Morgunblaðið - 12.11.1938, Page 3
Laugardagur 12. nóv. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Samskotin
Lögreglan og slökkviliðio
í harkalegri deilu
Sakamálið gegn stðkkviliðsstjora
| Hann sýknaðnr
i Hæstarfetli
Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í máli rjett-
vísinnar gegn Pjetri Ingimundarsyni slökkvi-
liðsstjóra., sem ákærður var fyrir að hafa
ráðist með skömmum og svívirðingum á lögregluna.
í undirrjetti var slökkviliðsstjórinn dæmdur fyrir brot gegn 102.
gr. hengingarlaganna, en í Ilæstarjetti var hann sýknaður.
Nýtt sæluhús
á Hveravöllum
Ferðafjelag íslands á nú
þrjú sæluhús í óbvsðum
LOKIÐ er nú við smíði þriðja sæluhússins, sem
Ferðafjelag Islands hefir látið smíða. Er það
sæluhús á Hveravöllum. Hin sæluhúsin tvö
eru við Hvítárvatn og í Kerlingafjöllum.
Öll eru sæluhúsin stór og myndarleg og hagleg að öllum frá-
gangi. í nýja sælidiúsinu á Hveravöllum eru rúm fyrir 30 manns,
en miklu fleiri geta gist þar. Húsið er hitað upp með hveravatni og
fyrirhugað er að gera sundlaug hjá sæluliúsinu stras á næsta sumri.
Igær hárust blaðinu alls kr.
2.390.00. Vafalaust mun starfs
fólk fleiri fyrirtækja taka sig sam
an og safna í sínum hóp í sam-
skotasjóðinn. Munið, að heimilin
eru mörg, sem eiga um sárt að
binda eftir togaraslysið.
M. G. 10.00
M. J. 50.00
Gyða Gunnarsdóttir, Ragnar
og Gunnar Gunnarssynir 10.00
Skúli 10.00
Á. 1.00
T. 3.00
K. S. 10.00
Mæðgur 10.00
H. og A. 100.00
Á. Þ. 5.00
A. Bridde 100.00
jsr. kt. ío.oo
jN. N. 5.00
N. N. 15.00
T. B. 10.00
Tveir bræður 10.00
S. í. B. 5.00
Ónefndur 15.00
Ónefnd 5.00
Starfsfólk hjá L. G. L. 105.00
Máf Egilsson 20.00
A. 10.00
N. N. 100.00
Ðjössi 5.00
K. N. 25.00
Þ. S. 10.00
Nýja Bíó 500.00
N. N. 10.00
B. V. D. 10.00
Ekkja 10.00
G. G. 10.00
Vigfús Guðbrandsson & Co. 100.00
Tvéfr bræður 200.00
J. Ó. . 5.00
Guðjón Jónsson 30.00
Kristján Siggeirsson 100.00
S. V. G. 5.00
Lóa og Magga 5.00
Ónefnd 5.00
H. J. 5.00
O. J. O. 26 25.00
L. P. 10.00
Sveitaheimili 50.00
Boston klúbburinn 50.00
Póstmenn í Reykjavík 154.00
J. E. 10.00
R. Þ. 10.00
H. H. 10.00
Inga Gunnars 5.00
V erslunarmannaf j elag
Reykjavíkur 100.00
Elma 20.00
.Steindór Ingibergur 5.00
Ó. P. 10.00,
Starfsmenn í Vjelsmiðj.
Hjeðni 150.00
O. og J. K. 10.00
N. N. 5.00
Bagga 10.00
Kjötbúðin Ilerðubreið,
Hafnarstr. 4 100.00
N. N. 2.00
2.390.00
Áður birt 9.093.00
Samtals 11.483.00
Sundnámskeið sjómanna. Á bæj-
arráðsfundi í gær var samþykt,
að sjómenn fái ókeypis kenslu á
sundnámskeiðum Slysavarnafjel.
íslands.
Stúdentafjelag Akureyrar gekst
fyrir skemtun í gærkvöldi á af-
mælisdegi Matthíasar Jochums-
sonar. Ágóðinn rann til bókhlöðu-
byggingarinnar.
Eru málavextir þessir, samkv.
forsendum dóms undirrjettar:
Þriðjudaginn 29. júlí 1937 kom
upp eldur í svönefndu Puglahúsi
við Sundlaugaveg. Sex lögreglu-
þjónar fóru á brunastaðinu til að
halda þar uppi reglu. Er þangað
kom fól lögregluvaktstjórinn,
Magnús Eggertsson, þeim lög-
regluþjónununi Bjarna Eggerts-
syni og Jóhanni Ólafssyni að sjá
um að umferð teptist ekki á Sund-
laugaveginum.
Stóðu þá tveir slökltviliðsbílar
hlið við hlið og lokuðu umferð-
inni. Bað Bjarni þá Jóhann ,að
aka öðrum bílnum fram fyrir liinn.
Er Jóhann var að byrja, að aka
bílnum kallaði Kjartan Pjeturs-
son slökkviliðsmaður til hans og
bannaði honum að hreyfa bílinn;
stöfivaði þá Jóhanu;, strax bíþpn.'
Pór þá Kjartan til. slökkviliðs-
stjóra, sem þarna var mættur og
skýrði honum frá þessu. Slökkvi-
liðsstjóri sveif þá þegar á Bjarna
Eggertsson lögregluþjón með
hörkuskömmum, og segir Bjarni
að hann hafi m. a. sagt að lög-
regluþjónarnir væru „bullur“ og’
„helvítis dónar“, og að hart væri
að þurfa að segja það, að lög-
regluþjónarnir væru einu menn-
irnir, sem flæktust fyrir er slökkvi
liðið væri að verlti. #
Yið ranusókn málsins játaði
slökkviliðsstjóri ,að hafa svifið á
lögregluþjóninn með liörkuskömm-
um, en mundi ekki hvaða orð
hann notaði. Ekki kvað slökkvi-
liðsstjóri hafa sagt að lögreglu-
þjónarnir væru einu mennirnlr
sem flæktust fyrir við eldsvoða,
lieldur hitt, að þeir gerðu slökkvi-
liðinu oft óleik, m. a. með því að
troðast inn í logandi hús meðan
á slökkvistarfinu stæði. Hjelt
slökkviliðsstjóri því fram fyrir
rjettinutn, að lögreglan hafi, eink-
um upp á síðkastið, bæði flækst
fyrir slökkviliðinu og vanrækt
mjög skyldu sína til að halda uppi
reglu við eldsvoða og bægja óvið-
komandi fólki frá brennandi hús-
um. Lagði slökkviliðsstjóri fram
fjölda vottorða frá slökkviliðs-
mönnum til staðfestu þessu.
Yar síðan liöfðað mál af rjett-
vísinnar liálfu gegn slökkviliðs-
stjóra, fyrir brot gegn 12. kap.
hegningarlaganna (brot á móti
valdstjórninni).
Setudómari í málinu var skip-
aður Ragnar Bjarkan, fulltrúi
í stjórnarráðinu. Hann taldi
það að vísu ekki rjett af
lögregluþjónunum að bjrrja að
færa slökkviliðsbílinn án sam-
þykkis slökkviliðsstjóra. En dóm-
arinn leit hinsvegar svo á, að
hvorki þetta nje hin framlögðu
vottorð mn vanrækslu lögreglunn-
ar við eldsvoað gæti rjettlætt
framkomu slökkvíliðsstjóra og þau
- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Scx menn
reknir úr
Dagsbrún
Þrfr fá áminningu
p undur var haldinn í
*■ verkamannaf.ielaR'inu
Dagsrbún í gærkvöldi, og
var hann fjölmennur.
Fyrst var ræTf úm atvinnuleys-
ismálin. Samþykt var áskorun til
ríkis- og bæjarstjórnar, að auka
framlag til atvinnubóta ufn 80—
100 þús. kr.
Þá var rætt um „áróðursstarf-
semi“ gegn stjórn Dagsbrúnar og
fjelaginu. Hafði stjórnin þar sak-
ir fram að bera gegn nokkrum
mönnum, svo miklar, að hennar
dómi, að hún kom með tillögu um
að eftirtaldir 6 menn skyldu ræk-
ir úr Dagsbrún: Guðjón B. Bald-
vinsson varaformaður fjelagsins,
Kristinus Arndal, Erlendur Vil-
hjálmsson, Vilhj. S. Vilhjálmsson,
Haraldur Pjetursson og Guðm. R.,
Oddsson. Var það í sambandi við
brjefaskriftir þessara manna til
ýmsra fjelagsmanna fyrir allsherj-
ar atkvæðagreiðsluna á dögunum,
sem þeir voru sakfeldir.
Var brottrekstur þessara
manna samþ. með 169:27 atkv.
Þá var samþykt að gefa eftir-
töldum (þrem) verkamönnum á-
minningu: Sigurði Guðmundssyni
fyrv. fjármálaritara fjelagsins,
Símoni Bjarnasyni og Guðmundi
Finnbogasyni.
18 menn voru kjörnir í fulltrúa-
ráð í stað þeirra sem reknir voru
og sem viðbót. Nokkur fleiri mál
voru rædd á fundinum.
K. R.-ingar fara í skíðaskála
sinn í kvöld kh 8 frá K. R. hús-
inu. X
Sæluhús F. í. eru opin öllum al-
menningi og þúsundir Reykvík-
inga hafa notið næturgistingar í
þeim á ferðum uin óbygðirnar.
Ferðafjelag íslands er nú eitt
lang fjölmennasta fjelag lijer á
landi og eru í því á þriðja
þúsund fjelagsmenn og konur.
Fjelagið vinnur.sem kunnugt er
að því að kynna almenningi land-
ið og skapa skilyrði fyrir almenn-
ing til að ferðast um það og
njóta náttúrufegurðarinnar. Ár-
bók fjelagsins er afar vinsæl.
Áform fjelagsins er að koma
upp einu nýju sæluhúsi í óbygð-
um á hverju ári og er næst áætl-
að að koma upp litlum skálum í
Þjófadölum, nokkuð fyrir sunn-
an Hveravelli og í Fljótsdrögum
norðanvert við Langjökul, enn-
fremur síðar meir hjá Hafrafelli,
fyrir sunnan Eiríksjökul og hjá
Hagavatni, sunnan Langjökuls.
Eru þessi hús aðallega ætluð smá
ferðamannahópum, 6—8 mönnum,
sem fara vilja gönguferðir um
óbygðirnar umhverfis Langjökul.
Allar þessar framkvæmdir hafa
kostað fjelagið mikið fje, en tekj-
ur þess eru litlar, auk fjelags-
gjalda.
Á morgun efnir fjelagið til
hlutaveltu í K. R. húsinu til á-
góða fyrir sæluhúsasjóðinn. Má
vænta þess, að Reykvíkingar bregð
ist vel við og sæki hlntaveltuna,
svo sæluhúsasjóðurinn eflist.
Hjónaband. Gefin verða saman
í hjónaband í dag ungfrú Lilja
Bjarnadóttir verslunarmær og
Paul R. Olsen mjólkurfræðingur.
Heimili þeirra verður á Mánag.
13.
Minningarsjóður Haralds pró-
fessors Níelssonar. Gjafir: Ás-
mundur Guðmundsson prófeSsor
100 kr„ frá Húsavík: síra Frið-
rik A. Friðriksson 10 kr„ Jóhann
Sigvaldason 1 kr., María Vil-
hjálmsdóttir 5 kr., Þóra Girðna-
dóttir 1 kr., Birgir Steingríms-
son 1 kr„ Aðalbjörg Benedikts-
dóttir 1 kr„ Þórdís og Bjarni
Benediktsson 20 kr.
Knattspyrnukapp
leikur til ágóða
fyrir bágstadda
fólkið
VIÐ setningu knttspyrnu-
þingsins í fyrrakvöld vott-
uðu þingfulitrúar aðstandend-
um sjómannanna á bv. ,,Ólaf“
samúð sína og hluttekningu
með því að rísa úr sætum sínum
áður en gengið var til þing-
starfa.
Á þinginu kom fram tillaga
þess efnis, að leikinn yrði knattT
spyrnuleikur til ágóða fyrir sam
skotasjóðinn og var það sam-
þykt í einu hljóði.
Kappleikurinn mun fara
fram á sunnudegi, þegar
veður leyfir. K. R. R. var falið
að sjá um leikinn. Er ekki kunn-
ugt enn hvaða lið leika, en lík-
legt að það verði úrval úr Val
og Víking annarsvegar og Fram
og K. R. hinsvegar.
Tvö umferöaslys
T fyrradag varð hílslys á Skóla-
vörðustíg, fyrir framan húsið
nr. 38. Varð kona um sextugt
fyrir híl og meiddist lítilsháttar.
Hún heitir Kristíu Sigríður Guð-
jónsdóttir og á heima á Skóla-
vörðustíg 31. i
Konan athugaði ekki að setja
á sig númer bílsins og væri rann-
sóknarlögreglunni þökk í því, að
bílstjórinn gæfi sig fram og sjón-
arvottar að slysinu. Þess skal
getið, að bílstjórinn ók ekki í
burtu strax og slysið hafði orðið,
lieldúr aðstoðaði konuna eftir
mætti.
í gær rákust tveir bílar saman
á gatnamótunum, þar sem koma
saman Túngata, Hofsvallagata og
Sellandsstígur. Báðir hílarnir
skemdust töluvert mikið.