Morgunblaðið - 29.11.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1938, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 7 Fólksblll óskast til kaups. Æskilegt að stöðvar- rpláss gæti fylgt. Tilboð, auðkent sendist Morgunblaðinu fyr- ir 1. næsta mánaðar. Tvær vörubifreiðar til sölu. Ford model 1930 1% tonns ■og Ford 4 tonns. Báðar í mjög góðu ástandi. Stefán Jóhannsson. Sími 2640. Ram!malistar nýkomnir. Friðrik Guðjúnsson Laugaveg: 24. Damefrisörinde, dygtig i alt til Faget, söger Flads snarest i Reykjavik. Adr.: Lilli Jensen, Rye, Kirke-Saaby, Dan- mark. „Dettliosscs fer á miðvikudag;skvöld 30. nóvember um Vestmanna- eyjar til Grimsby og Ham- Lorgar. AUGAÐ hvílist TUICI [ með gleraugum frá 1 UILLL 47 krónar kosfa édýrustn kolln. GEIR H. ZOEGA Símar 1964 og 4017. TIL MINNIS: Kaldhreinsað þorskalýsi nr. 1 xneð A og D fjörefnum. Fæst altaf. Sig. Þ. Jónsson Laugaveg 62. - Sími 3858 Minning Sigurðar A. Guðmundssonar F. 8. sept. 1907. Fórst með b.v. „Ólafi“ 2. nóv. 1938. Ægir er gjöfull af auðgnægð sinni, en gjöldin, sem bann krefst á stundum, eru svo stór og mikil, að vor litla þjóð fært vart Undir þeim risið. Hvað þá heldur bver einn, sem missir aleigu síua, besta vin, son, unnusta eða föður og eiginmann. Og svo var það nú, er heilt skip, togarinn Ólafur hvarf í hafið með allri áhöfn, tuttugu og einum völdúm dreng. Þú varst þar einn, Siggi minn, og jeg vil færa í letur brot af minn- ingpm hjervistar kynningu okk- ar, því vart er of vel getið góðra manna. Þegar jeg frjetti að „Ólafur“ væri „farinn“, gat jeg varla trúað oví. Mjer fanst jeg eiga eftir að sjá þig koma oft ennþá að landi glaðan og hressan sem jafn,an. Að jeg ætti eftir að eiga með þjer fleiri gleðistundir. Heyra þig gera enn að gamni þínu, því dapurt var það sinni, sem ekki glaðnaði í ná- vist þinni. Mjer var líka hugsað til ástvina þinna, konunnar þinn ar og litlu barnanna. Foreldra þinna og systra. Jeg og við, sem þektum þig, vissum hvað sá miss- ir var stór, óbætanlegur. Þú varst heill í starfi þínu, jafnt húsbænd- um þínum sem þjer sjálfum, svo að tómt er það sæti, er þú fyltir að heiman og heima. Jeg man það, er jeg var svo oft staddur heima hjá foreldrum þínum, hvað gleði þeirra var óblandin er þú komst. „Elsku drengurinn minn, mömmubarnið“, sagði mamma þín svo oft. Jeg veit það líka, að það er ómælt, sem þú hjálpaðir þeim í fátækt þeirra og stríði fyr og síðar. Jeg man eftir þjer í hópi Haustmót Taflfjelagsins Drettánda og síðasta um- ferð • á Haustmóti Tafl- fjelags Reykjavíkur hófst á fimtudaginn var. Úrslit urðu þessi: Baldur vann Jón, Einar vann Hafstein, Sturla vann Steingrím, Gilfer vann Her- mann, Ásmundur vann Bene- dikt, Snævarr vann Guðmund, Magnús G. og Sæmundur jafn- tefli. Biðskákir úr 12. umferð: Gil- fer vann Jón, Hermann og Snævarr jafntefli. Haustmótinu er nú lokið. — Heildarúrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: 1. Ásmund- ur Ásgeirsson 11 vinninga; 2. Baldur Möller 10 v.; 3. og 4. Jón Guðmundsson og Árni Si.ævarr 84 v- hvor; 5.—6. Eggert Gilfer og Einar Þor- valdsson 8 v. hvor; 7. Magn- ús G. Jónsson 7 v.; 8. Sturla Pjetursson 6% v.; 9. Benedikt Jóhannsson 5*4 v.; 10. Guð- mundur Ólafsson 4 v.; 11.—14. Hafsteinn Gíslason, Hermann Jónsson, Steingrímur Guðmunds son og Sæmundur Ólafsson 314 vinning hver. I fyrsta flokki urðu þessi úr- slit: 1. Guðmundur Ágústsson 7; 2. Magnús Jónasson 6*4; 3. Ingimundur Guðmundsson 6% ; 4.—5. Guðmundur S. Guð- mundsson og Guðmundur Jóns- son 514 v. hvor; 6. Ársæll Júlí- usson 5; 7. Víglundur Möller 314; 8. Kristján Sylveríusson 2; 9. Stefán Sveinsson 2, og 10 Jón B. Helgason 1 y%. Annar flokkur A.: 1. Þorsteinn 54 I 2.—3. Guð- jón Jónsson og Sigurður Jafets- fjelaga þinna. Glaðværðinni, sem son ® v‘ bvor, 4. Aðalsteinn þar ríkti. Allir vildu sem næstir þjer vera. Jeg hefi heldur ekki hitt nokkurn þann mann, sem þig þekti, sem ekki minnist þín að öllu góðu. Jeg er viss nm að flestir eða allir á fiskiflotanum þektu þig. Þektu Sigga kokk. Og maður minnist svo margs, en hað á ekki eftir að endurtaka sig nema í huga manns, minningin um góðan dreng. Það var. En nú ert þú horfinn til sólfegri stranda. Sál þín er komin í friðarins höfn. Við vitum það öll, og það er okk- nr ljós í myrkri sorgarinnar og söknuðinum, að líf þitt hjer var helgað vissunni um guð, og því lifi sál þín þar að eilífu. Guð blessi þig og ykkur alla. Vinur. Tvær nýjar stúkur stofnaði Þor- leifur Guðmundsson nmdæmis- templar um síðustu helgi. Önnur var stofnað í Ilveragerði í Ölfusi á laugardaginn og hlaut nafnið „Höfn nr. 249“. Stofnendur 18. Æðstitemplar hennar Helgi Geirs- son skólastjóri. Umboðsmaður Stórtemplars Hermann Eyjólfsson hreppstjóri. Hin stúkan var stofn uð á Eyrarbakka á sunnudaginn og tók hún upp nafn stúku, sem þar var áður, „Eyrarrós nr. 216“ Stofnendur 30. Æðstitemplar henn- ar Sigurður Kristjánsson kaup- maður og oddviti. Umboðsmaður Stórtemplars Gunnar Benedikts- son skólastjóri. Halldórsson 34; 5. Þorsteinn Þorsteinsson 3; 6.—7. Gestur Pálsson 214 °£ Sigurður Boga- son 214 v. hvor; 8. Gunnar Jónsson 1. Annar flokkur B.: 1. Friðrik Gunngeir Pjeturs- son 5*4; 2. Stefán Thoraren- sen 5; 3.—4. Gunnlaugur Pjet- ursson og Hannes Arnórsson 4 v. hvor; 5. Friðrik Bjarnason 314; 6.—7. Maris Guðmunds- son og Haukur Hjálmarsson 3 v. hvor; 8. Björgvin Ólafsson 0. Dagbók. IXj Helgafell 593811307y2 — IV. —V. — Fj.h.st.’. Veðurútlit í Rvík í dag: Mihkandi N-átt. Bjartviðri. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Fyrir suðaustan og austan land er djúp og víðáttumikil lægð og önn- ur að nálgast S-Grænland. Hjer á landi er NA- og N-átt, alt að 8—9 vindst. á N- og V-landi. Á N- og A-landi er nokkur rigning og slydda norðan til á Vestfjörðum. Hiti 1—5 st. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Garðastræti 4. Sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Forsætisráðherra og frú hans taka á móti gestum n.k. fimtu- dag kl. 3—6 e. h. í tilefni af 20 ára afmæli fullveldisins. 55 ára er í dag Petronella Magn- úsdóttir, Urðarstíg 9. Gullbrúðkaup eiga á morgun Guðbjörg Guðmundsdóttir og Ari Einarsson, hátaformaður frá Tóft- um, nú til heimilis á Fossagötn 6 í Skerjafirði. Silfurbrúðkaup eiga í dag María Sigurbjörnsdóttir og Geir Jón Jónsson, Bankastræti 6. Hjónaband. Á langardaginn voru gefin saman í hjónaband af síra Jóni Auðuns í Hafnarfirði Lára Guðmundsdóttir og Hreiðar V. Guðjónsson. Heimili ungu hjón- anna verður á Ásvallagötu 10. Dánarfregn. Ingveldur Sverris- dóttir, húsfreyja í Hvammi, Skorra dal, andaðist að heimili sínn síð- astliðinn laugardag. Happdrætti Sjálfstæðismanna. Nú eru aðeins tveir dagar þangað til dregið verður í happdrætti Sjálfstæðismanna til ágóða fyrir Eiði. Allir Sjálfstæðismann og konur vilja án efa vinna að því að hægt verði að koma upp veg- legu samkomuhúsi á besta úti- skemtistað Sjálfstæðismanna. — Kaupið happdrættismiða og fáið aðra til þess. Spegillinn kemur út á morgun — afmælisblað fullveldisins. Lyra kom frá Bergen um há- degi í gær. B.v. Geir kom frá Englandi s.l. sunnudag. Togararnir Þórólfur, Baldur og Kári komu frá Englandi í gær. S Jensen á bakaríið á Vestur- götu 14, en ekki Ingi Halldórsson, eins og sagt var hjer í sunnn- dagsblaðinu. K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði. Æskulýðsvikan. Efni í kvöld kl. Franco vill binda enda á styrjöldina 8y2: Viltu verða frjáls? Ræðumað- ur St. Sigurðsson. Vegna þess, að nokkurs mis- skilings hefir gætt á auglýsingu Stúdentaráðsins um aðgang að hófi stúdenta að Hótel Borg 1. des, villi Stúdentaráðið taka það fram, að einungis kvenstúdentum er heimilt að bjóða með sjer herr- um. Karlmenn mega bjóða tveimur dömum og kvenstúdentar einum herra. Stúdentnm, sem ekki sækja hófið, er óheimilt að leyfa mönn- um, sem ekki eru stúdentar, að kaupa aðgöngumiða á þeirra nöfn. Verður haft strangt eftirlit með þessn við innganginn. Gestir í bænum. Hótel Borg: Jón ívarsson kaupfjelagsstjóri, Hornafirði; Þórhallur Daníelsson kaupm., Hornafirði. Hótel ísland: Sig. Magnússon, Eyþór Þórarins- son, Edvard Þórarinsson, Eyjólfnr Eyjólfsson og frú, Hótel Vík: Lár- us Rist kennari, Hveragerði; Sig- urjón'Rist, Akureyri; Lúðvík Vil- hjálmsson skipstjóri, ísafirði; Stefán Franklín verslunarm., Sand gerði; Aðalsteinn Eiríksson skóla- stjóri, Reykjanesskóla. Minningarathöfn. Háskóli ís- lands heldur minningarathöfn um Harald prófessor Níelsson á sjö- tugsafmæli hans hinn 30. nóv. í Gamla Bíó kl. 6 stundvíslega. Pró- fessor Ásmundur Gnðmundsson flytur erindi um Harald Níelsson. Nokkrum aðgöngumiðum er enn óráðstafað, og geta þeir, sem vildu vera viðstaddir athöfnina, snúið sjer til skrifstofu Háskólans í dag og á morgun kl. 10—12. Sænski sendikennarinn, fil. mag. Anna Osterman, flytur í kvöld kl. 8 háskólafyrirlestur nm sænskar bókmentir í lok 19. aldar. Útvarpið: 12.00 Hádegl uitvarp. 13.00 Þýskukensla, 3. fl. 18.15 Dönskukensla. 18.45 Enskukensla. 19.20 Erindi Búnaðarfjelagsins: Um sanðfjárrækt, II. (Halldór Pálsson ráðun.). 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Sjómannalíf á síld- veiðum, H. (Bárður Jakobsson stud. jur.). 20.40 Hljómplötur: Ljett lög. ' 20.45 Fræðsluflokkur: Hávamál, I. (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.05 Symfóníu-tónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. 21.45 Frjettaágrip. 21.50 Symfóníu-tónleikar (plötnr): b) Konsert fyrir lágfiðlu eftir Hándel, o. fl. o Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. remjan á Franco-Spáni yf- ir því, að engin ákvörð- un skuli hafa verið tekin á ráð- herrafundinum í París um að veita uppreisnarmönnum hern- aðarrjettindi stafar af því, að því er talið er, að Franco vill geta bundið enda á styrjöldina hið allra fjrrsta. Hann telur sig geta gert það, með því að setja hafn- bann á þann hluta Spánar, sem er a valdi rauðliða. Jarðarför móður okkar, Margrjetar Guðmundsdóttur, sem andaðist 20. þessa mánaðar, fer fram miðvikudaginn 30. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Lokastíg 17., klukk- an 1 eftir hádegi. Steinunn Sigurgeirsdóttir. Stefán Sigurgeirsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, Jóns Guðmundssonar, frá Hausthúsum. — Sjerstaklega þakka jeg stjórn Dagsbrúnar fyrir þá virðingu, er húh sýndi gömlum f jelagsmanni. Fyrir hönd fjarstadds sonar, fósturbarna og annara vanda- manna. \ Sigríður Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.