Morgunblaðið - 30.09.1938, Blaðsíða 5
Föstudagpur 30. sept. 1938.
MORGUN BLAÐIÐ
JPtofjjtœMaí&íd
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: J6n Kjartansson ojf Valtýr 8tef*>
Auglýsingar: Árni óla.
Ritstjórn, auglýslngar og afgrei9«la: Anaturatrwtl 8.
Áskriftargjald: kr. 8,00 á jnánuOl.
í lausasölu: 15 aura eintaklO — 85 aura L«e«b6k.
/rern amafiur).
Stml 1500.
BARÁTTAN FYRIR FRIÐNUM
9f I—
'n ef vjer sannfærðumst um
að einhver þjóð hefði sett
sjer það markmið, að verða ein-
ráð í heiminum í krafti óttans,
mundum vjer ekki telja lífið þess
vert að lifa, án þess að herjast
fyrir því sem oss er dýrmætast“.
Þessi orð sagði forsætisráðherra
Breta, herra Chamberlain, í á-
varpi, er hann flutti þjóð sinni í
breska iitvarpinu þriðjudagskvöld,
27. þ. m. Þegar herra Chamberlain
mælti þessi orð, sem sagan á vafa-
laust eftir að varðyeita sem dýr-
mætan gimstein, var ekki annað
3jáanlegt en að heimsstyrjöld bryt-
ist út eftir þrjá daga.
Á þessu örlagaríka augnabliki
.aninnir hin mikla þjóðhetja breska
ieimsveldisins á það sem dýrmæt-
ast er öllum þjóðum og einstak-
lingum: Frelsið.
Forsætisráðherra Breta telur líf-
5ð ekki þess vert að lifa, ef ein-
hver þjóð hefir sett sjer það mark-
onið að drotna í heiminum í krafti
-óttast, og þá muni Bretar grípa
?til vopna og verja það sem þeim
er dýrmætast, frelsið. Það er engin
tilviljun að slík ummæli komi frá
'breskum forsætisráðherra. I alda-
raðir hefir breska heimsveldið
staðið sem traustur útvörður, til
verndar frelsi þjóða og einstak-
linga. Oft hafa Bretar gripið til
vonpa og fórnað blóði sinna hraust
ustu sona til þess að varðveita
frelsi bæði sinnar eigin þjóðar og
annara. Þjóð, sem hefir slíkan
hugsunarhátt og lýsti sjer í orð-
«am breska forsætisráðherrans á
vissulega að skipa öndvegið.
★
Allur heimurinn hefir með að-
dáun og lotningu horft á aðgerðir
•Chamberlains forsætisráðherra
Breta undanfarið, í þágu friðar-
ins. Bngum hefir dulist að þar
hefir mikilmenni að verki verið,
mikilmenni, sem á fáa eða engan
sinn líka uppi nú á dögum. Alt
•starf hans hefir mótast af vits-
munum, hyggindum og festu, en
;það eru eiginleikar sem — því
miður — gætir ekki að jafnaði í
fari þeirra stjórnmálamanna, sem
mest ber á í heiminum nú á dög
um.
Enginn er í minstá vafa um, að
■nú í dag myndi geysa hin ægileg-
asta heimsstyrjöld, ef Chamberlain
hefði ekki á dögunum farið í heim-
sókn til Hitlers í Berchtesgaden
-og rætt við hann persónulega um
ástandið og möguleikana fyrir
friðsamlegri lausn deilunnar.
Skrefið, sem Chamberlain hug-
'kvæmdist að stíga þarna, er áreið-
anlega það eina sem gat afstýrt
-styrjöld, eins og málin stóðu. Þess
vegna verður viðræðufundurinn í
Berchtesgadén jafnan talinn ein-
hver allra merkasti viðburður,
■sem sagan þekkir.
Og þá er það ekki síður merki-
legt hvernig Chamberlain forsætis-
ráðherra brást við, er hann hitti
Hitler öðru sinni, í Godesberg, og
Hitler var kominn með nýjar kröf-
Viðreisn Finnlands
Geysilegar fram-
farir á öllum svið-
um s.l. 20 ár
p? áar þjóðir hafa tekið ör-
*• uggari og meiri fram-
förum en Finnar síðustu 20
árin. Þegar þjóðin endur-
heimti frelsi sitt í ófriðar-
lokin var þar alt í kaldakoli.
ur, er gengu miklu lengra en sam- Ofl’íki Off kúg'un RÚSSa hafði
komulagið í Berchtesgaden bygð- mergSOgíð hjóðína í marg’ar
jst á. Þá hefði þolinmæðin áreið- aldir. Síðan komu ófriðar-
anlega brostið lijá einhverjum hörmungarnar, en síðast bætt
stjórnmálamanninum, en þá hefði jgþ ofan á það alt hin blóð-
líka alt farið í bál og brand. En Ug-a borgarastyrjöld, Sem
Chamberlain gafst ekki upp. Hann nærri hafði kipt fótum und-
vjek hvergi frá því marki, er hann | an sjálfsforræði Finna Og
hafði í upphafi sett sjer; að leysa yarpað þeim í faðm bolsi-
cleiluna friðsamlega.
★
Þau voru þung sporin forsætis-
ráðherrans • breska, er hann kom
heim til ættlandsins úr annari
heimsókn sinni til Hitlers. Og svo
bættist það einnig á, að nú fóru
pólitískir vindbelgir og spákaup-
menn að láta til sín heyra, en þeir
eru margir til í öllum löndum.
Þessir ábyrgðarlausu lýðskrumar-
ar tóku nú óspart að ráðast á
Chamberlain og töldu, að hann
hefði illa haldið á málunum frá
byrjun. Meðal okkar íslendinga
heyrðust þessar raddir einnig, en
hjer eru líka margir pólitískir
vindbelgir og sþákaupmenn.
En forsætisráðherra Breta Ijet
þetta engin áhrif á sig fá. Hann
svaraði árásunum aðeins með
einni setningu: Jeg sje enn mögu
leika til þess að leysa deiluna
friðsamlega, og jeg trúi því ekki,
að þetta geti ekki tekist.
Og Chamberlain helt áfram
sinu ótrauða starfi í þágu frið-
arins, með þeim árangri, að í gær
hittust í Múnchen fjórir valda-
mestu menn álfunnar, til þess að
gera síðustu tilraun til að leysa
deilumálin friðsamlega.
Árangurinn af þessari ráð-
stefnu í Múnchen var tilkyntur
um allan lieim í gærkvöldi og
hann var á þá leið, að deilumálin
verða leyst friðsamlega.
Með starfi sínu undanfarið i
þágu friðarins liefir Chamber-
lain forsætisráðherra getið sjer ó-
dauðlegt nafn í veraldarsögunni.
Hann verður þjóðhetja, ekki að-
eins í sínu ættlandi, heldur einn-
ig í öllum löndum heims. Og er
það ekki eftirtektarvert fyrir okk
ur íslendinga, að þessi maður er
69 ára og þannig kominn talsvert
yfir þann aldur, sem við á oltkar
unggæðis-skeiði á stjórnmálasvið-
inu teljum forsvaranlegt að láta
menn gegna opinberu starfi?
vismans.
Svo fljótt hafa Finnar rjett við,
þessa tvo áratugi sem liðnir eru
síðan, að undrum sætir, enda
sækja nú margir fyrirmyndir
þangað, að því er snertir fjár-
málastjórn og skipulag atvinnu-
hátta.
Norska blaðið Aftenposten sendi
nýlega frjettaritara sinn einn til
Finnlands, er síðan skrifaði ítar-
lega grein um það hvers hann
varð áskynja þar eystra.
Leyfum vjer oss að birta hjer
nokkur atriði úr grein lians ís-1 arinnar.
lenskum lesendum til fróðleiks.
Þinghúsið í Helsingfors.
Sömu lyndiseinkenni
jkoma í Ijós í báðum þessum þátt-
— Þú lærir ekki að þekkja þjóð
a einni viku. En hafirðu opin
augun, og leggir þig í lima getur
runnið upp fyrir þjer samband
lancls og þjóðar, og þá ertu á
rjettri leið. Hittir þú rjetta menn,
þá lifir þú sjálfur og skynjar
mikið af því sem þú áður hefir
heyrt um lanclið.
Grettistak 20 ára.
Jeg leitaði að skýring á því,’
hvernig svo miklar framfarir hafa
getað átt sjer stað á svo skömm-
um tíma, síðan þjóðin varð sjálf-
stæð. Á styttri tíma en nokkur
önnur þjóð, hafa Finnar numið
land sitt, tekið landkostina í þjón-
ustu sína, skógana, fossana, málm-
ana, moldina, endurbætt hið
gamla, bygt nýtt, margfaldað
framleiðsluna, og um leið endur-
greitt landið, keypt það úr klóm
útlendinga, borgað þeim út í hönd,
sem áttu eignir, og lagt grund-
völlinn að því að eiga sjálfir nægi-
legt innlent rekstursfjc. Þetta er
um þjóðlífsins. Skapgerð Finna er
öll önnur en okkar. Einstaklings-
hyggjan gerir okkur óbrotnári,
jafnari. I þjóðarsál Finna eru há
tinclar og undirdjúp.
Fyrir okkar sjónum eru Finnar
dulir menn, nokkuð þvingaðir í
framgöngu, geta sýnst nærri því
kúgaðir. En það er þróttur Finn-
ans, sem liann hefir öldum saman
búið yfir, og sem hann liefir ekki
getað notfært sjer á undirokunar-
tímunum, er þarna kemur í ljós.
I lilekkjum harðstjórnariunar gat
hann ekki notið sín. Þá lifðu
Finnar sínu einmanalega lífi í hin-
um víðáttumiklu skógum, og urðu
draumlyndir, lýriskir, en um leið
þróttmiklir og harðúðgir, eins og
einn besti rithöfundur þeirra,
Sillanpáá, lýsir þeim.
Til þess að skilja þrótt Finna,
þurfa menn að þekkja sögu þjóð-
arimiar, þann þrótt sem lýsir sjer
í afrekum íþróttakappa þeirra, í
atvinnusogu þeirra síðustu 20 árin
Grettistak, sem þjóðin liefjr lyft | og í listum þeirra. Það má máske
Umræðuefnið i dag:
Samkomulagið!
75 ára er í dag frk. Sigurlaug
Magnúsdóttir, Amtmannsstíg 2.
Hlutavelta Ármanns verður í K.
R. liúsinu á sunnudaginn kemur
2. okt. ld. 5 síðd. Stjórn Ármanns
hefir beðið blaðið að færa hinum
mörgu velunnurum fjelagsins
besta þakklæti fyrir þær góðu
undirtektir, sem fjelagsmenn hafa
alstaðar fengið við undirbúning
hlutaveltunnar. Allir fjelagsmenn
og þeir aðrir, sem hafa muni á
hlutaveltuna í vörslum sínum, eru
beðnir að koma þeim í K. R. liús-
ið (að sunnanverðu) á laugardag
frá kl. 4—7 síðdegis.
á 20 árum. Aðrir liefðu þurft til
þess margar kynslóðir.
— Lágt kaup og litlar kröfur
til lífsþæginda sögðu margir við
mig að væri ástæðurnar, er jeg
kom heim og fór að tala um fram-
farirnar. Sýnist mjer a@ margir
sjeu á þeirri skoðun að þetta sje
fullgild skýring. En þetta er eng-
in skýring, enda snertir ekki
kjarna málsins.
Vissulega hafa lífsvenjur þjóð-
arinnar mikil álirif í þessu efni.
En hvað eru lífsvenjur og lífs-
þægindi? Þetta fer eftir því hvern-
ig þjóðin lítur sjálf á málið. Menn
verða að gera sjer grein fyrir mis-
muninum á þjóðarhögum, sögu og
skapgerð. Og víst er um það, að
þjóð sem elur íþróttakappa eins
og Nurmi og 50 kílómetra skíða-
kappgöngumennina sem skara
fram úr, hún sveltur ekki.
Yinnugefin þjóð.
Þegar menn kynnast íþróttalífi
Finna, þá kynnast þeir ef til vill
atorkumönnm og atvinnulífi þjóð-
segja, að sjerkenni Finna sjeu
frekar þrótturinn en „elegansinn“.
En er menn hafa sjeð nýtísku
byggingarlist Finna, myndlist
þeirra og hin Ijómandi iðjnver,
þá skilur maður fyrst þann ,,ele-
gans“ sem þessi þjóð býr yfir.
Hin mikla framþróun Finna er
bæði sálræn og söguleg. Við þá
a skýring Hitlers á stofnun hins
3. ríkis, er hann sagði; „'Wir woll-
en nicht geknechtet sein“. Finnar
hafa sagt það sama og nú segir
þjóðin einum rórni; Við nemum
land vort.
Kvenþjóðin við
alskonar störf.
Finnar eru bændaþjóð. Þeir eru
nú fyrst að verða líka iðnaðar-
þjóð. Atvinnuskifting er sú, að
yfir 50% lifir á landbúnaði og
20% á iðnaði.
I Finnlandi rekur maður hvar-
vetna augun í það, að kvenfólkið
tekur þátt í framleiðslustörfunum.
Alstaðar eru konur að v^rki. Jeg
sá kvenfólk vera að steinleggja
göturnar fyrir framn járnbraut-
arstöðina í Helsingfors, þvo bíla á
bílastöðvum, bera sement við bygg-
ingar, vinna í ullarverksmíðjum,
skófatnaðar- og postulínsverksmiðj
um, í timbur-, járn- og vjelaverk-
smiðjum. I síðustu atvinnugrein-
ingarskýrslum eru taldir 52.200
karlmenn í 8 aðaliðngreinum lands
ins og 39.850 konur. Þetta verður
maður að t-aka með í reikninginn,
þegar talað er um lífsvenjur, at-
vinnu og daglegt brauð, því ef
bæði húsbóndinn, húsfreyjan og
börnin hafa atvinnu, verður efna-
hagur fjölskyldunnar rúmur, þó
hver um sig hafi ekki hátt kaup.
Landbúnaðurinn brauð-
fæðir þjóðina að kalla.
Landbúnaður Finna liefir tekið
miklum stakkaskiftum þessi 20
síðustu ár, ekki síður en aðrar at-
vinhugreinar. Framleiðslan hefir
aukist og vörugæðin sömuleiðis.
Með vlsindalegum rannsóknum og
tilraunastarfsemi hafa menn valið
þau afbrigði korntegunda og ann-
ara nytjajurta er gefa mesta og
öruggasta uppskeru. Þetta hefir
m. a. borið þann árangur, að nú
er ræktað í landinu sjálfu svo til
alt það korn er þjóðin þarf. En
meðan þjóðin laut Rússakeisara
var þar ekki ræktað nema 60% af
korni því sem þar var notað.
Sykurrófur eru þar ræktaðar og
sykurverksmiðjur starfræktar er
veita um 1000 manns atvinnu.
En búfjárræktin er aðalatriðið
í bnnaði Finna. Mjólkurbú þeirra
og mjólkurafurðir hafa á sjer
frægðarorð um allan heim. Á
kreppuárunum var það lögleitt að
finsku bændurnir fengju útflutn-
ingsverðlaun fyrir afurðir sínar.
Þessi styrkur hefir haldist. Raddir
hafa heyrst um, að hann ætti að
fella niður. En eftir því sem best
verður sjeð, er styrkur þessi ekki
ineiri en það, að bændur eru vel
að honum komnir, með tilliti til
þess hve mikilsvirði vinna þeirra
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
\