Morgunblaðið - 21.02.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1939, Blaðsíða 5
l»riðjudagur 21. febr. 1939, 5 — JHorgtiwMaStð----------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Ritstjðrar: Jðn KJartanaaon ok Valtýr Stefánaaon (ábyrgBarmaCur). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjðrn, auglýalngar og afgrelBala: Auaturatrœti 8. — Slml 1(00. Áskriftargjald: kt. 8,00 & aaánuBl. 1 lausasölu: 15 aura elntakiB — 18 aura meB Leabðk. SJÓSLYSIN Það er fátt, sem slær jafn-jur því fyrir þungum búsyfjum miklum óhug á menn og af því að vera til þess dæmd að ’vekur jafnsárar tilfinningar hjá missa svo mikið af þeim mönn- bjóðinni eins og fregnir um slys- fanr á sjó og landi. Og þetta er að vonum. Slysfarir eru mjög tíðar hjer á landi og eru sjó- slysin venjulega langsamlega stórfeldust og marka því dýpst spor í lífi þjóðarinnar. Á síðastliðnum 12 árum hafa farist og strandað hjer við land 131 íslenskt skip yfir 12 smá- lestir. Þar af 9 togarar. Á þessu árabili hafa drukn- að hjer við land 479 menn ía- lenskir. Síðan á áramátum hef- ir strandað 1 togari og einn vjelbátur farist og 14 menn druknað. Þetta er mikil og á- takanleg sorgarsaga og ekki að undra þó slík blóðtaka marki spor í atvinnulífi þjóðarinnar og nýjar slysafregnir veki sár- ar tilfinningar og að þjóðin verði við slíkar fregnir harmi lostin. Það er ekki of mikið úr því gjört, þó sagt sje að íslenskir sjómenn sjeu kjarni þjóðarinn. ar. Sá manndómur, kjarkur og kraftur, orka og áræði, sem í íslenskum sjómönnum býr, er þjóðinni ómetanlegir eiginleik- ar . Þeir eiginleikar eru lykillinn að því, að geta hagnýtt þau gæði og auðæfi, sem fólgin eru í sjónum kringum strendur landsins. Án þessara arfgengu eigin- leika íslenskra sjómanna, væri þess enginn kostur, að notfæra sjer þessi torsóttu gæði og yfir- stíga þá erfiðleika í hamförum náttúrunnar, sem sjómönnunum mæta. Það er þessvegna engin smá- ræðis skörð sem höggvin eru í orku og afkastamöguleika þjóð- arinnar að verða að baki að sjá 40 slíkum víkingum árlega, eins og verið hefir, nú undan- farin ár. Það þarf að vera mikill kjarni og kraftar í þeirri þjóð, sem getur komist út úr slíkri eldraun. Islensku þjóðinni ríður mik- ið á því, að hafa góða og ótrauða forystumenn á hvaða sviði sem er. Á sjónum ríður ekki hvað minst á þessu. Þar veltur ekki síður en annars staðar mikið á því, hversu tekst um forystuna. Á hverju skipi, sem gjört er út til fiskveiða eða fer í siglingar er forystumaður. Einn eða fleiri menn sem gædd- : ir eru þeim hæfileika, að hafa . á hendi foystu. Sjóslysin verða því þess vald- andi, að gresja óvægilega þann mikilsverða stofn þjóðar- innar, sem er til forystu fallinn og hefir æft hjá sjer og þrosk- ; að þann eiginleika. Þjóðin verð- TEKJUR OG GJOLD BÆNDA um á blómaskeiði, sem eru til foringja fallnir, mönnum, sem hafa í sjer hæfileikann til þess að knýja fram hjá þjóðinni kjarkinn og karlmenskuna, drengskapinn og dáðrekkið og alt sem stefnir upp og Yram og bíður öllu því birginn, sem er til hindrunar og tálmunar á þeirri sigurbraut. Sjóslysin eru því ógnaskelfir íslensku þjóðarinnar. Slysavarnamálinu hefir nú síðustu árin miðað nokkuð á- fiam. Og það er ljósastur vott- ur þess, hvað þjóðinni er hug- sræð nauðsynin á því, að hrinda þessu máli í framkvæmd að um alt land hefir samtaka máttur fólksins — eldri og yngri, o— og hafa börnin meira >að segja tekið virkan þátt í þessu — beinst að því að komið yrði á sem allra fyrst sem öflugustum slysavörnum. Nú er á miðunum á Faxaflóa björgunarskúta og hefir þegar orðið allmikið lið að henni. f hinum landsfjórðungunum hef- ir verið efnt til sjóðsstofnunar í þessu skyni og er sumstaðar harla skamt að bíða þess að til framkvæmda komi. ' Þegar Hannes ráðherra strandaði á dögunum við Kjal- arnes, fór björgunarskútan þeg- ar á vettvang og smaug þar innan um skerin og komst svo mærri togaranum, að hún gat lýst upp togarann og gjörði það kleift, að koma bátunum óbrotnum á sjóinn og skips- mönnum í þá og milli skipanna. Eru miklar líkur til að ver og öðruvísi hefði farið, ef þetta skip hefði ekki verið til þess að grípa til. Hið sorglega sjóslys, sem varð á Akranesi í fyrradag í lendingu þar, er átakanlegt dæmi þess, hver höfuðnauð- syn á því að sjómenn kunni að synda. — Þess gengur enginn dulinn, að í brimi og stórsjó getur mönnum, sem syndir eru daprast sundið, en í fjölmörgum tilfellum mundi það vera svo, að sundkunnátta mundi bjarga lífi þeirra, sem berst á í lendingu eða nærri landi. nda eru mörg dæmi þess. Það er því óhjákvæmileg nauðsyn að gjöra hverjum þeim manni sem nú er að alast upp og ætlar að stunda sjó, það að skyldu, að læra sund. Það má engan veginn svo til ganga lengur, að því sje ekki gaumur gefinn, hver nauðsyn á því er að sjómennirnir kunni að synda. Líf sjómannanna er íslensku þjóðinni altof dýr- mætt til þess að þessi þáttur í uppeldi þeirra sje vanræktur. {'"^uðmundur Jónsson kenn axi á Hvanneyri hefir nú 1 5 ár starfað að hví að kenna mönnum færslu bú- reikninga og að vinna úr þeim búreikningum sem ýms- ir bændur hafa gert, svo af þeim yrði hægt að fá hið fullkomnasta .yfirlit yfir all- an búrekstur þeirra. Árið 1933 gerði hann búreikn- ingaform fyrir Búnaðarfjelag ís- lands er gefið var út. Fengust 16 bændur það ár t-il þess að færa búreikninga eftir þessum reikn- ingsformum Guðmundar. Flestir þeirra voru í Borgarfirði. Síðan hefir þeim fjölgað sem hafa fært þessa búreikninga, svo þeir hafa hin síðustu ár verið um 40 víðs- vegar af landinu. Ekki eru allir reikningar fyrir árið 1937 komnir til Guðmundar. Eru reikningarnir svona seint á ferðinni m. a. vegna þess, að bændur fá oft ekki reikninga sína fyrir árið frá kaupfjelögum og kaupmönnum fyrri en komið er fram undir vorannir, og geta þá ekki gengið frá reikningum sínum fyrri en að loknum haustönnum. Árið 1936 voru samin lög um búreikningaskrifstofu, þar sem á- kveðið er að skrifstofa þessi geri upp reikninga fyrir þá bændur er þess óska, vinni ítr þeim, og birti skýrslur um þá. Annast Guð- mundur þessi störf. Á hverju hausti undanfarin ár hefir hann haldið námskeið á Hvanneyri fyr- ir þá sem vilja fá fræðslu um færslu búreikninga. Á námskeiðum þessum hafa samtals verið 60 menn. Nokkur búreikningaf jelög eru stofnuð. Eru það samtök bænda um að halda búreikninga og hafa eftirlitsmann sjer til leiðbeining- ar. Fær hver bóndi kr. 30.00 fyrir slíkt reikningshald, er hann greið- ir eftirlitsmanni. Þessi 5 ár, sem Guðmuiidur hef- ir starfað við búreikningana, hefir hann fengið fleiri eða færri reikn- inga úr öllum sýslum landsins nema Norður-ísafjarðarsýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og úr Múla sýslum. Nokkrar niður- stöðutölur Guðm. Jónssonar kr. 981.00 árlega, og er það 8.3% af fasteignaverðinu. Verkfærakostnaður hefir í 4 ár- in að meðaltali orðið um 200 krón- ur á ári. Er það um 24% af verk- færaeigninni. Af þessum kostnaði eru 15% vextir, fyrning og við- hald. Fæðiskostnaður. húsaleiga, þjón- usta, ljós og hiti hefir orðið að meðaltali kr. 2.11 á dag á mann. Skiftist þessi kostnaður þannig: Vinna við fæðið 21% Aðkeypt efni 30% Fæði frá búi 41% Annar kostnaðar 8% Á hverja klukkustund sem hver kostmaður hefir unnið kemur 22 aura kostnaður af þessum lið. Matarforði á heimilunum í árs- lok 1937 var að verðmæti kr. 356.00, innlent efni og aðkeypt fyrir kr. 80.00. Er það sjerstak- lega athygilsvert, hve matarforð- inn að aðkeyptri vöru er lítill. Mjólkurneyslan á heimilunuln er vitanlega mjög misjöfn, minni þar sem mjólkuisala er. Þó var hiin hvergi minni á búum þessum á árunum 1935—1937 en lítri á mann á dag, en svo mikil aftur á öðrum stöðum, að meðaltalið þessi aianna árin er 2.2 lítrar á mann á dag. Hrossin. Framieiðsluverð á hesta vinnu hefir reynst að vera 21 eyr- ir á klukkustund, þegar meðaltal er tekið af öllum brúkunarhross- um. En vinnustundir hrossa að meðaltali yfir árið hafa ekki ver- ið nema 338. Eru þá reiknaðir jafnt bæði reiðhestar og áburðar- hestar. 5 hross hafa verið að með- altali á bæ, og kostnaður á hross kr. 77.14 á ári. Þessi kostnaður hefir skiftst þannig: Úthey. Framleiðsluverð á út- heyshesti hefir orðið að meðaltali kr. 3.58. Verður verðið á úthey- inu því svipað og töðuverðið, þeg- ar reiknað ei; eftir fóðureiningum. Sá kostnaður skiftist þannig: Vinna og fæði 85% Annar kostnaður 15% Nautgripirnir. Að meðaltali hafa verið 4.8 mjólkandi kýr á býli. Meðalársnyt þeirra hefir verið 1—3 árin 2328 kg. Eru þar tald- ar með 1. kálfskvígur. Hirðing á hvern fulikominn nautgrip hefir tekið 420 vinnuscundir. Meðalkostnaður pr. naut- grip hefir orðið kr. 440.00 Meðalafurðir — 410.00 Fróðlegar niðurstöðutölur. Nýlega átti blaðið tal við Guð- mund um ýmsar aðalniðurstöður þeirra búreikninga, sem liann hef- ir haft með höndum undanfarin ár. Þó þessir reikningar sjeu vit- anlega fáir, samanborið við fjölda bænda í landinu, þá má vafalaust taka mark á niðurstöðutölum þeirra, til leiðbeiningar um af- komu búnaðarins þessi ár. Þegar meðaltal er tekið af reikningun- um sjest að þarna er um meðal- stór bú að ræða. Og reikningarnir eru, sem fyr segir úr mörgum sveitum landsins. Um niðurstöðutölurnar segir Guðmundur m. a.: Kostnaður við fasteign bænd- Hirðing 29% Fóður 38% Annar kostnaður 33% Hirðing hrossanna hefir tekið 58 vinnustundir á hross á ári. Taðan. Framleiðsluverð töðunn- ar hefir að meðaltali reynst kr. 5.11 á lieyhest. Sá kostnaður hefir skiftst þannig: Heyvinna og fæði 55% Kostnaður við áburð 27% Annar kostnaður 18% I „öðrum kostnaði" er innifalin leiga eftir fasteign og verkfæri, rentur af ræktunarkostnaði og fyrning af honum. Taða á hvert býli hefir verið þessi ár 291 hest- burður. Vinnustundir hafa orðið 4.2 við hvern hestburð, þegar öll vinna er reiknuð, karla, kvenna og ung- linga, svo fengist hafa að meðal- tali 2y2 hestburður af töðu fyrir Tap kr. 30.00 Framleiðsluverð á mjólkinni 18 aura pr. lítra. Kostnaðurinn skiftist þannig: Vinna og fæði 35% Fóður 51% Annar kostnaður 14% Af afurðunum eru 80% mjóllr, hitt sláturafurðir og áburður. Sauðfje. Að meðaltali hafa ver- ið 103 kindur á býli. Þegar tekið er meðaltal allra hefir tilkostnaður á kind orðið kr. 19.06, en afurðirnar kr. 17.79. Tapið kr. 1.27. Fyrstu þrjú árin var tapið miklu meira, alt upp í kr. 3.00 á kind, en seinni árin hefir verið gróði. Við reikning tilkostnaðar og afurða af búfjárgreinunum er þess að gæta, að með kostnaði eru reiknaðar 5% af stofninum. 30 króna reiknað tap af kúabúinu þýðir það, að eignin hefir gefið nokkru minna en 5% af eigninni. Og þessar 5%, sem reiknaðar eru til gjalda af sauðfjáreigninni, gera meira en að uppliefja meðal- tapið kr. 1.27 af kind. Kostnaðurinn við sauðfjeð skift- ist þannig: 34% 42% 24% skiftast Vinna og fæði 76% 13% 11% Fóður Annar kostnaður Afurðir sauðfjárins þannig: Sláturafurðir Ull Áburður o. fl. Garðræktin. Framleiðsluverð á kartöflutunnu hefir að meðaltali verið kr. 15.00, er skiftist þannig: Vinna og fæði 66% Áburður 15% Annað (þar með talið útsæði) 19% Eigandareikningur, þ. e. reikn- ingur eigandans sjálfs, sem ekki kemur beinlínis búrekstrinum við. Aðaltekjur hans eru: anna, var að meðaltali öll 5 árin hvern vinnudag. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.