Morgunblaðið - 29.11.1938, Blaðsíða 5
I*riðjudagur 29. róv. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Rltstjörar: Jón Kjartansson ogr Valtfr Stefánsson (ábyrKtSarssaCur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Rltstjörn, auglýsinKar of afsrrslBsla: Austurstrætl 8. — Stml 1S00.
Áskriftargrjald: kr, 8,00 á ssánuCl.
í lausasölu: 15 aura eintakiO — 18 aura sseC Lssbök.
INNANLANDSFLUGIÐ
Jónas Jónsson hefir skýrt frá
því, að hið volduga am-
«ríska flugfjelag, „Pan Ame-
arican Airways“ hafi áhuga fyr-
ir flugsamgöngum hjer innan-
iands, og sje fjelagið reiðubú-
ið til samninga við Islendinga
um þessi mál. Það er hinn
heimskunni landi vor, dr. Vil-
hjálmur Stefánsson, sern er að
beita sjer fyrir þessu máli, en
hann er ráðunautur Pan Ame-
rican um alt er viðkemur flug-
iriu á norðurleiðinni yfir At-
lantshafið. En dr. Vilhjálmur
hugsar sjer innanlandsflugið
hjer sem byrjunarstig í því
máli.
Segir J. J., að dr. Vilhjálmur
Stefánsson hafi rætt þetta mál
við Vilhjálm- Þór, sem nú dvel->
ur í New York, en hann er sem
hunnugt er formaður Flugfje-
lags Akureyrar. Hafi þeir nafn-
-arnir komið sjer saman um á-
ætlun, þar sem lögð eru drög
að samvinnu Pan Am. og ís-
lendinga, um innanlandsflug
hjer. Ennfremur hafi dr. Vil-
hjálmur, ásamt tveimur hehtu
áhrifamönnum í Pan Am. átt
viðræður um málið við þá Thor
Thors, J. J. og Vilhjálm Þór í
sameiningu.
Eftir því sem J. J. skýrir frá,
er samvinna þessi um flug hjer
innanlands hugsuð þannig, að
stofnað verði hjer hlutafjelag
og eigi íslendingar í því 51%
en Pan Am. 49%. Renni Flug-
fjelag Akureyrar í þetta fjelag,
en Pan Am. leggi til 6 sæta
flugvjel, og auk þess fje til
þess að byggja hjer tvo þoku-
vita, með tilliti til millilanda-
flugs síðar.
Takist samningar á þessum
eða svipuðum grundveli'i, þá er
ráðgert að flugfjelagið verði
stofnað hjer í vetur, og flugið
.geti þá hafist næsta sumar.
★
Sjálfsagt er að fagna hverri
þeirri tilraun, sem gerð er til
þess að þoka innanlandsflug-
inu hjer eitthvað í áttina. Því
að flugið yrði svo mikil lyfti-
stöng fyrir samgöngurnar inn-
^.nlands, að ekkert má láta ó-
gert til að hrinda því í fram-
kvæmd hið bráðasta.
En skoðun Morgunblaðsins
Lefii verið og er- enn sú, að
best færi á því að Islendingar
væru einir um flugið innan-
lands. Hefir blaðið oft lýst því,
hvernig hægt var að koma
þessu í framkvæmd. En vegna
þess víxlspors, sem ríkisstjórn-
in steig í samgöngumálunum,
með smíði hins nýja, dýra
skips, er hætt við að dráttur
geti orðið á því, að við fáum
fullkomnar flugsamgöngur hjer
innanlands, nema þá með að-
stoð erlends flugfjelags, eins
-og hjer er hugsað.
Fljótt á litið virðist ekki neitt
Magnus Olsen, próf.
sextugur
Eftir Sigurð Nordal, próf.
að væri engin furða, þó
að ýmsum mönnum
P
hefði þótt það djarflega
ráðið, er Magnus Olsen var
settur í sæti Sophusar Bugge
árið 1908.
Bug'ge hafði verið prófessor við
háskóla Norðmanna í rúm 40 ár.
Hann var manna f jöllærðastur,
hamhleypa til vinnu, gæddur í
senn nákvæmni, vandvirkni og
ríku ímyndunarafli. Hann var þeg-
ar í augum samtímamanna sinna
orðinn eins konar æfintýralietja,
sem geystist á fáki hugkvæmni
sinnar um flugstigu nýstárlegra
kenninga, en jafnan albrynjaður
furðulegasta lærdómi. Eftirmaður
hans var tæplega þrítugur kandí-
dat, sfem lítið liafði látið á sjer
bera og ekki einu sinni hirt um
að semja doktorsritgerð. En það
kom bráðlega í ljós, að hið vand-
fylta- rúm hafði verið rjettum
manni skipað, enda hafði Bugge
snemma skilið, hvað í Magnúsi
bjó, er hann hafði þeghr á stú-
dentsárum hans valið hann sjer
að samverkamanni. Magnus Olsen
sjerstakt við það að athuga, að
íslendingar taki upp samninga
við Pan Am. um þessi mál á
svipuðum grundvelli og lagður
er af dr. Vilhjálmi Stefánssyni.
Þó virðist sjálfsagt, að þannig
væri um hnútana búið, að Is-
lendingar hefðu hvenær sem er
rjett til að yfirtaka hluti Pan.
Am. í hinu innlenda flugfje-
lagi og þá með nafnverði. Því að
vitanlega á takmark íslendinga
að verða það, að þeir hafi einir
þessi mál í sínum höndum. Við
verðum í þessu sambandi að
gera oss það ljóst, að öll af-
skifti erlendra flugfjelaga af
flugi hjer innanlands er við-
kvæmt mál og getur haft illar
afleiðingar, ef t. d. ófriður
brytist út. En sje samvinnan um
þessi mál reist á þeim grund-
velli, að við getum hvenær sem hefir nú fyrir löngu verið alment
er yfirtekið hluti hins erlenda
flugfjelags, þá ætti að vera
tryggilega um hnútana búið af
okkar hálfu.
-k
En eins og áður segir, myndu
fastar flugferðir hjer innan-
lands gerbreyta öllu viðhorfi
til samgangnanna, og að því ber
að keppa, að þetta geti orðið
þegar á næsta ári. Við verðum
þessvegna nú þegar að hefja
undirbúning þessa máls og
hrinda því í framkvæmd.
I þessu sambandi er rjett að
minna á, að enn vantar okkur
flugvöll hjer i Reykjavík. Hann
þarf nauðsynlega að komast
upp á næsta vori, og sýnist eðli-
legast að ríki og bær komi hon-
um upp í sameiningu. Væri
ekki reynandi að nota atvinnu- |
bótafje til þessa?
viðurkendur sem öndvegishöldur
meðal norrænna fræðimanna.
Magnús hefir varið kröftum sín-
um óskiftum í þágu vísinda sinna,
verið sístarfandi, sílærandi, sí-
kannandi. Þekking- hans í öllum
greinum norrænna og annara
skyldra fræða er óvenjulega víð-
tæk og örugg, skarpskygni lians
og getspeki er við brugðið, enda
hefir hann rýnt inn í rökkur forn-
eskjunnar, þar sem heimildir eru
svo fátæklegar og torráðnar, að
hvorki dómvísi nje lærdómur eru
einhlít, nema ófreskisgáfa leiði
þau sjer við hönd. Verk hans eru
of mörg og margbreytileg til þess
að telja þau í stuttri blaðagrein.
En einna nafnkendastar eru rann-
sóknir hans um rúnir og örnefni.
Magnus Olsen.
Hann er meistari að skýra hvórt-
tveg'gja (sbr. t. d. skýringar i'úna-
ristunnar á steininum frá Eggj-
um), en hann nemtfr ekki staðar
við ot’ðin tóm. Hann leitar and-
ans bak við bókstafinn, hugsunar-
háttar, menningar, trúar, siða.
Má benda þeim, sem vilja kynn-
ast rannsóknaraðferðum hans á
verk eins og Hedenske kultminder
i norske stedsnavne (1915), Ætte-
gárd og helligdom (1926) og Le
pretre-magicien et le dieu-magicien
dans le Norvége ancienne (1935,
fvrirlestrar fluttir við Collége de
France), en ekki síst úrvalsrit-
gerðir hans, sem komu út í gær í
Osló að tilhlutun vina hans til
minningar um sextugsafmælið.
Þar er m. a. endurprentuð hin
fræga grein hans Om troldruner
(níðvísur Egils Skalla-Grímsson-
ar).
Tveimur árum eftir að Magnús
„Þorlákur þreytti"
íær íult hús
*
Troðfult hús var í leikhús-
inu á sunnudagskvöld,
en þar var leikið hið vinsæla
leikrit „Þorlákur þreytti“ dá-
lítið lagfært.
Aðalleikandinn, „Þorlákur
þreytti“ (Haraldur Á. Sigurðs-
son) er sem kunnugt er fluttur
búferlum úr bænum og hefir
gerst bóndi. En er Leikfjelagið
bað hann að koma, datt honum
ekki í hug að afsaka sig með
því, að hann væri þreyttur.
Viðtökurnar, sem hann fekk
á sunnudagskvöldið, sýndu
að ekki hefir sveitadvölin
haft nein slæm áhrif á leikara-
hæfileika hans.
ÞoT-iákur verður leikinn aft-
ur í kvöld og þarf varla að efa,
að hvert sæti verður skipað í
Iðnó.
Hftllin, $em Jorræna fjel.
ætlar aÖ gera aU há$ké!a
jtíkisskip. Súðin er væntanleg
til Húsavíkur kl. 6 í gærkvöldi.
Norræna fjelagið í Svíþjóð
hefir nýlega fest kaup á
einni elstu og glæsilegustu höll-
inni, sem til er í Svíþjóð, Vad-
stenaslott í Vadstena.
Vadstena varð frægur bær þeg-
ar á 14. öld, en þá stóð, hið fræga
klaustur hinnar heilögu Birgittu
í mestum blóma. Hin eiginlega
Vadstenahöll var þó ekki bygð
fyr en miklu seinna.
Gústaf Vasa Svíakonungur Ijet
fyrst byggja höllina 1545. Bjó
hann þar að öðruhvoru og synir
hans eftir hans dag. Margir aðrir
Svíakonungar hafa búið í höll
þessari lengri eða skemri tíma,
og eru ýmsar æfiutýrasagnir
tengdar við sögu þessarar göndu,
glæsilegu hallar.
Tvisvar hafa Danir reynt að
vinna höllina með vopnum, en
mistekist í bæði skiftin.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Olsen tók við embætti, sótti hann
ísland heim, dvaldist lengi sumars
á Gilsbakka hjá síra Magnúsi
Andrjessyni, lærði ágætlega að
tala íslensku og batt vináttu við
ýmsa mæta menn, ekki síst Björn
Magnússon Ólsen. Annað sinn kom
liann hingað 1929 og flutti hjer
fyrirlestra á veguji háskólans.
Ræktarsemi er einn ríkasti þáttur
í fari hans, og hann hefir jafnan
borið fölskvalausan vinarhug til
íslands. Hann fekk því til leiðar
komið, að hann skyldi heita kenn-
ari í „oldnorsk og islandsk sprog
og litteratur“, og hefir aldrei
flaskað á því, sem mörgum lönd-
um hans hættir við, að rugla rang-
lega saman reytum Norðmanna og
íslendinga og kalla það norskt,
sem frumskapað er á íslandi.
Þekking hans á tungu vorri og
menningu skín út úr öllu, sem
hann hefir ritað, og öll verk hans
hafa beinlínis eða óbeinlínis varp-
að ljósi á íslenska menningu, ekki
síður en norska. Og hann er einn
þeirra örfáu erlendra fræði-
manna, sem jeg aldrei hefi vitað
fatast í skilningi íslensks máls,
hvorki forns nje nýs.
Það mun því engum þykja
ófyrirsynju gert, að heimspekis-
deild Háskóla íslands kjöri hann
á sextugsafmæli hans doctorem
litterarum Islandicarum honoris
causa. Þá nafnbót hafa áður hlot-
ið fjórir menn, þeir Björn M.
Ólsen, Finnur Jónsson, Þorvald-
ur Thoroddsen og Andreas
Heusler.
Magnús heitir fullu nafni
Magnus Bernhard. Bæði nöfnin
eru erlend, og manna, sem bera
þau, er ekki getið í íslenskum
heimildum fyrr en á 11. öld. Fyrsti
maður með Bernhards-nafni er
Bjarnharður inn bókvísi, sem Ari
segir frá, erlendur biskup, sem
kom til íslands skömmu eftir
kristnitökuna. Kenningarnafn
hans bendir til, að hann hafi
fyrstur manna kent íslendingum
að lesa bækur, og vel mundi hið
sama kenningarnafn sæma nafna
hans, slíkur vísdómsmaður sein
hann hefir reynst í að ráða bæk-
ur og bókrúnir. En Magnúss-
nafn var fyrst gefið norrænum
paanni, þegar Sighvatur skáld rjeð
því, að sonur Ólafs konungs helga
var heitinn eftir Karla-Magnúsi
konungi. Magnús sá var síðar
kallaður inn góði. Það vita þeir
menn,. sem átt hafa því láni að
fagna að njóta vináttu Magnúsar
Olsens, hafa kynst alúð hans og
ljúfmensku, góðvild og trygg-
lyndi, að hann mundi ekki kafna
undir því kenningarnafni. Sig-
hvatur íslendingur gerði guðsifj-
ar við Magnús Ólafsson. Þvílíkar
sifjar hafa forn íslensk fræði
veitt Magnúsi Olsen í vísinda-
starfsemi hans, og þess hefir hann.
jafnan verið minnugur.
Sigurður NordaL