Morgunblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. ágúst 1938, 7 MORGUNBLAÐIÐ Landnám Góðtemplara Fyrir nokkru hefir Þingstúka Reykjavíkur fengið útmælt leiguland hjá Hrauntúnstjörn of- an við Elliðavatn. Land þetta er í hraunjaðrinum neðan við Gvend arbrunna og nær niður með Hraun túnstjörninni. Er þetta fyrirhug- aður samkomustaður og skemti staður Góðtemplara. Með tilliti til þess að vera samkomustaður er landið ágætt, en það krefst mikillar vinnu að gera það vist- legt og fagurt sem skemtistað. Hugmyndin er að rækta það sem ræktanlegt er úr landinu, en það ér minstur hluti þess. Meginhlut- inn er hraun, úfið apalhraun, ilt yfirferðar. En í því eru ótal grasi gróríar gjótur og ofurlítill vott- pr af kjarri sums staðar. Þarna ætla Templarar að rækta skóg. Getur þá hraunið orðið unaðslega fagurt, en mikið erfiði og þolin- mæði hlýtur það að kosta að laga það til og koma þar upp skógi. En margar hendur vinna ljett verk, og Reglan hefir nógan tím- ann fyrir sjer. Ætlunin er að öll vinna þarna verði framkvæmd af Templurum *jálfum, og vinni þeir kauplaust. Hru þeir svo vanir því að leggja fram krafta sína endurgjalds- laust, að þeir munu ekki telja það eftir sjer, heldur kappkosta koma sem mestu í verk á hverju ári. Hefir þegar verið haf- ist handa, og flokkar manna og kvenna unnið þarna um tvær síð- ustu helgar, og eins verður um jþessa helgi. Það sem mest kallar að, er að gera bílfæran veg frá Elliðavatni upp á landið. Hefir aðallega ver- íð unnið að þeirri vegargerð. En svo þarf að girða alt landið ræki lega og gera ýmsar jarðabætur tii þess að varna landspjöllum, sero leysingavatn er farið að valda á Tandinu. Ennfremur þarf að gera þar leikvang. Er þar sljett- ur bali til þess, en hánn þarf að iagfæra mikið. , Þetta er það sem þarf að ger- ast — og ýmislegt fleira — áð- ur eu farið verður að hugsa urn það að rækta landið, gróðursetja skóg og byggja þar samkomu- hús. Heitir Reglan nú á alla Templara að leggja fram lið sitt, sVo að því, sem mest er aðkall- audi, verði lokjð fyiíir Vetur. Þarua geta allir hjálpast að, ung- ir og gamlir, konur og karlar. Ættu menn að minnast þess, að fegurstu 'skemtistöðunum hjer á landi, Hellisgerði í Hafnarfirði og slcrúðgarðmum á Akureyri, hefir vrnrið komið upp með fórn- fýsi og ósjerplægni einstakra manna. í hinu nýa landnámi ættu Templarar að geta komið sjer upp álíka fögrum stað með tíð og tíma. ; I öllum stúkurn bæjarins er nii leitað eftir sjálfboðaliðum. Mað- ur getur nærri því sagt að Templ- arar sje kallaðir til allsherjar þegnskylduvinnu. Og byrjunin sýnir það, að þeir munu bregðast vel við. H. fl. haustmótið hefst. næstk. fimtudag. Dagbók. VeSurútlit í Reykjavík x dag: Minkandi N-átt. Bjartviðri. Veðrið í gær (föstud. kl. 17): Fyrir austan land er víðáttumik- il lægð, en ný lægð er að nálg- ast#S-Grænland. Iljer á landi er NA-N-átt, sumstaðar allhvöss. Dá- lítil rigning og 6—8 st. hiti á N- og A-landi. Sunnanlands er hiti 9—13 st. Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Mánagötu 1. Sími 3951. Helgidagslæknir er á morgun Axel Blöndal, Mánagötu 1. Sími 3953. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Messað í dómkirkjunni á morg un kl. 11, síra Friðrik Hallgríms- son. Messað í fríkirkjunni á morg- un kl. 2. Síra Árai Sigurðsson. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 5 e. h. Sr. Einar Thor- lacius. Messað í fríkirkjunni í Hafn- arfirði á morgun kl. 2. Sr. Jón Auðuns. Farþegar með Brúarfossi til Vestur- og Norðurlandsins í gær- kvöldi: Guðrún Finnsdóttir, frú Fossberg, Finnbogi Þorvaldsson, Einar Guðmundsson, Zophónías Baldvinsson og frú, Kjartan Hjaltested og frú, Jóhannes Jóns- son og frú, Ásm. Jóhannsson, Eg- ill Jónsson, Steindór Sigurðsson, Þorgerður Bogadóttir, Pálína Þor kelsdóttir, Ólíná Jónsdóttir, Hauk- ur Björnsson, Gunnar Guðjóns- son, Rannveig Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hólmríður Oddsdóttir, Ilelga Guðmundsdóttir, Halldóra Finnbjörnsdóttir, Erna Sigurleifs dóttir, Jóhannes Kristjánsson, Páll Kolbeins, Ólafur Björnsson, Kristinn Vilhjáhnsson, Kristján Jóhannesson, Haraldur Eggerts- son, Hallur Jónsson, Karen Jó- hanns, Lína Guðmundsdóttir. Mæðrastyrksnefndin biður kon- ur þær, sem sótt hafa um dvöl á Laugarvatni á hennar vegurn, að koma í Þingholtsstræti 18 mánu- daginn 21. þ. m. kl. 4—6 eða 8V2 —10 e. m. Sakir þess, hve marg- ar umsóknir hafa borist, sjer nefndin sjer ekki fært að taka konur þær, sem áður hafa verið. Farþegar með e.s. Esju, sem fór frá Reykjavík í gærkvöldi á- leiðis til Glasgow, voru: Guðrún Guðmundsdóttir, Nikulás Frið- riksson, Berg Hansen, Árni Har- aldsson, Sveinbjörn Árnason, Sig- tryggur Ólafsson, Miss Griffith, Mrs: Carlson, Alfred Ferro, Mr. Powell og auk þess 58 útlénding- ar, sem komu með skipinu síðustu ferð frá útlöndum. Þá voru nokltr ir farþegar til Vestmannaeyja. Kapprdiðar „Fáks“ kerða á morgun á skeiðvellinum við Ell- iðaár. Margir nýir gæðingar bæði hjeðan úr bænum og annarsstað- ar að verða reyndir að 'þessi1 sinni. Thor Thors alþm. fer utan með Dettifossi í kvöld. Er förinni hei.t- ið til New Foundlands og Banda- ríkjanna, í ýmiskonar fisksöluer- indum. Til Strandarkirkju, afh. Mbl.: N. N. 10 kr. H. í. J. 35 kr. Auða 5 kr. G. E. (afh. af sr., Bj. Jóns- syni) 5 kr. J. J. 25 kr. S. N. (gam alt áheit) 40 kr. Veðuráheit 5 kr. Pósterðir á morgun. Frá Rvík: Lj ósifoss. Þrastalundur. Þingvell- ir. Laugarvatn. Bílpóstur norður. Laxfoss til Borgarness. Til Rvík- ur: Ljósifoss. Þrastalundur. Laug arvatn. Þingvellir. Bílpóstur að norðan. Garðsauki. Vík. Fágraneg frá Akranesi. Laxfoss frá Borg- arnesi. Dr. Alexandrine frá Ak- ureyri. Útvarpið: Laugardagur 20. ágúat. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplotur: Tataralög. 19.50 Frjettir. 20.15 Upplestur ,- Úr' ritum Gutt- orrns skálds Guttormssonar (Sig- fús Halldórsson frá Höfnurn). 20.45 Hljómplötur: a) Píanókonsert í Es-dúr, eftir Liszt. , b) (21.20) Frægir söngvarar. 21.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. — Georg, hvað fæ jeg ef jeg bý sjálf til matinn allan næsta mánuð ? — Þií verður ekkja og færð líf- trygginguna mína útborgaða! ★ — Þjónn, nú er jeg búinn að biðja yður sjö sinnum um glas af vatni. — Afsakið herra minn, jeg hjelt að þjer væruð að gerá að gamni yðar. ★ Kaupandinn: Jálkurinn er svo horaður að það er hægt að telja hvert einasta bein í skrokknum á honum. Seljandinn: Þá skuluð þjer teljá til að vita hvort þau eru öll. AUSTUR að Hveragerði og ölvesá til Stokkseyrar og Eyrarbakka í dag kl. 10‘/z, kl. 6, kl. 7 Yz síðd. Á morgun, sunnudag, kl. 10 Ú2, kl. 1*4, kl. 6, kl. 7*4- SUÐUR til Keflavíkur og Sandgerðis kl. 1 á hád. og 7 sd. Til Grindavíkur kl. 7*4 síðd. NORDUR til og frá AKUREYRI alla mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga. TIL ÞINGVALLA alla daga oft á dag. Simi 1580, STEINPÓB. Allir vilja aka í Steindórs fögru og traustu bifreiðum. Fycirliggjandi: Haframjöl, fínt, sjerstaklega gott. 5ig. t>. Skjalöberg. (HEILDSALAN). Konan miix og móðir okkar Anna Georgsson andaðist á heimili sínu í Keflavík 19. þ. mán. Georg Georgsson. Georg Gunnarsson. Gunnar Guixnarsson. Dóttir mín og systir okkar Sigríður Guðmundsdóttir. andaðist í Landsspítalanum 18. ágúst. Margrjet Ásmundsdóttir. Halldóra Ó. Guðmundsdóttir. Jón H. Guðmundsson. Jarðarför móður og tengdamóður okkar Margrjetar Einarsdóttur fer fram mánudaginn 22. ágúst kl. 3 frá heimili okkar, Bar- ónsstíg 57. Jarðað verður frá fríkirkjunni. Guðmundur Árnason. Katrín Kristófersdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.