með 855 mál, Tryggvi gamli 1010, Garðar 1200, Surprise 1165, Bragi um 1700 og Kárlsefni um 1600 mál. 50 króniir lyrir að koma upp umþjðf! Aðfaranótt fimtudagsins s.I. var stolið varahjóli af híl O. Westlund vjelfræðings, þar sem bíllinn stóð hjá Klapparstíg 19. Heitir Westlund 50 króna verðlaunum, þeim sem kemur upp Um hver valdur er að þjófnaðm- Um eða finnur hjólið. Hjólið var teinahjól af Chev- rolet-bíl, R. 920. Yar hjóHð ný- málað dökkrautt. Hjólið var af Ohevrolet-bíl, eins og fyr segir, mödel 1931, en hjól- ,,kopp\irinn“ var model 1932. 86,000 atvinnuleys- inpr í Danmörku Atvinnuleysið er Dönum stöð- ugt hið mesta áhyggjuefni. 24. júní s.l. voru yfir 85.000 manns skrásettir atvinnulausir og þar af voru rúmlega 74.000 með- limir atvinnuleysissjóða og nutu styrks. Annars er sumarið að öllum jafnaði sá t-ími, sem minst kveð- Ur að atvinnuleysi, en að þessu sinni kemur það í Ijós, að tala atvinnuleysingja hefir aðeins lækkað um 7000 síðan í maímán- Uði. Ef að þessar tölur eru bornar saman við tölurnar frá í fyrra, á sama tíma, kemur það í ljós, að atvinnuleysingjum hefir fjölgað tm rúmar 17.000. Á verstu kreppuárunum kvað þó enn meira að atvinnuleysinu °g varð þá tala atvinnuleysingja hjer um bil helmingi liærri en Hún er nú. (FÚ) Úrslitakappleikur III. fl. móts- ins fer fram í fyrramálið kl. 9% milli Fram og Víkings og K. R. °g Vals. Hvað vilja Reykvikingar gera fyrir hitaveifúna? iiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiii iiiiiiiiimmiiiiiiiuiiiii Notið Ijósið til sparnaðar — se^tr Ewerlz § verkfrœðingur | MHiiiumiiniiiiiiiiinii imiHiimimmiimimi Fyrirlestur K. Ewertz í gær- kvöldi var um raftýsingu á ýmsum vinnustöðvum. Fyrirlesarinn hóf mál sitt með því að benda á það, að við skipu lagningu á vinnustöðvum væri það algengt, að menn gæfu ekki nægan gaum að því, hve mikla þýðingu vinnuljósið hefði. Slæm lýsing gæti dregið til muna úr afköstunum, þótt allar vjelar og áhöld annars værti ágæt. Það er rangt að skoða kostnað við raflýsingu sem óþægileg en nauðsynleg útgjöld. Þetta ber að skoða alveg á sama hátt og vinnu sparandi og vinnuaukandi vjelar — leið til þess að gera vinnuna betri, Ijettari og hraðari. Arðvænleg raflýsing á vinnu- stöðvum er ekki fólgin í því að fá sem ódýrasta raflögn með sem fæstum lömpum, heldur í því að raflýsingin geri vinnuna, sem framkvæmd er við hana, ódýrari. Verkfræðingurinn sýndi með nokkrum myndum hvaða styrk- leika vinnuljós þyrfti að hafa, og hvernig þeim yrði komið fjTrir á rjettan hátt. Að lokum mintist hann á þá aðferð. sem nú er mjög að ryðja sjer til i’úms, að gera loftljósin svo sterk, að komist verði hjá því að nota hina mörgu smá- lampa við yinnuna. Þessi mikil- væga endurbót hefir fengist með því að nota hina nýju kvikasilf- urslampa, sem hafa miklu meiri ljósnýtni en glólamparnir. Enn- fremur sýndi hann myndir af slíkuni nýtísku raflögnum, frá Danmörku. Niðurlagsorð fyrirlesarans voru á þá leið, að menn ættu að not- færa sjer ljósið til sparnaðar, en ekki að spara Ijósið, og sú stað- reynd, að stór fyrirtæki, eins cig þau, sem hann sýndi myndir af, telja sig geta gert þetta, bendir ótvírætt í þá átt, að þetta sje rjett. Næsti fyrirlestur er á þriðju- daginn og fjallar um raflýsingu í búðargluggum og auglýsinga- ijós. Við skrifstofu Rafmagnsveitunn ar má sjá sýnishorn af auglýs- ingaljósi.. Hefir verið sett skilti á þakið. og það lýst upp með Na- trium-ljósi. Pósfmannaverkfall í Nore^i Líkur eru til að póstmenn í Noregi geri verkfall og mun það leiða til þess að brjefa- burður legst niður í Oslo og stórum hlutum landsins. Samlök um fram- kvæmdir málíins INNLENDIR og erlendir verkfræðingar og kunn áttumenn hafa sannprófað það, svo að ekki verð ur um vilst, að hitaveita frá Reykjum er fram úrskarandi glæsilegt fyrirtæki, skoðað frá fjárhagslegu sjónarmiði. Samkvæmt skýrslu hins sænska sjerfræðings, sem fenginn var til að athuga og prófa áætlanir verkfræðinga bæjarins myndi stofnkostnaður hitaveitu, sem nægir til að hita upp allan bæinn innan Hringbrautar vera ísl. kr. I 6.130.000. Slík hitaveita myndi að áliti sænska verkfræð-i ingsins gefa á aðra miLión króna árlega umfram reksturs- kostnað. Fyrirtækið myndi m. ö. o. borga allan stofn- kostnað á fáum árum. Hefir Reykjavíkurbær ráð á, að fresta framkvæmdum á svona fyrirtæki? Reynt hefir verið að fá lán erlendis til allra framkvæmd- anna, bæði þess hluta, sem svar- ar til aðkeypts efnis og hins, sem þarf til að greiða vmnulaur, og annað hjer heima. En slíkt ián hefir ekki fengist enn, sem komið er og óvísi hvort eða hvenær það myndi íást. Astæðan til þess, að lánið íjekst ekki er öllum kunn. Það er hið bágborna fjármála- og viðskiftaástand þjóðarinnar, er lánið strandaði á. Nú væri í sjálfu sjer í alla staði æskilegast, að ekki hefði þurft að leita eftir erlendu láni til allrar hitaveitunnar. Best hefði farið á því, að við hefð- um sjálfir lagt fram það fje, sem svarar til vinnulaunanna og annars, sem á fyrirtækið kemur hjer heima. En okkur íslendinga vantar fjármagn. Við höfum þessvegna orðið að fá erlent fjármagn til flestra stærri framkvæmda í landinu. Þetta er okar mesta böl og við þurfum að gera meira en gert hefir verið hingað til, til þess að örfa menn til fjár- söfnunar og sparnaðar. ★ En eru Reykvíkingar svo snauðir, að hitaveitan verði skil- yrðislaust að leggjast á hilluna, ef ekki fæst erlent fjármagn til alls fyrirtækisins? Þetta er með öllu óreynt enn þá, en það verður að fá úr þessu skorið án tafar. Staðreyndirnar eru þessar: 1. Hitaveitan er eitthvert allra glæsilegasta fyrirtækið, fjárhagslega sjeð, sem í hefir v'erið ráðist. 2. Hitaveitan grípur stórkost- lega inn í fjárhagsafkomu hvers einasta borgara bæjarins, trygg- ir hana og gerir örugga í fram- tíðinni. 3. Hitaveitan færir verka- mönnum bæjarins atvinnu, sem nemur miljónum króna. 4. Hitaveitan sparar árlega erlendan gjaldeyri, sem nemur a. m. k. 1—114 milj. króna. Alt þetta og ótal margt fleira er svo mikils virði, að það er lífsnauðsyn fyrir bæjarfjelagið og þjóðina í heild, að koma hita veitunni í framkvæmd nú þeg- ar. ★ Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að það sje hægt að fá lán hjá bæjarbúum sjálfum fyrir þeim hluta fyrirtækisins, sem fer í vinnulaun. 1 Reykjavík eru nú 3600 hús- eignir og er brunabótavirðing þeirra um 123 milj. króna. — Nokkuð af þessum húseignum er utan þeirra takmarka, sem hitaveitan nær til, en ekki munu undir 3000 talsins, þær húseignir, sem nytu góðs af hita veitunni. Hvað myndi ekki allur þessi skari húseigenda vilja leggja í sölurnar, til þess að fá hita- veituna og þar með tryggja sig í framtíðinni og verða óháðir öllum verðbreytingum á kolum, hvað sem fyrir kemur? Hitaveitan grípur svo inn 1 fjárhag og fjárhagsafkomu hvers einasta borgara Reykja- víkurbæjar, að óhugsandi er með öllu, að þeir myndu ekki fúsir til að lána bænum það fje, sem svarar til vinnunnar við framkvæmdir fyrirtækisins. Lftndbergh h)á Stalftn Khöfn í gær. FÚ. indbergh og frú hans hafa verið í heimsókn hjá Stal- in í Moskva. Fór Lindbergh þangað til þess að ræða um rússnesk-ameríska samvinnu í flugmálum í Norð- urhöfum. Þau hjónin voru viðstödd hina árlegu hersýningu í Moskva í dag, ásamt sendiherra Banda- ríkjamja í Moskva. Eimskip. Gullfoss er í Khöfn. Goðafoss er á leið til Hull frá Ilamborg. Brúarfoss fór vestur og norðirr í gærkvöldi kl. 8. Detti foss kom að vestan og norðan um miðnætti í nótt. Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss er á Dalvík. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiyiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiM i i Lfifttnesfttft af J e n n y Kepst er urn að sýna dönsku sund- konunni Jenny Kammersgaard virðingu á ýmsan hátt, sjersíak lega . eftir síðasta afrek henriar, er hún synti milli Gedsei’ og Warnemunde., — Hje,r á mynd: inni sjest sundkonau og líkneski af lienni. Jaröarfðr próf. Bjarna Þorsteinssonar Jarðarför próf. Bjania Þorsteihsson- ar í Siglufirði, -fór £ram í gæi‘- dag og hófst með: húskveSju að heinl- ili hins iátna. Húskveðjuna flutti sókn- arpresturinn á Siglufirði. Sjö prestar voru viðstaddir jarðar- förina: Sr. Friðrik Rafnar vígslubisk- up, sr. Benjamín Ktistjánsson í Saur- bæ, sr. Sigurður Stefánsson, Möðru- völlum, sr. Stefán Kristinsson að VölH um, sr. Ingólfur Þorsteinsson í ÓlafS- firði, sr. Sigurgéii' Sigurðsson á Isa- firði og sr. ÓSkar Þorlákssón sókUar- prestur í Siglufirði. í kirkjunni flutti Sr. Friðrik Rafnar ræðu, óg kveSjur þeir sr. Siguigéir Sigurðsson og Halldór Kristinsson la>knir fyrir hönd Karlakórsins Vísir. Erlendur Þorsteinsson flutti kveðju frá bæjarstjóm Siglufjarðar. Kirkjukórinn, undir stjórn Tryggva Kristinssonar, annaðist söng ( kirkj- unni og söng m. a. þátt'úr hátíðasöngV- um sr. Bjarna. Daníél Þórhallsson söng einsöng við Litanie eftir Schubert. — Karlakórinn Vísir söng frumort kvæði eftir Hannes Jónasson viðlagið Kirkju- hvoll. Kirkjén var blómum og ljósum skreytt. Heiðui’shlið úr blómum var yfir kistunni við kórdyr og harpa, mynduö úr lifandi blómum. Bæjarstjórnar fulltrúar bára kist- una í kirkju, en prestar út úr kirkju. Gamlir samherjar sr. Bjarna í barátt- unni fyrir sjálfstjórn Sigluf.jarðar báru kistuna síðasta spölinn yfir Hvanneyr- artúnið, að gröfinni í gamla Hvanneyr- arkirkjugarðinn. Sr. Stefán prófastur að Völlum jarð- setti. Vísir annaðist söng í kirkjugarði. Líkfylgdin var hin fjölmennasta, sem sjest hefir á Siglufirði. Ollum versl- unum var lokað meðan á jarðarförinni stóð og vinna stöðvuð, þar sem hægt var að koma því við. Forkunnarfagnr silfurskjöldur var á kistunni frá nokkrum siglfirskum kon- um, auk fjölda blómkransa frá vinum og ættingjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.