Morgunblaðið - 08.02.1939, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.02.1939, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. febr. 1939. KVEMDJOÐIN OQ MEIMILIH 53BS Til kvenþjóðarinnar: Það, sem karlmenn vilja ekki, að við gerum: Notum of áberandi fegurðar- meðul. Yerið ekki svo örlátar á varalitinn, að hann liti ef til vill tennurnar jafn mikið og- varirn- ar. Og verið ekki heila eilífð að ,,bæta upp á útlitið“, ef þjer g'erið það í nærveru annara. Snúum mönnum í kringum okkur. Karlmenn hafa gaman af að vera svolítið stimamjúkir við yður, taka upp hanskana ^ða vasaklútinn, hjálpa yður í jkápuna, — endrum og eins. En þeir hata að vera sífelt að stjana við yður. Flissum og sjeum heimsku- lega teprulegar. Flestum mönn- um gremst slíkt látæði, að minsta kosti að vinum sínum viðstöddum. Kvörtum yfir vinnustúlkun- um. Stjórnið stúlkunum, verið góðar við þær og látið þær virða ykkur, — eða látið þær fara uð öðrum kosti. Sjeum skemtilegar á annara kostnað. ,,Meinlaust grín“ get- ur verið gott, en ef það gerir aðra hlægilega á illgirnislegan hátt, fer gamanið að grána, og er aldrei svo skemtilegt, að það vegi á móti því, að særa aðra. Gortum af því, hve margir aðrir menn sjeu hrifnir af okk- ur. Það er smekklaust. Kvörtum og sjeum þreyttar, þegar við erum búnar að þiggja boð. Enginn maður kærir sig um, að það sje skoðað sem greiði við þá að fara út með þeim. Gæði leðurs má reyna, með því að leggja það í edik. Gott leður breytist lítið, en slæmt leður leys- ist upp og verður slímkent. Ellen Kid dansar Dansmærin Ellen Kid, kona Jóhanns Briemi listmálara, ætlar (að halda danssýningu í Iðnó á föstudaginn kemur. Frú Ellen Kid hefir dvalið hjer undanfarin ár og kent dans, ballet, stepp, dansleikfimi o. fl. Hefir hun nú afráðið að efna til dans- sýningar og sýna Reykvíkingum listir sínar. Er ekki að efa, að margir munu hafa hug á að sjá hana dansa, enda á dansmærin marga aðdáendur hjer, er danslist unna, ekki síst meðal kvenþjóðar- innar. Frúin hefir lært í „Mary AVeg- mann Sehule“ í Dresden og hefir mikinn áhuga fyrir því að kynna hjer þá list, er hún hefir aðallega lagt stund á, og kend er í þeim skóla. Auk „karakterdansa“, alvarlegs eðlis, mun Ellen Kid dansa ýmsa dansa ljettara eðlis, og hefir lagt áherslu á að gera. „prógrammið“ fjölbreytt og vel úr garði. M. a. eru á „prógramminu“: Valse triste — Sibelius, Pastorale — Scharlatti, Ungverskur dans — Brahms, Aufschwung — Schumann o. fl. o. fl. Birtast hjer tvær myndir af dansmærinni í dönsum, sem hún dansar í Iðnó á föstudaginn kem- ur. — Óts fra-piíður er ekki „mikroniserað“. en það er samt sem áður fíngerðasta púðrið, sem fáanlegt er á íslenskum markaði. Ó/s tra -ptídur er þannig til búið, að það getur ekki runnið saman í kekki, en það er einkenni á óvönd- uðu púðri. S gefur andlitinu þess vegna jafnan og áferð- arfagran blæ. S fæst í öllum litum, með verði við allra hæfi. ömur! Reynið Astra-púður og þjer munuð sann- færast um kosti þess. Matreiðsla á hrognum Nýjasta framleiðsla Niðursuðu- verksmiðju S. í. F. eru nið- ursoðin þorskahrogn. Hjer koma tvær góðar uppskriftir af því hvernig matbúa má hrognin. GRATIN ÚR HROGNUM. 1 dós lirogn, salt, pipar, smjör- líki, 200 gr. gulrætur, 200 gr. róf- ur, 45 gr. hveiti, 2 dl. mjólk, 2 dl. hrognasoð, 3 egg, % tesk. múskat. Brúnið hrognin og kælið. Sjóð- ið rófurnar og skerið niður og setjið saman við. Bakið upp sós- una og kælið. Setjið síðan eggja- rauðurnar í, því næst rófurnar og hrognin. Að lokum eru stífþeyttar eggjarauðurnar settar í. Þetta er sett í vel smurt form og bakað í ,'ca. % klst., og framreitt með tómatsósu. Blómkál má nota í staðinn fyrir rófur. HROGNÁ-EGGJAKÖKUR. y2 dós hrogn, salt, pipar, brún sósa, 40 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, 2y2 dl. mjólk, 3 egg, % tesk. salt, % tesk. múskat. Skerið hrognin í sneiðar, setjið salt og pipar á þær og steikið. Setjið brúnuð hrogn í lög í form og hellið brúnni sósu yfir. Setjið því næst eggjarauðurnar á og stíf- þeyttar eggjahvíturnar síðast Steikt í hálfa klukkustund. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Ragna Þórð- ardóttir frá Högnastöðum í Borg- arfirði og Valdimar Guðmunds- son, Högnastöðum í Árnessýslu. Fegurðaráætlunin, Að lýsa hörund Ef maður hefir freknur, er skynsamlegra að sætta sig við það en láta þær vaxa sjer í augum fyrir framan spegil og gera sjer gramt í geði. Annars geta freknur oft verið skemtileg- ar á að líta og gert andlitið barns- lega unglegt. Hinsvegar er það staðreynd, að freknur verða ekki fluttar á brott. Það eru að vísu til freknukrem, sem lýsa hörundið þannig, að freknurnar verða ekki eins áber andi, en þau geta verið hættuleg, ef þau eru rn-jög sterk. Nú er sii tíðin, að það þykir fallegast að vera frísklegur í út- liti með rjóðar kinnar, og á sumr- in vilja allir vera brúnir á hör- und og sólbrendir. En vilji svo til, að maður vilji losna við sól- bruna á andliti éða hálsi, eða lýsa hörundið fljótlega, mætti nota eftirfarandi meðul til þess. Sítrónusafi lýsir hörundið og má liggja á húðinni um klukku- stund, eða lengur, ef hörundið ér feitt að eðlisfari. Gúrkusafi, sem er búinn til á þann hátt að rífa gúrku með rif- járni og pressa safann úr gegnum þunna rýju, hefir sömu áhrif, en þurkar hörundið meira upp. Mysa og áfir hafa frá ómunatíð verið notaðar til þess að halda hörundinu hvítu, en þær þarf að nota daglega, ef koma á að gagni. Ur 1 tsk. zinkilte og tsk. bórax, blandað saman við 30 g. af feitu smyrsli, er búið til milt krem, sem lýsir og má liggja á hörundinu yfir nóttina. Brintoverilte, 3%, lýsir hörund- ið töluvert, ef það er notað dag- lega, eftir að hörundið hefir ver- ið hreinsað. Sje fáeinum dropum af salmiaki blandað saman við, hefir það meiri áhrif. Öll meðul, sem lýsa, þurka hör- undið um leið, svo að nauðsyn- legt er að næra það með góðu smyrsli eftir notkun þeirra. Þá verður að gæta þess, að nota þannig meðul ekki of lengi í einu. AUQAÐ hvílist með gleraugum frá THIELE Langtum betrl og bó ekki dýrari. Fæst aðeins í dósum og pökkum, en ekki í lausri vifft. OVl lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll ^foeir, sem hafa reynt þetta ttýja smjör- Iíki fast ekki tjl að fnía að það sfe smjör XV//\ j/. miiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnniiiiinnnnnniH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.