Morgunblaðið - 15.12.1938, Page 8

Morgunblaðið - 15.12.1938, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 15. des. 1938. Pegar Maud Noregsdrotning var heima í Englandi á uppvaxtarárum &ínum, var hún afar vinsæl fyrir fyndni sína og gott skap. Einu sinni var hún á góðgerðarhátíð á eyjunni 'Wight og seldi þar allskonar varning, eins og títt er meðal hefðarmeyja í Englandi á slíkum samkomum. Ungan sjóliðsforingja bar að þar sem prinsessan stóð og seldi varning sinn. Hann tók prinsess- una tali án þess að hann bæri Irensl á hana og sagði: — Þjer eigið heima hjer rjett hjá? Mjer finst eins og jeg kann- ist svo vel við yður. Maud prinsessa brosti stríðnis- lega og svaraði: —< Jeg er hjer í heimsókn hjá ömmu minni. — Já, einmitt það, svaraði liðs- foringinn. — Jeg hlýt að þekkja hana, því jeg kannast við flesta hjer í bænum. Hvað heitir amma yðar ? — Viktoría Englandsdrotning. ★ Voldugt pappírsfirma í Kaup- mannahöfn er nýbyrjað að fram- leiða þurkur úr pappír. Eíkis- jarnbrautirnar þýsku eru fyrir löngu byrjaðar að nota pappírs- þurkur í stað gömlu Ijereftshand- klæðanna, sem þóttu í mesta máta sóðaleg. Pappírsþurkurnar eru að- eins notaðar einu sinni. ★ Bærinn Haderslev í Danmörku er nú alment nefndur „tvíbura- bærinn“, og það ekki að ástæðu- lausu. Síðastliðið ár fæddust 25 tvíburasystkini þar í bænum og er það danskt met í hlutfalli við fólksfjölda. í Haderslev búa 16.000 manns. .* ★ Fyrir skömmu var Haldin sýning á fiðrildum í Frankfurt am Main. Sjaldgæfasta fiðrildið var tegund. sem á latínu nefnist Parnassus autocratus. Fiðrildi þessu hafði dýrafræðingurinn þýski, Kotseh, náð suður í Indlandi. Tegund þessi er svo sjaldgæf að Kotsch neitaði að selja fiðrildið fyrir 10.000 ríkismörk, sem honum voru boðin í það. ★ Þýskt kvikmyndafjelag er að láta gera kvikmynd um forseta Búarina, Kriiger. Kvikmyndin á að kosta 2 miljónir króna. ★ Það var í strætisvagninum. Úti var hellirigning. Jeg tók mjer sæti beint á móti manni með lít- inn dreng sjer við hlið. Jeg var ekki fyr sestur en drengurinn fór að spyrja mig um alt milli himins og jarðar. „Af hverju eru þessar reimar í loftinu?“ „Af hverju er ekki rigning inni í strætó eins og úti?“ o. s. frv. Að lokum misti jeg þolinmæðina og sagði: — Góði vertu ekki með þessar spurningar. Hvað heldur þú að hefði skeð, ef jeg hefði hagað mjer svona, þegar jeg var lítill? — Þá hefðir þú kannske getað svarað því, sem jeg er að spyrja þig um, svaraði hnokkinn. ★ MÁLSHÁTTUR: Peningurinn þegir, og orkar þó miklu. Tapast hefir lítil regnhlíf græn, samansett. Finnandi vin- samlega beðinn að gera aðvart í síma 3996. J&uyisfixyiuc Hveiti Alexandra, 0,40 pr. kg., í 10 pd. pokum 2,25. Cocos ! mjöl 2 kr. pr. kg., Flórsykur 1,00 pr. kg., Skrautsykur í mörgum litum, Sýróp ljóst og dökkt, Púðursykur og alt til bökunar ódýrast í Þorsteinsbúð,1 Hringbraut 61. Sími 2803 og Grundarstíg 12. Sími 3247. Islensk berjasaft, 1/2 fl. á kr. 11,10 og heil fl. á kr. 2,00. — iVerslun Þórðar Gunnlaugssonar IFramnesveg 1. Sími 4612. Hveiti. 35 og 40 aur. pr. kg. 7 lbs. Ijereftspokar á kr. 1,50 og 10 lbs. á kr. 2,25. — Verslun Þórðar Gunnlaugssonar, Fram- nesveg 1. Sími 4612. Munið Saltfiskbúðina. Sími 2098. Altaf nýr fiskur. Islenskt böglasmjör nýkomið. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, Sími 2803. Grundarstíg 12. — Sími 3247. Saumastofan Laugaveg 12 hefir fengið hin marg eftir- spurðu Chiffon Velour. Úrval af Georgette-slæðum fyrir börn og fullorðna. Sauma- stofan, Laugaveg 12, niðri. Kaldhreinsað þorskalýsi sent m allan bæ. Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. Jólagjafir. Fallegur vetrar- hattur er kærkominn jólagjöf. Einnig Georgette slæður. Verð ■ frá kr. 2,80. Blóm o. fl. — I Hatta- og skermaversl. Lauga- veg 5. Samkvæmistöskur, mjög fal- legar og hentugar til jólagjafa. — Saumastofan Laugaveg 12, niðri. Til sölu: Upphlutur, belti, sjal. Upplýsingar á afgreiðsl- unni. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. KAUPUM FLÖSKUR soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. — oími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 21. Glanspappír í jólapoké og crepe-pappír. fallegir litir, Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3 Islensk frímerki kaupir hæsta verði Gísli Sigurbjörnsson Aust- urstræti 12 (áður afgr. Vísir), pið 1—4. Ödýrir frakkar fyrirliggj- andi. Guðmundur Guðmundsson dömuklæðgkeri. Kirkjuþvoll. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- I glös, dropaglös, blekbyttur með skrúfuðu loki og bóndósir. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. Filadelfia, Hverfisgötu 44. — Vitnisburðarsamkoma kl. 8 e. h. Allir velkomnir! Hjálpræðisherinn. I kvöld kl. 8!/2- Fagnaðarsamkoma fyrir adj. Ruth Björseth og lautin. Bertha Jónsson. Adj. Svava Gísladóttir stjórnar. Aðgangur 25 aurar. Velkomin! Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Kápubúðin, Laugavejf 35. — Frakkar og kápur í úrvali.Verð við allra hæfi. Hanskar, Lúff- ur, Regnhlífar, Töskur, Háls- klútar. Alt innlend, smekkleg vinna. í&íC&ifnnbtwfav Notið Venus húsgagnagljáa, afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50 glasið. Ritz kaffibætisduft og Blön- dahls kaffi fæst ávalt í Þor- steinsbúð, Grundarstíg 12, og Hringbraut 61. Munið blöndun- ina: 1 skeið RITZ og 3 skeiðar kaffi. » Látið okkur hreinsa og smyrja reiðhjól yðar og geyma það yfir veturinr.. örninn, Laugaveg 8 og 20, Vestur- götu 5. I. O. G. T. St. Frón nr. 227. Fundur £ kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Upp- taka nýrra fjelaga. 2. Önnur mál. — Hagskrá: a) Frú Lára Svendsen: Upplestur. b) Hr. Guðmundur Kr. Guðmundsson: Erindi. — Fjelagar, fjölmennið og mætið í kvöld kl. 8 stund- víslega. Hreinsum glugga, gólfteppE og húsgögn. Uppl. í síma 4636.. Jóla-fótsnyrtingin í Pedicure, Aðalstræti 9, Sími 2431. Jóla-handsnyrtingin í Pedi- cure, Aðalstræti 9. Sími 2431. Húsmæður! Gerum hreint ogr pússum glugga. Ódýr og vönd- uð vinna. Hringið í síma 1910. Jólahreingerningar. Glugga- fágun. Vanir vandvirkir menn. Sími 2257. Jólahreingerningar. Hrein íbúð skapar hreina jölagleði. Jón og: Guðni. Sími 4967. B. PHILLIPS OPPENHEIM: í ATVINNULEIT. skapa sjer atvinnu á þessum tímum. Það er ungur maður, sem býr hjerna niðri. Hann fjekk vinnu á bíla- stöð. Mjer var að detta í hug, hvort ekki væri eitt- Hvað þar að hafa. Það værí að minsta kosti reynandi að tala við leigubílaeigendurna“. „Agæt hugmynd, frú Heath“, hrópaði Bliss. „Jeg‘ fer strax niður á Long Acre“. „Og jeg óska yður alls hins besta, herra minn“, sagði frú Ileath hjartanlega. Klukkustund síðar var Bliss kominn inn á skrif- stofu bílstöðvar einnar á Long Acre. Ungur maður tók á móti honum. Hann stóð með hendurnar í buxnavös- unum og sígarettu, sem hjekk út úr öðru munnvik- inu. Hann hristi höfuðið. „Nei, það er engin staða laus. Við höfum meira en nóg af aðstoðarmönnum til að þvo bílana og þess hátt- ar. Meira að segja er biðstofan full af mönnum, sem eru að leita eftir slíkri atvinnu. Aftur á móti vantar okkur góða bílstjóra“. BIiss var í þann veginn að fara út, vonsvikinn einu sinni ennþá, er honum alt í einu datt í hug, að Hann var æfður bílstjóri sjálfur. Hann sneri við aftur. „Jeg get ekið bíl, herra“, sagði hann. „Viljið þjer láta mig fá atvinnu sem bílstjóri?“ „Hjá hverjum hafið þjer unnið?“ „Iljá sjálfum mjer, jeg átti einu sinni bíl“. Ungi maðurinn horfði á Bliss frá hvirfli til ilja. Því- næst benti hann á bíl, sem stóð á miðju bílastæðinu. „Setjið vjelina í þessum af stað“, sagði hann, „og akið bílnum aftur á bak jnn í bílastæði nr. 7, þarna milli 18 manna vagnsins og 7 manna bílsins". MILJÓNAMÆRINGUR Bliss gerði eins og honum hafði verið sagt og var að minsta kosti sjálfur ánægður með árangurinn. Ungi maðurinn bljes í flautu og maður kom hlaupandi. „Farið með þenna náunga og athugið, hvort hann getur ekið bíl. Ef hann getur það, þá sjáið til þess að ökuskírteini hans komist í lag og fáið hohum bíl sem föstum bílstjóra“. Ungi maðurinn gekk virðulega á brott, en Bliss mint- ist þess, er hann hafði keypt 1000 steríingspunda bíl af þessum sama unga manni fyrir ekki alllöngu. „Hvar hafið þjer ekið bíl?“ sagði maðurinn, sem hafði verið sendur með Bliss. „Hvergi nýlega“, svaraði Bliss. „En jeg býst við, að jeg geti ekið ennþá. Hvert eigum við að aka?“ Maðurinn, sem var hár vexti, en ekki þjettbygður að sama skapi, kinnbeinastór og með lítil augu, valdi lít- inn leigubíl, rjetti Bliss benzíndunk og sagði: „Láttu benzín á geymirinn, athugaðu kertin og kveikjuna, jeg kem aftur eftir 10-mínútur“. Bliss gerði eins og honum hafði verið sagt. Verk- stjórinn, sem átii að reyna bílstjórahæfileika lians kom brátt aftur og var nú klæddur í frakka og með stóran ullartrefil. „Farðu upp í bílinn og aktu honum út úr bíla- geymslunni“, sagði hann. „Við förum út í Shephard’s Bush. Þú ratar?“ Bliss játaði. Hann ók af stað, nokkuð hikandi í fyrstu, en þó slysalaust. Þegar út í Shephard’s Bush var komið fór verkstjórinn út úr bílnum til að hitta fjölskyldu sína, og dvaldi þar stutta stund. Síðan hjeldu þeir af stað, og er þeir nálguðust bílastöðina á heimleiðinni, sagði verkstjórinn, um leið og hann strauk hendi um kinn sjer: „Er þjer mikils virði að fá þessa vinnu, kunningi ?“ Bliss vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en svar.aði:: „Mjer er það nokkuð mikils virði, því jeg hefi ver- ið atvinnulaus um tíma og á ekki grænan túskilding efti'r“. „Þú færð 30 skildinga á viku“, sagði verkstjórinn. „Ertu samþykkur því að láta mig fá 5 skildinga á viku í einn mánuð, ef jeg gef þjer góðan v.itnisburð? Við höfum það venjulega þannig“.. Bliss andvarpaði. „Nú, ef það er venja, verður það víst svo að vera“l. „Jæja, stansaðu við krána þarna yfir frá, við skul- um skála fyrir samningnum", sagði verkstjórinn. „Þú ert ágætur bílstjóri. En dálítið meira öryggi er það) sem þú þarfnast". „Jeg á ekki nóga peninga fyrir okkur báða“, sagði Bliss í örvæntingu. Verkstjórinn klóraði sjer í höfðinu, hugsandi á svip- inn. „Það var leiðinlegt“, sagði hann, „en það gerir ekki svo mikið til. Jeg skal lána þjer einn skilding.. Þú bætir honum við þessa 5 skildinga fyrir fyrstu vikuna?“ Hann tók pening úr leðurpyngju sinni. Bliss stakk honum í vasann og glotti. „Ertu Skoti eða Gyðingur?“ sagði Bliss um leið og, þeir gengu inn í knæpuna. Verkstjórinn hristi höfuðið. „Jeg veit ekki hvort þú ert að gera gys að mjer- eða hvað. En jeg ætla að fá brennivín á hálfan skild- ing“. Síðar sama dag byrjaði Bliss í nýju stöðunni, og fyrstu 10 dagarnir liðu viðburðalítið. Einkennisbún- ingurinn, sem honum var fenginn til að vera í, var hlýr, og þó að mjóu munaði einu sinni eða tvisvar, að hann lenti í árekstri, tókst honum fyrstu ferðirnar vel. Hann fjekk jafnvel drykkjupeninga, 2% skilding

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.