Morgunblaðið - 18.11.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ I ÚR DAGLEGA S f LlFINU 1 ÞaS vantaði ekki aösóknina að að- göngumiðasölu Leikfjelagsins er Mn var opnuð í gær. Þar var „aðgangur við innganginn“, eins og eitt sinn stóð í auglýsingu. Tvær rúður brotnar í þrengslunum, og eitt reiðhjól beiglað, en mörg hundruð manns varð frá aS hverfa, án þess að fá nokkurn aS- göngumiða aS ókeypissýningunni í gær. AUir miðamir voru afhentir á eins skömmum tíma og yfirleitt er hægt. Lögreglumenn reýndu að hafa hemil á mannfjöldanum, eftir því sem þeir best gátu. Yæntanlega meta bæjarbúar þetta tiltæki Leikfjelagsins, með því að gefa starfsemi fjelagsins meiri gaum fram- vegis. Leikfjelagið og alþýða manna þarf aS „ná saman“. Hefir' verðiS á aðgöngumiðunum veriS of dýrt? Eða eru þaS of fáir, sem álíta að þeir hafi erindi í leikhúsið yfirleitt? ★ Það mun vera regla, sem ekki verð- ur vikið frá, að skip Eimskipafjelags- ins verði látin heita einhverju foss- nafni. HvaS vilja menn að næsti „Fossinn“ heiti. Lesendur blaSsins komi með til- lögur! ★ Nú er Guttormur J. Guttormsson kominn heim til sín vestur á bújörð sína í íslendingabygð við Winnipeg- vatn. Hann sendi mjer þaSan um dag- inn ljóðabókina sína „Gaman og al- vara“. Islenskir ljóðavinir þurfa að eignast þá bók, og kynnast kveðskap Guttorms, skáldsins, sem sextugur stje í fyrsta sinn fæti á íslenska grund, en talar betra mál og er íslenskari í anda en fjöldamargir, sem aldrei hafa kom- ið út fyrir landsteina. Jeg er ekki viss um. að nokkur núlifundi Vestur-Islendingur hafi kom- iS heim, sem betur er til þess fallinn en hann, að styrkja trú okkar hjer, á þrótt og framtíS íslenskrar menn- ingar og tungu vestra. ★ Flestir, sem þektu Jónas heitinn Guðbrandsson í Brennu, hafa líklega ekki vitaS um það, að hann hjet í höf- uðiS á Jónasi Hallgrímssyni. En það kom til af því, að móðir Jónasar, Ragnheiður Pálsdóttir, var samtíða Jónasi Hallgrímssyni, þegar hann átti heima, hjer í Reykjavík, og bjó í svonefndu Hákonsenshúsi. Þar var þá Ragnheiður sem ung stúlka. En eftir að hún giftist, vitjaði J ónas nafns, og ljet hún son sinn því heita í höfuS honum. Einkennileg tilviljun er það, að sonardóttir hennar, RagnheiSur, kona Áma frá Múla, á sama afmælisdag og Jónas Hallgrímsson. ★ I Morgunblaðinu fyrir 25 árum var auglýst eftir svörum við þeirri spum- ingu, hvernig eiginmaðurinn eigi að vera. Eitt svarið er þannig: EiginmaSurinn á aS vera hofuð kon- unnar, en konan hálsinn, sem snýr höf ð inu.MMw. ★ I sama blaði fyrir 25 árum er þetta: „MaSur af Vesturlandi skrifar rit- stjóra Morgunblaðsins: Gratulera með Morgunblaðið, sem jeg vona að verði ,„sueces“. Má jeg vera með í því. Sendi 5 kr. Þjer látið mig vita, þegar þær eru upp-jetnar. Vona að sending verði regluleg, enda þótt viS „Jöklarar" getum varla búist viS að fá MorgunblaSiS með morgun- kaffinu“. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort ekki sje hægt að syngja fjárlög eftir síldarnótum. Áttræð: Matr Álftanesi Marta María Níelsdóttir liús- freyja á Álftanesi á Mýrum er áttræð í dag. Hún dvelur nú um tíma hjá börnum sínum hjer í Reykjavík, sem öll eru ein- huga og samtaka í því að gleðja sína virtu og elskuðu móður. I dag er hún á heimili dóttur sinn- ar Soffíu, og manns hennar Ara Thorlacius. I 56 ár hefir hún verið húsfreyja á Álftanesi. Það heimili hefir um langt skeið verið eitt stærsta heim ili sveitarinnar. Gestrisni og glað- værð hefir einkent það, enda oft verið þar margt af ungu fólki. Stjórnsemi og lipurð einkendi hana sem húsmóður, og hefir hún altaf verið elskuð og virt, bæði af börnum sínum og- hjúum. Hjúa- sælt hefir Álftanesheimilið verið með afbrigðum, svo að mörg hjúin voru þar áratugum saman, enda var hún hjúum sínum sem góð móðir. Ung, var frú Marta mjög glæsi- leg kona, og hún er það enn, þó ungdómsblærinn sje auðvitað föln- aður nokkuð. Hún er vel gáfuð kona og hefir fylgst af áhuga með öllum framförum þjóðarinn- ar. Hún er víðlesin og elskar fagr- ar og góðar bókmentir og kann vel skil á að greina á milli þess Ijelega og góða á því sviði. Trú- kona er hún mikil, en hún er mjög frjálslynd og víðsýn í þeim efnum, en hatar þröngsýni og afturhaldssemi. Hún les og fylg- ist vel með öllum nýjungum á því sviði, sem öðru. Börnin elskar hún og börnin elska hana, og altaf er á Álfta- nesheimilinu fjöldi bama, bæði skyldra og vandalausra, á sumr- in. Það tilheyrir heimilinu að vera barnaheimili. I sveit sinni er frú Marta elskuð og virt af öllum. Hinir fátækari elska hana og virða, vegna þess, að hún hefir altaf verið reiðubfi- in að leysa vandkvæði þeirra, og hinir sem jafningja og góðan og tryggan vin. Á svo löngum starfsdegi er. sem eðlilegt er, að skifst hafa á skin og skuggar. Frú Marta er tví- gift. Fyrri mann sinn misti hún eftir rúm 12 ár. Stóð þá uppi ekkja með 7 hörn. Þá sýndi hún, hvern dugnað og þrek hún hafði. Síðar giftist hún aftur, mesta dugnaðar- og gæðamanni. Oll hafa þau verið samtaka um að gera garðinn frægan á Álftanesi. Með síðari manni sínum eignaðist hún 2 hörn. En í sorginni befir hún sýnt, hve stór hún er. Hún varð að sjá á bak syni sínum tvítugum, mesta efnispilti, af fyrra hjónabandi. Ungum dreng af því síðara og nú fyrir 2 árum fullorðnum fóstur- syni, sem hún elskaði sem sín eigin hörn. Allir þessir dóu snögg- lega, sá síðasti varð hráðkvadd- ur, og var þar mikill harmur kveð- inn að heimilinu, því að hann var að taka við búinu, nýkvæntur, og ætlaði þar með að ljetta áhygg.j- um af fósturforeldrum sínum. En alt þetta hefir frú Marta borið með þeirri stillingu, sem einkenn- ir þær konur, sem öðlast hafa full- a Níelsdóttir á Mýrum Marta Níelsdóttir. komið vald á tilfinningum sínum og höndlað hnoss trúarinnar, traustið á guð og framhald lífs- ins. Með gleði lítur nú frú Marta yfir starfsdaginn, þó hann hafi verið með skuggam, heíir meira verið af birtunni, og jeg veit, að hún sjer miklu meira af birtunni en skuggunum. Frá vinum þínum berast þjer kveðjur í dag, með þakklætf fyrir alla þína trygð. Langamman, amman, móðirin, systirin og eig- inkonan er heiðruð í dag. Allir þessir þakka þjer bros þitt og blíðu, og allir vildu þeir óska þess, að þeir gætu sent. þjer svo mikið af yl og birtu, að hvergi bæri skugga á fyrir þjer þau ár, sem enn eru eftxr hjer. Sál þín verður aldrei gömul, þó að líkaminn hrörrii. T sál þinni dimmir aldrei. Lifi andi þinn í sól og sumri, þess óska þjer allir vinir þínir. ísleifur Jónsson. Samskot til kirkju- byggíngar Eeins og bæjarmönnum er öllum kunnugt, er kirkna- mál Reykjavíkur eitt af þeijn stórmálum, sem leysa verður áður langt um Iíður. í dómkirkjusöfnuðinum eru nú um 30.000 manns um eina kirkju og hana ekki stóra. En hitt bagar þó enn meira, að þessi fjöldi í einum söfnuði, gerir safnaðarstarf erfitt og dregur því úr kirkjulegum á- huga. Hjer þurfa að koma upp 3 kirkjur nýjar á næstu árum: Kirkja fyrir Austurbæinn, kirkja fyrir Lauganesskóla- hverfið, þar sem sírá Garðar Svavarsscn hefir starfað og vakið safnc.ðarlíf. Og svo þarf kirkja að koma við Skerja- fjörð. ^ Nú verður hafist handa um fjársöfnun til kirkju fyrir Aust- urbæinn og í Laugarnesskóla- hverfi. Hafa skátar tekið að sjer að fara um bæinn og safna. Það sem inn kemur innan Ranð- í ’árstígs, fer til Laugarn ss- kirkjunnar. Er þess að værita* að bæjarbúar taki þessum sendimönnum vel, og greiði þannig veg þessu mikla nauð- synjamáli. Kirkjuvinur. \ Föstudagur 18. nóv. 1931 Togaraútgerðin: Frásögr Pjeturs Ottesen 1 ____ FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. En auk þess geta stjórnar- völdin þar kveðið svo á, ef þeim bíður svo við að horfa, að nokkurn hluta aflans verði að láta í fiskimjölsverksmiðjur, en fyrir það sem þangað fer, fæst ekki nema sáralítið verð. Hefir þegar verið farið þannig með hluta úr farmi tveggja eða þriggja íslenskra togara og eig- endur þeirra goldið mikið af- hroð af þessum sökum. Það sem gerst hefir í ísfiskssölunni í Þýskalandi á þessu ári er það, að verðið hefir verið stórum lækkað og söluöryggið skert. Engar horfur eru á, að ísfisk- sala togaranna á enskum mark- aði verði nú neitt betri en í fyrra, því þó salan í október hafi verið, eftir því sem þar er um að gera, allsæmileg, þá hefir salan, það sem af er þess- um mánuði verið yfirleitt mjög lakleg. Það er því augljóst mál, að rekstrarhallinn á togaraút- gerðinni á þessu ári verður mik- ill og stórum meiri, en á s.l. ári, en þá var mikill rekstrar- halli þrátt fyrir mikinn síldar- afla og geysihátt verð á síld- arafurðum. Flotinn gengur úr sjer. Það leiðir af sjálfu sjer, að af óslitnum taprekstri togara- útgerðarinnar í heild undanfar- in ár, leiðir það, að eigendur togaranna hafa ekki getað end- nýjað flotann; keypt ný skip í stað þeirra gömlu. Ekki er þetta þó af því, að þess hefði ekki verið full þörf. Skipin eru flestöll gömul. Meðalaldur þeirra er 18 ár. Og ekki hefir heldur borið á því, að aðrir hafi viljað hætta fje sínu í togara- útgerð. Taprekstur togaraútgerðar- innar og yonleysið um að úr rætist á því sviði hefir gripið svo um sig, að þó boðið hafi verið fram styrkur sem nemur 25 % af kostnaðarverði nýs togara og að væntanlegir eig- endur þyrftu ekki að leggja fram frá sjálfum sjer nema 15—20% af kostnaðarverðinu, þá hefir enginn, svo vitað sje, orðið til þess að þyggja þessi fríðindi. Svona er þetta komið. Ekkert getur þó verið hættu- legra neinu þjóðfjelagi en það, að þjóðfjelagsborgararnir missi trúna á framleiðglumöguleikum þeirra verðmæta, sem altaf hafa verið og altaf hljóta að verða undirstaðan og megin- kjarninn í afkomu þessarar þjóðar, en það er sjávarútveg- urinn alveg tvímælalaust, sem annar höfuðatvinnuvegur lands- manna. Toj^ararnir o^ atvinnulífið. Það er ljóst dæmi þess, hve veigamikill þáttur togaraút- gerðin hefir verið í atvinnulífi þjóðarinnar, að á s. 1. 5 árum hefir verðmæti togaraaflans numið upp undir 70 milj. króna. I kaup og premíu á togurum ’ fiskþvott og fiskþurk- un á reitum á þessum árum he ir verið greitt um 27 mil. krón, Vantar þó mikið á, að hje sjeu talin öll þau vinnulaui sem greidd eru í sambandi vi rekstur togaraútgerðarinnar. C talin eru að mestu vinnulaui sem greidd eru fyrir upp- og ú skipun á fiskinum, út- og upi skipun á kolum og salti, vi flutning á ís, við viðhaid ng vi? gerðir á skipunum að því leyt sem þetta er framkvæmt hjer landi, og kaupgreiðsla tii starfs fólks á skrifstofum o. fi., Ástand togaraútgerðarinna er því æði óglæsilegt, og miki veltur á því, fyrir þjóðina, a betur rætist úr en áhorfist. ★ I næstu grein mun Pjetu Ottesen taka til athuguna bátaútveginn og horfur sjávai útvegsins alment. Minningarorð um Guðrúnu V. Guðbrandsdóttui Hún var fædd 23. sept. 1909 Dó á Landspítalanum í nóv. 1938. Foreldrar hennar von Jóhanna Valentínusdóttir og Guð brandur Sigurðsson, Bifröst, Ó1 afsvík. Hið sviplega fráfall hennar sett okkur vini henriar og ættingjj hljóða. Með alvöruþrunga bars okkur þessi sorgarfregn. Það eru b'ðin átta ár síðan Guð rún sáluga flutti alfarin úr for eldrahúsum. Æskulieimili henna er víðfrægt fyrir myndarskap of reglusemi, og í foreldrahúsun blómguðust svo vel hinar með fæddu eðlisgáfur og mannkosti] hennar. Minning hennar mun lerigi lifí hjá þeim sem voru svo lánsamii að kynnast henni, og við grö: hennar munu margir hugir fyll ast þakklæti og aðdáun og virð ingar. Hvíl þig nú hin trygga og hjartahreina! Fyrir handan blasa við æðri og ennþá bjartari svið. J. V. Barnslúffa úr bláu leðr týndist í gær. Vinsamlega skil ist á Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.