Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24. nóv. I93ÍL. Um síðustu mánaðamót gengu regluþjónninn geti strax sjeð hvort í gildi ný umferðarlög í maðurinn hefir gerst brotlegur áð- Þýskalandi, sem eru strangari en ur. Á bíla ökuníðinga er málaður þau fyrri. Er talið að þetta sjeu „gulur hringur“. Þá hafa sektir ströngustu umferðalög sem til eru fyrir hrot á umferðarreglunum í heiminum. Ástæðan fyrir þessum verið hækkaðar m jög. nýju umferðarlögum er sú, að yf- irvöldunum finnast umferðarslysin vera of mörg í hlutfalli við öku- Jfuup.s&afuu' Ritz kaffibætisduft og Blön- dahls kaffi fæst ávalt í Þor- steinsbúð, Grundarstíg 12, og Hringbraut 61. Munið blöndun- ina: 1 skeið RITZ og 3 skeiðar kaffi. í norsku blaði stendur eftirfar- andi: „Það hefir komið í ljós að tækjafjöldann. Talið er að í mýsnar hafa jetið 1 kíló af dvna- Þýskalandi sjeu nú 3.250.000 bílar miti, sem geymt var á verkstæði í notkun, en þeir voru fyrir tveim- [ einu hjer í bænum. Afleiðingin er ur árum „aðeins“ 2.475.000. 8000 sú að nú þorir enginn að drepa manns ljetu lífið af völdum bíl-'mús af ótta við að hún sje með slysa s.l. ár og 175.000 manns sprengiefni í sjer, sem gæti valdið særðust og margir þeirra fá aldrei stórslysi!“ fulla bót meina sinna. Af 267.000 umferðarslysum í Þýskalandi s.l. ár voru 55%i bílslys, 9% voru að Haustfrakkar og vetrarkápur kvenna, mjög fallegt úrval. — Verslun Kristínar Sigurðardótt- Franskir vísindamenn hjeldu með sjer fund í bænum Limoges kenna fótgangandi fólki og 5% ' ekki alls fyrir löngu. Á fundi þess- um var aðallega rætt um fólks- fækkunina í Frakklandi. Það varð upplýst á fundinum að ef frönsku þjóðinni heldur áfram að fækka eins ört og verið hefir undanfarin ár verða Frakkar 12 miljónum færri eftir 50 ár en þeir eru nú. ★ í sambandi við brunann mikla í Marseille í haust ljet franska blaðið „Paris Soir“ reikna live reiðhjólum. Samkvæmt hinum nýju lögum verða bílar, sem koma ffá þver- götu inn á aðalgötu að nema stað- ar áður en farið er inn á aðal- götuna og áður en þeir fara af stað aftur verður bílstjórinn að fullvissa sig um að þeir geti ó- hindrað ekið inn á aðalgötuna. Hegningarákvæðin í umferðar- lögunum nýju eru ákaflega ströng. T. d. ef bílstjóri sem beygir við [ mikið eldsvoðar kostuðu frönsku krossgötur tekur ekki nógu stóra þjóðina daglega. Ilagfræðingur beygju og gleymir að nota hliðar- j blaðsins komst að þeirri niður- vísirana, er honum hegnt með því j stöðu að daglega færi forgörðum að loftinu er hleypt úr gúmmí- af völdum elds í Frakklandi verð- hjólum bílsins og bílstjórinn verð-1 mæti, sem næmi 8 miljónum ur að dæla sjálfur lofti í hring- franka, ana á staðnum. Þyngri refsing liggur við al- varlegri yfirsjónum og geta lög- regluþjónar tekið ökuleyfi af bíl- stjóra strax án undangenginna rjettarhalda, og dæmt þá í alt að þriggja mánaða ökuleyfismissir. Ennfremur er svo ákveðið að öll brot bílstjóra skulu færð inn á ökuskírteini hans, þannig að lög- ur. SilkiundirfatnaSur kvenna. , Settið frá kr. 9.85. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. | Vandaðir ullarsokkar á telp- ur og drengi. Allar stærðir. — Lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Kvenpeysur, fallegur ísaum- ur, skíðapeysur, ódýrar. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. | Telpna og drengja peysur, allar stærðir. Mjög ódýrar. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur. — Þarna getur þú sjeð. Við urðum of sein að ná í strætis- vagninn. — Já, en það munaði ekki nema hálfri mínútu. ★ MÁLSHÁTTUR: Opt notkast lítt, það sínum vin er synjað. Dömu peysur, golftreyjur, vesti, bolero-jakkar, undirföt ' ö. fl. Vesta, Laugaveg 40. ! Tölur, spennur og hnappar. Fjölbreytt úrval. Vesta, Lauga- veg 40. Kápubúðin, Laugaveg 35. — Ódýrir frakkar. Einnig lúffur fóðraðar og fóðraðir hanskar. Kventöskur. Alt íslensk vinna. Sigurður Guðmundsson. Dömu belti, kápu og kjóla-j spennur í miklu úrvali. Verð frá 30 aurum. Teygju-mjaðma- belti og brjóstahöld. Undirföt, hálsklútar o. m. fl. Verslun Ol- ympía, Vesturgötu 11. Elfar, Laugaveg 18. Dúkkur — Vagnar — Teborð — Járn- brautir — götuþjapparar — kolakranar — flugvjelar. Gellurnar viðurkendu. Flesta daga til í Fiskbúðinni Frakka- stíg 13. Sími 2651. íslensk frímerki kaupir hæsta verði Gísli Sigurbjörnsson Aust- urstræti 12 (áður afgr. Vísir), pið 1—4*. ódýrir frakkar fyrirliggj- andi. Guðmundur Guðmundsson dömuklæðskeri, Kirkjuhvoll. Glanspappír í jólapoka og crepe-pappír. fallegir litir, Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, ónýtar ljósa- perur, whiskypela og bóndós- ir. Sækjum heim. Versl. Hafn- arstræti 23 (áður B.S.Í.) Sími 5333. Skíðahúfur og einnig viðgerð- r á höttum. Kristín Brynjólfs- dóttir, Austurstræti 17. i KAUPI GULL af öllu tagi. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Ódýr og stutt námskeið í vjel- prjóni og vefnaði. Garðastræti 19. Notið Venus húsgagnagljáa, afbragðs góður. Aðeins kr. 1.5CÞ glasið. __________:_______________ . Friggbónið fína, er bæjarina besta bón. Látið okkur hreinsa og- smyrja reiðhjól yðar og geynut það yfir veturinn. örninnr Laugaveg 8 og 20, Vestur- götu 5. I. O. G. T Stúkan Dröfn nr. 55. Fundur í kvöld, fimtudag, kl. 8 síðd. Inntaka nýrra fjelaga. Hag- nefndaratriði. Guðmundur Eín- arsson: Erindi. Axel Magnusen: Orgelsóló. Fjelagar fjölmenni?f' og mætið stundvíslega. Þessi númer komu upp í happ- drætti Saumaklúbbs I. O. G. T.r 125: Teppi; 336: Púði og 59í Mynd. Vinninganna skal vitja>. til frú Soffíu Heilmann, Laufás- vegi 52. ^OflCiS-furuii^ Tapast hefir lindarpenni og* grænir skinnhanskar með renni- lás. Uppl. í síma 2530. jjfcni ------— Ung og hraust stúlka óskaff- eftir atvinnu. Tilboð merlct 21». er greini kaup og atvinnu,,. leggist inn á afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir laugardags- kvöld næstkomandi. Tek að mjer zig-zag saum Ogr að sníða smábarnakjóla. Stein* unn Sveinsdóttir, Bræðraborg- arstíg 1. —mmm—dwaiwMPiiB—b———— E. PHILLIPS OPPENHEIM: ^5 MILJÓNAMÆRINGUR I ATVINNULEIT. „Þetta kemur illa við mann“, sagði kerling. „Komið með vagninn að búðardyrunum á eftir. Jeg hjálpa yður að hlaða á hann“. Bliss hlýddi fyrirskipunum hennar, og þau voru bú- in að koma kartöflupokunum á vagninn, áður en hálf- tími var liðinn. Að því loknu tók Mrs. Mott leður- pyngju upp úr pilsvasa sínum. „Þjer verðið að láta Bill Simons kvitta fyrir kart- öflurnar, sem þjer afhendið honum, og síðan gefið þjer honum öl“, sagði hún og fjekk honum smápeninga. „En ekki meira en einn líter. Og þjer megið ekki slóra, því að það er ýmislegt sem þarf að gera, áður en fer að dimma“. Bliss tók kurteislega ofan. „Jeg kem eins fljótt og jeg get, Mrs. Mott“, sagði hann og ók af stað. En hún stóð eftir og gapti af undrun. Bliss gerði alt eins og fyrir hann hafði verið lagt. Kartöflurnar áttu að fara í búð, svipaða og græn- metisverslun Mrs. Motts, nema svolítið minni. Þegar síðasti pokinn hafði verið veginn, og tæmdur, fór eig- andinn, ófrýnilegur náungi, með Bliss í lítið veitinga- hús í grendinni. Á milli þess sem hann svalaði þorsta sínum, glápti hann á Bliss og tautaði eitthvað fyrir munni sjer. Þegar Bliss kom aftur á vinnustaðinn, höfðu nokkr- ar nágrannakonur safnast saman í kringum Mrs. Mott, og hún var að lýsa fyrir þeim hvarfi Mr. Motts. Hún kynti Bliss fyrir þeim, hreykin á svip. „Þetta er pilturinn, sem jeg er búin að fá, til þess að fara á markaðinn“. „Já, auðvitað“, sagði ein konan með samúð. —IIIIM—1111111111 llll«liillllllMlllllllllBllll'lll«ii«Wi ■illlllil—1111—111111111 „Jeg fjekk hann gegnum vinnumiðlunarskrifstof- una“, hjelt Mrs. Mott. áfram og ljet sem hún tæki ekki eftir því, að konan, sem bjó í næsta húsi, hnipti í hana. „Hann virðist vera kurteis og góður piltur. Jeg hefi að minsta kosti ráðið hann til reynslu“. Bliss varð var við, að talið snerist um hann, og flýtti sjer inn í húsagarðinn. En Mrs. Mott kom fljót- lega til lians í gegnum búðina. „Þær voru að spyrja mig spjörunuln úr“, sagði hún. „Jeg ætla nú að breyta til. Fá mjer góðan kvöldverð í kvöld. Jeg tek mjer ekki það frjálsræði á hverju kvöldi, en það er leiðinlegt að sitja ein yfir krásunum. svo að ef þjer viljið koma —“. „Ef jeg á að vera kominn á markaðinn í Covent Garden kl. 4 í fyrramálið“, tók Bliss fram í fyrir henni, „vildi jeg helst fara snemma að sofa í kvöld. En jeg verð að fara alla leið til St. Pancras fyrir kvöldið, til þess að segja iipp herbergi mínu“. „Það er líklega rjett hjá yður“, sagði Mrs. Mott. „Við tökum okkur þá skemtilega kvöldstund seinna, ef þjer viljið. Herbergið yðar er þarna á bak við. En ef yður verður kalt, getið þjer komið inn í húsið. Svo tölum við ekki meira um það“. Ilún gaf honum nokkrar fyrirskipanir og leiðbein- ingar viðvíkjandi morgundeginum og fór síðan inn. En Bliss lagði af stað til þess að kveðja Mrs. Heath. „Búinn að fá atvinnu“, sagði hann sigri hrósandi, þegar þangað kom. „Það er ánægjulegt“, sagði hún brosandi. „Jeg verð að búa þar sem jeg vinn“, hjelt Bliss áfram. „Jeg greiði yður að sjálfsögðu vikuleigu fyrir lierbergið. En mig langaði til þess að spyrja yður, hvort jeg mætti taka það, sem jeg á hjerna núna og lcoma með peningana um helgina“. „Þjer þurfið ekki að greiða meira en þjer hafið þeg- ar greitt“, sagði Mrs. Heath hlýlega. „Jeg get strax leigt herbergið. En mjer leiðist að missa yður. Get jeg' ekki hjálpað yður að taka saman dótið ?“ „Nei, þakka yður fyrir. Jeg verð enga stund að því‘\ sagði Bliss og rjetti henni höndina. „Verið þjer sælar, Mrs. Heath. Þjer hafið reynst mjer mjög vel. Þvi gleymi jeg aldrei. Mjer kæmi ekki á óvart, þó að jeg- birtist lijer áður en líður á löngu“. Bliss tók pjönlcur sínar saman í flýti og fór aftur- til Poplar. Ekkert ljós sást í húsinu. Hann læddist- upp á loftið þar sem hann átti að sofa og lýsti í kring- um sig með kertaljósi. Ilonum bauð við hinu óvistlega rúmi og dúklausu gólfinu. Og það var auðsýnilega alls eklti ætlast til þess að hann gæti þvegið sjer. Hann gat ekki hugsað til þess að fara að hátta þarna og rölti því aftur út. I einn eða tvo tíma reikaði; hann eirðarlaus um stræti borgarinnar, uns hann var orðinn svo uppgefinn, að hann var jafnvel feginn að komast upp í bæli sitt. Hann muðlaði í sig einhverju matarkyns, sem hann hafði keypt sjer. En liann fann enga huggun þetta kvöld, ekki einu sinni við tilhugs- unina um það, að einhverntíma yrði hann frjáls. Klukkan var ekki nema rúmlega 3, þegar Bliss var kominn á sinn stað á torginu í Covent Garden. Hann hafði verið svo hræddur um, að hann kæmi of seint, að hann hafði lagt af stað miklu fyr en þörf var á. Einu sinni hafði komið bros fram á varir hans, eftir að hann skreið í föt sín og spenti hestinn fyrir vagninn með fingrum, sem voru bláir og stirðir af kulda. Það var, þegar hann ók hinu skrítna farartæki eftir Graceehurch Street, framhjá skrifstofum mál- færslumanna sinna, þar sem nafn hans sjálfs skreytti- liverja hillu. En þunglyndið frá kvöldinu áður var ekki horfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.