Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR DAGLEGA
LlFINU
í „Surmanpóstinuin“ er birt svo
hljóðandi grafskrift eftir frú Guðrúnu
Oddsdóttur Sveinbjömsson, sem fyrst
var jörðuð í kirkjugarðinum við Suð-
urgötu, fyrir 100 árum:
„Hjer eru lagðar leifar dauðlegar,
hreinhjartaðar höfðingsqvinnu Frú
Guðrúnar Oddsdóttur Sveinbjömsson,
er fæddist 30ta Deeember 1779, giptist
fyrr (1809) amtmanni St. Stephensen
síSar (1822) sýslumanni í Amessýslu
nú Justitiarius í þeim kgl. ísl. Lands-
yfirjetti, Th. Sveinbjömsson, varð
móSir 5 bama, sem dóu á ungum aldri,
deyði llta nóv. 1838.
Tveggja höfSingja styttan sterk
stóð, aumra móðir kær.
Lyndishrein, guðhrædd, góðfús, merk,
góðkosta spegill skær.
Skrýdd í ljómandi lífsins serk,
lýsir jarðnesku fjær,
þar unnið hreinum huga verk,
heitnum verSlaunum nær.
Hreinhjartaðir munu guS sjá, Matth.
5, 8.
S. Egilsson.
★
Fyrir 100 árum segir í frjettabrjefi
í „Sunnanpóstinum" á þessa leið:
„PóstskipiS kom á höfn í Reykjavík
22ann þ. m. (nóv. 1838) og færði oss
þær frjettir, aS árferði í Danmörku,
sem oss mestu varðar, væri í betra
meðallagi ....“
„FriSur viðhelst enn í Norðurálf-
unni. Á Spáni eru sömu óeirðir sem
fyrri og þykir sem nú ballist á kristn-
innar menn. Hræddir em sumir um aS
friSur muni raskast, því enskir hafa
boðað Persum stríð og er ætlað að
Rússar muni veita hjálp Persum. Þar
af kynni aS kvikna stríðs bö!., einnig
norSur um heim; ekki er samt vert að
qvíða því um sinn“. „
★
Það er fróSlegt að rifja upp þessa
klausu nú, 100 árum síðar. Styrjöld
geisar á Spáni. — í Austurálfu
Palestínu, fara „enskir“ nú með stríð,
eða því sem næst; „þar af kynni að
kvikna stríðs böl, einnig norður um
heim“, ekki vegna þess, að Rússar ætli
að veita Aröbum liS. En stundum hefir
verið sagt, að Arabar gæti átt sjer
liSs von frá ítölum og Þjóðverjum.
„Ekki er samt vert að qvíða því um
sinn“.
★
„Húsmóðir“ skrifar blaðinu á þessa
leið:
Nú er kominn tími sleðaferSanna á
götum bæjarins, sá tími, sem allar
mæður kvíSa fyrir á hverju ári. Um
götumar þjóta börnin á fótspyrnusleS-
unnm, yfir þverar bílaumferSa götur,
þar sem tilviljunin ein getur ráðið því,
hvort slys verða, eða eigi.
Meðan þessar sleðaferðir eru í al-
gleymingi, og meðan blessuS lögreglan
okkar getur ekki takmarkað sleSa-
ferðirnar við hættulaus svæSi, prísa
jeg hvern þann dag sem líÖur, án þess
stórslys hljótist af.
Jeg spyr — og veit að jeg spyr
fyrir munn margra: Er ekki hægt að
ráða bót á þessu ástandi?
★
Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort
menn geti ekki meitt sig á heilabrotum.
Enski sendikennarinn, Dr. J.
Mckenzie flytur fyrirlestur í bá-
skólanum í kvöld kl. 8.
llm 12.470 lik
grafln i krrkju-
garðinum við
Suðurgötu
Látlaus athöfn fór fram í
kirkjugarðinum við Suður-
götu í gær í minningu um að
liðin voru hundrað ár frá því að
garðurinn var vígður. Viðstaddir
voru 70—80 manns.
Síra Bjarni flutti ræðu. Á und-
an voru sungin tvö fyrstu erindin
og síðasta erindið úr sálminum
„Alt eins og blómstrið eina“.
Síra Bjarni skýrði frá því, að
eftir því, sem hann hefði getað
næst komist hafi 12.470 manns
verið jarðaðir í kirkjugarðinum
síðastliðin 100 ár.
Hann gat þess að þegar jarðar-
för frú Guðrúnar Oddsdóttur
Sveinbjörnsson fór fram 23. nóv.
1838 hafi verið viðstaddir á annað
þúsund manns; þó voru ekki í
sókninni nema um 1200 manns.
Fáir voru jarðaðir fyrstu árin.
Fyrstu tuttugu árin, eða frá 1838
—1860, voru jarðaðir 1000 manns.
Fram að aldamótum rúmlega 4000
manns. En sum árin var mikill
manndauði.
Árið 1866 voru t. d. jarðaðir
100 manns; þá voru í sókninni
2400 manns. I maí og júní það
ár voru jarðaðir 48 manns.
Árið 1882 voru jarðaðir 208
manns. Var það mjög mikið, sem
sjest m. a. af því, að árið á und-
an voru jarðaðir 66 manns. 1. júlí
1882 voru jarðaðir 13 manns.
Þetta ár voru í sókninni 3000
manns.
Við, sem hjer erum, hjelt síra
Bjarni áfram, munum 26. nóvem-
ber árið 1918. Þann dag, eða fyrir
nær rjettum 20 árum voru jarðaðir
26 manns. Það hafa flestir verið
jarðaðir á einum degi. Þetta ár
— 1918 — vorn jarðaðir 470
manns; en ]>A vorn í sókninni um
17 þúsund manns.
Síra Bjarni hjelt áfram :
Hjer hafa margir verið lagðir
til hinstu hvíldar. Hjer má lesa
mörg nöfn. Hjer rifjast upp mörg
saga. Menn geta fært margt með
því að ganga um garðinn.
Reykjavík hefir stækkað. Kirkju
garðurinn að sama skapi. Um leið
og bær hinna lifandi vex, stækk-
ar einnig bær hinna dánu.
Fyrir Drotni eru 1000 ár sem
einn dagur, 100 ár sem líðandi
stund. En í sögu mannsins lang-
ur tími“.
Á eftir ræðunni var sunginn
sálmurinn: „Dauðinn dó, en lífið
lifir“.
Er athöfninni í líkhúsinu var
lokið var gengið að leiði frú Guð-
rúnar Oddsdóttur Sveinbjörnsson,
fyrsta leiðinu í garðinum, og lagð-
ur þar blómsveigur, sem á var
letrað:
1838 — 23. nóvember — 1938.
Frá Reykvíkingum.
Við gröfina talaði síra Bjarni
nokkur orð og að lokum var sung-
inn sálmurinn „Jurtagarður er
herrans hjer“.
Undirbúningur hafinn
undir vertíð i Vest-
mannaeyjum
Frá frjettaritara vorum
í Vestmannaeyjum,.
ðalfundur Útvegsbændafjelags
Vestmannaeyja var haldinn
15. þ. m. í fjelaginu eru nú ná-
lega allir útvegsmenn í Eyjum.
Stjórn skipa: Sigurður Gunnars-
son form., Jónas Jónsspn, Guðl.
Brynjólfsson, Ársæll Sveinsson,
Eiríkur Ásbjörnsson. (Stjórnin öll,
endurkosin).
Formaðúr Sigurður Gunnarsson
gaf ítarlega skýrslu um starf fje-
lagsins á síðastl. 3 árum. Hefir
fjelagið frá byrjun beitt sjer fyr-
ir ýmsum velferðarmálum útvegs-
manna í Eyjum, s. s. stofpun neta-
gerðarinnar, olíusamlags, er orðið
hafa útvegsmönnum til stórmik-
illa hagsbóta. Einnig hefir fje-
lagið átt drjúgán þátt í að koma
af stað ýmiskonar námskeiðum
fyrir sjómenn, svo sem: Mótor-
námskeið, námskeíð í siglinga-
fræði og námskeið í matartilbún-
ingi.
Á fundi þessum ,var kosiri nefnd
frá fjelaginu til að semja við
nefnd frá sjómannafjeL. „Jötunn“
um kjör sjómanna fyrir næstu
vertíð. Nefnd þessa skipa: Sig-
urður Gunnarsson, Haraldur Hann
esson og Ástþór Matthíasson.
Útvegsbændafjelagið eða stjórn:
þess hefir á prjónumim ýms stór-
merk mál, sem til hagsbóta mega
verða fyrir útveginn.
Bátaflotinn. íveir nýir bátar
munu bætast við b^taflota.nu í
vetur. Annar er þegar kominn (áð-
ur getið hjer í blaðipu) hingað
til Eyja, en hinn kemur í janúar
n.k. Kaupandi þessa báts er hr
Guðl. Brynjólfsson, Lundi. Bátúr-
inn er bygður í Korsör í Dan-
lnörku og kostar 32 ))ús. kr. hjer
á höfn. I bátnum á að vera 110
ha. vjel og útbúin Öllum nýtísku
tækjum.
Undirbúningur undir vertíð er
þegar hafinn, eru útgerðarmenn
nú sem óðast að láta fara fram
viðgerðir á skipum sínum og eiga
við veiðarfæri.
Stjórn Lifrarsamlagsins hefir að
undanförnu látið fara frani tals-
vert miklar breytingar á vinslu-
stöð fjelagsins, er miða að aukn-
um sparnaði og öryggi. Fyrir
nokkrum dögurn tókst stjórn Sam-
lagsins að selja það af lýsi, sem
eftir var af framleiðslu s.l. ver-
tíðar, fyrir sæmilegt verð, eftir
því sem rni er um að gera. Hvað
endanleg útborgun verður til sam-
lagsmanna fyrir hvert kíló lifrar
er ekki fyllilega ákveðið, en bú-
ast má við, að það verði eitthvað
minna en í fyrra.
Fiskbirgðir. Talsvert er eftir af
fiskframleiðslunni frá vertíðinni í
fyrravetur, þó altaf fari talsvert
með hverri ferð „Fossanna“. Fer
sá fiskur allur til Suður'-Ameríku
og Cúba. Allur fiskur mun vart
vera sendur lijeðan fyr en í jan-
úar—febr. n.k. Stjórn Fisksölu-
samlagsins mun samt láta vigta
allan fisk, sem hjer er eftir, og
mun greiða hann út fyrir áramót.
Er þessari ráðstöfun mjög vel
tekið hjer og kemur sjer afar vel
Þessi mynd er af Ismet Inenu, sem
ltjörinn hefir verið forseti Tyrk-
lands, eftir lát Kemals Atatúrks.
50 ára
staifsafmæli
Aþriðjudagskvöld 22. þ. m.
mintust bændur í Stokkseyr-
arhrepþi méð fjölmennu saimsæti
50 ára afmælis, er búnaðarfjelag
hreppsins átti þann dag.
Var fjélagið stofnað 22. nóvem-
ber 1888 af 8 bændum í Stokks-
eyrarhreppi hinum forna, er náði
þá éinnig til Eyrarbakka, en síð-
ar, er Eyrarbakki varð sjerstakt
hreppsfjelag, urðu búnaðarfjelög-
in 2, eftir hreppaskilum.
Af stofnendum fjelagsins er nú
aðeins einn á lífi, Jón Jónsson,
fýr bóndi í Holti, merkur og vel
metinn maður á sinni tíð, en nú
háaldraður og karlægúr. Var hann
einróma kjörinn heiðursfjelagi nú
á afmælishátíðinni.
Fjelagatala í Búnaðarf jelagi
Stokkseyrarhrepps er nú 74. Hef-
ir fjelagið int mörg og nytsöm
störf af höndum á liðnum tíma
og altaf staðið framarlega um
búnaðarframkvæmdir, tún- og
garðarækt, varnargarðahleðslur o.
m. fl. Er hreppurinn, svo sem
kunnugt er, mikil landbúnaðar-
sveiit, jafnframt útræðinu.
Búnaðarfjelagi Stokkseyrarhr.
hefir ætíð verið vel stjórnað. Var
hinn fyrsti for-maður þess merkis-
bóndinn Grímur Gíslason í Öseyr-
arnesi, en núverandi formaður er
Gísli Pálsson, bóndi í Hoftúni;
hefir hann gegnt því starfi á 4.
túg ára og nýtur fjelagið þar
góðrar forsjár, því að þar sem
Gísli er, fer saman eldlegur á-
hugi, ráðdeild og fyrirhyggja. Er
hann kominn á áttræðisaldur, en
sem ungur maður að fjöri og
framfarahug.
Samsætinu stýrði Gísli með
hinni mestu prýði. Voru þar til
staðar, auk hreppsbúa, nokkrir
boðsgestir, þar á meðal fyrverandi
og núverandi búnaðarmálastjórar,
Sigurður og Steingrímur. Voru
margar ræður fluttar, sungið af
fjöri undir stjórn Gísla Pálsson-
ar, sem þar er einnig fremstur
í flokki og hefir lengi verið, og
margt var fleira til skemtunar.
Var veitt af mikilli rausn og bar
gleði og einlægni þar birtu sína
á framtíðarleið Stokkseyrarhrepps.
Súðin var á Aðalvík kl. 5 í gær.
I
Fimtudagrur 24. nóv. 1938.
------------------------------i
Umferðaslysin
og börnin
Morgunblaðinu í gær, er
grein, undirrituð af þrem
skólanefndarmönnum hjer í
bænum. Greinin er að sögn riU
uð, vegna greinar minnar s.l.
föstudag, enda þótt jeg verði
að segja, að mjer sýnist grein
mín ekki hafa gefið tilefni til
þessara skrifa.
Skólanefmlarrnennirnir upplýsa í
grein þessari, að uinf'erðamálin hafi
verið mikið rædd á sameiginlegum
fundum skólanefndanna. Eftir funda-
höld þessi var það ráð tekið, sem sig-
urvænlegast þótti og ‘var það, að láta
alla leikfimiskennara kenna umferða-
reglumar, og „er okkur kunnugt um,
að leikfimiskennarar hafa fengið fyrir-
mæli hjer að lútandi“ segir í greininni.
Um „árangurinn“ segjast greinarhöf-
undar ekki þora að fullyrða.
Til þess að skólanefndarinennirnir
verði ekki fyrir vonbrigðum, þegar þeir
leita „árangursins", þá vil jeg leyfa
mjer að skýra frá því, að í gær átti
jeg tal við fimm aðalleikfimiskennara
barnaskólanna um þessi „fyrirmæli“
skólanefndanna.
Enginn þeirra mintist, þéss, áð hafa
nokkurn tíma heyrt þessajjh v^,fyrir-
mæla“ getið. Þeir hafa hinsvegár, einS
og „almennu“ kennaramir kent eitt-
hvað í sambandi við umferðamál —•
og eins og við hinir — af eigin hvöt-
um.
Að öðm leyti tel jeg ástæðulaust, að
svara grein þessari, að svb stöddú.
Sig. Magnússon.
HVERNIG GYÐINGUM
VERÐUR ÚTRÝMT.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐH.
rneðal þeirru. En af því leiðir að þeír
munu dragast niður í glæpsamlegt at
ferli.
Þá dregur til þess að 'útrýmá verði
Gyðinga-glæpamönnunum með eldi og
sverði. Árangurinn verður gersamleg
tortíming þýskra Gyðinga, nema að
lýðræðisríkin útvegi þeim dvalarstað
utan Þýskalands“.
FRAMRJETT HÖND
Þýska blaðið ,„Angriff“, málgagn
dr. Göbbels, segir í kvöld: „Ætla
Bretar að láta handfylli Gyðinga
spilla fyrir góðri samháð njilli
Þjóðverja og Breta1.
Blaðið segir að Þjóðverjar vilji vera
vinir Breta. Þeir krefjist þess, að
Bretar láti innanríkismál þeirra af-
skiftalaus. Hönd þeirra hafi verið fram
rjett lengi, en Bretar hafi slegið við
henni. „En það er ekki að vita, hve
lengi þessi hönd verði framrjett“, segir
blaðið. Þeir tímar geta komið, að
Þjóðverjar álíti rjett að staldra við og
segja: „Hingað og ekki lengra“.
í svipaðan streng tekur blað utan-
ríkismálaráðherrans „Berliner Börsen
2Teitung“.
SYAR BRETA
London í gær. FU.
í Englandi gerði Sir John Simon
í dag að umtalsefni ummæli þýskra
blaða um framkomu breskra hermanna
í Palestínu. Hafa þýsku blöðin sakað
þá um morð, rán, -nauðganir, og illa
meðferð á föngum.
Sir John endurtók það, sem Gham-
berlain hafði sagt, að þýska stjómin
hlyti að ■ gera sjer Ijóst hverjar afleið-
ingar slík skrif hefðu á sambúð Bret-
lands og Þýskalands.
Hjónaband. í dag verða gefin
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni Kristín Finnsdóttir og
Leifur Þórarinsson. Heimili þeirra
verður á Vesturgöt-u 41.