Morgunblaðið - 29.11.1938, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. nóv. 1938.
ÚR DAGLEGA
LÍFINU
2999 manns nutu aðstoð-
ar Vetrarhjálparinnar
Vetrarhjálpin byrjar starfsemi sína um næstu
helgi. Framkvæmdastjóri verður í vetur eins
og undanfarna vetur, Stefán A. Pálsson. Hefir
Stefán, sem kunnugt er veitt Vetrarhjálpinni forstöðu af
miklum dugnaði og aukið starf hennar að mun.
Allir bæjarbúar vita hver nauðsyn er á að starf Vetrarhjálpar-
innar gangi vel, enda má fullyrða, að allir bæjarbúar skilji þessa
nauðsyn.
Blaðið hefir snúið sjer til Stefáns A. Pálssonar og fengið hjá hon-
um upplýsingar um starfsemi Vestarhjálparinnar í fyrravetur til þess
að menn geti sem best áttað sig á því geysi þýðingarmikla starfi sem
hún vinnur meðal efnaminstu borgara bæjarins.
Fer skýrsla Stefáns hjer á eftir.
SKÝRSLA VETRARHJÁLPARINNAR
Vetrarhjálpin í Reykjavík tók til starfa, sem undanfarin ár, 1.
desember 1937, og starfaði hún til febrúarloka síðastl.
A þessum tíma úthlutaði hún sem hjer segir:
1. Af matvælum var úthlutað 870 sendingum, að verðmæti kr.
17.631.67. 2. Af mjólk var úthlutað 10015 lítrum. 3. Af kolum 88
tonnum 350 kgr. 4. Af fatnaði 6365 flíkum, að verðmæti kr. 26.475.81.
Alls var úthlutað á starfstímabilinu fyrir um kr. 54.000.00.
Margir sem jeg hefi talaS við, hafa
furðað sig á því, hversvegna hinn
nýi þulur við útvarpið er látinn
halda þar áfram. Kvörtunum um mál-
róm hans og framburð linnir ekki, þó
▼era kunni, að þær berist ekki margar
tiJ útvarpsins. Því hlustendur margir
líta svo á, að það sje tilgangslaust að
kvarta við útvarpsstjóra, hann sinni
því ekki í neinu.
Svo er það altaf gamla sagan, þeg-
ar fundið er að einhverjum manni,
þá er því haldið fram, að um ein-
hverja persónulega meinfýsi sje að
ræða.
En hjer er ekki neitt slíkt á ferð-
inni. Maðurinn hefir óskýran málróm.
Bjann ber mðrg orð svo þvöglulega
fram, að þau verða óáheyrileg, og
fyrir fólk, sem heyrir illa, óskiljanleg.
Maðurinn getur vafalaust ekkert að
þessu gert. En úr því málfæri hans er
svona, þá á hann ekki heima í þessari
stöðu. Og hvað sem öðru líður, þá er
það einkennilegt, að hann skuli vilja
til lengdar hafa þulsstarf á hendi, því
hann hlýtur að vita, að rödd hans
er mörgum til leiðinda og ama.
★
Umræður og brjefaskriftir um nafn-
ið á hinu væntanlega skipi Eimskipa-
fjelagsins halda áfram. Berast blaðinu
svo mörg brjef um þaS, að fátt eitt af
því er hægt að birta, sem þar er
Hugleiðingar manna snúast enn all-
mikið um það, hvemig erlendir menn
kunna að afbaka og misskilja nöfnin.
Um það skrifar ,,Glanni“:
★
Tala þeirra fjölskyldna, er að-
stoðar nutn, var 678 og meðlima-
tala þeirra 2711, þar af 1550 börn.
Ennfremur nntu aðstoðar 288 ein-
staklingar, er voru aðallega ein-
stæð gamalmenni. Auk þess voru
sendar jólagjafir til allra sjúkl-
inga á Farsóttahúsinu, og til gamla
fólksins á Elliheimilinu Grund,
alls 178 sendingar.
Vetrarhjálpin starfrækti sauma-
stofu í Franska spítalanum eins
og að unanförnu.
Starf Yetrarhjálparinnar í ár
hefst í býrjun næsta mánaðar, og
sem bæjarbúum er kunnugt, hef-
ir atvinnuleysi verið mjög mikið
nú undanfarið. Er þörfin því síst
minni nú en áður fyrir starfsemi
hennar. Heitir Yetrarhjálpin því
á alla bæjarbúa, sem eru þess
megnugir, að styrkja hana í starfi
sínu, svo að sem flestir geti notið
aðstoðar hennar.
Það ætlar að reynast erfit': v”-rk 'að
▼elja hinu væntanlega skipi Eimskipa-
fjelagsins verðugt nafn, og er það
danskan, sem veldur erfiðle:,runum. 1
gær þótti Skógafoss eitthvert fegursta
nafnið. f dag er bent á það, að Danir
muni áílta að það þýði Skögefoss á
þeirra máli.
Mig minnir að það væri í fjjradag,
að Háifoss þótti einna glæsilegast
nafn. En brátt var sýnt fram á það,
að Danir myndu telja víst, að það
nafn þýddi Hákarlsfoss. í dag nefna
menn Sólfoss sem eitt hið fegursta
nafn. En svo koma Danir og segja, að
Sólfoss = Sölfoss þýði Leðjufoss eða
Forarfoss.
kr
Það er líkléþá végna Dana, að hug-
ir 'margra hvarfla hvað eftir annað til
Gullfoss, þegar velja á hinu nýja skipi
nafn. „Iggpks“ segir, að allir sjeu sam-
mála um það, að Gullfoss sje besta
nafnið. A hann líkleg-a við með því, að
Danir geti ekki misskilið það nafn, n
það skifti engu máli, þó ,að Englend-
ingar telji sennilegt, að það muni þýða
Au’a-foss . eða Aula-virkisgröf, gwll —
auli, fosse = virkisgröf.
Þetta segir „Glanni“.
★
Annars eru flestar tillögurnar sem
blaðinu berast um þessi nöfn: að nýja
skipið verði látið heita Gullfoss, Ljósi-
foss eða Skógafoss. Aðrir aftur á móti
vilja fyrir hvem mun halda Gullfoss-
nafninu á því gamla skipi.
★
I brjefum þeim. sem bárust blaðinu
í gær, er tillaga um nafn á hinu vænt-
anlega ríkisskipi Pálma Loftssonar. Er
stungið upp á að skip það verði látið
heita „Thyranýa“. (Eitt sinn var hjer
strandferðaskip sem hjet „Thyra“ eins
og menn muna).
★
Annar brjefritari frá í gær var að
velta því fyrir sjer, hvort Eysteinn
Jónsson myndi vera farinn að halda,
að hann væri „kroniskur“ fjármálaráð
ierra.
Peningagjafir til starfseminnar
á tímabilinu nam kr. 16.449.74.
Auk þess var Vetrarhjálpinni gef-
ið mikið af matvælum, mjólk, kol-
um og fatnaði, bæði frá einstakl-
ingum og fyrirtækjum, sem skifti
mörgum þúsundum króna að verð
mæti. Fyrir allar þessar miklu og
stóru gjafir færir Yetrarhjálpin
hinum mörgu gefendum sínar inni-
legustu þakkir, og um leið vill
hún ekki láta hjá líða að þakka
dagblöðunum, Ríkisútvarpinu og
skátunum í Reykjavík, fyrir þá
miklu og margvíslegu aðstoð, sem
þau hafa ávalt sýnt starfsemi
V etrarh j álpa r j nna r.
Hjer er að ins drepið á nokkur
dæmi um þessa starfsemi, og' sýna
þau glögt, hversu aðkallandi þörf
og nauðsyn er á h.jálp til fjölda
heimila hjer í bænum.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að fólk, er nýtur framfærslu
styrks frá Reykjavíkurbæ, fær
ekki styrk frá- Yetrarhjálpinni.
Hinsvegar er það vifao, að mik-
ill þorri þeirra, er aðstoðar njóta
frá Vetrarhjálpinni, ættu á þessu
erfiðasta tímabili ársins sjer einsk-
is úrkosta, annað en leita hjálpar
þess opinbera, ef Vetrarhjálpar-
innar nyti ekki við. Enda hefir
reynsla undanfarinna ára sýnt, að
fjölmargar fjölskyldur hafa leitað
til Yetrarhjálparinnar og notið að
stoðar hennar, ár eftir ár, og
þannig getað komist af, án hjálp-
ar frá bæjarfjelaginu. Þykir rjett
í þessu sambandi að benda á, að
147 fjölskyldur nutu aðstoðar
Vetrarhjálparinnar s.l. ár, er höfðu
frá 4—12 börn á framfæri sínu.
hver fjölskylda. Ef mikill hluti
af þessum fjölskyldum hefði orð-
ið að leita til hins opinbera, hvað
mundi það ekki hafa aukið fá-
tækraframfærið í Reykjavík?
DEILAN UM YFIR-
KENNARA MIÐBÆJ-
ARSKÓLANS
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍDU.
staða sú sem hjer um ræðir væri
svo nátengd starfi skólastjóra, og
því sje eðlilegast að hann ráði
yfirkennarann. Hinsvegar hljóti
það ávalt að vera á valdi bæjar-
■stjórnar, hvort þóknun verði
^greidd fyrir starfið.
! Dómi gestarjettar áfrýjaði
Pálmi Jósefsson til Hæstárjettar.
Ríkisstjórnin veitti lionum enn
gjafsókn í málinu.
Hæstirjetur staðfesti dóm und-
irrjettar. (
I forsendum dóms Hæstarjettar
'segir m. a.: '
,,Með því að skólanefnd brast
lagaheimihl til að ráða mann til
starfa þess, er í máli þessu grein-
ir, og binda þar - með öðrum
greiðsluskyldu á:,hendur, þá verða
kröfur áfrýjanda þegar af þeirri.
ástæðu ekki teknar t-il greína, og
má því staðfesta hjeraðsdóminn
að niðurstöðp til.
Eftir atvikum þykir rjett, að
málskostnaður fyrir Hæstarjetti
falli niður. Málflutningslaun skip-
aðs talsmanns áfrýjanda fyrir
Hæstarjetti, 100 krónur, greiðist úr
ríkissjóði“.
Garðar Þorsteinsson hrm. flutti
málið f. h. borgarstjóra, en Stefán
■Tóh. Stefánsson f. h. Pálma Jó-
sefssonar.
Bókasafn Alliance Francaise er
nú opið daglega kl. 6—7 í franska
konsúlatinu. Gengið inn um efra
hliðið,. í kjallarann við snðurhlið
hússins.
Þing Sambands bindingisfjelaga
í skólum hefst kl. 8x/2 í kvökl, í
hátíðasal Mentaskólans.
w
Atökin i Frakklandi
FRAMH. AF ANNARI SÍDU.
hallaðist að einræði. Markmið sitt væri öryggi Frakklands, og-
hann væri staðráðinn í því að gera skyldu sína.
Ræða Daladiers hafði mikil áhrif meðal frönsku þjóðar-
innar.
SYARIÐ: VERKFALLIÐ SKELLUR Á
Franska verklýðsf jelagasambandið svaraði þessari ræðu
í kvöld. í svarinu segir, að verkfallið muni hef jast á mið-
vikudaginn, eins og ákveðið hafi vérið.
Því er mótmælt, að verkfallinu sje stefnt gegn utanríkis-
málastefnu stjórnarinnar. Því sje stefnt gegn Reynaud-tilskip-
ununum, sem komi hart niður á verkamönnunum, bæði sem
launþegum og neytendum. Því er mótmælt, að hægt sje að líkja
verkfallinu við uppreisn og bent á, að sambandið hafi kvatt
verkamenn til þess að halda uppi aga og reglu, setjast ekki að>
í verksmiðjunum, fara ekki kröfugöngur o. s. frv. „Getur Dala-
dier sagt, að með þessu sje verið að stofna til byltingar?“ seg-
ir í svarinu.
Vonin sem brast.
London í gær. FU.
Áður en fundur verklýðsfjelaga-
sambandsins, sem samdi þetta
svar, kom saman í kvöld, hafði
sú von vaknað, að verkfallinu
myndi verða frestað. Poul Bon-
cour hafði í dag, fyrir hönd flokks
síns, Lýðveldis-sósíalistiska sam-
bandsins (sem er hægriflokkur),
hvatt til þess að þingið yrði hvatt
saman þ. 6. desember og verk-
lýðsfjelögin frestuðu allsherjar-
verkfallinu, þar til þingið hefði
látið í ljós vilja sinn. En þessu
vildu verklýðsfjelögin ekki hlýta.
Einn af leiðtogum verkalýðsins
sagði í dag, að það mundi hafa
mjög alvarlegar afleiðingar, ef
verkamennirnir væri kvaddir til
herþjónustu. Stjórnin gæti kallað
starfsmenn hins opinbera í her-
inn, og Skipað þeim áð fara til
vinnu sinnar, ög það mundu þeir
gera, en þeir mundu ekki láta
knýja sig til að starfa.
46.000 manna
lögreglulið.
Aðalátökin, ef til allsherjarverk-
fallsins kemur, verða í París.
Stjórnin ætlar sjer ekki að nota
hervald til þess að uppræta verk-
fallið, en hún mun sjá um, að þeir,
sem fara til vinnu sinnar, hljóti
vernd lögreglu og herliðs. Gert er
ráð fyrir, að í París verði 46.000
manna lögreglu- og herlið næst-
komaudi miðvikudag. Opinberum
skólum verður 1 ekki lokað nje
barnaskólum, opinberar skrifstof-
ur verða opnar o. s- frv.
I rjenun.
Verkfallsmenn eru að hverfa. til
vinnu sinnar í Norður-Frakklandi.
1 Valenciennes og grend eru allir
n ámumennirnir farnir að vinna á
uý og U2.00Q málmíðnaðarverka-'
meiin á þessu svæði munu að lík-
indum byrja að vinna aftur á
morgun. í Lille, Cambrai og víðar
eru allir verkfallsmenn farnir að
vinna. I Renaultverksmiðjunum
í París hefir 8000 verkamönnum
verið veitt viðtaka á ný, en eins og
áður hefir verið getið urðu tals-
verðar skemdir á verksmiðjunum,
er verkamennirnir, sem höfðu
byrjað þar innisetuverkfall, voru
hraktir þaðan. Verksmiðjustjórn-
in hefir sagt upp verkafólkinu en
jafnframt tilkyrit, að það geti
sótt um vinnu sína á ný.
Sarraut innanríkisráðherra kom
til Parísar í dag úr Tyrklandsför,
en þar var hann fulltrúi Frakk-
lands við útför Kemals Ataturks.
H6II Norrænafélagsins
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
Vadstenahöllin er geysistór,
þrjár hæðir auk kjallara og ris-
hæðar. Margir stórir og fagrir
veislusalir og móttökusalir eru í
höllinni, auk fjölda minni her-
bergja.
Höllin hefir ekkert verið notuð
síðustu árin og hefir því farið
illa, svo mikið þarf að gera við
hana. Höllin er á fögrum stað á
austurströnd Vetterns og speglast
hún í hinum lygnu síkjum, sem
eru hringinn í kringum hana.
Fallegur listigarður fylgir og
með.
Tilgangur Norræna f jelagsins
er að koma þarna upp norrænni
menningarmiðstöð. Þar á að verða
háskóli og’ lýðháskóli. Gert er ráð
fyrir,' að þarna verði vepjulegt
háskólanám og vísindastarfs’emi,
sjerstaklega í þeim greinum, sei»
snerta Norðurlönd og norræna
menningu.
Búist er við að fá prófessora
við hina ýmsp háskóla Norður-
landanna til þess að dvelja tíma
og tíma við þenna norræna há-
skóla og kenna þar. Þá á *að
verða þarna norrænn Íýðháskóli
og er gert ráð fyrir, að þeir nem-
endur, sem þar skara framúr á
ýmsum sviðum, gangi síðar inn í
háskólann. Loks er gert ráð fyrir,
að þarna verði miðstöð fyrir upp-
lýsingastarfsemi um alt, er snert-
ir norræna menningu og starf
yfirleitt í hinum 5 Norðurlöndum.
Námskeið og mót Norræna fjelags-
ins í Svíþjóð munu og að sjálf-
sögðu verða haldin í Vadstena-
höllinni.
Kauþ þessi munu eflaust hafa
mikla þýðing-u fyrir aukið starf
fjelagsins í Svíþjóð og "í 'öllum
hinum Norðurlöndunum.
Nýja skipið. Misritun hafði
slæðst inn á tveim stöðum í til-
kynningu framkvæmdastjóra Eim-
skipafjelagsins *um hið fyrirhug-
aða nýja skip fjelagsins. Þar stóð
að meðal siglingahraði skipsins á
hafi myndi verða 16 ,,sjómílur“,
átti að vera: mílur; ennfremur að
skipið myndi verða rúman y2 sól-
arhring milli Leith og Khafnar;
átti að vera 11/2 sólarhringur.
EGGERT CLAESSEN
hiBstarjettarmélaflutningsmaður
Skrifstofa : Oddfelluwh úsið.
Vonarstrœti 1.0.
(Ini)gan(rur um austurdyr i