Morgunblaðið - 30.11.1938, Síða 2

Morgunblaðið - 30.11.1938, Síða 2
2 Miðvikudagur 30. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ Daladier hefir herinn við- búinn í dag Sósíaiistar farnir að óttast Olíuveitur frá Rúmeníu til Þýskalands ósigur sinn Frá frjettaritwra vorum. Khöfn í gær. SÁTTAUMLEITANIR ÞÆR, SEM FRAM FÓRU I PARÍS, TIL ÞESS AÐ KOMA í VEG FYRIR ALLSHERJARVERKFALL, URÐU ÁRANGURSLAUSAR. VERKFALLIÐ HEFST KLUKKAN 12 I NÓTT. Daladier heimtaði, að verkföllunum vrði öllum af- lýst alveg skilyrðislaust, áður en sest væri að sáttasemj- araborðinu með fulltrúum verðalýðsfjelaganna. Ríkisstjórnin hefir tekið í sínar hendur alla stjórn bæjar- og sveitarfjelaga. Hefir hún jafnframt lýst yfir því, að hver sá starfsmaður, sem ljeti falla niður vinnu, eða tæki þátt í verkföllunum, misti samstundis atvinnu sína hjá því opinbera. PARÍS í HERNAÐARÁSTAND ? Fjörutíu þúsund lögreglumenn og liðsmenn úr borgarlið- inu eru þar til taks, hvenær sem á þarf að halda. En auk þess getur alt setuliðið gripið til vopna fyrirva.ra- laust. Ef verulegar óeirðir brjótast út, þá er talið víst, að borgin verði lýst í hernaðarástand. Blum er áhyggjufullur um það, hvað morgundagurinn kunni að bera í skauti sínu. Fer þeim verkamönnum fjölgandi, sem eru tregir til þess að hlýða fyrirmælum verkfallsmanna, sakir þess að þeir óttast afleiðingarnar. SfÐASTA SÁTTATILRAUN London í gær F.Ú. Þótt sáttatilraun Paul Boncour og fulltrúa landssambands uppgjafahermanna, hafi engan árangur borið, ætla þeir að gera enn eina tilraun til þess að afstýra verkfallinu og ræða í kvöld við Lebrun ríkisforseta og aðalskrifara verklýðsfjelaganna. Stjórn sambands verklýðsfjelaganna hefir lýst yfir því á ný, að til allherjarverkfallsins sje ekki stofnað í pólitískum til- gangi. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Karol konungur Rúmena, sem talinn er að vera mesti olíuframleiðandi í Evrópu og Göring mar- skálkur, sem kallaður er mesti olíunotandi álfunnar áttu tal saman í Leipzig í gær, að því er Berlínarfregn hermir. Mælt er að þeir hafi þar ráðgert að koma í fram- kvæmd þeirri fyrirætlun Görings, sem er ein af fyrir- ætlunum hans um framkvæmdir Þjóðverja og við- reisn á næstu árum. En það er hvorki meira nje minna, en að leggja olíupípur frá Rúmeníu um Rutheníu til Þýskalands. FORDÆMISLAUST. Þingmenn socialista hafa á- kveðið að koma saman í full- trúadeildinni næstkomandi föstudag. Socialistar hafa kraf- ist þess, að þingið væri kallað saman, út af þeim málum, sem um er deilt og leiddu til á- kvörðunarinnar um allsherjar- verkfall, en Daladier neitaði að verða við þeirri kröfu að sinni. Fordæmið mun ekki vera fyr ir þeirri ákvörðun, sem social- istar hafa nú tekið, um að koma saman á fund í fulltrúa- deildinni vegna þess að kröfum þeirra um að þingið væri kallað saman, var ekki sint. HEIMILD FRÁ ÞVÍ í SUMAR. Til viðbótar við þœr ráðstafanir, sem ríkisstjómin hefir þegar gert, vegna hins yfirvofandi allsherjarverk- falls, er gefiS í skyn af henni, að hún hafi heimild til, samkvæmt tilskipun útgefinni í júlí, að fyrirskipa öllum borgurum landsins að starfa, þegar svo sje ástatt, að alþjóðarvelferð krefjist þess. Það er þó enn eigi kunnugt hvort stjómin notar sjer þessa heimild. FRAMH. Á 8JÖTTTJ SÍÐU. Sögur Þjóðverja um stjórn Breta í Palestínu London í gær F.Ú. ýsk blöð ræða í dag mjög yfirlýsingu Chamberlains í neðri málstofunni í gær, þar sem hann sagði, að Bretar hefði ekki tekist á hendur neinar nýjar skuldbindingar gagnvart j Frakklandi. Eru blöðin ánægðj yfir þessari yfirlýsingu. Þýsk blöð halda áfram árás- um sínum á nýlendustjórn og kalla meðferð Breta á Aröbum blett á mennh'gunm. Segja þau m. a., að Aröbum hafi verið bannað að fíytja matvæli til þorpa, þar sem skortur var matfanga. En sannleikurinn er sá, segir breska útvarpið, að þar sem matvælaskortur hefir verið í Palestínu, hafa matföng verið flutt þangað í vöruflutninga- bifreiðum hersins. 103 nazistar skotnir! Schusclinigg boöið frelsi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. he Times flytur um það fregnir, að nú hafi hinir þýsku nazistar „hreinsað til“ í Austurmörk. eins og þeir ætli sjer meðal nazistaflokksins þar. Segir blaðið, að þeir muni vera 103 sem skotnir hafi verið. Hitler er farinn til Vínar- borgar, að því er The Times segir. Er erindi hans ságt vera það, að ræða þar um það við flokksmenn sína, hvort Schus- chnigg skuli eigi látinn laus. Talið er að Hitler hafi jafn- vel boðið honum að fara til út- landa ásamt konu sinni og syni sínum. En Schuschnigg hefir neitað að taka því tilboði og þiggja f j elsi sitt. nema samtími: verði ýmsir af flokksmönnum hans Iá+nir lausir. RÁÐSTEFNA UM FLÓTTAMENNINA London í gær F.Ú. immveldaráðstefna hefst í London í lok þessarar viku til þess að ráðgast um flóttamannamálið og taka á- kvarðanir þar að lútandi. Er starf nefndarinnar fram- hald þeirrar starfsemi, sem grundvöllur var lagður að á Evian-ráðstefnunni. Koloman de Kanya, utan- ríkismálaráðherra Ungverja- lands, hefir beðist lausnar vegna heilsubrests. (F.Ú.). Franco og Bretar London í gær F.Ú. að var staðfest í neðri mál- stofunni í dag af Butler, aðstoðar-utanríkismálaráðherr- anum, að herskip Francos hefði 23. og 26. nóvember tek- ið þrjú grísk skip og flutt til Palma. Skip þessi voru með hveiti frá Rúmeníu, sem breska stjórnin hafði keypt. Butler kvað stjórnina líta mjög alvarlegum augum á þetta mál og hefði Burgosstjórninni verið send mótmæli og kröfur um, að skipin væri látin laus og ekkert hróflað við farmi skipanna. Fyrirskipánir hafa og verið sendar til ræðismanns Breta í Palma. „Fjarstæða" segir Göbbels London í gær F.Ú. r. Göbbels hefir opinber- lega neitað að rjett sje, sem breskt blað skýrði frá í morgun, að Þjóðverjar væri að vígbúa herfylki Rutheníu tjl varnar. Talaði Göbbels um þessa fregn sem fjarstæðu. YIÐSKIFTAFULLTRÚI TIL FRANCO London í gæi F.Ú. ósíalistinn Spaak, forsætis- ráðherra Belgíu, lýsti yf- ir því í öldungadeild þjóðþings- ins, að Belgía ætlaði að send v viðskiftafulltrúa til Franco- stjórnarinnar, þar sem það væri mikilvægt með tilliti til viðskifta Belgíu og þess hluta Spánar, sem Franco rjeði yfir. Skúli Guðjónsson prófessor í heilsu- fræði við Árósa- háskóla i I | n i i i r K í- !! b Dr. Skúli Guðjónsson. , Frá frjettaritara vorum. } Khöfn í gær. msóknarfresturinn er út- runninn, til þess að sækja um nýtt prófessorsem- bætti í heilsufræði við Árósa- háskóla. Dr. Skúli Guðjónsson er eini I umsækjandinn og er því talið víst að hann fái embættið. F ullveldisafmælið í erl. blöðum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. p orystugrein í fylgiblaði * ,,Politiken“, „Ekstra- bladet“ í dag fjallar um Is- landsmál. Þar er m. a. komist að orði á þessa leið: Mikið ranglæti var jafn- að, þegar sáttmálinn var gerður milli Dana og íslendinga árið 1918. Síðan hafa viðskifti milli sambandsþjóðanna farið fram með kyrlátri þróun, sem hefir ýmislegt gagn hlotist af. Leggur blaðið áherslu á, að skýra frá framförum þeim, sem orðið hafa á íslandi á þessum 20 árum, enda þótt hin íslenska þjóð hafi orðið að berjast við fjárhagskreppu og vinna bug á þeim erfiðleikum. Að lokum óskar blaðið, að framfarir ís- lands geti haldið áfram og tek- ur það fram, að þetta sje ein- læg ósk Dana. GREIN FINSENS. Khöfn í gær F.Ú. „Tidens Tegn“ í Oslo flytur langa grein eftir Vilhelm Finsen um hina geysilegu þróun atvinnulífs og menn- ingar á Islandi síðan sambandslögin voru samþykt og fylgja greitiinni marg ar myndir. ■ Hann segir í greininni að Island sje ríki sem sje þrungið af starfslöngun og lífsorku og sem leitist við að skana sjer jafningjaaðstöðu meðal Norður- landaþjóðanna, þrátt fyrir fámennið. Eimskip. Gullfoss var á ísafirði í gær. Goðafoss fór frá Kaup- mannahöfn í gærkvöldi áleiðis til Vestmannaeyja. Brúarfoss er á leið til Leith frá Hull. Dettifoss fer í kvöld til Grimsby og Ham- borgar. Lagarfoss er á Akureyri, Selfoss er á leið til útlanda frá Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.