Morgunblaðið - 15.12.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.12.1938, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ) Fimtudagur 15. des. 1938. KVENÞJOÐIN OQ HEIMILIN JOLAMATURINN þarf mikinn undirbúning Jólamaturinn er eitt af því, sem mestan undirbúning þarf fyrir jólin. Húsmæður vilja tjalda því besta, sem til er, og hafa jólamatinn eins góðan og föng eru á, eftir efnum og ástæðum. En þegar yerið er að ráð- gera, hvað hafa eigi til mat- ar á jólunum, verður að taka nokkurt tillit til þeirra, sem eiga að búa matinn til og hafa mesta fyrirhöfn haft af öllum jólaönnunum. Það verður t. d. að haga matar- rjettum hátíðadagana þannig, að sem fljótlegast sje að framreiða þá, og hafa þá tilbúna, að svo miklu leyti, sem því verður við komið, fyrir jóladagana. Hjer er birtur lítill matarlisti yfir miðdegisverði, sem mætti hafa á jólunum og uppfylla þeir fyr- Til Jólanna: Leikföng, allsk. Pappírsvörur: Borðdreglar og Serviettur, Jólaumbúðapappír og Kort, í JÓLABAKSTURINN: flest sem húsfreyj- ur þurfa að nota. GuOm.Gunnlaugsson Njálsgötu 65. Sími 2086 efnd skilyrði. Það er hægt að hafa flesta rjettina tilhúna ein- um eða tveimur dögum áður en þeir eru notaðir, og lítið umstang við þá þann daginn. Þetta er heldur algengur matur, en ljúf- fengur og handhægur. Bjúpur og hangikjöt er íslensk- ur matur, sem okkur finst sjálf- sagður á jólaborðið, ef nokkur föng eru á því, og því er hvort- tveggja haft hjer með. AÐFANGADAGSKVÖLD: Sú hefð er líka komin á hjer á landi, að hafa hrísgrjónagraut með möndlu í á aðfangadagskvöld, þó að ekki sje það upprunalega í's- lenskur siður. Afhýdd mandla er þá sett í grautarskálina, áður en hún er borin inn, og sá, sem hlýtur það hnoss að hreppa möndluna, fær hina eftirsóttu möndlUgjöf. En henni er stilt upp einhvers- staðar þar sem allir við borðið sjá hana, en enginn veit hvað hún er, nema hiísmóðirin, sem hef- ir valið hana, fyr en mandlan kem ur fram og gjöfin er afhent. Með rjúpunum er haft rauðkál, svo framarlega sem það er fáan- legt, og brúnaðar kartöflur. Þá er og vandað til sósunnar og svo- lítið sett í hana af rjóma. Ribsgelé er sjerstaklega gott með steikt- um rjúpum, en rabarbarasulta, eða annað góðgæti, sem til er niður- soðið á heimilinu frá haustinu, getur líka verið gott. Sem ábætisrjettur er höfð rjómarönd með karamellusósu, og hjer er mjög góð uppskrift af henni: Rjómarönd með karamellusósu fyrir sex. Kremið: 1J4 dl. þeytirjómi, y2 1. mjólk eða rjómi, '2 egg, 1 van- illustöng, 50 gr. strausykur, 4 bl. matarlím. Eggin eru hrærð með sykrinum, uns þau eru hvít og Ijett. Mjólkin Vantar yður samkvæmiskjól ? Lítið inn á Saumastofuna Laugaveg 12 og skoðið okk- ar nýu’stu kjólaefni, margar gerðir. SAUMASTOFAN LAUGAYEG 12 (niðri) Vel klædd kona veit hvar hún á að versla. Gefið henni því gjafakort í jólagjöf. Hattabúðin, Aust. 14 uppi Nýjasta tíska í dömuhöttum, blómum og blómaböndum, armböndum, brjóstnálum, hálsfestum, kjólaspennum, hálsklútum úr hreinu silki, púðurdósum o. m. m. fl. Gunnlaug Briem. er soðin með vanillustönginni, og er best að skafa kornin innan úr og láta þau í mjólkina. Þegar mjólkin hefir soðið, er henni hrært í eggin og sykurinn, alt sett í pott- inn aftur, hitað svo að það jafn- ist, en má ekki sjóða. — Matarlím- ið, sem hefir legið í köldu vatni í 20 mín. er sett út í, og látið bráðna vel í kreminu. Kremið lát- ið í skál og hrært í við og við, þangað til það er orðið kalt og byrjað að verða stíft, }>á er þeytt- um rjómanum og stífþeyttum eggjarauðunum hrært saman við það, og kremið látið í mót, sem áður hefir verið vætt með köldu vatni. Þegar það er orðið ka.lt, er því hvolft á fat og borið fram með karamellusósu. Karamellusósa: 150 gr. strásykur, 1J/2 dl. vatn, 114 1- rjómi. Sykurinn er látinn á pönnu og hitaður, uns hann er orðinn brúnn og froða kemur upp. Þá er vatninu helt á og alt látið sjóða saman, uns sykurinn er vel runninn. Sósunni er helt í skál og látin kólna, og þegar hún er orðin köld, er rjóminu hrærður saman við hana, en honum má sleppa ef vill. MIÐDEGISYERÐUR HELGIDAGANA. Aðf angadagskvöld: Hrísgrj ónagrautur Rjúpur með með möndlu. rauðkáli. Rjómarönd með karamellusósu. Jóladagur: Tómatsúpa. Eplakaka eða 'nið- Fiskur í mayonnaise. ursoðnir grænir tómatar, eða „græskar" með rjóma. 2. jóladagur. Hangikjöt með Ávaxta- ribsberja- eða grænum baunum. rabarbaragrautur með rjóma. JOLADAGUR: Þann dag er ekki ætlast til, að þurfi að búa til neitt til miðdeg- isverðar, nema tómatsúpuna, og er það fljótlegt verk. Með henni eru annaðhvort bornir steiktir franskbrauðsteningar eða lítil franskbrauð (vundstykki), en makkaroni-stengur eru soðnar i súpunni. Kaldan fisk í mayonnaise er líka fljótlegt að framréiða. Eisk- urinn er soðinn daginn áður og. er tilbúinn, kaldur og pillaður, má t. d. annaðhvort hafa soðið heil- agfiski eða nýja, góða ýsu. May- onnaise getur auðveldlega geymst á köldum stað frá aðfangadags- morgni. Þarf ekki annað en láta hana yfir fiskinn á fatinu og skreyta síðan með sundurskornum, harðsoðnum eggjum og tömötum. Ef föng eru á sítrónu, er líka gott að skreyta með sítrónusneiðum. —*■ Á jóladag þykir flestum gott að fá þannig ljettan fiskrjett, en ekki kjöt, þar sem það er of þung fæða með því sælgæti, sem venjulega fylgir jólunum. — En vilji ein- hver endilega kjöt, væri tilvalið að hafa þenna dag niðursoðið kjöt úr dós, sem hver hyggin húsmóðir á til á heimilinu. Eplakaka með þeyttum rjóma er jólalegur rjettur. Hún hefir þann kost, að hún er jafnvel ljúffengari nokkra daga gömul en ný. —■ En hjer eru epli, eins og vitað er, forboðinn ávöxtur. Líklega verða þau þó fáanleg í búðum fyrir jólin. En það verður af skornum skamti, FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Þjer þurfið að líta vel út á Jólunum, og það ÞARF ekki að kosta yður mikla fyrirhöfn. Kremið og púðrið, sem liggja á húðinni allan daginn, verður að hafa þá eig- inleika, að eftir að það hefir verið hreinsað af á kvöldin, sje húðin silkimjúk, sljett og frískleg. ... LIDO- HANDSAPA dagkiem með vitamin F, er örugg vörn allan daginn. Fer fallega á húðinni; er í eðlilegum húðlit, og nærir hörundið. mikroniserað púður ryður sjer rúm um allan heim og eru LIDO ** það bestu meðmælin. LIDO- LIDO- coldkrem með vitamin F. skinfood með vitamin F. Sú kona, sem einu sinni notar LIDO-krem og púður, getur ekki án þess verið. Ef LIDO- dugar ekki, þá látið sjerfræðing athuga húð yðar. AUSTURSTRÆTl 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.