Morgunblaðið - 02.11.1938, Page 12

Morgunblaðið - 02.11.1938, Page 12
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. nóv. 1938. Dví miður hefir þeim mönnum orð- ið talsvert ágengt, sem hafa ver- ið að ala á sundrung milli sveita og kaupstaða. Hefir þessa gætt töluvert í löggjöf síðustu ára, á þann hátt, að gengið hefir verið á hlut kaupstaðanna, og þá einkum Reykjavíkur. Þetta hefir haft þær afleiðingar, að fjárhag kaupstaðanna hefir hnignað mjög hin síðari ár. Er nú svo komið að sum bæjarfjelög hafa raunverulega g'efist upp, og hin sem enn standa upp úr, eru á hraðri leið niður á við. Fyrsta verulega áfallið, sem kaup- staðirnir fengu frá löggjafarvaldinu var hin gífurlega hækkun tekjuskatts- ins, sem gerð var á þingunum 1934 og 1935. Með þessu var í raun og veru fótunum kipt undan fjárhag kaupstað- anna. Hefir þetta bitnað harkalegast á Reykjavík, því að þaðan kemur meg- inhluti tekjuskattsins, eða um 80% samkvæmt sundurliðun skattsins 1937. En láta mun nærri að tekjuskattur- inn hafi tvöfaldast í tíð núverandi stjórnarvalda. Skattgreiðendum í Reykjavík var það vitanlega langsamlega ofraun að fá tvöföldun tekjuskattsins, og eiga þar á ofan að taka á sínar herðar allar þarfir bæjarfjelagsins. ★ En löggjafarnir Ijetu ekki hjer við sitja. I sama mund voru sett ýms lög, sem bökuðu bæjarf jelögunum stór- feldra útgjalda. Má þar einkum nefna hin nýju framfærslulög og alþýðu- tryggingarlögin. En auk þess eru mörg lög eða ákvæði í lögum frá síð- ustu þingum, sem beinlínis er stefnt gegn Reykjavík. Skulu aðeins sem dæmi nefnd mjólkursölulögin. I Reykjavík höfðu atorkumenn breytt stórgrýttum holtum og óræktar móum í iðgræn tún, sem gáfu fóður handa 800—1000 kúm. Með mjólkurlögunum voru kostir þessara manna þrengdir svo, að nú eru þeir sem óðast að gef- ast upp, og alt erfiði þeirra og bar- átta er að engu orðin. Mun það algert einsdæmi í menningarþjóðfjelagi, að þegnarnir sjeu þannig leiknir af vald- höfunum. Mörg fleiri lög og lagaákvæði mætti nefna, sem stefnt er gegn Reykjavík, en hjer skal staðar num- ið. En til þess að lesendur fái einhverja hugmynd um hvernig framfærslulögin nýju og alþýðutryggingarlögin fara með Reykjavík, skulu hjer nefndar fáeinar tölur Útgjöld Reykjavíkurbæjar vegna fá- tækraframfæris, sjúkrakostnaðar og íramlaga til sjúkrasamlags hafa síðan 1929 verið sem hjer segir, talið í þús- undum króna: 1929: 514; 1930: 586; 1931: 739; 1932: 877; 1933: 979; 1934: 1151; 1935: 1510; 1936: 1656; 1937: 2059. Hafa þannig útgjöldin til þessa ná- lega fjórfaldast á 9 árum. Nýju framfærslulögin hafa bitnað mest á Reykjavík. Þannig námu árið 1937 útgjöld bæjarins, vegna þurfalinga, er áður voru annara sveita eða fluttu til bæjarins 1936 og 1937 alls kr. 314,693, og er það fimmti hluti heildarútgjalda bæjarsjóðs til fá- tækra. En sagan er þó ekki nema hálf sögð. Reykjavíkurbær átti í árslok 1935 útistandandi hjá öðrum sveitar- fjelögum 630 þús. kr., vegna fram- færslu þurfalinga þeirra. Hjer kom löggjafinn enn til sögunnar, og sýndi hug sinn til Reykjavíkur. Af skuld þessari varð Reykjavíkurbær fyrir valdboð að strika út 220 þúsund krón- ur á árinu 1936, og 56 þús. 1937. Það sjá vitanlega allir, hvert stefn- ir með framhaldi þessa leiks. Haldi vald Reykjavík og Morgunblaðið Framh. af bls. 8. Mannf jöldi í Austurstræti. Myndin tek- in af þaki Morgunblaðsafgreiðslunnar. liafarnir áfram að níðast á Reykjavík eins og þeir hafa gert undanfarið, get- ur endirinn ekki orðið nema á einn veg: Algert fjárhagslegt hrun bæjar- fjelagsins. Að Reykjavíkurbær þrátt fyrir alt ér enn fjárhagslega sterkari en nokkuð annað bæjarfjelag á landinu stafar ein- göngu af því, að hann býr að hinni gætilegu og hyggilegu f jármálastjórn, sem jafnan hefir ríkt í bænum. Og það er ekki minnsti vafi á, að fjárhagur Reykjavíkur stæði nú í miklum blóma, ef löggjöfin hefði ekki haft þau af- skifti af málefnum bæjarins, sem raun ber vitni um. í 71. grein stjórnarskrárinnar segir: „Rjetti sveitarfjelaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar, skal skipa með lögum.“ Hjer ætlast stjórnarskráin til að að sveitar- og bæjarfjelögin ráði sjálf málefnum sínum, undir umsjón stjórn- arinnar. En þetta stjórnarskrárákvæði er nú að engu haft. I framkvæmdinni er þetta orðið þannig, að löggjafarvald- ið hefir tekið málefni sveita og bæja í sínar hendur, en sveitar- og bæjar- un þess á hverjum tíma, eftir þörfum atvinnulífsins. Þetta er ómetanlegur styrkur. Þá á bærinn einnig nærliggj- andi jarðir, og er þannig sjeð fyrir vextinum í framtíðinni. Bærinn á og starfrækir 5 stórfyrir- tæki til almenningsþarfa: Vatns- og hitaveituna, gasstöðina, höfnina, raf- magnsveituna og Sogsvirkjunina. Fjög ur hin fyrst nefndu standa mjög föst- um fótum fjárhagslega. Síðasti bæjar- reikningur sem út er kominn, fyrir ár- ið 1936 sýnir að samanlagðar árstekj- ur fjögra hinna eldri fyrirtækja eru 3,3 milj. króna. En árlegur rekstrar- kostnaður fyrirtækjanna ásamt vaxta- greiðslum er um 1,4 milj. kr lægri, og er sú upphæð árlega fyrir hendi til afborgana af skuldum, aukningar og að nokkru leyti til tekna fyrir bæjarsjóð- inn. Þessi rekstur og útkoma á fyrir- tæjum bæjarins á engan sinn líka hjer á landi. Sogsvirkjunin er í bernsku, og því ekki hægt að segja ennþá hvernig henni reiðir af fjárhagslega. Hún á sennilega við einhverja erfiðleika að stríða til að byrja með, vegna hins mikla stofnkostnaðar. En byrðarnar ljettast smám saman, eftir því sem notkun rafmagnsins eykst. Ráðgert var að nærliggjandi hjeruð fengju rafmagn frá Sogsstöðinni. Enn hefir ekkert orðið úr írarokvæmdum í þessu stórmáli. En þetta má ekki drag- ast. Ekkert yrði meiri lyftistöng fyrir heimilin í sveitunum hjer á Suður- og Suðvesturlandi en það, ef rafmagnið fengi að flytja birtu og yi inn á heimil- in. ★ eykj avíkurbær hefir síðustu árin ekki sint sem skyldi ýmsum aðkall- andi nauðsynjamálum sínum vegna byrðanna, sem valdhafarnir á Alþingi hafa hlaðið á bæinn. Því að þótt nú- verandi stjórnarflokkar hafi um margt verið ósammála, hafa þeir jafnan komið sjer prýðilega saman um eitt: Að kúga Reykvíkinga með sjersköttum og alls- konar byrðum. stjórnir hafa nokkra íhlutun um fram- kvæmd þeirra laga, sem Alþingi setur í þessu efni. Má því segja að algert hausavíxl hafi orðið á hugtökum stjórn arskrárinnar. ótt svartir skýflókar grúfi nú yfir Reykjavík, er ekki ástæða til að örvænta. Brátt hljóta þeir, sem völdin hafa á Alþingi að sjá, að það er hið mesta óhappaverk sem þeir hafa unn- ið, er þeir hafa verið að grafa undan fjárhag Reykjavíkur. En þegar ráða- mönnunum á Alþingi öðlast skilningur á því, að þjóðarheildinni er fyrir bestu að Reykjavík haldi áfram að dafna og blómgast, eins og hún gerði, meðan hún rjeði sjálf sínum málum, þá mun ný blómaöld hefjast í höfuðstaðnum. Þeir sem hingað til hafa ráðið mál- efnum bæjarins, hafa búið vel í hag- inn fyrir eftirkomendurna. Fjárhagur bæjarins er góður, þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára. Bæjarsjóði hefir tekist að verjast skuldasöfnun fremur öllum vonum. Vaxtabyrðin af skuldum bæjarsjóðs sjálfs tekur ekki til sín nema um 5,5% af árlegum tekj- u m bæjarsjóðsins. Þeir munu ekki vera margir bæirnir á Norðurlöndum á svip uðu reki og Reykjavík, sem geta sýnt Infjólfs-styttan slíka útkomu. á Arnarhóls- Bæjarfjelagið á nálega allt land um- túninu. hverfis bæinn, og getur því hagað notk- En við skulum vona að þetta eigi eft- ii að breytast mjög bráðlega, og getur þá Reykjavík farið að sinna meir sínum málum. Margt er það sem bæinn vantar. Hann vantar skóla — barnaskóla, gagnfræða- skóla og sjerskóla. Hann vantar leikvelli og skemtigarða. Hann á eftir að koma upp fullkomnu íþróttasvæði, og þarf að hraða því sem mest, því að enginn skóli er betri fyrir æskulýðinn en heilbrigð- ar íþróttir. Bærinn hefir komið upp sundhöll, sem ekki mun standa að baki fullkomn- ustu sundhöllum í öðrum löndum. Næsta skrefið á þessu sviði er baðstaðurinn við Skerjafjörð, svo og útisundlaug þar eða við Laugarnar, með volgum sjó og laugavatni. Jeg vil ekki skilja svo við þessa sund- urlausu þætti um Reykjavík, að jeg minnist eigi nokkrum orðum á stærsta og glæsilegasta framtíðarmálið: Hita- veituna. Hún mun veita bæjarbúum lífsþægindi úr skauti náttúrunnar, sem engin önnur höfuðborg í heimi hefir að stöðu til að fá. En Hitaveitan verður ekki aðeins stórfelt menningartæki. Alt bendir til þess að hún verði arðsamasta fyrirtæki bæjarins. Það er einlæg von og ósk allra bæjarbúa, að framkvæmdir þessa mikla menningar- og fjárhags- máls geti hafist á komanda ári. ★ eykjavík er höfuðborg landsins. Því fylgja margvíslegar skyldur. Frá Reykjavík eiga að berast þeir straumar menningar, athafna og fram- fara, sem gera þjóðinni kleift að lifa sem sjálfstæð þjóð í framtíðinni. Biðj- um þess öll af alhug, að höfuðborgin geti rækt þetta hlutverk sitt. Biðjum, að rætast megi orð þjóðskáldsins mikla: Vort fjallaland, í heiðum himintjöldum, rís hátt og frjálst, svo langt sem strönd þín nær. Vort ættarland, vjer með þjer — með þjer höldum á meðan nokkurt íslenskt hjarta slær. Og aldrei skaltu selt við veg og völdum, svo víst sem heill og sæmd þín er oss kær. Þar stendur fólkið fast sem bjarg í öldum og fremsta vörðinn heldur Ingólfs bær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.