Morgunblaðið - 20.01.1939, Qupperneq 3
Föstudagur 20. janúar 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Dagsbrúnarkosn-
ingin: Siðastidagur
1069 höfðu kosið í gær
Herðiö sóKnina, Sjálfstæðismenn!
höfðu alls gi'eitt atkvæði við Dags-
brúnarkosninguna, þegar lokið var at-
kvæðagreiðslunni í gærkvöldi.
Kosningin heldur áfram í dag og hefst kl. 9 árdegis. En
kl. 10 í kvöld verður kosningunni lokið og atkvæði talin á
sunnudag.
Það er sýnt, að óvenju mikil þátttaka ætlar að verða við
þessa kosningu. Verður þetta því vafalaust láng fjölmennasta
kosningin, sem fram hefir farið í Dagsbrún.
Þetta er í sjálfu sjer ofur-
eðlilegt. Hingað til hefir mikill
hluti verkamanna í Dagsbrún
verið algerlega rjettlaus,
vegna einræðis sósíalista-brodd-
anna. Þeir hafa aðeins haft
skyldurnar í fjelaginu, en rjett-
indin engin, að því er snertir
trúnaðarstörf fyrir fjelagið.
Af þessu leiðir, að hinn fjöl-
menni hópur verkamanna í
Dagsbrún, sem fylgir Sjálf-
stæðisflokknum hefir oftast lát-
ið kosningar innan fjelagsins
afskiftalausar. Þessum mönnum
var varnað að kjósa þá menn í
trúnaðarstöður, sem þeir báru
mest traust til, og því hirtu þeir
ekki um að kjósa.
Nú hafa hinsvegar Sjálfstæð-
ismenn í Dagsbrún fengið jafn-
rjetti við aðra f jelagsmenn. Því
er það, að nú fjölmenna Sjálf-
stæðismenn í fyrsta sinn til kosn
inga í Dagsbrún.
Af þessu stafar m. a. hin ó-
venju mikla kjörsókn nú.
En þið, verkamenn góðir, sem
fylgið Sjálfstæðisflokknum að
naálum, minnist þess í dag, síð*
asta daginn sem kosið verður,
að rauða liðið er orðið alvar-
lega hrætt um að þið munið
sigra í kosningunni.
Þess vegna mun rauða liðið
herða sóknina í dag, því að nú
er einasta von þess, að Sjálf-
stæðismenn sitji heima.
Látið slíkt ekki henda, góðir
Sjálfstæðismenn í Dagsbrún, að
nokkur ykkar sitji heima i dag.
Minnist þess, verkamenn, að
sigur Sjálfstæðisstefnunnar —
hvar sem er — þýðir aukið
frelsi einstaklinganna og meiri
möguleika til góðrar afkomu í
lífinu.
Verakmenn! í dag hafið ÞIÐ
ÖII völd í ykkar höndum. — Á
morgun er það of seint að iðr-
ast.
Fjölmennið því á kjörfund-
V»n í dag
og kjósið C-LISTANN!
TJÓNIÐ 15 MILJÓN
KRÓNUR.
Khöfn í gœr. PÚ.
Tjónið af völdum gin- og klaufa
veikinnar í Svíþjóð er nú talið
nenta 15 miljónum króna.
Fjárhagsáætl-
unin afgreidd
í bæjarstjórn
Fundur var í bæjarstjórn
Reykjavíkur í gær ti! þess
að afgreiða fjárhagsáætlunina
fyrir árið 1939. Var fundurinn
settur kl. 2 e. h. og stóð yfir fram
á nótt.
Pjöldi breytingartillagna kom
frá minnihlutaflokkunum í b'æj-
arstjórninni og allmargar frá
Sjálfstæðismönnum, viðvíkjandi
ýmsum liðum áætiunarinnar.
Umræður urðu nokkuð hvassar
með köflum, en allar voru árásir
minnihlutaflokkanna yfirleitt
veigaminni en oft hefir áður ver-
ið.
Þar sem ekki er hægt að gera
grein fyrir afgreiðslu áætlunar-
innar og tillagnanna, vegna þess
hve fundur stóð lengi, verður
heildarfrásögn af fundinum að
bíða næsta blaðs.
Vjelbátur strand-
ar: Næst aftur
á flot
Vjelbáturinn „Drífa“ frá Norð-
fírði strandaði í gærkvöldi
á Hringskeri austan við syðri
hafnargarðinn í Vestmannaeyjum.
Bátarnir „Örn“ og „Kap“ fóru
honum til hjálpar, en þegar þeir
komu að, hafði bátnum tekist að
losna af skerinu. En hann hafði
mist stýrið og allmikill leki Arar
kominn að honum.
Með hjálp „Kap“ og „Arnar“
tókst að koma honum að nýju
hryggjunni, þar sem „Skeljungur“
var fyrir. Var verið að dæla bátr
inn með aðstoð úr „Skeljungi" í
gærkvöldi.
„Drífa“ verður gerð út í vetur
á vegum kaupfjelagsins „Pram“
í Eyjum.
I gær fóru nokkrir bátar á sjó,
en afli Arar lítill.
Sjálfstæðisverkamenn í Dags-
brún! X við C-listann.
Fæðingum fækkar
hjer á landi
Mðrg hundruð manns fluflu
úr landi sfðustu ðrin
Dr. Eiríkur Alebrtsson.
Doktorsvðrn
I gær
Eirfkur Albertsson
doktor í guðfræði
T ðulega heýrist talað um and-
lega deyfð og áhugaleysi, er
ríki meðal þjóna hinnar íslensku
kirkju.
Um rjettmæti þessháttar skrafs
skal ekki fjölyrt hjer, eu aðeins
bent á það, að í gær, þann 19.
jan„ hefir einn íslenskur sveita-
prestur hrundið af sjér sliðruorð-
inu, er síra Eiríkur Albertsson,
sóknarprestur að Hesti varði dokt-
orsritgerð sína .um Magnús Eiríks
son, AÚð guðfræðideild Háskóla
íslands.
Athöfilin fór fram á Stúdenta-
garðinum, og er það fyrsta dokt-
orsvörnin, sem þar hefir fram-
in verið og jafnframt fyrsta dokt-
orsvörnin við gaðfræðideild Há-
skólans.
Hátíðar-salur „Gai’ðs“ var full-
ur áheyrenda.
Athöfnin hófst með því, að
prófessor Ásmundur. Guðmunds-
son lýsti tilhögun prófsins, og
stjórnaði liann því. Skýrði hann
svo frá, að andmælendur af hálfu
guðfr.deildar væru þeir. próf. dr.
Magnús Jónsson aðalandmælandi,
en annar andmælandi væri Sigurð-
ur Einarsson doeent. En enginn
hafði. sótt um leýfi til að and-
mæla af hálfu álieyrenda.
Tilhögunin var á þessa leið:
1. Doktorsefni lýsir ritgerð sinni
og tildrögum til hennar.
2. Aðalandmælandi talar.
3. Doktorsefni svarar.
4. Annar andmælandi talar.
5. Doktorsefni svarar.
Doktorsefni hóf mál sitt á því
að skírskota til velvilja dómenda
og lesenda og minna á, að örlög
bókanna væru ekki ætíð höfund-
unum að kenna, því að örlög bók-
anna fara eftir skilningi lesend-
anxia. Því næst skýrði hann frá
erfiðleikum sveitaprests að því að
vinna slík verk sem þessi og benti
á þann þátt, sem landbúnaðar-
kreppa ætti í því að gera slíkt
starf ennþá erfiðara. Pjárhagsleg-
H
JER á íslandi er að koma upp fólksfjölda
vandamál, eins og hjá öðrum þjóðum Norð-
urálfunnar. Síðustu árin hefir fæðingum
hjer farið stöðugt fækkandi.
Tala lifandi fæddra barna er að vísu enn nokkuð
hærri hjer hutfallslega en hjá öðrum þjóðum, t. d. Norð-
Urlandaþjóðunum, Þjóðverjum og Bretum. En hjá þess-
um þjóðum hafa víðtækar ráðstafanir verið gerðar til
þess að hafa áhrif í þá átt að fæðingum fjölgi
Síðastliðið ár var tala lifandi fæddra barna hjer á landi
2365 eða 20.2 á hvert þús. landsmanna. Þróunin síðustu áratug-
ina hefir verið sem hjer segir:
Fæddir lifandi Fæddir lifandi
1916—20 meðaltal .... 2,443 26,7 %o 1934 2,597 22, s Vot
1921—25 — .... .... 2,568 26,n - 1935 • 2,551 22,4 -
1926—30 — ... .< .... 2,662 25,6 — 1936 ... - 2,557 22 n —
1931—35 — .... .. . . 2,636 23,5 — 1937 2,365 20,„ —
Óhætt er að gera ráð fyrir að áfram haldi að síga á ó-
gæfuhliðina í þessu efni, ef tillit er tekið til þess að nú eru
á manndómsaldri, hinir fjölmennu árgangar frá því 1910
—20, er fæðingar voru 26—27 á hvert þúsund lands-
manna.
Ef áfram stefnir í sömu átt, fer svo eftir nokkra áratugi
að fólkinu fer að fækka hjer á landi.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Þessi hætta hefir þótt fyrir-
sjáanleg á Norðurlöndum,
Þýskalandi og Englandi um
nokkurt skeið. í Danmörku var
tala lifandi fæddra árið 1936
17,8 á hvert þús. landsmanna,
í Noregi 14,6 og í Svíþjóð 14.2.
Tveim árum áður, árið 1934,
var hún 13,7 í Svíþjóð.
Svíar hafa tekið upp ákafa
baráttu til þess að vinna gegn
þessari fækkun. í Þýskalandi
hefir svipuð barátta verið háð
með nokkrum árangri. Árið
1934 var tala lifandi fæddra
barna þar 18%c, 1935 18,9%0
og 1936 19%c,
ORSAKIRNAR
Yfirleitt er það hjá hinum
vestrænu þjóðum, þar sem
menningin er talin vera á hæsta
stigi, að þessi fólksfækkunar-
einkenni hafa gert vart við sig.
Hjá ,,frumstæðari“ þjóðum: þ.
e. þjóðum, þar sem iðnaðarþró-
unin er enn lítil, verður þeirra
ekki vart. I Rúmeníu, Búlgaríu,
Póllandi og víðar er tala lif-
andi fæddra baxma enn 26—
28‘VW.
Orsakir til þess, að fæðingum
hefir fækkað, hafa verið tald-
ar: versnandi efnahagsleg af-
koma, og í því sambandi flutn-
ingur úr sveitum í bæi. Rann-
sóknir erlendis hafa leitt í ljós
að fæðingum fækkar aðallega
í borgum og mest í stórborgum.
Ennfremur vaxandi útbreiðsla
varnarlyfa til að takmarka
barnaeignir o. fl.
HIN EÐLILEGA
FÓLKSFJÖLGUN
Um það, hvrri stefnir hjer á
landi, sjest best á hinni eðlilegu
mannfjölgun eða mismuninum
A
f öllum fæddxxm börnum
1937 (2432) voru 521 eða
21.5% óskilgetin. Er það held-
ur lægra hlutfall heldur en ár-
ið á undan.
Hlutfallstala óskilgetinna
barna hefir annars hækkað
mikið síðustu árin, svo sem
eftirfarahdi yfirlit sýnir, og
aldrei síðan 1886 verið eins há
og tvö síðastliðin ár.
1916—20 13.1 %
1921—25 13.5 —
1926—30 14.5 —
1931—35 18.6 —
1934 20.0 —
1935 20.4 —
1936 21.8 —
1937 21.51—
á tölu lifandi fæddra og
dauðra, sem var 1048 árið 1‘937
eða 8,9%c miðað við meðal-mann
fjölda ársins. Á undanförnum
árum hafa þessi hlutföll verið:
Fæddir tunfram dana
1916—20 meðaltal .... 1,147 12,5 %o
1921—25 — ......... 1,220 12,6 —
1926—30 — ...... 1,460 14,^ —
1901—35 — ..... 1,394 12,4 —
1934 ............ 1,416 12,4 Voo
1935 ........... 1,149 10,0 —
1936 ... .•..... 1,304 11,2 —
1937 .............. .. 1,048 8,9 —
Ef engir mannflutningar
væru til landsins eða frá því,
mundu þessar tölur sýna, hve
mikið fólkinu fjölgaði á ári
hverju. En vegna flutninganna
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.