Morgunblaðið - 29.11.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Deilan um ytirkennara Miðbæjar- skólans Norskusamningarnir Samningatíl- •raunum slitið Óráðið hvenær hefjast aftur Bæjarsffórn vann málið fyrir báðum r jetttim Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Pálmi Jósefsson gegn borgarstjóra Reykja- víkur f. h. bæjarsjóðs, þ. e. deilan um yfir-1 kennarastarfið við Miðbæjarbarnaskólann. Málavextir eru þessir: Bftir lát Sigurðar Jónssonar skólastjóra var Hallgrímur Jóus- son skipaður skólastjóri Miðbæjarbarnaskólans, en Hallgrímur hafði nm skeið verið yfirkennari sama skóla. Hinn 19. ágúst 1936 samþykti skólanefnd að auglýsa yfirkenn- arastöðuna lausa og bárust 10 umsóknir. Á fundi nefndarinnar 27. ágúst samþykti meirihluti hennar að ráða Pálma Jósefsson í stöðuna „með sömu launum og yfirkennari hefir haft og með sama starfs- sviði“. Frú Guðrún Pjetursdóttir vildi ráða Elías Bjarnason. Á fundi hæjarstjórnar 3. sept.’ 1936 var að tilefni þessarar ráðn- ingar skólanefndar samþykt af meirjhlpta, þæjarstjórnar, ályktun, þar sem því var yfir lýst, að ekk- ert fast yfirkennarastarf skuli hjer eftir vera við skólann, og þ. a. 1. yrði engin sjerstök þókn- un greidd úr bæjarsjóði fyrir starf það, sem meirihluti skólanefndar rjeði Pálma Jósefsson til. Jafn- framt heimilaði bæjarstjórn skóla- stjóra Miðbæjarskólans — í sam- ráði við borgarstjóra — að ráða Elms Bjarnason „til aðstoðar við skólastjórnina", og skyldi honum greidd þóknun fyrir starfið úr bæjarsjóði: Meirihluti skólanefndar vildi ekki hlíta þessu, og ákvað að fá úrskurð kenslumálaráðherra um takmörkin milli valdssviðs skóla- nefndar og bæjarstjótnar. Jafn- framt lagði nefndin fyrir skóla- stjóra að skipa Páln • í starfið, uns úrskurður væri fallinn. Hinn S. okt. s. á. fjell úrskurð- ,nr ráðherra (Ilaralds Guðmvmds- sonar) á þá leið, að skólauefnfi, bæri að ráða mann í yfirkennara- ptarfið, og að Pálini væri rjett ráðinn yfirkennari. Pálmi tók við starfinu 1. sept. 1936. En þegar hann fór að liefja yfirkennaralaunin, 175 kr., fyrir þann mánnð, neitaði horgarstjóri að ávísa laununum. Höfðaði Pálmi þá mál gegn borgarstjóra f. h. hæj- arsjóðs og krafði greiðslu 175 kr. fyrir septembermánuð 1936 og framvegis mánaðarlega. Kíkis- stjórnin veitti honum gjafsókn í málinu. Málið var flutt fyrir gestarjetti Reykjavíkur. Úrslitin urðu þan þar, að borgarstjóri var algerlega sýknaður. Dómarinn leit svo á, að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Varnir gap gin- og klaufaveiki egar „Lyra“ og „Dr. Alex- andrine“ komu hiugað í gær um hádegi, fór hjeraðslæknir, Magnús PjetursSon, um borð í1 skipin til þess að rannsaka hyort nokkur hætta væri á að gin- og klaufaveiki gæti borist með skip- unum. Töfðust skipin nokkuð á ytri höfninni vegna þessara ráðstaf- ana. Ríkisstjórnin mun gera gagn- gerar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að gin- og ldaufaveikin berist til landsins, en hún hefir hreiðst talsvert út í nágranna- löndunum undanfarið. Blaðið átti tal við Vigfús Ein- arsson skrifstofustjóra í gærkvöldi og spurði hann um hvaða ráð- stafanir yrðu gerðar. Sagði hann að ítarleg lög tæru til um varnir gegn gin- og klaufa- veiki (nr. 11 frá 1928), og myndi ekki verða gert annað en að fyr- irskipa nákvæma skoðun í öllum skipum sem koma erlendis frá. Eftir skýrslu hjeraðslæknis í gær, eftir að hann hafði rannsak- að skipin sem komu frá útlöndum, þótti ekki -ástæða til að setja þan eða neina um borð í sóttkví. Hinsvegar munu menn, sem kynnu að koma hingað frá sýkt- um svæðum erlendis, verða settir í sóttkví. Þá hefir og verið bann- aður allur innflutningnr á dýrum erlendis frá. Hafið þjer athugað að með því að kaupa happdrættismiða í happ- drætti Sjálfstæðismanna getið þjer eignast gagnlega hluti og jafnvel peninga. Um leið styrkið þjer gott og þarft málefni. Enginn Sjálf- stæðismaður eða kona má láta undir höfuð leggjast að vera með í happdrættinu. Dregið verður 1. desember. Ríkisútvarpið birti í gær svohljóðandi einkaskeyti frá Kaupmannahöfn: „Norsk-íslensku verslunarsamn- ingunum er nú lokið, en opinber- lega liggur ekkert fyrir ennþá um innihald þeirra“. ★ Mórgúnblaðið har skeytið undir forsætisráðherra og sagði hann, að hjer væri ekki rjett hermt. — Það liafa engir samningar vérið gerðir ennþá, sagði forsætis- ráðherra. Hinsvegar hefir verið slitið samningatilraunum þeim, sem fram hafa farið undanfarið í Osló. Ekki hefir verið afráðið ennþá, hvenær samningatilraunir hefjast af nýjn. Daugaard-Jensen, forstjóri Græn lands-verslunarinnar dönsku, and- aðist í Khöfn í fyrradag. Stórviðrí og eldsvoði | á Siglufirði Austan stórviðri gerði á Siglufirði á sunnudags- kvöld og helst til morguns. Urðu nokkrar skemdir á hús- um af völdum ofveðursins, sím- ar frjettaritari vor á Siglufirði. Talsverðar skemdir urðu á ljóstkerfi bsejarins og húsið Indriðabær brann kl. 5 í gær- morgun. Um kl. 1 leytið um nóttina í hafði þakið fokið af húsinu og Iflúði þá húsfreyján með barn ‘ sitt í næsta hús. Húsráðandi lagði sig fyrir í húsinu, en vaknaði í morgun við reyk og var þá eldur kom- inn í húsið. Hús þetta var gamall stein- bær, vátrygður fyrir 3000 krón- ur. Engu var bjargað af innan- stokksmunum. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn. Dr. AÍexandrine kom frá Kaup- mannahöfn um hádegi í gær. Hitaveituvatnið á Reykjum: Tíu lítra aukning Vatnsmagnið nægir til að hita bæinn í 9 stiga frosti Tíu lítrar hafa í þessum mánuði bæst við vatns- magnið úr borholunum á Reykjum. Síðan sænski verkfræðingurinn samdi skýrslu sína hafa bæst við um 17 lítrar. Vatnsmagnið úr borholunum er nú orðið 152 lítrar. Með uppsprettuvatni, sem reiknað hefir verið um 40 lítr- ar, er heildarvatnsmagnið orðið um 190 lítrar. Hjer frá dragast 7 lítrar (skv. samningi) til notkunar fyrir Reyki, Álafoss o. fl. Eru þá eftir 183 lítrar, sern. nægja til að hita upp Reykjavík alla í 9 stiga frosti. í skýrslu Nordenssons var reiknaS með 168 lítrumj sem nægir til að hita upp bæinn í 8 stiga frosti. íþróttakvikmynd f. S. I. Stjópi.í. S. í. bauð í gærkvöldi ríkisst j órninni, bæ j arst j órn, íþróttaleiðtogum, hlaðamönnum o. fl. að sjá kvikmyndir, sem sam- bandið hefir látið taka af íþrótta- mótum. Forseti í. S. 1, Ben. G. Waage, mælti nokkur orð áður en kvik- myndasýningin hófst og skýrði ,frá þyjí, að í. S. í. hefði á undan- förniim árum látið taka kvikmynd- ir til að sýna hjá íþróttafjelögun- um bæði hjer í bænum og úti á landi. Einnig hefðu kvikmyndirn- ar verið sýndar í skólum með þeim árangri að skólafólk hefði fengið áhuga fyrir íþróttaiðkun- um. Kjartan Ó. Bjarnason prentari hefir tekið kvikmyndirnar, en Sig- urður Tómasson sýnt þær. Kvikmyndasýningin í gær var í þrem þáttum. Fyrsti þátturinn var tekinn á sumardaginn fyrsta, 17. júní, af sundi o. fl. Annar þátt- urinn var af skíðalandsmótinu, skíðaferð í. R. með Súðinni til Isafjarðar o. fl„ og síðasti þátt- urinn var af heimsókn þýska úr- valsliðsins og heimsókn krónprins- Jijónanna s.i. sumar.. Allar hafa myndirnar yfirleitt tekist vel, þótt vænta mætti enn betri árangurs ef í. S. í. gæti fengið sjer hetri tæki til kvik- myndatöku. Stjórn í. S. í. og aðrir sem að þessum mótum hafa staðið eiga hinar bestu þakkir skyldar fyrir. í ráði er að sýna þessar kvik- myndir fyrir almenning í næstu viku, því án efa eru margir sem hafa ánægju af að sjá kvikmynd- irnar. Ungmennafjelagið Velvakandi heldur farfuglafund í Kaupþings- salnum í kvöld kl. 9. Húsinu verð- ur lokað kl. 10. Lúðvíg Guðmunds- son flytur erindi og sýnir kvik- mynd frá Vinnuskólanum í sumar. Viðbótin í þessum mánuði — 10 lítrar — er öll úr einni holu á hinni svonefndu eystri sprungn. Þessi hola hefir verið boruð með nýja bornum undanfarið. Þegar vatnsmagnið í henni var mælt í hyrjun þessa mánaðar var það um 21 lítra. Nú er það um 40 lítrar. Er það all-mikið meira vatnsmagn en fengist hefir úr nokkurri ann- ari holu. Aukningin er yfir 18 lítrar. En samtímis hefir vatnsmagnið mink- að lítilsháttar — eða um 8 lítra — í öðrum holum á eystri sprung- unni, svo að nettó-aukningin hefir orðið um 10 lítrar. En eftirtektarvert er, að þessi hola hefir ekkert tekið frá holunum á hinni svoköll- uðu vestari sprungu. Þar er nú verið að bora nýja holu, sem nú er að byrja að gefa frá sjer vatn. Þess má geta að reiknað hefir verið með að þyrfti 283 lítra á sekúndu til þess að hita upp bæ- inn allan í 15 stiga frosti. Samskotin Q ^ ^7 krónur hárust blaðinn U * nm helgina í sam- skotasjóðinn, og er heildarupp- liæðin þá orðin kr. 41.036.79. Sæmundur. Jónsson, Fossi á síðu, 20.00. Skipshöfnin á s.s. Sigríði 170.00. N. N. (áheit) 10.00. Þórir 2.00. N. N. 5.00. E.s. Gylfi, Pat- reksfirði, 340.00. E.s. Vörður, Pat- reksfirði 280.00. Alls 827.00. Áður birt 40.209.79. Samtals 41.036.79. Snjóskriða á Sólbakka. Ifyrradag hljóp snjóskriða milli Sólbakka og Hvilfta. Braut hún nokkra símastaura og ónýtti að mestu vatnsgeymi ríkisverk- smiðjunnar á Sólbakka. Geymirinn var úr járnbentri steinsteypu, en stóð allmikið upp úr jörð. Viðstöðuiaus hríð hefir verið að heita má í 9 undanfarna sólar- hringa á þessum slóðum og mikl- um snjó hefir hlaðið niður. (FIJ.). /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.