Morgunblaðið - 10.02.1939, Side 3

Morgunblaðið - 10.02.1939, Side 3
3 Föstudagur 10. febr. 1939. MORGUNBLAÐIÐ Farfuglafjelag, sem ætlar að kenna æskumönnum að þekkja land sitt Nokkrir stúdentar gangast fyrir stofnun fjelagsins Stúclentar úr Iþróttafjelagi Háskólans ætla að gangast fyrir að hrundið verði af stað „far- fugla“-hreyfingu um alt landið. Stofnþing „far- fuglaa verður sett hjer í Reykjavík eftir nokkra daga. SAMTÖK ÆSKUMANNA Farfuglafjelagið ,,er óháð samtök æskumanna, sem leggja vilja land undir fót, eða ferðast á hjólhestum, og er með öllu hlutlaust um stjórnmál“. Eitthvað á bessa leið er gert ráð fyrir að ein gre'in í lögum fjelagsins verði orðuð. Þessi mynd var tekin í Empress Hall í London á dögunum, er Evrópu- meistarakepnin í listhlaupi á skautum fór þar fram. Talið frá hægri: Megán Taylor, England' (heimsmeistari í listhlaupi) ; Britta Ráhlen, Svíþjóð; Emmi Putzinger, Þýskaland; Marta Músilik, Þýskaland; &. Jagger, England; E. Nyklova, Tjekkóslóvakía; Daphne Walker, Eng- land; Eva Katsova, Tjekkóslóvakía, og Hahna Niernberger, Þýskaland. Urslit Evrópumeistarakepninnar í íþróttásíðu bls. 4. Vinnustöðv- un á ísafirðil? Ágreiningur um kauptryggingu Frá frjettaritara vorum á ísafirði. tkvæðagreiðsla hófst í Sjó- mannafjelagi ísfirðinga kl, 7 í gærkvöldi (fimtudag) um það hvort stöðva skuli nokkra róðrar- báta. Atkvæðagreiðslunni lýkur n.k. laugardagskvöld kl. 7. Ágreiningur er milli sjómanna og útvegsmanna um það, hvort skipverjar skuli fá 150 króna mán- aðarlega kauptryggingu eða ekki. Verslunarjöfnuðurinn í janúar Bráðabirgðayfirlit Hagstof- unnar yfir inn- og útflutn inginn í janúarmánuði liggur nú fyrir, og eru tölurnar þess- ar: Innflutt 3.254 þús. kr. Útflutt 2.822 — — Innflutningurinn hefir þannig orðið rúmur 400 þús. kr. meiri en útflutningurinn. Sama mánuð í fyrra nam inn flutningurinn 2.556 þús. og út- flutningurinn 1.419. Aðalútflutningurinn í janúar var ísfiskur 660 þús., saltfiskur um 500 þús., síldarolía 400 þús., síld 375 þús. og síldarmjöl 280 þús. „Dettiíoss" veldur spjóllum á Patreks- fjarðarbryggju Pegar Dettifoss fór frá byrggj- unni í Patreksfirði 7. þ. m. festist akkeri skipsins í bryggju- lyftuna, er þar stóð, og kipti henni í sjó fram, en slys varð ekki af þótt fjöldi fólks stæði á brvggjunni. Lyftan lá mjög í skipaleið, þar sem liúu var komin, og þýskur togari, sem lagðist að bryggjunni eftir burtför Dettifoss, festi í skrúfunni vír frá lyftunni. Kafari á staðnum gat þó fljót- lega losað vírinn, kom hann síðan taugum á lyftuna og var hún því næst dregin á land. Lyftan er miþið skemd, bæði trjeverk og stálverk. (FÚ.). Lyra fór í gærkvöldi áleiðis til Bergen. Markmið fjelagsins verður a) að efla og stuðla að aukn-: um göngu- og hjólferða- lögum hjer á landi, og gera æskunni kleift að ferðast ódýrt. b) að efla fjelagsþroska, lífs- kraft, lífsgleði og andlega og líkamlega heilbrigði æskunnar með útiveru og nánu samlífi við náttúru landsins. c) að auka þekkingu ísl. æsku á landinu og kveikja hjá henni ást á átthögunT um og óbilandi trú á land- ið, með því að opna augu hennar fyrir fegurð þess og. ótæmandi möguleikum. UNDIRTEKTIR í SKÓLUM. Stúdentar hafa þegar leitað eftir undirtektum í skólum í Reykjavík og nágrenni, í Mentaskólanum, að Laugar- vatni, í Haukadal, Flensborg og í Kennaraskólanum. Hjeldu þeir fundi með nemendunum, sem síðan kusu nefndir til þess að undirbúa þátttöku í stofn- þinginu. Gera þeir ráð fyrir að halda samskonar útbreiðslu- fundi í öllum skólum landsins, sem þeir ná til. Stúdentarnir hafa leitað til skólanna vegna þess, að þar er auðveldast að ná. mörgum æskumönnum sam an. Fjelagið verður þó eng- an veginn bundið við þátt- töku úr skólunum einum, heldur eiga allir æskumenn þar greiðan aðgang. SKIPULAG. Skipulag fjelagsins er gert ráð fyrir að verði á þá leið að í Reykjavík starfi miðstjórn, og síðan verði stofnaðar deildir út um alt land. í skólum lands- ins er líka gert ráð fyrir, að stofnaðar verði sjerstakar deild ir. Til þess að gera æskumönn- um kleift að ferðast ódýrt, hafa stúdentarnir þegar snúið sjer til fræðslumálastjóra og fengið hjá honum vilyrði um að „far- fuglar“ geti fengið ókeypis húsaskjól í skólahúsum lands-j ins að sumri til. Fjelagsstjórn-í in kaupir síðan dýnur og teppi, sem geymdar verða í skólunum. Einnig er gert ráð fyrir, að fje- lagið kaupi eldavjelar, sem geymdar verða í skólunum, til afnota fyrir farfugla, svo að þeir geti eldað sinn eiginn mat. Öll hlunnindi fá farfuglarnir gegn framvísun á árskorti, sem verður ódýrt (í Noregi er það t. d. 1-^2 krónur). FERÐIR UM HELGAR, SUMARFERÐIR O. FL. Fjelagsstjórnin og deildar- stjórnirnar munu gangast fyr- i'r sjerstökum ferðalögum um helgar, og langferðum á sumr- in; ennfremur skólaferðalögum, og er þá gert ráð fyrir að skóla- deildirnar starfi saman, svo að farfuglahóparnir úr skólunum geti hittst. Annars geta fleiri eða færri farfuglar tekið sig saman um ferðalög, hvenær sem þeir vilja, og ferðast hvert á land sem þeir vilja. Ferðalög með kort frá farfuglafjelaginu eru jafn hentug fyrir verslunar- menn, sem verkamenn, iðnaðar- menn, jafnt sem skrifstofufólk, FRAMH. 1 8JÖTTU SlÐU Arekstur franskra herskipa Osló 9. febrúar. gilegt slys varð við æfingar franska herskipaflotans undir ströndum Englands. Á- rekstur varð milli beiti- skipsins Georges Leagues, sem er 6000 smálestir og tundurspillisins Eison, sem næstum því klofnaði í tvent. Ellefu menn biðu bana, en margir særðust. SJys þetta hefir komið eins og reiðarslag yfir flotamálastjórnina, segir í fregnum frá París. (NRP—FB). V.b. „Þengiir rjettaritari vor á Siglufirði •*- símar í gær, að enn hafi ýmislegt rekið úr vjelbátnum ,,Þengill“, sem fórst við Dal- ina. Brimið er þó svo mikið á strandstaðnum, að það sem kann að reka á land, skolast jafnóðum út aftur. Engin lík hefir rekið ennþá. Leit meðfram fjörunum verður haldið áfram í dag og næstu daga. Nýr vjelbátur á ísafirði ísafirði í gær. tján smálesta vjelbátur með 90 ha. Dieselvjel hljóp af stokkunum 5. febrúar s.l. hjer á ísafirði. Eigandi bátsins er hlutafje- lagið Muninn. Báturinn er smíðaður hjá Marselíusi Bern- harðssyni. Er báturinn allur hinn vand- aðasti. Austan stormur hefir verið hjer á isafirði tvo síðustu daga og gæftir engar. Flutningaskip- ið ,,Marca“ liggur hjer og losar salt. Árni Sveinsson látinn Aðfaranótt miðvikudagsins, 8. þ. m., andaðist hjer á Landá- kotsspítala Árni Sveinsson fyrrum kaupmaður á ísafirði. Árni hafði mörg undanfarin ár dvalið hjer í bænum; var hann vel kunnur Reykvíkingum, og öll- um að góðu. „Ihaldssamasta klika landsins" Tímamaður lýsir kirkjugestum Reykjavíkur Einn af spekingum Framsókn- arflokksins, Jón Sigurðsson á Ystafelli, er í síðasta blaði Tím- ans að lýsa prestunum í Reykja- vík og þeim sem. kirkjur sækja hjer í höfuðborginni. Lýsingin er svohljóðandi; .,«( „Þeir (þ. e. reykvísku prestarn- ir þrír) hafa orðið að hnitmiða ræður sínar við smekk liinnar í- haldssömustu klíku landsins, hiná aldurhnignu efnamenn og konur höfuðstaðarins, sem helst sækja kirkjur. Þannig hefir aðstaðan gert' þessa þrjá menn, sem jeg hygg alla vera að eðli og gáfum nýta menu, að óhæfum boðberum nýrra strauma í kristni landsins. Æskan vill ekki meðtaka boð- skapinn af vörurn þeirra, og jeg bygg að ekki sje rjett að þrýsta heuni til að hlýða á ræður þeirra“. — — Enn segir spekingurinn: „Útvarpið ætti að fækka mjög- mikið messunum, sem útvarpað er úr dómkirkjumii og fríkirkjunni. En í stað þess ætti að útvarpa messum úr útvarpssal“. Engar skýringar þurfa að fylgja ummælum þessa Tímaspek- iugs. Rjett þykir þó að taka fram, að það er misskilningur hjá spekingnum, ef hann' heldur að prestarnir í Reykjavík sjeu að „þrýsta“ sjer að útvarpinu. Þeir hafa víst aldrei óskað eftir að messunum yrði útvarpað, heldur lmfir útvarpið sjálft „þrýst“ sjer FRAMH. Á EJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.