Morgunblaðið - 15.12.1938, Side 3

Morgunblaðið - 15.12.1938, Side 3
Fimtudagur 15. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Atvinnumálaráðherrann felst á jafna viðbót við bæinn í atvinnu- bótavinnunni Atvinnumálaráðherra ákvað í gærmorgun, að taka 50 manns til viðbótar í vinnu hjá ríkissjóði nú fyrir jólin. Kröfur meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög ríkisins til atvinnubótavinnu hjer í bæ á þessu ári hafa þannig að lok- um borið nokkurn árangur. Hitt skiftir vitanlega miklu minna máli, að ráðherrann segist ráða 25 þessara manna í „vega- vinnu“ en alls ekki atvinnubóta- vinnu, og hina 25 í atvinnubóta- vinnu „1939“ en ekki ,,1938“. Þessir orðaleikir ráðherrans valda Alþýðublaðinu í gær mikill- ar gleði — og sýnast þeir nokk- urnveginn sætta það við, að ráð- herrann hefir þannig að nokkru leyti fullnægt brýnustu þörf verkamanna í bænum. Er það skiljanlegt, að ráðherrann verði jiokkuð að vinna til að halda fylgi svo gáfaðs málsvara sem Alþýðublaðsins. Eftir fyrri framkomu ráðherr- ans og málsvara hans, sem fram til þessa hafa sagt atvinnuleysi svo lítið í bænum, að óþarft væri þess vegna fyrir ríkið að standa við gerða samninga, bregður hins- vegar nú svo kynlega við, að ráð- herra setur það sem skilyrði fyrir fjölgun af sinni hálfu, að bær- inn fjölgi að sama skapi. Með þessu viðurkennir ráðherr- ann tvent. í fyrsta lagi óvenju- lega ríka þörf fyrir atvinuubóta- vinnu í bænum. Og í öðru lagi, að úr slíkri þörf skuli bætt með jöfnu framlagi frá hvorum, ríki og bæ. Meii'ihluta bæjarstjórnar var frá upphafi um það hugað, að knýja þessar viðurkenningar fram. Þar sem þær voru nú fengn- ar og ráðherrann alveg fallinn frá þeim tilliboðum, sem liann var með í fyrradag, var af bæjar- ins hálfu ákveðið í gær að verða við þessu skilyrði af hálfu stjórn- arinnar um, að bærinn fjölgaði af sinni hálfu um 50 í atvinnu- bótavinnunni. Hefir þá, auk viðurkenuinga ráðherrans, náðst það, sem mes.t Var um vert, að ráða sæmilega fram úr atvinnuleysisbölinu nú fýrir jólin. SUEZG J ÖLDIN LÆKKA. London í gær (F.Ú.). ilkynt hefir verið að gjöld skipa, sem fara um Suez- skurðinn verði lækkuð frá ára- mótum. Lækka þau úr 6 shill- ings í 5 shillings og 9 pence á smálest. Einn stjórnarnefndarmaður Suez- sKurðsins hefir lýst yfir því, að þessi lsekkun standi ekki í sambandi við kröfur ítala, því að lækkunin hafi verið ákveðin snemma í september- mánuði síðastliðnum. Kaupmenn verða að lela jólaávextina Hvernig er það, koma ekki neinir jólaávextir að þessu sínni? spurði tíðindamaður Morg- unblaðsins einn af matvörukaup- möimum bæjarins í gær. —- Jú, svo á það víst að heita, var svarið; en það verður lítið sem hver einstakur fær, ef skifta á jafnt milli allra bæjarbúa. • Upphæð sú, sem kaupmenn og heildsalar í Reykjavík mega flytja inn ávexti fyrir, nemur alls 12500 kr. og munu áðallega verða flutt inn epli fvrir upphæðina. Þó kann að vera, að einhverjir heildsalar hafi notað sitt leyfi til þess að flytja inn rúsínur og sveskjur, því þessar vörur eru hjer ófáan- legar og hefir svo lengi verið. En vegna þess live upphæðin er lág, sem leyft er að kaupa ávexti fyrir, verður svo lítið sem kemur af vörunni, að ekki verður viðlit að hafa hana á boðstólum í búðun- um eins og aðra vöru, heldur verða kaupmenn beinlínis að fela ávext- ina, til þess að geta miðlað ein- hverju til sinna föstu viðskifta- manna. — Eft.ii’ þessu verður ekki við- lit að fullnægja eftirspurninni fyrir jólin? — Nei, ekki nálægt því. — En hvenær koma eplin? — Þau koma með Gullfossi í kringum 20. þ. m. — Vitið þjer um yerðið á þeim? — Ekki með vissu, en þau verða verulega ódýrari en undanfarið, sem stafar af því, að nú var leyft að kaupa þau inn á frjálsum markaði, en áður varð að kaupa þau frá Suðurlöndum. — En þurkaðir ávextir; fást þeir þá ekki? — Nei. VANTRAUST Á CH AMBERLAIN. London í gær (F.Ú.). erkalýðsflokkuripn breski hefir borið fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina fyrir stefnu hennar í utanríkis- málum og fara umræður um tillöguna fram næstkomandi mánudag. Sveinn Björnsson, sendiherra og Georgia Björnsson, kona hans. Myndin er tekin á heim- ili þeirra 1. des. 1800 jólatrje í Reykjavík Þyrfti helmingi fleiri Hvað getið þjer sagt okkur um. jólatrjeii; verður nóg til af þeim að þessu sinni? spurði tíðindamaður Morgunbl. Pjetur Þ. J.« Gunnarssou kaupmann, eu hann hefir. aðalíega annast. inn- kaup á jólatrjám. — Með Goðafossi þann 4. des. komu ca. 3000 trje, svarar Pjet- ur Gunmu’sson. og auk þess tals- vert af ..greinum til _ skrauts. Þessi trje voru samkvæmt fyr- irmælum • ríkisstjórnai’innar strax sett í sottkví, vegna. gin- og klaufaveíkiíínár, .sem géisar í ná- gramialÖnduuum; 'Trjen verða í sóttkví- þar til 20. des., en þá koula..[j;tu á ínafkaðinn. ..Verða. iill þessi jólatrje á marfcáðmim j í,©eykjavík ? —- Neij- ijin 1000 þeirra hafa verið .send út, um land og eru nú geymd í jsójákví þar, á sama hátt og hjer. Á markaðnum í Rvík koma því til að verða ca. 1800 trje. L ■ ' —riEfftí ’ þ;F-Htki fleiri jólatrje væútitnle^ f *J:; — Nei; það tel jbgnilveg af og ff9f |mð,’nÍýndV ekki þýða að fá þb<$ú*i*'því bau myndu ekki lö&ftá úrr'‘sðftkyíiiiiS;’rfýrir'!<jói. - — Hvað teljið Ijer að þrrfi mörg jólatrje Aþs(. fyiir alt landið. til þess að fuflnægja eftirspurn- inni f ., í Vt. 4;—5000 trje, og áf því tæki Reykjavík ,um % hluta. Vjelbáturinn Eggert kom í gær með 14Ó"túiiÚur síldar til Kefla- víkur. Síldin var fryst og söltuð. Aflalihiti ákiþvei’ja úr þessum róðri íliií- 85 ’krónur. Þorsteinn E^gertssott er skipstjóri á bátn- um. (FÚ). Vetrarflug með TF-0rn Flugfjelag Akureyrar hefir ákveðið að halda uppi flugferðum í vetur með flugvjel sinni TF-Örn. Nokkur vafi ljek á því um skeið, hvort fjelagið myndi telja sjer fært að halda uppi vetrarflugi, þar sem það er tals- vert áhættusamara fjárhagslega, heldur en sumarflug. Flug- timi skemmri og flutningar allir minni. Þessvegna mun fjelagið hafa leitað til ríkisstjórnarinnar um styrk til flugs í vetur, meðan verið væri að afla reynslu um íjárhagslega möguleika vetrarflugs. Hæstirjettur. Gaskolafarmur og sterlingspund Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Egggert Claessen f. h. Ðet Danske Kul kompagni gegn Gasstöð Reykja víkur. í máli þessu var deilt um það, hvort Gasstöð Reykjavíkur bæri skylda til að greiða gaskola- farm í sterlingspundum, eða í íslenskum krónum. Kolafarm þenna ^eldi Det Danske Kul- kompagni (D. D. K.) Gasstöð- inni samkvæmt útboði. I 4. gr. útboðsskilmála var svo ákveðið: „Tilboösverðið, þ. e. andvirði farmsins, ásamt flutningsgjaldi og vátryggingargjaldi greiðist með 4 mánaða víxli frá afskip- unardegi í sterlingspundum á Landsbanka íslands, Reykja- vík“. Samkvæmt þessari grein taldi D. D. K. að Gasstöðin væri skyld að greiða farminn í enskri mynt, og krafðist í málinu, að viðlögðum 500 kr. dagsektum, greiðslu á £ 3815—15—4, sem var VÍxilupphæðin. Varakrafan var upphæðin í ísl. krónum, samkv. gengi á greiðsludegi, auk innheimtulauna, samkv. gjaldskrá Málaflutningamanna- fjelagsins, Gasstöðin taldi sjer ekki skylt að greiða farminn í pundum, og mótmælti aðalkröfu stefn- anda. Hinsvegar viðurkendi hún varakröfuna að öðru leyti en því, að hún mótmælti að greiða innheimtulaun. í undirrjetti (bæjarþingi Reykjavíkur) fór málið þannig, að aðalkrafa stefnanda var ekki tekin til greina, en hann fjekk tildæmda várakröfuna og 500 kr. í málskostnað, sem bygðist á því, að eigi þótti sannað að boðin hafi verið greiðsla á farm inum (í ísl. kr.) fyr en við þingfestingu málsins. Þessum dómi áfrýjaði E. Claessen f. h. D. D. K. og krafð ist enn að aðalkrafan yrði tekin til greina. Varakrafa hans var og hin. sama. I forsendum dóms Hæsta- rjettar segir m. a.: „Með því að aðiljum máls FRAMH. á sj&tjndu sí»u. Ríkisstjórnin mun að vísu hafa synjað um þenna styrk, en aftur á móti heitið að leggja fyrir þingið tillögu um að ríkið legði fram 10 þús. krónur í hlutafje til flugfjelagsins. Með auknu hlutafje myndu skapast möguleikar til að kaupa vara- hreyfil, og með því föst trygg- ing fyrir því, að flug þurfi ekki að falla niður á meðan vjelar- skoðun fer fram vor og haust. AF EIGIN RAMLEIK I vetur ætlar fjelagið þó að halda uppi flugferðum af eigin rammleik. Verður flogið til Ak ureyrar og Siglufjarðar, altaf þegar veður leyfir og flutning- ur fæst, til ísafjarðar að lík- indum einu sinni í viku, til Borg arness tvisvar í viku, og annað eftir því sem beðið verður um. í gær flaug flugvjelin t. d. með póst til Stykkishólms og Búðar- dals og síðan hringflug yfir Búðardal. Yfirleitt verður flugið að styðj ast að nokkru leyti við póst- flutninga, enda hlýtur póst- stjórnin að nota sjer þenna möguleika til góðrar póstaf- greiðslu, meðan ferðir eru jafn strjálar og hjer vill oft verða á veturna. í svartasta skammdeginu er ekki búist við að flugvjelin geti flogið samdægurs nema aði'a leiðina til eða frá Akureyri. HAGNAÐUR Á FLUG- % INU í SUMAR Flugið síSastliðið sumar bar sig ágætlega f járhagslega, og mun ágóðinn yfir sum- arið hafa orðið 7—8 þús. krónur (frá 2. maí til 30. sept.). Kostnaður við rekstur flug- vjelarinnar mun á sama tíma hafa orðið 35—40 þús. Alls flutti TF Örn 750 far- þegá, rúma 50,000 flugkiló- metra. Alls voru flogin 358 flug. — Flugvjelin leysti af hendi 99,3% af þeim verkefnum, sem hún tók að sjer. Flugvjelin flutti liðlega 1/2 smálest af pósti á skömmum tíma fyrsta mánuðinn, en eftir að bifreiðar fóru að ganga fjekkst póstur ekki fluttur. Milli Reykjavíkur og Akur- eyrar var flogið 60 sinnum, og til Siglufjarðar 61 sinni. ísfisksala. Gvllir seldi afla sinn í Englandi í gær, 1518 vættir fyr- ir 1386 sterlingspund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.