Morgunblaðið - 02.11.1938, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. nóv. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
7
hefir frá
^nvvvjwuvwjvw fyrstu tíð
átt miklum vinsældum að fagfna
í Ileykjavík, og hefir þetta verið mesti
styrkur blaðsins. Það ræður því að
líkum, að áhrif Morgunblaðsins í
Reykjavík hafa verið mikil og marg-
vísleg þau 25 ár, sem liðin eru síðan
blaðið hóf göngu sína.
Að vísu hóf Morgunblaðið göngu
sína með þeim ásetningi, að standa
utan við hinar eiginlegu flokkadeilur.
Fyrstu árin sást heldur ekki pólitísk
.grein í Morgunblaðinu, og kosningar
Jjet blaðið afskiftalausar.
En þótt Morgunblaðið hafi fyrstu
árin ekki tekið virkan þátt í deilum
stjórnmálaflokkanna, gat ekki hjá því
farið að fljótlega gætti áhrifa frá blað-
inu á ýmsan hátt, ekki síst á málefni
Reyk j avíkurbæ j ar.
f""\ að hafa alls farið fram 13 bæjar-
stjórnarkosningar í Reykjavík
síðan Morgunblaðið byrjaði að koma
út. Verður hjer stuttlega drepið á þess-
ar kosningar, og um leið getið hvaða
afstöðu Morgunblaðið tók til þeirra.
1914. — Þá voru 7 listar í kjöri, en
enginn þeirra með sjerstökum pólitísk-
um lit. Morgunblaðið hafði ekki önnur
afskifti af kosningunum en þau, að það
gat um listana og nöfnin sem á þeim
voru.
1 desembar 1914 fór einnig fram
kosning þriggja bæjarfulltrúa. Fjórir
listar voru í kjöri. Morgunblaðið ljet
Losninguna afskiftalausa.
1916. — Þá voru 5 listar í kjöri, og
stóðu pólitísku flokkarnir að þremur
þeirra. Úrslitin urðu:
Sjálfstæðismenn ..... 163 atkvæði
Heimastjórnarmenn . . 634 —
Verkamannafl..........911 —
Konur ............... 204 —
Óháðir ............... 80 —
Listi verkamanna hlaut þrjá menn
kosna, og Heimastjórnarmenn tvo.
Afskifti Morgunblaðsins af kosning-
unum voru í stuttu máli þessi:
Tveim dögum fyrir kosningarnar
birtist í blaðinu grein undir dulnefni,
þar sem konur eru hvattar til að fylkja
sjer um kvennalistann, en að honum
stóðu þrjú kvenfjelög: Hið íslenska
kvenfjelag, Kvenfjel. Hringurinn og
Thorvaldsenfjelagið. Næsta dag, 30.
janúar, daginn fyrir kosningarnar, birt-
ir Morgunblaðið grein eftir frú Bríeti
Bjarnhjeðinsdóttur, og er það svar við
greininni frá deginum áður. Frú Bríet
vildi ekki að konur hefðu sjerlista.
Svo kosningadaginn, 31. janúar, birt-
ist pólitísk ritstjórnargrein í Morgun-
blaðinu. Er það ádeilugrein á Ólaf
Friðriksson, og jafnframt svar við á-
deilu hans á Thor Jensen, sem var á
lista Heimastjórnarmanna. Þetta er
fyrsta pólitíska ádeilugreinin, sem jeg
hefi sjeð í Morgunblaðinu. Upp úr
þessu fer Morgunblaðið að harðna í
sókninni.
★
1918. — Ilinn 4. janúar skýrir Morg-
wnblaðið frá því, að þá fyrir tveim
Eftir Jón Kjartansson
dögum hafi verið stofnað fjelag hjer 1
bænum, er Sjálfstjórn hjet. Tilgangur
fjelagsins var að starfa að bæjarmál-
um Reykjavíkur með því:
Að vera á verði gagnvart tilraunum
af hálfu löggjafarvalds, eða stjórnar-
valda lands og bæjar til að raska at-
vinnufrelsi einstaklinga,
að beita sjer fyrir hagsýni í fjár-
málum bæjarins,
að beita sjer fyrir því við kosningar,
að kosnir verði hæfir menn til opin-
berra starfa í þarfir bæjarfjelagsins.
Morgunblaðið tók þessari fjelags-
stofnun mjög vel og hvatti menn til að
styðja fjelagið.
Við bæjarstjórnarkosningarnar, sem
fram fóru svo í lok mánaðarins voru
3 listar í kjöri. Úrslitin þessi:
Sjálfstjórn ............ 1593 atkv.
Verkamannaflokkur . . 1193 —
Óháðir ................... 76 —
Sjálfstjórn kom 4 mönnum að og
Verkamannaflokkurinn 3. Morgunblað-
ið studdi Sjálfstjórn í kosningunum,
og ljet þær verulega til sín taka.
1920. — Enn voru 3 listar í kjöri,
og úrslitin þessi:
Sjálfstjórn ............ 1562 atkv.
Verkamannafl............. 807 —
Óháðir ................... 22 —
Sjálfstjórn hlaut 4 kosna og Verka-
mannaflokkurinn tvo.
Kjósa skyldi einn mann í bæj-
arstjórn í nóv. 1920, í stað Sveins
Björnssonar, er þá varð sendiherra.
Tveir voru í kjöri, þeir Georg Ólafs-
son hagfr., studdur af Sjálfstjórn og
Morgunblaðinu, og Þórður Sveinsson á
Kleppi, studdur af Vísi og Alþýðu-
flokknum. Þórður var kosinn með 1467
atkv.; Georg hlaut 1148 atkv. Þetta
er eina skiftið, sem andstæðingar Morg-
unblaðsins hafa unnið kosningar í
Reykjavík. Kosningin var ekki hörð;
Georg vildi alls ekki vera í kjöri, en
var þröngvað fram á síðustu stundu.
Geta má þess að Þórður á Kleppi var
si'ðar kjörinn í bæjarstjórn, studdur af
Morgunblaðinu.
1922. — Þá voru aðeins tveir listar í
kjöri. Úrslitin þessi:
Listi borgaranna ......... 3100 atkv.
— Alþýðuflokksins . . 1757 —
Listi borgaranna hlaut 3 menn
kjörna, og Alþýðuflokksins 2. Morgun-
blaðið studdi borgara-listann.
1924. — Þá voru 3 listar í kjöri, og
þessi úrslitin;
Listi borgaranna ...... 3237 atkv.
— Alþýðuflokksins . . 1729 —
— óháðra . .............. 102 —
Listi borgaranna hlaut 3 menn
kjörna og Alþýðuflokksins 2. Morgun-
blaðið studdi lista borgaranna.
1926. — Þá voru 2 listar í kjöri.
Úrslit urðu þessi:
Listi borgaranna ......... 3820 atkv.
— Alþýðuflokksins .. 2516 —
Listi borgaranna, sem Morgunblaðið
studdi, fær enn þrjá menn kjörna, og
Alþýðuflokks-listinn tvo.
★
1928. — Þá voru 3 listar fram born-
ir af pólitísku flokkunum. Úrslit:
Ihaldsflokkur .... 3207 atkv. 48,4%
Alþýðuflokkur . . 2402 — 36,2%
Frjálslyndi fl....1018 — 15,4%
íhaldsflokkurinn hlaut 3 menn kjörna
og Alþýðuflokkurinn 2. Morgunblaðið
studdi íhaldsflokkinn.
1930. — Nú var bæjarstjórnin kosin
öll í einu lagi. Þrír listar voru í kjöri,
fram bornir af stjórnmálaflokkunum.
Úrslit:
Sjálfstæðisflokkur 6033 atkv. 53,5%
Alþýðuflokkur .. 3897 — 34,5%
Framsóknarflokkur 1357 — 12,0%
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 8 full-
trúa kjörna. Alýðuflokkurinn 5 og
Framsókn 2. — Morgunblaðið studdi
Sjálfstæðisflokkinn.
1934: — Fimm listar í kjöri, bornir
ir fram af stjórnmálaflokkunum. Úr-
slit:
Sjálfstæðisflokur 7043 atkv. 49,3%
Alþýðuflokkur 4675 — 32,8%
Kommúnistafl. 1147 — 8,0%
.Framsóknarflokkur 1015 — 7,1%
Þjóðernissinnar 399 — 2,8%
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 8 full-
trúa, Alþýðuflokkurinn 5, Kommúnista-
flokkurinn 1 og Framsókn 1. Morgun-
blaðið studdi Sjálfstæðisflokkinn.
1938. — Fjórir listar í kjöri, og úr-
slit þessi:
Sjálfstæðisflokkur 9893 atkv. 54,7%
Alþ. og Komm.fl 6464 — 35,8%
Framsóknarflokkur 1442 — 8,0%
Þjóðernissinnar 277 — 1,5%
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 9 full-
trúa, sambræðsla Alþýðu- og Kommún-
istaflokksins 5 og Framsóknarflokkur-
inn 1. Morgunblaðið studdi Sjálfstæðis-
flokkinn.
Hvað sýna svo kosningarnar ?
Þær sýna, að eftir að Morgunblaðið
fór að hafa bein afskifti af bæjar-
stjórnarkosningum í Reykjavík hefir
blaðið að heita má altaf borið sigur úr
býtum. Hefir því öll þessi ár ráðið í
bæjarstjórn Reykjavíkur sú stefna,
sem Morgunblaðið hefir stutt. Hvaða
þýðingu þetta hefir haft fyrir bæjar-
fjelagið, verður drepið lítillega á í eftir-
farandi greinarköflum.
★
rið 1890 voru allir landsmenn tæp
lega 71 þúsund talsins, og bjuggu
þá flestir í sveitum. Þá hafði landsfólk
ið staðið í stað í 20 ár, því að hin ár-
lega viðkoma -— um 1000 manns —
fluttist til Vesturheims.
Á þessu varð mikil breyting um og
eftir 1890. Það tók fyrir fólksstrauminn
til Vesturheims. Fólkið fór að setjast
að við sjóinn í landinu sjálfu — í kaup-
stöðum og kauptúnum. Og nú er svo
komið, að af þeim nálega 118 þúsund
sálum sem byggja landið, búa tæplega
70 þúsund í kaupstöðum og kauptúnum
víðsvegar um landið.
Langmest af því fólki, sem flust hefir
úr sveitunum síðustu hálfa öld, hefir
sest að í höfuðborg landsins, Reykja-
vík. Eftirfarandi tölur sýna íbúatöluna
á landinu og í Reykjavík á 5 ára fresti
síðan um aldamót, svo og hundraðs-
töluna í Reykjavík miðað við alt landið.
Ár Alt Reykja-
landið vík %
1900 76308 5802 7.6
1905 79462 8997 11.3
1910 84856 11449 13.5
1915 89059 14160 15.9
1920 94436 17450 18.5
1925 100117 22022 22.0
1930 108629 28052 25.8
1935 115870 34231 29.5
1937 117692 36103 30.7
Það hefir verið mikið átak fyrir
Reykjavík að fá þenna öra vöxt á svona
skömmum tíma. Hætt er við, að allir
bæir hefðu ekki staðist þetta. En hvern
ig hefir Reykjavík staðist áhlaupið?
Vilji menn líta á þetta óhlutdrægum
augum verður ekki annað sagt en að
Reykjavík hafi staðist áhlaupið prýði-
Haustkvöld í Reykjavík.