Morgunblaðið - 24.11.1938, Page 5
Fimtudagur 24. nóv. 1938.
MORGUNBLÁÐIÐ
5
Útgef.: H.f. Árvakur. Reykjavfk.
Ritatjörar: Jön Kjartanaaon og Valtýr Steflnaaon (ábyrgCarraaflur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Rltstjórn, auglýaingar og afgrreltiala: Auaturatrnti g. — Slml 1C00.
Áskrlftargjald: kr. S.00 A atánuOl.
t lausasölu: 15 aura elntakio — II aura BfteTi Laabök.
SAUÐFJÁRPLÁGURNAR
AÐ því var vikið hjer í blað-
inu um daginn, hvort ekki
væri ástæða til að rif ja það upp
<nú, þegar sauðfjárpestirnar frá
iarakúlfjenu eru orðnar tvær,
aneð hvaða hætti fje þetta var
flutt inn til landsins.
Lengi hafði staðið um það
hin harðasta deila, hvort yfir-
Jeitt ætti að leyfa hingað nokk-
urn sauðfjárflutning eða ekki.
Hin eindregna andstaða gegn
innflutningi þessum hvarf, sem
kunnugt er, þegar Magnús heit.
Einarson dýralæknir fjell frá.
En uggur var þó eftír í mörg-
>um um, að hjer kynni að vera
Jhætta á ferðum.
Þessvegna var svo um talað í
fyrstu, er ráðgerður var inn-
flutningur karakúlfjár, að fje
jþetta skyldi vera einangrað í
einhverri eyju í ein tvö ár, áður
*en því yrði hleypt hjer á landi,
;saman við annað sauðfje.
En þessum fyrstu fyrirætlun-
um var breytt á Alþingi, og
-einangrunartíminn styttur, svo
;hann var til þess að gera mjög
rstuttur. Hjer skal ekki um það
sagt, hvort þessi ráðabreytni
hafi verið gerð vegna þess, að
anenn hafi ekki viljað fresta því,
.að fá hagnað af þessu dýra fje.
Ellegar hjer hafi það komið til,
.að sannanir hafi verið taldar
skjallegar ogóyggjandifyrirþví
.að fjeð hefði engan næman
sjúkdóm, sem hætta gæti stafað
af. Or því einangrunartíminn
var styttur, þá er varla hægt
.að ímynda sjer, að það hafi
verið gert, nema vegna þess að
fje þessu hafi fylgt heilbrigð-
isvottorð, sem stjórnarvöld
landsins hafa treyst að gæfu
örugga vissu um heilbrigði fjár-
áns.
Meðan hjer var ekki um að
ræða nema hina fyrri plágu,
Mæðiveikina svonefndu, þá
voru óyggjandi sannanir ekki
auðleiddar að því, að plága
jþessi stafaði frá karakúlhrút-
'um. Smitefni Mæðiveikinnar er
■óíundið enn. Og þýskir dýra-
læknar hafa ekki enn viður-
Ikent til fulls að þessi sauðfjár-
veiki sje í Þýskalandi. En alt
öðru máli er að gegna með pest
Iþá, sem síðar fanst, sem kölluð
er ,,Berklabróðir“. Það er
alþekt veiki í Þýskalandi og
•víðar. Hún hefir aldrei fundist
hjer — fyr en nú á fjórum
íkarakúlbæjum samtímis.
Þessvegna er nú fylsta ástæða
til að spyrja ríkisstjórnina um
það, hvaða heilbrigðisvottorð
fylgdu þessu fje hingað, hvern-
ig eru þau orðuð, og hver gaf
þau út? Því sje um slík vottorð
,að ræða, sem beinlínis kunna
að hafa haft áhrif á það, hvaða
ráðstafanir væru hjer gerðar
til sðttvarna, þá er eðlilegt að
menn spyrji hvort ekki sje hægt
að gera þá menn ábyrga fyrir
■því tjóni að einhverju leyti,
sem hjer hefir orðið, vegna
þessa innflutnings.
★
Alt önnur hlið er svo á þessu
máli, sem er fullkomin ástæða
til að taka til athugunar. Og
hún er sú, hvernig í ósköpun-
um það yfirleitt gat komið til
mála, að flytja inn þetta fje,
og byggja á hinni væntanlegu
kynblendingsrækt þær framtíð-
arvonir, sem gert var.
Kunnugur maður og fróður í
þessum efnum hefir skýrt blað-
inu frá, að einblendingsrækt af
karkúlfje hafi hvergi komið
að nokkru gagni. Skinn af slík-
um einblendingslömbum hafi
altaf verið verðlítil. Ala þurfi
upp stofn af karakúlfje svo að
lömbin verði að % eða % af
karakúlstofni, til þess að skinnin
verði verðmæt.
Þetta út af fyrir sig er full-
komið alvörumál. Að yfirleitt
það skuli geta komið fyrir, að
búfjárstofn landsmanna sje
stefnt í voða, án þess að nokk-
ur veruleg ábatavon sje, þó
hepnin hefði verið með, og eng-
in sauðfjárveiki flust hingað.
★
Óðagotið sem hjer átti sjer
stað, verður að grandskoðast
niður í kjölinn, til þess að menn
geti gert sjer fulla grein fyrir
því, hvar öryggið brást og hvað
gera þarf til þess að fyrir-
byggja að fullu að nokkuð slíkt
geti komið fyrir aftur.
*
Það hefir vesið nokkuð al-
gengt hjer á landi á undan-
förnum árum, að menn hafa
haldið því fram, að „eitthvað
þurfi að gera“. Þetta „eitthvað"
hefir verið hugsað til þess hæft,
að vekja athygli á ákveðnum
flokkum eða ákveðnum mönn-
um í augum kjósendanna í
landinu. Háttvirtir þingmenn
hafa svo látið hrífast af þessum
gyllandi auglýsingaspjöldum,
sem máluð hafa verið upp fyrir
háttvirta kjósendur. Tími hefir
stundum verið naumur til um-
hugsunar og undir’búnings und-
ir eitt og annað, sem talið hef-
ið að verða mundi pólitískt
augnagaman.
Er innflutningur karakúlfjár-
ins ekki að einhverju leyti af
þessum toga spunninn? Má
ekki telja fálmið og kunnáttu-
leysið með landlægu plágun-
um? Skyldi mæðiveikin og tjón
sem af henni leiðir, ásamt tjón-
inu af hinni síðari pest, ekki
geta orðið áberandi ábending
um þessar innlendu meinsemd-
ir, sem uppræta þarf — ekki
síður en sauðfjársjúkdómana?
Verslunarmahnafjelag Reykja-
víkur heldur aðalfund sinn í kvöld
kl. 8^/2 í Kaupþingssalnum. A
dagskrá eru venjuleg aðalfundar-
störf. Er þess vænst, að fjelagar
fjölmenni á fundinn.
Styrfölilin á Spáni i þrjú ár
i------«£íííhííj—— i i i i i mmniini:nrninmfíma_: u
Desember 1936. Október 1937. Október 1938.
PANNIG skiftust lönd milli lýðveldisstjórnarinnar á Spáni og Francos á árunum 1936, 1937
og 1938. Með svörtu eru merkt lönd Francos. Fyrsta myndin sýnir aðstöðuna í desember
1936. Þá hafði styrjöldin staðið í tæpa fimm mánuði. Á þessum mánuðum lagði Franco undir
sig meginhlutann af því landi, sem nú er á valdi hans. Styrjöldin breiddist út frá spönsku Mar-
okkó yfir til Spánar og norður eftir. Þessa mánuði lagði Franco líka undir sig Baleareyjarnar
tvær, Mallorca og Ibiza. Minorca er enn þá í höndum stjórnarinnar.
Næsta ár, árið 1937, stóðu orustur aðallega norður í Baskahjeruðunum. — Flestir munu
minnast nafna eins og Irun, San Sebastian, Bilbao og Gijon. Mynd nr. 2 sýnir aðstöðuna í októ-
ber 1937, er búið var að brjóta mótstöðu Baska á bak aftur.
Þriðja myndir sýnir aðstöðuna ári síðar í október 1938. Þá var Franco búinn að brjóta sjer
leið til Miðjarðarhafsins. Aðstaðan er hin sama nú, eða lítið breytt.
Franco hefir miðað seint áfram eftir fyrstu fimm mánuðina. En sigrar hans hafa þó verið
mikilvægir, frá hernaðarlegu sjónarmiði. Síðastliðna fjóra mánuði, eða síðan í júlí í sumar
hefir verið barist á vinstri bakka árinnar Ebro, skamt frá Miðjarðarhafi. Fyrir rúmlega viku
lauk þessum bardaga eftir 6 daga látlausa orustu, með sigri Francos.
Nú er búist við, að hernaðaraðgerðir fari að minka á Spáni, þar til næsta vor.
Franco hefir nú á valdi sínu 66.59% af íbúum Spánar og 80.11% af landinu.
Iþróttafrömuðurinn I. P.
Hinn heimskunni íþrótta-
crömuður og heilsufræð-
ingur I. P. Miiller ljest í Dan-
mörku nú fyrir nokkrum dög-
um. Nafn hans var .svo þekt
hjer á landi, að eigi er rjett
að láta hjá liða, að geta hans
að nokkru.
I. P. Miiller var fæddur 7.
okt. 1866 í Asserballe á Als,
þar sem faðir hans G. V. Miill-
er, var sóknarprestur. Sem barn
var Miiller nijög heilsutæpur,
en þráði að verða hraustur. —
Hann gerði því þegar á unga
aldri alt, sem hann gat til þess
að kynna sjer bækur um lík-
amsæfingar og fór hann að
stæla sig og herða með ýmsum
þeim ráðum, sem hann kynt-
ist. Hann fann brátt árangur
líkamæfinganna, og var þegar
á skólaárum sínum mjög áhuga
samur um alla líkamsrækt. Fór
hann nokkuð sínar leiðir, og
fylgdi ekki ætíð skólabræðrum
sínum í þeim málum, en varð
þó þeirra stæltastur og þrek-
mestur þegar á reyndi. — Á
skólaárunum hafði hann ennþá
betra tækifæri en áður, til þess
að kynna sjer ýmsar þær ný-
ungar, sem uppi voru þá á sviði
íþróttanna, enda var hann á
sínum unga aldri afburða snjall
íþróttamaður.
Hann var mjög fjölhæfur, og
venjulega fyrstur í öllum þeim
kappleikjum, sem hann tók
þátt í. Þrátt fyrir þetta sá hann
þó allmikla galla á íþróttunum
eins og þær voru iðkaðar. Sá
hann oft keppinauta sína koma
illa æfða til kappleikja og tók
eftir að þeir höfðu ekki eins
mikið gagn af íþróttinni eins
og hann hafði. Það vaknaði því
snemma hjá honum mikil löng-
un til þess að gera alt fólk
hraust og þjálfað eins og hann
var sjálfur, og mun það hafa
Muller
verið aðalástæða þess, að hann
fór að setja saman í kerfi ýms-
ar æfingar, sem hann sjálfur
iðkaði dagléga.
Þetta kerfi gaf hann svo út
í bókarformi og kallaði það
„Mín aðferð“. Nokkru eftir að
bókin kom út í Danmörku, var
hún gefin út hjer á landi fyrir
atbeina Sigurjóns Pjeturssonar,
Bók þessi var óvenjulega vel
rituð, og sannfærandi og
hreif Miiller með henni þús-
undir manna í Danmörku og
víðar til þess að stunda dagleg
böð og hollar líkamsæfingar. •
★
eð bók sinni reif Miiller
ekki niður það, sem fyrir
var, heldur bygði upp nýtt, nýtt
starf og nýjan anda. Hjer á
landi hefir bók hans valdið
meiri stefnubreytingu á sviði
líkamsmenningar, en nokkur
önnur bók, sem út hefir verið
gefin um þau efni. Það sem
Múller setti fram í bók sinni
fyrir rúmum 40 árum, er nú
verið að taka til fyrirmyndar
í ýmsum menningarlöndum, þar
sem líkamsrækt er á háu stigi,
enda hefir bókin verið gefin út
á 25 tungumálum og varð hann
fyrir hana heimsþektur á
skömmum tíma.
Auk þessarar bókar skrifaði
Miiller fjölda margar aðrar
bækur og bjó til önnur styttri
kerfi, en það sem hann lýsir í
„Mín aðferð“. Hann var því
mikilvirkur rithöfundur, enda
fjölhæfur hugsjónamaður. —
Einnig skrifaði hann fjölda rit-
gerða í blöð og tímarit víðs-
vegar um heim. Hann var mála-
maður mikill og ferðaðist um
Norðurlönd, Þýskaland, Eng-
land, Italíu, Rússland og víðar
látinn
og mun hann alls hafa haldið
um 1400 fyrirlestra og sýning-
ar.
I.P.Miiller varð stúdent 1884,
stundaði hann háskólanám í
nokkur ár og las aðallega guð-
fræði, gekk í herinn og varð
lautenant. Að loknu háskóla-
námi varð hann blaðamaður við
ýms blöð í Kaupmannahöfn og
ritaði þá aðallega um íþróttir
og líkamsrækt. Hann hvatti
mjög til þess að fólk stundaði
böð og líkamsæfingar, og vildi
að fólk þjálfaði og ræstaði lík-
ama sinn á hverjum degi.
Eftir að „Mín aðferð“ kom
út, vann hann aðallega að rit-
mensku og íþróttastarfsemi,
enda þótt hann gegndi ýmsum
öðrum aukastörfum. —- Hann
stofnaði, ásamt nokkrum máls-
metandi Englendingum, Mull-
ers skólann í London 1912 og
var forstöðumaður hans til
1924.
Múller giftist ungur Mörtu
fædd Schönberg. Áttu þau þrjá
sonu, en mistu einn þeirra á
mjög sorglegan hátt, tæplega
tvítugan að aldri.
Mtiller fekk miklar viðurkenn
ingar fyrir störf sín í þágu
líkamsmenningarinnar, og var
sæmdur ýmsum heiðursmerkj-
um, gerður að heiðursfjelaga
fjölda margra fjelaga víðsveg-
ar um lönd.
Múller var stakur reglumað-
ur og sannur íþróttamaður og
bygði störf sín á þeirri skoðun,
að aðeins þeir íþróttamenn
væru sjálfum sjer samkvæmir,
sem jafnframt líkamsæfingun-
um temdu sjer hófsemi í hví-
vetna.
Hans skoðun mun lifa.
Jón Þorsteinsson.