Morgunblaðið - 02.11.1938, Blaðsíða 16
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. nóv. 1938,-
Efttr 25 ára sfarf
r
Nokkrir menn úr ýmsum starfsgreinum hafa sent Morgunblaðinu til birtingar eftirfarandi ummæli, um álit þeirra
á blaðinu, þar sem hver tekur það fram, sem hann vill einkum vekja athygli á, eða þykir mestu varða í fari blaðsins
eða starfsemi þess.
Ólafur Thors, form.
Sjálfstæðisflokksins:
Sfálfstæ3ismenn
þakka Morg’un-
blaðinu.
STOFNENDUR Morgun-
blaðsins voru stórhuga
menn, bjartsýnir og framsýnir.
En ekki munu þeir hafa gert sjer
grein fyrir því, að áhrif blaðsins
á alt menningar og stjórnmála-
líf þjóðarinnar yrðu jafn stór-
vægileg og raun hefir borið vitni
um þennan umliðna aldarfjórð-
ung.
Það er afrek núverandi rit-
stjóra og blaðamanna Morg-
unblaðsins, að blaðið er í dag
stærsta, fjölbreyttasta, fjöllesn-
asta og áhrifamesta blað lands-
ins.
í dag þakka Sjálfstæðismenn
Morgunblaðinu eigi aðeins hin-
ar óteljandi ánægjustundir,
heldur og mikilvæga baráttu
fyrir áhuga og stefnumálum
flokksins, og bera fram þá ósk,
að ritstjórn blaðsins auðnist að
halda áfram á sömu braut, sjálf-
um sjer til 'sóma en Sjálfstæðis-
stefnunni tii ómetaniegs gagns.
Pjetur Halldórsson, borgarstjóri:
Sannleikurinn
«*» prúðmenikan.
Morgunblaðið orðið 25
!|pÍ;ára? Mörgum okkar, sem
erum kaupendur blaðsins frá
upphafi mun þó þykja sem ekki
sje svo mjög langt síðan Vil-
hjálmur Finsen sendi fyrsta
tölublaðið út. Síðan eru þó kom-
in út yfir 7500 tölublöð!
Gengi blaðs á að byggjast á
því, að blaðið segi ávalt satt, en
aidrei ósatt, að ritstjórnin láti
skoðanir sínar í ljós með prúð-
mannlegum rithætti, vandi mál-
far blaðs síns og haldi í burtu
frá blaðinu öllu því, sem ófagurt
er og til spillingar sambúð
manna og samstarfi.
Vinsældir Morgunblaðsins
bera þess vott, að blaðið hefir
leitast. 'við að halda þessi boð-
orð.
Með þessum forsendum óska
jeg Morgunblaðinu góðs gengis
og batnandi.
(fÍliAr
Guðm. Benediktsson, form. Varðar:
Geta ekki án þess
verið.
BJÁLFSTÆÐISFLOKKN-
UM hefir ekki tekist það
^nnþá, að ná hreinum meirihluta
alþingiskjósenda undir merki
sín. Það stafar þó ekki af því,
að meirihluti kjósenda sje and-
vígur stefnu flokksins. Það er
þvert á móti óhætt að fullyrða
að allur þorri þjóðarinnar hafi
þær sömu lífsskoðanir, sem eru
uppistaða og ívaf í sjálfstæðis-
stefnunni. Það stafar heldur
ekki af því, að illa sje haldið á
málum flokksins, í blöðum og á
fundum. Þar standa Sjálfstæð-
ismenn áreiðanlega feti framar
en andstæðingarnir.
Þetta hvorttveggja sjest m. a.
á því, að andstæðingarnir reyna
eftir megni að koma í veg fyrir
að fólk kynnist stefnu flokksins
og málflutningi hans. Það sýnir
að þeir óttast málefni og mál-
flutning flokksins. Andstæðing-
unum hefir tekist þetta í mörg-
um hjeruðum landsins. Þar þora
fylgismenn þeirra hvorki að
hlusta á ræðumenn flokksins nje
að lesa blöð hans. Þessi ótti
andstæðinganna úti á landinu
er erfiðasti þröskuldurinn á vegi
flokksins til verulegrar fylgis-
aukningar.
Morgunblaðið hefir tvímæla-
laust sigrast til fulls á þessum
erfiðleikum hjer í Reykjavík,
því að það er alkunnugt, að
hjer geta menn ekki án Morg-
unblaðsins verið, hvorki fylgis-
menn nje andstæðingar. Hið
mikla fylgi flokksins hjer í höf-
uðstaðnum, stafar vafalaust að
nokkru leyti af þessum ástæð-
um.
Fyrir hönd Landsmálafje-
lagsins Varðar vil jeg því nota
þetta tækifæri til þess að þakka
Morgunblaðinu unnin störf í
þágu flokksins hjer í bæ. Jafn-
framt óska jeg því góðs gengis
á komandi árum.
Gunnar Thoroddsen, form. Heim-
dallar:
Hinn einarði
frumherji.
mMÍIÐ aldarfjórðungs afmæli
í^j'c'Morgunblaðsins eiga Sjálf-
stæðismenn margs að minnast.
Morgunblaðið hefir verið um
langan aldur hinn ótrauði og
einarði frumherji í baráttunni
fyrir málefnum Sjálfstæðis-
flokksins. Dómarnir um það
hafa oft verið misjafnir, og ekki
hlífst við að gagnrýna það. En
þótt þetta blað eins og önnur
hafi vitaskuld ekki verið full-
komið fremur en önnur mann-
anna verk, er það víst, að það
gagn er ómetanlegt, sem Morg-
unblaðið hefir unnið Sjálfstæð-
isflokknum, og að sá flokkur
væri ekki það sem hann nú er
að fylgi til, ef Morgunblaðsins
hefði ekki notið við.
Ungum Sjálfstæðismönnum er
það bæði skylt og ljúft að flytja
Morgunblaðinu þakkir á 25 ára
afmæli þess. Það hefir frá önd-
verðu sýnt hreyfing'u ungra
Sjálfstæðismanna fullan skiln-
ing og velvild. Þegar samtök
ungra Sjálfstæðismanna fóru
fram á það fyrir nokkrum árum
að fá sjerstaka æskulýðssíðu í
blaðinu, þar sem ungir Sjálf-
stæðismenn gætu skrifað um á-
hugamál sín, var það auðsótt
mál hjá ráðamönnum blaðsins.
Varð Morgunblaðið þannig
brautryðjandi um þessa ný-
breytni, sem önnur blöð hafa
síðan tekið upp eftir því.
Fyrir unga menn, sem einhver
áhugamál eiga og vilja koma
þeim á framfæri, er það mikils
vert að eiga aðgang að stærsta
og útbreiddasta bláði landsins'
Þessu láni hafa ungir Sjálfstæð-
ismenn átt að fagna. Fyrir það
þökkum við Morgunblaðinu og
óskum því allra heilla.
Síra Bjarni Jónsson:
Að halda fólki
vakamli.
8EG hefi verið að velta því
fyrir mjer, hvernig á því
standi, að margir eru daufir í
dálkinn á mánudögum. Það mun
stafa af því, að þann dag vik-
unnar eru þeir Morgunblaðs-
lausir. Þeir sakna góðs vinar og
finna, að blaðið er þeim ómiss-
andi.
Morgunblaðið ber nafn sitt
með rjettu. Því fylgir hressandi
morgunblær. Menn vakna vel,
er þeir lesa það. Ekki er það
Morgunblaðinu að kenna, ef
menn eru úti á þekju. Morgun-
blaðið veit vel hvað gerist í
heiminum, og skýrir svo fljótt
og vel frá viðburðunum, að les-
endunum veitist auðvelt að átta
sig. Jeg þakka blaðinu góða
fræðslu. Hvað segja menn t. d.
um þann fróðleik, sem Lesbókin
hefir að geyma?
Hið kirkjulega starf, sem jeg
helga krafta mína, hefir mætt
velvild Morgunblaðsins. Þar
hefir mjer altaf verið vel tekið.
Þakkir færi jeg Morgunblað-
inu á aidarfjórðungsafmælinu.
En þakklætinu skulu fylgja þær
árnaðaróskir, að Morgunblaðið
haldi áfram að vera Morgun-
blað.
Afmælisósk mín er sú, að
Morgunblaðið megi um mörg ó-
komin ár halda mönnum vak-
andi.
Pjetur Ottesen, alþm.:
Er Morgunblaðið
ekki komið?
gY R I R nokkrum dögum
kom jeg inn á afgreiðslu
Morgunblaðsins að morgni dags
og var þar alt í uppnámi. Tveir
símar eru í afgreiðslunni. Stóð
sinn maðurinn við hvorn þeirra
og höfðu ekki við að svara, svo
ört og óslitið dundu hringing-
arnar. Orsökin til þessa var vjel-
arbilun, sem seinkaði útkomu
blaðsins þannig, að blaðið, sem
annars er borið út um bæinn til
kaupenda kl. 7—8 að morgni
barst þeim ekki í hendur að
þessu sinni fyr en tveimur tím-
xm seinna. Þessvegna rigndi yf-
ii’ fyrirspurnunum um það, hvað
þessu ylli.
Sama morguninn á tíunda
tímanum átti jeg erindi í hús
eitt hjer í bænum, sem margir
menn búa í og var jeg ekki fyr
kominn inn úr dyrunum en í
eyrum mjer gullu hróp og köll
um alt húsið. Er Morgunblaðið
'kki komið? Hvernig getur stað-
ið á þessu?
Þessi rekistefna er órækur
vottur þess, hversu föst ítök
blaðið á í hugum fólksins í
Reykjavík, hversu samgróið það
er orðið lífi þess og því ómiss-
andi. Svipaða sögu mundi mega
segja um þá lesendur blaðsins
er fjær búa.
Þessar vinsældir blaðsins og
almenningshylli eiga vitanlega
rót sína að rekja til þess að blað-
ið ber langt af öðrum blöðum
hjerlendum, ekki fyrir það eitt,
að það er langstærsta blaðið,
heldur og miklu fremur fyrir
það, hversu alhliða það er að
efni til, bæði um frjettir, útlend-
ar og innlendar, víðsýni í þjóð-
málum og áhuga á fjölmörgu
því er hrærist í þjóðlífi voru og
til nytja horfir.
' Alt þetta veldur því, að jafnt
andstæðingar sem stuðnings-
menn blaðsins í stjórnmálum,
þeir sem dagblöð lesa, geta ekki
án þess verið.
Morgunblaðið hefir á þeim 25
árum, sem liðin eru síðan það
hóf göngu sína, int af hendi mik—
ið og merkilegt hlutverk í þjóð-
lífi voru og á þar „snaran þátt.“
Á þessum tímamótum Morg-
unblaðsins flyt jeg því þakkir
fyrir liðinn tíma og bestu fram-
tíðar óskir.
Helgi H. Eiríksson, form.
Iðnsambandsins:
Stuðningur
við iðnaðinn.
Síðastliðin 10—15 ár hefir
iðnaðarstarfsemi hjer á.
landi farið vaxandi hröðum
skrefum. Með samtökum þeim,.
sem þá voru hafin og síðan hafa.
þróast og eflst með hverju ári,
tókst að vekja þjóðina til vit-
undar um þá atvinnumöguleika,
sem á þessu sviði voru ónotaðiiv
og nokkurn skilning á því, að
þar mætti meira að gera en
verið hefði. Samfara þessu tókst
að bæta svo aðstöðu til iðnað-
arstarfa, að ýmsir framtaks-
samir og ötulir menn sáu sjer
fært að leggja í þá áhættu, að-
brjóta ísinn og byrja nýjan
iðnrekstur, og jafnframt að
reyna að vinna sjer markað
fyrir framleiðsluna.
En þetta hefir ekki tekist
baráttulaust. Iðnaðarmenn og
málsvarar þeirra hafa orðið að
standa í stöðugu stríði til þess
að koma sínum málum fram.
Málgögn hafa þeir ekki átt
nema eitt, Tímarit iðnaðar-
manna, sem fáir aðrir en iðn-
aðarmenn lesa. Þeir hafa því
orðið að leita á náðir blaðanna
og fengið þar misjafnar undir-
tektir. Sum hafa ekkert viljað
málum þeirra sinna, önnur hafa
veitt þeim stuðning út frá sjer-
stöku, einhliða sjónarmiði, eða
frá eigin brjósti rætt iðnaðar-
málin með tilliti til þess, hvert.
álit þau höfðu á raunverulegu
gildi iðnaðarins fyrir atvinnulíf
og afkomu þjóðarinnar. Morg-
unblaðið hefir vitanlega einnig
haft sína eigin skoðun á þeim
málum eins og önnur blöð. Það
hefir ekki talið þjóðinni hag
eða heill að þeim iðnaði, sem
aðeins gæti þrifist í skjóli al-
gers aðflutningsbanns á sams-
konar útlendri framleiðslu, en
óhjákvæmilega hlyti að falla í
rústir ef innflutningur væri
frjáls og verði stilt í hóf. Það
hefir einnig talið æskilegt að
innlendur iðnaður bygðist að-
allega á innlendum hráefnum.
Og um þetta hvorttveggja tel
jeg víst, að flestir geti verið því
sammála.
Við þetta tækifæri tel jeg