Morgunblaðið - 02.11.1938, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.11.1938, Qupperneq 25
Miðvikudagur 2. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 23 Fyrsta blað MorgunblaOsins... EFTIR ÁRNA ÓLA Vanti yður Búsáhöld: meðal annars: Alum. Pottar. Flautukatlar. Kökumót. Hitaflöskur. Kjöthamrar. Kökukefli. Trjesleifar. Hnífapör. Hnífakassar. Búrhnífar. Dósahnífar. Vaskaföt. Gasbyssur. Kranaslöngur. Vírsvampar. Stálull og m. m. fl. T ækif ærisg jaf ir: meðal annars: Rafm. Borðlampar. Vasaljós. Dúkkulampar. Reyksett. Rakspeglar. Öskubakkar. Handspeglar. Veggspeglar. Vasaspeglar. Sparibyssur. Kubbakassar. Smíðatól á spj. Vörubílar. Skip, margar teg. Barnatöskur. Barnabrjefsefni. Hárbönd og m. m. fl. Smávörur: meðal annars: Rennilásar. Kápuspennur. Káputölur. Hnappar, margar teg. Tvinni, hv. og sv. Silkitvinni. Hörtvinni. Lásnælur. Smellur. Stoppugarn. Skæri. Teygjubönd. Sokkabönd. Fingurbjargir. Tautölur. Buxnatölur. Skelplötutölur og m. m. fl. MMGASIN FRAMH. AF 10. SÍÐU. vera í öðrum pólitískum flokk- um! Þá voru símfregnir frá Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði og þótti slíkt nýlunda eður ný- næmi. Ennfremur var þar tekju- og eignaskattsskráin, eða nöfn allra þeirra, sem talið var að hefði 2000 króna árstekjur eða meira. Skráin var lögð fram daginn áður (1. nóv.) í Hegn- ingarhúsinu, og var jeg nær all- an daginn að tína þessi nöfn upp úr bókinni. Var jeg þar í óþökk allra, sem vildu fá að skoða skrána, og átti í sífeldu stríði við þá. Fór jeg jafnan halloka fyrir hverjum, sem kom og heimtaði að fá að fletta skránni, því að jeg hafði þá ekki þá einurð, sem hverjum blaða- manni er nauðsynleg í starfi sínu. Skrá þessi er hið mesta fróð- leiksplagg um það, hverjar bylt- ingar hafa orðið í atvinnulífi borgarbúa á þessum síðasta ald- arfjórðungi. Þá voru hæstu árs- tekjur taldar 40 þús. kr. (D. D. P. A.). Af tekjuháum fyrirtækj- um, sem nú eru úr sögunni, má nefna Brydes verslun (20,000 kr.), Rich. Braun (10,000), Chouillou (12,000), Duus-versi- un (20,000), Gunnar Gunnars- son (9000), Gunnar Þorbjörns- son (9000), Jónatan Þorsteins- son (8000), Obenhaupt (8000), P. J. Thorsteinsson & Co (20,- 000), Siggeir Torfason (9000), Th. Thorsteinsson (30,000). — Tvö þúsund krónur þóttu þá góðar árstekjur. Talið var að Einar Gunnarsson ritstjóri hefði haft 3000 kr. tekjur og má af því marka, að Vísir hefir þá þegar verið orðinn allgott fyrir- tæki. ' ★ Það þætti nú óðs manns æði að gefa út dagblað í prentsmiðju, sem ekki væri betur út búin að öllu leyti heldur en ísafoldar- prentsmiðja var þá. En þó var hún talin einhver besta prent- smiðja landsins. Nú mundi eng- um detta í hug að gefa út dag- blað, sem þyrfti að handsetja. Það gengur alt of seint eða er of mannfrekt. En við það varð Morgunblaðið að búa í fyrstu, eins og áður er sagt. Jeg man nú ekki glögglega hvenær fyrsta blaðið var full- sett og komið í „pressuna“, en það mun hafa verið komið fram undir morgun. Og lítið varð um svefn þá nóttina, því að margt fleira kallaði að. Ólafi heitnum Rósinkranz, sem var bókari prentsmiðjunnar, var lítið um þetta nýa blað gefið. Hann áleit að fyrirtækið mundi fara hispurslaust á hausinn, og taldi því úr eins og hann gat. En þegar út í það var komið, var hann hinn áhugasamasti. Og út- gáfan mæddi eigi lítið á honum fyrst í stað, því að hún jók störf hans alt að því um helming. Blessaður karlinn! Jeg man eftir dugnaði hans við að koma fyrsta blaðinu út, því að mjer var nýtt um það að sjá slík vinnubrögð. Hann tók blaðið úr vjelinni jafnharðan til þess að brjóta það, og það var meira verk heldur en okkur hina hafði órað fyrir. Það virðist í fljótu bragði ekki svo mikið vandaverk að brjóta blað, en það þarf langa æfingu til þess að brjóta stórt upplag og vera fljótur að því. Við Finsen, sem ætluðum að hjálpa til, uppgötvuðum það fljótt að við gátum sára lítið gagn gert. Blöðin bögluðust alla- vega í höndunum á okkur, og það gekk ekkert undan okkur. En hjá þeim Rosinkranz og Ást- ráði Hannessyni, sem báðir voru vanir að brjóta, gekk þetta í „fljúgandi fartinni“. Þó voru þeir ekki einhlítir um það, og varð að fá fólk úr bókbandsstof- unni að hjálpa til. Hvert blað varð að brjóta tvívegis, því að það var 8 blaðsíður. Mikið var undir því komið að kunna að hafa blöðin rjett fyrir sjer og vera laginn á að stokka þau. Og þótt við viðvaningarnir reynd um að fara að alveg eins og hinir, þá er mjer nær að halda að við höfum ekki brotið nema 5 blöð á meðatí Rósinkranz braut 50. En svo þegar opnað var, og sölukrakkarnir komu og alt fylt- ist af fólki, sem vildi sjá nýa blaðið, þá gátum við orðið að liði við afgreiðsluna. Þó kom í ljós, að við kunnum alls ekki að telja blöð. Við höfðum ekkert lag á því. Þeir Ástráður og Rós- inkranz tóku greipafylli sína af blöðunum, undu ofurlítið upp á þau að neðan við kjöl, svo að blöð- in mynduðu líkt og veifu, sem þeir sveigðu ofurlítið, svo að blöð in losuðu sig sundur í efra horni, svo að auðvelt var að telja þau sundur með fingrunum. Þótt það hefði átt að drepa okkur, þá gátum við þetta ekki — I höndunum á okkur klestust blöð in einhvern veginn saman, svo að ekkert lag varð á talningunni. Það fipaði mann að vísu, að vart var hægt að snúa hendi nje fæti inni í afgreiðslunni fyrir fólks- þrengslum, og allir grenjuðu hver í kapp við annan, því að allir vildu verða fyrstir að fá blaðið. Og margir vildu gerast áskrifendur. Manni hefði varla veitt af því að hafa margar hend ur þá til að brjóta, telja, af- henda blöð, eitt eða fleiri, skrifa niður nöfn sölukrakkanna og hve mörg blöð þau tóku, taka við peningum fyrir eitt og eitt blað, eða fyrir áskriftum mánaðar- tíma, skrifa nöfn og heimilsfang áskrifenda, kvittanir handa þeim, sem borguðu o. s. frv. Og mikið tafði það fyrir, að þurfa að „gefa til baka“, því að blaðið kostaði ekki nema 3 aura, en tveggjeyringur ekki altaf á tak- teinum. Fyrir hádegi var mestu ösinni lokið — en þá vorum við líka orðnir þreyttir, steinuppgefnir. ★ Margt hefir breyst á þessum síðasta aldarfjórðungi. Og ekki er síst mikill munur á því, hvem ig fyrsta Morgunblaðið varð til, og hvernig það verður til nú á hverjum degi. Verkfæri Saum Skrúfur Skrár Húna eða aðrar járnvörur Krossvið Gaboon Eikarspón Hnotuspón Birkispón Málningarvörur Veggfóður Rúðugler dettur yður rjettilega strax í hug = Verslunin BRYNJA Laugaveg 29 Símar: Búðin 4160 Skrifstofan 4129 Sigurðsson liúsgagnavinnustofa Frakkastíg 12. Sími: 3930. Allskonar bólstruð hús- gögn smíðuð eftir pöntun. Rúllugardínur og Legu- bekkir (Díuanar) marg- ar gerðir ávalt fyrir- liggjandi. Fyrsta flokks efni og vinna. liiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiiiimiiiiiiiiiMitmmmiiiiiiimiiimmimmiimimmmiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii Remington ritvjelar Mestu ritvjelaverksmiðjur ‘ heimsins. Aðalumboð hjer: i Þorsteinn Jóns§on Bárugötu 6. — Sími 3650. ^iiimmiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmm....... Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllum verslunum, sem leggja áherslu á vöru- »-n T' % :imiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiimiiiimiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiii‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.