Morgunblaðið - 21.02.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. febr. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Fjórir menn farast í lendingu á Akranesi VílhjálmuT Þór bankastjóri Landsbankans í stað Ludvigs Kaaber Bjarni Olafsson skipstjóri og þrír hásetar hans Það sviplega slys vildi til á Akranesi s.l. sunnu- dagsmorgun, að fjórir menn druknuðu svo að segja í flæðarmálinu. Vildi slysið þannig til, að bát hvolfdi, sem þeir voru að koma á til lands úr línu- veiðaranum Ólafi Bjarnasyni. Tveir menn, sem voru í bátn- um, komust af. Menmrnir sem fórust voru: Bjarni Ólafsson, skipstjóri, 54 ára. Hann lætur eftir sig ekkju og einn son, sem stundar læknisfræðinám í Háskólanum óg tvær uppeldisdætur. Tómas Jóhannes Þorvaldsson, Bragagötu 4, Ákranesi, 28 ára. Ókvæntur, en fyrirvinna aldraðrar móður og yngri systkina sinna. Teitur Benediktsson, Suðurgötu 37, Akranesi. 34 ára. Læt- ur eftir sig ekkju og þrjú ungbörn. Jón Sveinsson, Akri, Akranesi, 44 ára. Ókvæntur. Bjó hjá aldraðri móður sinni. Þeir, sem komust af voru: Jón Ólafsson og Páll Sveinsson. Slysið vildi til um 10'leytið á sunnudagsmorguninn. Línu- veiðarinn Ólafur Bjarnason kom á laugardag úr veiðiför. Aflanum var skipað upp samdægurs, en síðan var skip- inu lagt út á skipaleguna á Krossvík, þar sem ótrygt þótti að láta það liggja við bryggju sökum hvassviðris og kviku. Flestir skipverjar voru í landi aðfaranótt sunnudagsins, en um borð var skipstjórinn, og eigandi skipsins, Bjarni Ólafs- son. Hafði hann lagt svo fyrir, að hann yrði sóttur á skips- bátnum kl. 10 á sunnudags- morgun. Bjarni Guðmundsson, stýri- maður fór ásamt fjórum háset- um í skipsbátnum um borð til að sækja skipstjórann. Tals- verður sjógangur var og hvast af suðvestri, en bjart veður. Þegar um borð í línuveiðarann kom, varð Bjarni stýrimaður eftir um borð, en Bjarni skip- stjóri og Jón Sveinsson háseti, sem verið hafði um borð um nóltina fóru í bátinu. 1 bátnum voru einnig hásetarnir fjórir, sem farið höfðu með stýri- manni um borð, en það voru þf-ir Páll Sveinsson, Teitur Ber.e diktsson, Jón Ólaf.sson og Tóm- as J. Þorvaldsson. Þessir sex menn lögðu af stað í bátnum til lands og ætluðu að lenda í Teigavör, sem er skamt Afstöðumynd. Krossinn sýnir hvar slysið vildi til. Teigavör er merkt með punktalínum. fyrir norðan hafnargarðinn. 1 þessari vör er ávalt lent smá- bátum þeim, sem notaðir eru til þess að fara í á milli lands og' fiskibáta þeirrá, sem hafa legu á Krossvík. Tangi skagar í sjó fram vest- anvert við vörina og þegar brim er og lásjávað brýtur frá tanganum yfir vörina. Þegar þeir fjelagar voru komnir rjett að tanganum, skullu þrjár öldur yíir frá FRAMH Á SJÖTTU SÍÐU. Afundi í bankaráði Lands- banka fslands síðdegis í gær var Vilhjálmur Þór ráðinn bankastjóri Lands- bankans frá næstu áramót- um, í stað Ludvigs Kaabers, sem sótt hefir um lausn, sak- ir heilsubrests. Stjórnaríiðið hefir farið mjög dult með þessa ákvörðun sína. A8 vísu hefir við og við gosið upp kvittur um það, að breyting væri væntanleg á stjórn Lands- bankans, en menn voru hættir að taka þetta alvarlega. Svo alt í einu og fyrirvaralaust er frá þessu gengið á bankaráðs- fundi. Engin tilkynning kemur áð- ur um það, að Kaaber hafi sótt um lausn. Embættinu er ekki sleg- ið upp. Lausnarbeiðnin og ráðn- ing hins nýja bankastjóra koma samtímis á sama fundi bankaráðs- ins. Aðferðin minnir óneitanlega á það sem nýlega gerðist í ríki ein- ræðisherrans Hitlers, þegar skift var um aðalbankastjóra Við Ríkis- banka Þýskalands. En það er í fleiru en þessu, sem stjórnarflokkarnir islensku sækja fyrirmyndina til einræðis- ríkjanna, sbr. ofríki Alþýðusam- bandsins í Hafnarfirði og nú síð- ast skipun F.jelagsdóms, sem ætl- að er að dæma í því máli. BRESKA IÐNSÝNINGIN Breska iðnsýningin var opnuð í dag. í ræðu, sem Dudley lávarð- ur flutti við það tækifæri, sagði hann, að undanfai’ið hafi yeldi Stóra-Bretlands oft verið haft á orði, en iðnsýningin sýndi það á borði. Bjarni Ólafsson, skipstjóri. Tómás Jóh. Þorvaldsson. Teitur Benediktsson. Fjelagsdómur fær deilu Hafnfirðing- anna til meðferðar Alþýðusambandið tilnefnir tvo menn í dóminn! FJELAGSDÓMUR kom saman í bæjarþingstofu Reykjavíkur klukkan 6 síðdegis í gær, og var þar tekið fyrir mál Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar gegn stjórn verkamannafjelagsins Hlíf. Bæjarút- gerðin krefst skaðabóta af Hlíf fyrir vinnnstöðvunina við botnvörpunginn Júní. Fjelagsdóm sátu: Hákon Guðmundsson hæstarjettar- ritari, forseti dómsins; Gunnlaugur Briem stjórnarráðs- fulltrúi; Sverrir Þorbjörnsson hagfræðingur; Guðjón Guð- jónsson skólastjóri, og Sigurgeir Sigurjónsson cand. jur. Tveir málflutningsmenn voru mættir, þeir Guðmundur I. Guð- mundsson cand. jur. fyrir Bæjarútgerðina og Pjetur Magnússon lirm. fyrir Hlíf. B.v, „Júní“ farinn til Akraness Togari Bæjarútgerðarinnar „Júní“, sem legið hefir í Hafnarfirði óafgreiddnr, með 100 smálestir af upsa, síðan S.l. fimtu- dag, fór í gær til Akraness og mun eiga að losa aflann í fiski- mjölsverksmiðjuna þar. Júní gat þó ekki lagst. upp að hrvggju þar í gær vegna óhagstæðs veðurs. B.v. Sviði, eign S.f. Akurgerði, sem er eitt af þremur atvinnu- fyrirtækjum, sem ekki hefir skrif- að undir samninga við ,,Hlíf“, kom í gær til H&fnarfjarðar, með fullfermi af upsa, en helt þaðan aftur eftir skamma viðdvöl, og var talið að hann myndi fara til Keflavíkur. Verkamannaskýlinu í Hafnar- firði hefir verið lokað, en þar hafa Hlífarmenn liaft bækistöð sína frá því að deilan hófst þar til í gær. lllíf helt ahnennan fund í G. T.-húsinu í Hafnarfirði í gær- kvöldi og mættu þar 250—300 manns. Samþykt var tillaga þess efnis að skora 4 alla verkamenn, sem hafa sagt sig úr Hlíf, að taka úrsagnir sínar aftur og áskor- un til Hafnfirðinga um að styðja Hlífarmenn í deilunni. Jón Sveinsson. Mál þetta vakti sýnilega mikla athygli, þar eð óvenju margir á- heyrendur voru mættir. Meðal á- heyrenda voru tveir dómarar Hæstarjettar, þeir Einar Arnórs- son dómsforseti og Gissur Berg- steinsson. Er forseti Fjelagsdóms hafði sett dóminn og lýst yfir hvaða mál væri fyrir tekið, lagði mál- flutningsmaður Bæjariitgerðarinn- ar frarn stefnu og sóknarskjöl, alls 14 skjöl. Fekk hver dómar- anna eitt eintak af þessum sk.jöl- um og einnig iriálf 1 utningsmaður Hlífar. Pjetur Magnússon hað því næst um frest; var hann veittur til kl. 6 síðdegis í dag. Mun P. M. þá leggja fram sínar kröfur. Gert er ráð fyrir að málflutn- ingurinn fari fram á morgun. Dómur getur ekki komið fyr en í fyrsta lagi á fimtudag. ★ Menn veita því að sjálfsögðu eftirtekt, að Fjelagsdómur er ein- kennilega skipaður að þessu sinni, Tveir hinna föstu dómara sitja ekki dóminn, þ e, þeir Kjartan Thors, fulltrúi Vinnuveitendafje- lags Islands, og Sigurjón Á. 01- afsson, aðalfulltrúi Alþýðusam- bands Islands. Ástæðan til þess að Kjartan Thors situr ekki dóminn er sú, að svo er fyrir mælt í lögunum um stjettarfjelög og vinnndeilur, að þegar „atvinnurekandi“, sem er málsaðili, er ekki meðlimur í .Vinnuveitendafjelaginu, skal dóm- ari sá, sem tilnefndur er af því, víkja sæti, en atvinnurekandinn tilnefna dómara í lians stað. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er ekki meðlimur í Vinnuveitendafje- laginu og þess vegna tilnefnir hún dómara í stað Kjartans Thors. Hún • tilnefndi Guðjón Guðjónsson skólastjóra í Hafnarfirði. Hann mun vera meðlimur í hinu ný- stofnaða verkamannafjelagi Hafn- arfjarðar, sem tekið var í Alþýðu- sambandið á dögunum. En bæði þetta nýja fjelag og Alþýðusam- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.