Morgunblaðið - 02.11.1938, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. nóv. 1938.
Stuttorð greinargerð:
Stefna Morgunblaðsins
T formálsorðum þessa blaðs er í
fám orðum drepið á meginatr-
iðin í stefnu Morgunblaðsins.
Þótt mikið af efni blaðsins hafi frá
öndverðu verið, og sje enn, á degi
hverjum, frjettir og frásagnir af
því, sem gerist fjær og nær, þá
má segja, að gegnum straumgný
daglegra við'ourða, gæti jafnan þeirr
ar undiröldu, sem stefna blaðsins
skapar.
Hjer skal nokkru nánar, en í for-
málsorðum er gert, gerð grein fyrir
því, hvernig blaðið telur að þjóð
vor megi í framtíðinni verða efna-
lega sjálfstæð þjóð, er með hverju
ári tryggir betur rjett sinn til þess
að ráða málum sínum.
Þá er fyrst að minna á það, sem
alkunnugt er, að blaðið fylgir Sjálf-
stæðisflokknum að málunm, og læt-
ur einskis ófreistað til þess að efla
fylgi hans, enda er það sannfæring
vor, að efling þess flokks sje lífs-
skilyrði fyrir þjóð vora. Hefir það
á undanfömum árum tekist að auka
íylgi flokksins meðal þjóðarinnar,
þrátt fyrir hina hörðustu baráttu og
vjelabrögð frá hendi andstæðing-
anna. En kosningalög landsins eru
með þeim hætti, sem kunnugt er,
að fulltrúatala Sjálfstæðismanna á
Alþingi er í harla litlu samræmi við
kjörfylgi flokksins.
★
UNDIRSTAÐAN.
Undirstöðuatriðin í bústjórn
vorri, þegar rætt er um ábúð-
ina á landi voru, eiga að vera þessi:
Að atvinnuvegirnir sjeu þannig
reknir, að þeir gefi arð af því fje,
sem í þá er lagt, um leið og þeir veita
þeim, sem við þá vinna, lífvænleg
kjör.
Við þetta á fjármálastjórn lands-
ins að miðast. Þetta hefir hjer verið
sagt svo oft, að engin ábending hef-
ir hjer oftar verið gefin, svo oft, að
jafnvel andstæðingar vorir eru orðn-
ir uppgefnir á því að andmæla henni.
Hver dagur sem líður, án þess að
þessari grundvallarreglu sje fylgt,
er óhappadagur þjóðar vorrar. Þeim
mun fleiri dagar, sem þannig líða,
þeim mun verr er þjóðin á vegi
stödd. Því á meðan þessarar gull-
vægu reglu er ekki gætt, er þjóðin
að tapa, tapa úr höndum sjer sjálfs-
forræði sínu, eyða því fjármagni,
sem hún þarf á að halda, til þess
að auka arðsemi landsins, bæta at-
vinnuna, auka framleiðsluna og skapa
almenna hagsæld meðal landsmanna.
★
SJÁVARÚTVEGURINN
MÁTTARSTOÐIN.
TH yrir efnahagsafkomu vora velt-
ur mest á því, hvernig sjáv-
arútveginum farnast. Þessa augljósu
staðreynd var almenningur lengi að
læra. Uppgrip þau, sem sjávaraflinn
gaf um skeið, þegar nútíma-tæknin
kom hjer til sögunnar, óx mönnum
svo í augum, að margir litu svo á,
að sú fjáraflalind væri lítt tæmandi.
Hún hefir verið að tæmast undan-
farin ár. Takist ekki að gera sjávar-
útveginn aflögufærann, þá rísa ekki
atvinnuvegir þjóðarinnar undir ríkis-
útgjöldunum til langframa.
Hallalaus rekstur útgerðar í meðal
ári, svo varasjóðir safnist í góðær-
um, til að mæta þeim lakari, er
fyrsta lífsskilyrði fyrir fjárhagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar.
Til þess þarf: Lækkun á útgjöld-
um við útgerð, frá því, sem nú er,
meðan afurðaverðið hækkar ekki,
svo og rannsóknir á fiskigöngum,
stofnun og rekstur fjölbreyttari fisk
iðnaðar en hjer hefir verið.
Ef valdhafarnir líta á sjávar-
útveginn, eins og hann er, sem meg-
instoð þjóðfjelagsins, en ekki sem
brak er þeir höggva í eldinn, eins og
þeir hafa gert, er lagfæring á hög-
um hans og högum þjóðarinnar vís.
★
VANDLEYST VERKEFNI.
l\f iklu vandasamari, vandleyst-
ari verkefni bíða þjóðarinn-
ar í landbúnaði. Þar hefir verið unn-
,ið að umbótum í áratugi, og árang-
urinn í ýmsum greinum orðið minni
en vænta mætti.
En svo hörmulegur er skilnings-
skortur núverandi valdhafa á þörf-
um búnaðarins og framtíðarvegum,
að sá styrkur, sem hann hefir feng-
ið bestan og rjettlátastan, er, af und
anlátssemi við fræðilegar kreddur
sósíalista, gerður vafasamur og ó-
vinsæll. Á jeg þar við, þegar bænd-
um er gert að skyldu að afsala sjer
eignarjetti á jörðum sínum jafnóð-
um og þeir taka á móti verðlaunum
fyrir að gera varanlegar umbætur
í landinu. Þeir menn, sem slík lög
setja, hafa engan skilning á nauðsyn
jarðræktar fyrir framtíð þjóðarinn-
ar, eða á ræktarþeli íslenskra bænda
við jarðir sínar. Meðan slíkt skiln-
ingsleysi ríkir hjá valdhöfum þjóð-
arinnar gagnvart landbúnaðinum, er
engra gagngerðra umbóta von.
Á núverandi breytingatímum hafa
margskonar orsakir leitt af sér ó-
hollar truflanir og jafnvægisrask í
hinu litla þjóðfjelagi voru. Ein er sú,
hve ólík eru hjer skilyrði frá nátt-
úrunnar hendi fyrir landbúnað og
sjávarútveg, þegar til þess kemur,
að atvinnuvegir þessir eiga að keppa
við framleiðslu annara þjóða.
Er einkennilegt, hve þessi aðstöðu
mismunur hefir að vissu leyti dulist
mönnum. Af gamalli erfðavenju hafa
menn oft talið landbúnaðinn í orði
kveðnu aðal atvinnuveg þjóðarinn-
ar, þó hnattlega og loftslag geri að-
stöðu hans engan veginn þannig, að
hann geti gefið þau afköst og þann
arð, sem sambærilegt er við útveg-
inn. Fiskimiðin eru ein þau bestu í
heimi. Landbúnaðarframleiðsla norð
ur við heimskautsbaug getur því eng
anveginn þolað samanburð við afl-
ann á þeim.
Skiljanleg er sú afstaða manna,
að segja sem svo: Hjer er mismun-
urinn svo mikill, að landbúnaðurinn
verður að njóta styrks og hlunninda
þjóðmálum
frá fiskimiðunum. En svo óhöndug-
lega hefir farið einmitt fyrir mörgum
sem aðhyllast, þá hugsun, að þeir
hafa gengið í stjórnmálabar-
áttunni, í lið með því fólki við
sjávarsíðuna, sem unnið hefir að
því, að gera sjávarútveginn ekki
lengur aflögufæran. Með því hafa
þeir sjálfir kipt fótum undan þeim
styrk, sem þeir ætluðust til að feng
ist og sjálfsagður væri til handa bún
aðinum.
Heilbrigða stefnan verður sú, að
gera sveitabúskap sem sjálfstæðast-
an, lífvænlegastan, arðsamastan upp
á eigin spýtur, eins og til var ætl-
ast með því að leggja fram fje til
þess að rækta svo mikið af landi
hverrar jarðar, að fóðuröflun yrði
öll á ræktuðu landi.
★
FRAMTÍÐARMÁL
SVEITANNA.
THil þess að tryggja framtíð land-
búnaðarins þarf í stuttu máli
þetta:
Að gera gagngerða rannsókn á
búrekstri bænda um land alt, til þess
að sjeð verði, hverskonar búrekstur
er arðvænlegastur í hverju hjeraði
landsins, og hvernig þeir bændur
haga búrekstri sínum, er reka hann
með mestri hagsýni.
Af þeirri rannsókn verði ráðið
með öruggri vissu, hvar er mest bú-
sæld og búsældarskilyrði, og sje síð-
an lögð áhersla á, að þar fjölgi býl-
um.
Menn verða að gera sjer fulla
grein fyrir því, að íslensk bænda-
stjett unir ekki eins vel hag sínum
um þessar mundir, sem skyldi. Alt
of margir bændur sitja um tækifæri
til þess að hverfa frá þessari at-
vinnugrein -— og mætti margt um
það segja, hve núverandi valdhafar
hafa tekið óskynsamlega á því máli.
Fyrir nokkrum áratugum fóru þeir
til Ameríku, sem brugðu búi. Síðar
hafa fólksflutningarnir úr sveitun-
um beinst til kaupstaðanna. Næsti
þátturinn verður að vera sá, að þeir,
sem yfirgefa jarðir sínar, þar sem
þeim finnst óbyggilegt, þeir eigi þess
kost og sjái sjer hag í, að flytja
búferlum á jarðir eða nýbýli, þar
sem lífvænleg framtíð blasir við
þeim í sveit. Á þann eina hátt verð-
ur girt fyrir að sveitafólki fækki á
íslandi.
Leiðbeingar þær, sem bændur geta
fengið, eða bændaefni, að undanfar-
inni þeirri allsherjar rannsókn, er
jeg áður drap á, verða að vera gagn
gerðari en hjer hafa verið fyrir
hendi. Og þeir bændur, sem ætla sjer
að njóta opinberra styrkja, til þess
að koma undir sig fótum, verða að
vera skyldaðir, til þess að fara eftir
þeim leiðbeiningum, sem augsýni-
legast eru þeim sjálfum í hag.
En til þess að taka upp það um-
bóta starf, sem framundan er, til
viðrjettingar og öryggis fyrir sveit-
irnar, þarf fyrst og fremst að leggja
áherslu á uppeldis- og skólamál sveit
anna. Uppeldi sveitaæskunnar þarf
■e-
á
.4
, *
Valtýr Stefánsson rítstjóri. Stúlkan með pröförkina er Gyða Einarsdóttir.