Morgunblaðið - 02.11.1938, Síða 29
Miðvikudagur 2. nóv. 1938,
MORGUNBLAÐIÐ
27
Sólarhringur við Morgunblaðið
Frá Setja rasalnum: Sigmar Björnsson viS aðra setjaravjelina, sem notuð er
við setningu Morgunblaðsins. Það eru setjaravjelarnar, sem gera núverandi
jlýti við setvingu blaða mögulegan. En duglegir vjelsetjarar setja jafn fljótt
cg hraðvirkur maður skrifar.
Framh. af 25. síðu.
samvinna og samhygð nauðsyn-
legri en við ritstjórn dagblaða,
svo vel farnist og batnandi ár-
angri af starfinu verði náð. Jeg
fyrir mitt leyti get ekki betur
lýst minni hlutdeild við ritstjórn
blaðsins hin síðari ár en þannig,
að jeg reyni að gera það þann
og þann daginn, sem aðrir starfs
nienn blaðsins komast ekki til
að gera. En hvað samvinnu
Snertir er hún og hefir verið
hin ánægjulegasta, langa vinnu-
daga og erfiðar vökunætur.
Nú má ekki líta svo á, að
ekki komi fleiri við sögu en þeir
sem hjer hafa verið taldir, þegar
um ritstjórn Morgunblaðsins er
að ræða.
Einn starfsmaður við blaðið
hefir aldrei stigið sínum fæti á
skrifstofu þess. Ilann heitir Páll
Jónsson. Hann er búsettur 1
Höfn og hefir ekki komið til
landsins síðan hann varð stú-
úent árið 1915, og sigldi utan til
náms. Hann sendir blaðinu
frjettaskeyti daglega, og hefir
gert í nokkur ár, síðan blaðio
fúr að fá einkaskeyti frá út-
löndum.
Þá koma hjer við sögu margir
menn, sem eru í samstarfi við
blaðið, og það eru frjettaritarar
þess víðsvegar um land, er hafa
fekið að sjer, margir hverjir um
Lngt skeið, að senda blaðinu
markverðar frjettir hver úr sínu
hjeraði.
í mörg ár hefir sjerfróður
maður í tónlist ritað um hljóm-
leika fyrir blaðið. Fvrst var það
Árni Thorsteinsson, þá Sigfús
Einarsson, síðan Páll ísólfsson,
en nú hefir Emil Thoroddsen
annast þetta um skeið fyrir
Pál.
Um myndlist ritar Jón Þor-
leifsson málari, undir höfundar-
nafninu Orri.
Ennþá hefir ekki tekist að
koma bókmentagagnrýninni í
æskilegt horf, og fá ákveðna
menn til að annast hana að öllu
leyti. Sá maður, sem mest hefir
ritað um bækur í blaðið síðustu
árin, er Guðni Jónsson magister.
Þá eru ótaldir þeir menn, sem
hvenær sem er eru reiðubúnir
til þess að styðja blaðið með
penna sínum, ráðum og dáð,
bæði í stjórnmálabaráttunni og í
öðrum greinum. Þeir eru marg-
ir. Og styrkurinn frá þeim blað-
inu mikilsvirði. En segja má um
þá eins og skáldið ságði forðum,
að eigi þýði „að þylja nöfnin
tóm — þjóðin mun þau annars-
staðar finna.“ Jeg geri þó á því
eina undantekningu, þar sem er
Oddur Guðjónsson skrifstofu-
stjóri Verslunaráðsins, sem hef-
ir verið ráðunautur ritstjórnar-
innar í verslunarmálum undan-
farin ár. Með því hefir komist
á fult og örugt samræmi í stefnu
og starfi blaðsins við starf Versl
unarráðsins í verslunarmálum
þjóðarinnar.
★
Líður að miðaftni.
ú líður að miðaftni. Dag-
vaktin í Isafoldarprent-
smiðju er hætt vinnu. Setjarar
þeir, sem eiga að setja í blaðið
um kvöldið, eru komnir til
starfa. Þeir þurfa að fá sín
handrit, svo tími vinnist til þess
að alt verði sett, sem setja þarf
í blaðið þann daginn.
Á skrifstofum ritstjórnarinn-
ár hefir ýmist verið ös eða
„mannlaus bær“ að kalla, eftir
því hvernig á hefir staðið þann
daginn.
Hver blaðamaður hefir haft
sínu að sinna,máske þurft að vera
úti um allar þorpagrundir, til að
hitta menn að máli, eða vera
þar, sem eitthvað markvert ger-
ist. En hinn, sem hefir ætlað
að hafa handrit til fyrir „kvöld-
vaktina“ í prentsmiðjunni, og
setið í skrifborðsstólnum, kemst
kannske að þeirri niðurstöðu kl.
að ganga 5, að hann hefir sama
og engum staf komið á pappír-
. inn, því hjá honum hefir ekki
„stansað hurð“ allan daginn. Til
hans hafa komið menn í þeim
margvíslegustu erindum, sumir
með greinar er þurfa að komast
í næsta blað, eða að minsta kosti
í það næstnæsta.
Svo eru aftur aðrir, sem koma
og segja frjettir, stundum þær
íurðulegustu frjettir, sem þeir
hafa eftir alveg áreiðanlegustu
heimildum, og hljóta því að vera
dagsannar, en reynast ramm-
bjagaðar og afbakaðar, þegar
málið er athugað. Og enn aðrir
koma með rjettar frjettir, vond-
ar eða góðar frjettir, eða með
afmælis-, hjónabands- eða trú-
lofunarfrjettir. Því allir merkis-
dagar manna koma Morgunblað-
inu við.
Ef við lítum inn á skrifstof-
urnar seinnipart dags, þegar all-
ir eru heima, situr t. d. Jón
Kjartansson inni í sínú herbergi
með Alþingis eða stjórnartíð-
indi, og ýms blöð fyrir framan
sig,og ritar sinn þátt af blaðinu
fyrir næsta daginn. Því engum
af starfsmönnum ritstjórnarinn-
ar mun vera gert rangt til, þó
sagt sje að Jón sje þeirra stað-
fastastur við vinnuna.
Pjetur Ólafsson situr í næsta
herbergi með mikinn haug af er-
lendum blöðum og myndamótum
í kringum sig, niður sokkinn
í blaðagreinar um einhvern
þeirra merkismanna, sem mest
koma við sögu í frjettaskeytum
þá dagana. Hann er með hugann
við heimsviðburðina og kann eins
og kverið merkisatburði, sem
gerst hafa síðasta misserið og
meira til. Þar situr og Þórunn
Hafstein og safnar að sjer efni
fyrir kvenfólkið.
En í hinu þriðja er ívar Guð-
mundsson, umkringdur af í-
þróttamönnum eða öðrum, sem
hafa eitthvað að segja úr bæj-
arlífinu, því Ivar getur ekki ver-
ið alstaðar, en hann þekkir al-
staðar einhvern.
Og þar er Árni Óla, elsti
starfsmaðurinn, í raun og veru
einskonar fóstri þessa 25 ára
blaðs, sem nú sjer um auglýs-
ingarnar. Slíkum mönnum er í
starfi dagblaða líkt við hinar
iðnu býflugur, er bera jafnt og
þjett í búið.
Herbergi þeirra Árna og ívars
er líka myndamótahlaða Morgun-
blaðsins.
Gegnt þessu herbergi er skrif-
stofa gjaldkerans Sigfúsar Jóns-
sonar. Hann hefir á hendi alt bók
hald og gjaldkerastörf blaðsins,
og hefir umsjón með daglegum
rekstri þess og innheimtu allri,
bæði á auglýsinga og áskrifta-
gjöldum. Frk. Hanna Ólafsdóttir
er honum til aðstoðar. Það þarf
mikið eftirlit og nákvæmni við
það starf, því reikningar á hverj-
um mánuði skifta mörgum þús-
undum. -— Auglýsingainnheimtu
hafa á hendi ungfrú Gyða Einars
dóttir og Garðar Bergmann.
Sendisveitin, sem ber út blað-
ið á morgnana í bæinn, hefir á
hendi innheimtu áskriftargjalda.
Um hver mánaðamót kemur
lítil auglýsing upp á vegg í
skrifstofu gjaldkera um það, í
hvaða umdæmum sendisveitar-
innar hafi verið minst um van-
skil og best innheimta þenná
mánuðinn. Þeir sem standast
best þá samkepni fá lítilsháttar
verðlaun í viðurkenningarskyni.
Sigfús Jónsson hefir og á
hendi umsjón með allri sölu>
blaðsins utan Reykjavíkur, sem
afgreiðslumenn víðsvegar um
land hafa á hendi. Er það mjög
mikils virði fyrir blað, sem hef-
ir jafn mikla útbreiðslu, að hafa
ötula og reglusama áfgreiðslu-
menn. Það veltur mikið á þeim,
hve ört útbreiðsla blaðsins eykst
í kaupstöðum og kauptúnum og
út um sveitir. Hafa afgreiðslu-
menn blaðsins yfirleitt reynst
áhugasamir og duglegir við starf
sitt.
I herbergi næst útidyrum, sit-
ur sá, er þetta ritar. Og þangað
kemur Árni frá Múla, er á dag-
inn líður, og skrifar sínar hug-
leiðingar um dagsins málefni,
sem verða umtalsefni bæjarbúa
daginn eftir.
Kvöldvinnan.
Um það leyti, sem flest skikk
anlegt fólk hættir vinnu
að kvöldinu, skrifstofum og búð-
Friðjón Bjarnason,
prentari.
Ólafur P. Stefánsson,
handsetjari
Samúel Jóhannsson, Sigmar Björnsson,
handsetjari vjelsetjari.
Þessir prentarar
vinna að
Morgunblaðinu
Hjer birtast myndir þeirra
prentara, sem vinna daglega
við setning-u, umbrot og
prentun Morgunblaðsins.
Sigfús Valdemarsson,
handsetjari
Ásgeir Guðmundsson,
vjelsetjari.
Karl A. Jónasson,
vjelsetjari.
Vilhjálmur Svan Jóhannsson,
vjelsetjari.