Morgunblaðið - 12.11.1938, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. nóv. 1938.
f 8
o
o
Ilitlu þorpi rjett lijá Liverpool
í Englandi liefir eftirfarandi
atburður átt sjer stað, eftir því
sem bresk blöð herma:
Herra Smith, sem alla sína æfi
hafði verið hægur og þægur eigin-
maður, var í seinni tíð orðimi
óstýrlátur og útsláttarsamur.
Þannig hafði það komið nokkrum
sinnum fyrir að hann hafði komið
heirn eftir þann tíma, sem kona
hans var búin að segja honum að
koma heim á kvöldin, en það var
í síðasta lagi kl. 10. Eiginkonan
reyndi hið gamla og góða ráð
nokkrum sinnum, sem sagt köku-
keflið, en það kom fyrir ekki. Þá
fekk hún í lið með sjer nokkrar
grannkonur sínar. Kvöld eitt er
Smith kom heim klukkan 10% —
hálftíma of seint — rjeðust fjórar
konur á hann og bundu hann við
stól og tóku að yfirheyra hann.
Frú Smith var sækjandi málsins
og útmálaði óreglusemi manns
síns. Síðan ræddu kenurnar um
hvaða hegning væri líklegust til
að hafa bætandi áhrif á Smith.
Eftir að þær höfðu rætt þetta
fram og aftur kom þeim saman
um að fara með Smith bundinn í
stólnum í baðkarið og og láta
renna á hann kalt vatn. Hug-
myndin var framkvæmd og Smith
varð að þola kvalirnar að öllum
konunum ásjáandi.
En nú fanst Smith að nóg væri
komið. Hann tók rögg á sig og
kærði konurnar fyrir líkamlegt of-
beldi. Dómarinn leit svo á, að
hjónin ættu að skilja, og það
varð úr, þrátt fyrir kröftug mót-
mæli frú Smith.
★
Á ríkisjörð einni á Manilla,
Philipseyjum, var til skamms tíma
vagnhestur, sem hjet Hitler. Nú
hefir nafni hestsins veráð breytt,
eftir beiðni þýska konsúísins í
Manilla, sem gat ekki felt sig við
að hesturinn væri nefndur þessu '
nafni. Ilesturinn heitir nú Heda-.
jax. Iledajax er nafn smá kon-
ungdæmis við Rauðahafið og það
hefir engan konsúl á Manilla.
★
Víðtækt hneykslismál kom upp
nýlega meðal enska aðalsins í
London. Komst upp um nokkrar
aðalsfrúr, að þær hefðu tekið fje
fyrir að kynna ungar stúlkur við
bresku hirðina, en það þykir hinn
eftirsóknarverðasti heiður.
Aðalsfrúrnar tóku alt að 20.000
krónum fyrir „ómakið“, auk þess,
sem viðkomandi stúlkur urðu að
gefa þeim skartgripi. Georg kon-
ungur hefir fyrirskipað nákvæma'
rannsókn í þessum málum.
Borgarstjórinn í Szekerfehévar
— bæ í Ungverjalandi — gaf ný-
lega saman hjón, sem eiga sjer
langa og einkennlega ástarsögu.
Fvrir 40 árum kyntust þau og
feldu ást hvort til annars, úr gift-
ingu gat þó ekki orðið vegna þess
að maðurinn var giftur og kona
hans vildi ekki ganga inn á skiln-
að. Það liðu 39 ár þangað til kona
hans ljet loks eftir og það var
núna í sumar.
Fyrir 40 árum var maðurinn
stórríkur jarðeigandi, sem lagði
alt sitt fje í ófriðarlán og tapaði
þar með öllu sínu. -Nú lifir hann
af styrk frá bænum og vinnur
sem götusópari.
★
— Nri höfum við verið trúlofuð
í 9 ár, Kristján. Er nú ekki kom-
inn tími til að við giftum okkur?
— Jú, það getur verið, en hver
heldurðu að vilji okkur ?
★
MÁLSHÁTTUR:
Gamall maður hefir oft langt
auga.
u
HANSKAR. Nýkomið mikið
úrval af hönskum í hinum marg
eftirspurðu tískulitum. Einnig
töskur í sömu litum. Lítið í
gluggann. Hanskagerð Guðrún-
ar Eiríksdóttur, Austurstræti 5.
BELTI! Nýkomin. Mikið úr-
val. Nýjasta tíska. Hanskagerð
Guðrúnar Eiríksdóttur, Austur-
stræti 5.
BLÓM, í öllm litum og úr
margskonar efnum, fyrirliggj-
andi. Saumuð blóm úr efnum
sem komið er með. Hanskagerð
Guðrúnar Eiríksdóttur, Austur-
stræti 5.
Munið eftir að líta inn í Sápu-
búðina Laugaveg 36, þar fáið
þjer íslenskar, danskar, enskar
og þýskar úrvals handsápur. —
Einnig hina viðurkendu græn-
sápu og krystalsápu, og alt ann-
að sem þjer þurfið til hrein-
gerninga og þvotta. Alt sent
heim. Sápubúðin, Laugaveg 36.
Sími 3131.
47 krónurkosta
ódýrusfu kolin.
n
Nýkomin Landklæði, verð frá
kr. 1.10. Sápubúðin, Laugaveg
36. Sími 3131.
&fflíy?inin^£w
Notið Venus húsgagnagljáa*.
afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50'
glasið.
Bifreiðastöðin Geysir. Símap
1633 og 1216. Góðar bifreiðai?
upphitaðar. Opin allan sólar-
hringinn.
Friggbónið fína, er bæjarina
besta bón.
j Dugleg, ung stúlka óskar eft-
i ir afgreiðslustörfum eða verk-
‘ smiðjuvinnu. Tilboð merkt:
!„Dugleg“, sendist Morgunblað-
inu.
! Skíðahúfur og einnig viðgerð-
r á höttum. Kristín Brynjólfs-
'dóttir, Austurstræti 17.
| Bifreiðaverkstæði Þorkels og;
Tryggva, Frakkastíg 1 (Horn-
inu Frakkastíg og SkúlagötuL
tekur að sjer allskonar bílavið-
gerðir. Fljót og ábyggileg
vinna. Hlöðum rafgeyma. Tök-
um bíla til geymslu.
Kaupum ónýtar ljósaperur.
Flöskuverslunin Hafnarstræti
23.
BEIR H. Z0EGA
Símar 1964 og 4017.
Islensk frímerki kaupir hæsta
verði Gísli Sigurbjörnsson Aust-
urstræti 12 (áður afgr. Vísir),
opið 1—4.
ódýrir frakkar fyrirliggj-
andi. Guðmundur Guðmundsson
dömuklæðskeri, Kirkjuhvoll.
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. 1.)
Sími 5333.
Sumar í Danmörk. Ungum ís-
lenskum stúlkum er boðið að
taka þátt í lýðskóla námskeiði
; ásamt sænskum, norskum og
|dönskum stúlkum á Brödemp
(Hö jskole, Tappernöje St. (7-
km. sunnan við Kaupmanna-
höfn) Byrjar 3. maí (3 mán.
= 225 kr.) Uppl. gefur Jen*>
Marinus Jensen.
E. PHILLLPS OPPENHEIM:
MIUÓNAMÆRINGUR I ATVINNULEIT. *
á“, hann benti á vjelritaðar arkir, sem lágu á borð-
inu. „Jeg er að skrifa bók um fuglafræði“, hjelt hann
áfram. „Jeg auglýsi í blöðunum eftir hverskonar frum-
legum frásögnum um vissar tegundir fugla. Alskonar
fólk kemur til mín með fuglasögur. Jeg borga fyrir
þær, sem jeg tel þess virði. Hinar sendi jeg burt“.
„Ef gestir yðar koma ^ svona saklausum erinda-
gjörðum, hvers vegna eruð þjer þá svona hræddur við
irmbrotsþjófa ?“, sagði Bliss.
Mr. Cockerill brosti. Hann tók af sjer gleraugun og
þurkaði þau með silkiklút sínum.
„Flest af því fólki, sem kemur hingað, vill fá pen-
inga“, sagði hann. „Og enginn, sem er í fjárþröng, er
með öllu hættulaus. Auk þess er jeg maður óvenju
taugaóstyrkur, eins og jeg hefi játað fyrir yður. Hefi
jeg satt forvitni yðar, Blissf1
„Já, þakka yður fyrir“.
Eftir þetta kom enginn í heimsókn í tvo daga. Þriðja
kvöldið, þegar Bliss var að fara heim, mætti hann
manni í neðsta ganginum. Hann var lítill vexti, glað-
legur á svip og rjóður í framan. Hann var með stór-
an vindil í munnvikinu og þóttist vera að Iesa nafna-
Jistann yfir leigjendur hiissins.
„Gott kvöld“, sagði hann við Bliss.
„Gott kvöld“, svaraði hann.
Maðurinn tók upp vindlaveski.
„Má bjóða yður vindil?“
Bliss, sem hafði aðeins reykt vindla af allra fínustu
tegund fyrir fáum mánuðum, þáði með þökkum lítt
álitlegan vindil hjá manninum.
Ilann nam staðar í dyragættinni og kveikti sjer í
vindlinum.
„Skrítinn fugl, þessi húsbóndi yðar“, sagði maðurinn.
Bliss slökti á eldspýtunni.
„Skrítnasti maður, sem jeg hefi mætt á æfinni“,-
svaraði hann. „Verið þjer sælir“.
Litli maðurinn slóst í förina með honum.
„Hvað ætli hann geri?“, spurði hann forvitnislega.
Bliss hikaði.
„Það er ekkert leyndarmál, eftir því sem jeg veit“,
sagði hann. „Hann er fuglafræðingur“.
„Hvað?“
„Fuglafræðingur“, endurtók Bliss. „Hann hefir páfa-
gauk hjá sjer, nokkra kanarífugla og þrjá spörfugla
Hann er að semja bók um fugla“.
Maðurinn gaut hornauga til Bliss, en hann gekk ró-
legur áfram, eins og ekkert væri.
„Koma ekki margir til hans?“
„Jú, fólk er altaf að koma til hans með frásagnir
tim fugla. Hann kaupir sögur sem hann getur notað í
bókina sína“.
Bros færðist um varir mannsins. Síðan fór hann að
hJæja.
„Jeg álasa yður ekki“, sagði hann. „Jeg myndi gera
það sama í yðar sporum. En jeg gæti ekki leikið eins
vel og þjer. Hvað segið þjer um 10 punda seðil?“
„Hvað jeg segi?“, eúdurtók Bliss hálf utan við sig.
Maðurinn stakk hendinni í vestisvasann, tók upp tíu
punda seðil og stakk honum aftur í vasa sinn.
„Viljið þjer hressingu?“, sagði lianu og nam staðar
fyrir framan veitingaliús.
„Jeg borga“, sagði Bliss. „Þjer gáfuð vindilinn“.
„Nei, í þetta sinn er jeg veitandi. Við skulum sitja
hjer. Jeg ætla að fá mjer einn whisky og sóda. Hvað
viljið þjer ?“
„Það sama“, svaraði Bliss. „Þjer voruð að tala um
l'O punda seðil V ‘
Maðurinn hallaði sjer fram á borðið.
„Jeg lieiti Johnson“, sagði hann.
„Og jeg heiti Bliss. Gaman, að kynnast yður“.
„Við skulum sleppa öllum formsatriðum og snúæ
okkur að efninu“, hjelt Johnson áfrain. „Jeg er leyni-
lögerglumaðúr hjá einkafyrirtæki og vil borga fyrir
upplýsingar um það, hvað Mr. Cockerill liefir fyrir
stafni' ‘.
Bliss ýtti glasinu frá sjer.
„Wliisky og sódi kostar yður sex pence“, sagði liann,
„en vindillinn liefir líklega ekki kostað nema 3. Þjer-
hafið eytt 9 pence til einskis. Verið þjer sælir!“
Að svo mæltu stóð hann á fætur og þrammaði út úr
salnum.
Hann fór rakleiðis heim og spurði ekkert til manns-
ins meira, en þetta æfintýri hjelt vöku fyrir honum
um nóttina. Næsta morgun fór hann til Mr. Cockerill
eins og venjulega. Þegar liann hafði boðið góðan dag,
sagði hann:
„Má jeg trufla yður augnablik?“
Mr. Cockerill leit hvatlega upp og horfði strax á
fuglana.
„Er nokkuð að Tommy?“, spurði hanu. „Hann var
daufur í dálkinn í allan gærdag“.
„Það er ekkert að fuglunum“.
„Hvað er þá að?“
„Jeg hitti mann í gærkvöldi", hjelt Bliss áfram.
„Hann gaf mjer whisky og sóda og Ijelegan vindil.
Síðan kom upp úr kafinu, að hann var leynilögreglu-
maður og var að forvitnast um, livað pjer hefðuð fyrir
stafni. Hann bauð mjer 10 pund fyrir upplýsingar um
það“.
Mr. Cockerill kinkaði kolli góðlátlega. En einkenni-
legir drættir mynduðust í andliti hans, frá augum ogr
niður að munnvikum.