Morgunblaðið - 21.02.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. febr, 1939. Berard, erindreki Frakka í Burgos, og Bonnet. Upplýsingar Roosevelts um yfirvofandi nýjar valdakröfur Hitlers og Mussolinis Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mr. Roosevelt forseti ljet orð falla um það við blaðamenn á laugardagskvöldið, áður en hann lagði af stað til flotaæfinganna í Atl- antshafi, að sjer hafi borist upplýsingar, sem gæti haft í för með sjer, að hann yrði að hverfa fyr heim til Was- hington, en gert hafi verið ráð fyrir. Skeyti frá New York herma, að upplýsingar þessar sjeu um fyrirhugaðar valdakröfur einræðisríkjanna. í dag hefir því verið lýst yfir opinberlega, bæði í Washington og í London, að þar sje ekki kunnugt um neinar nýjar upplýsingar, sem gefi ástæðu til sjerstaks kvíða. í yfirlýsingunni, sem gefin var út í London, var því þó bætt við, að horfurnar hafi um nokkurt skeið verið þannig, að hafa verði nánar gætur á öllu sem gerist. Franco heimtarskil- yrðislausa uppgjöf dr. Negrin skorar á Azana að koma lil Madrid Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. I Burgos hefir því nú verið lýst yfir, að dr. Negriit verði að gefast upp skilmálalaust. Þessi fregn kemur eftir að spurst hafði að dr. Negrin væri um það bil að leggja fram friðartilboð, sem Bretar ætluðu að koma áleiðis til Franco. I þessu tilboði var aðeins sett eitt skilyrði af hálfu lýðveldis-Spánar: Að pólitískum and- stæðingum yrði sýnd miskunn. Hvaða áhrif yfirlýsingin í Burgos kann að hafa á friðarsamningana er óvíst að svo stöddu, I Englandi hefir það vakið nokkurn kvíða, að sá kvittur hefir gosið upp að Franco, Mussolini og Hitler ætli að hittast á næstunni, að líkindum í Ítalíu. MÓTLEIKUR MUSSOLINIS Þessi fregn hefir að vísu verið börin til baka í Íialíu sem uppspuni tómur. Yerði þessi ráðstefna, sem talin er vera mót- leikur af hálfu Mussolinis til þess að koma í veg fyrir að Franco vingist við Vestur-Evrópuþjóðirnar, haldin, er gert ráð fyrir að dragast muni að Bretar viðurkenni stjórn Francos. ,,The Times“ segir, að bresku stjórninni hafi engar alvarlegar upplýsingar borist nýlega, þótt ástandið sje alt annað en glæsi- legt. í Þýskalandi og Ítalíu hefir þessi fregn vakið gremju. í Þýskalandi er henni tekið á þá leið, að hjeðan af sje als að vænta frá Roosevelt. Frá slík- um manni sje ekki hægt að taka alvarlegar tillögur um af- vopnun. LIÐSSAMDRÁTTUR ÍTALA. Fregnimar, sem helst gefa tilefni til nokkurs kvíða, koma frá Ítalíu í því sambandi er nefnd 100% aukning setuliðsins í Líbyu úr 30 þús. mönnum í 60 þús. menn og samdráttur ítalskra kafbáta náhegt ströndum Tunis. Hjer við bætist, að Badoglio yfir- hershöfðingi ítala hefir verið sendur í sjerstökum erindagerðum til Libyu., Leggur hann að líkindum af stað í kvöld. 1 bresk-ítalska sáttmálanum sem gerður var í apríl síðastliðnum er mælt svo fyrir, að dregið skvldi úr herafla ítala í Libyu sem þá var 60 þús. manns. Petta gerðu Jtalir. Þótt þeir hafi nú aukið það aftur upp í sömu tölu og áður, er það ekki talið hrot á sáttmálanum, að því er aðstoðar utan- ríkismálaráðherra Breta lýsti vfir í d: g. NJÓSNIR í TUNIS. I Tunis var í dag tekinn fastur yf- irmaður innflytjendamála á skrifstofu ítalska ræðismannsins og auk þess 15 aðrir Italir, þ. á m. forstjóri gistihúss nokkurs. Þessir menn eru sakaðir utn njósnir. Miðstöð njósnaranna er siigð hafa yerið í gistihúsi Italans, sem hand- tekinn var. í Djibouti í Áustur-Afríku hafa líka nokkrir ítalir verið handteknir sakað- ir um njósnir. AUKIÐ UM HELMING. í vikunni sem leið var setulið Frakka í Djibouti enn aukið nokkuð. Setulið Frakka í nvlendum þeirra í Norður-Afríku hefir verið aukið síð- an um áramót um nálægt því Jielming-. REKUR TIL NORÐUR- HEIMSKAUTSINS Osló í gær. tissneski ísbrjófnrinn Sedov II., sem verið hefir innifros- inn norðnr í Ishafi í tvo vetnr, er nú kominn norðar en Nansen komst á Fram í hinum fræga leið- angri sínum, eða á 85. graðu 49.1 mín. norðlægrar breiddar.' Rekur ísbrjótinn áfram með ísn- nm norðvestur á bóginn í áttina til nðfðurheimskautsins. (NRP. — FB.). Kært til Berlin yfir stjórnar- gerðum í Prag Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Dr. Kundt, foringí þýska þjóðarbrotsins í Tjekkóslóva- kíu, er lagður af stað til Berlín, til þess ‘ að kæra við þýsku stjórnina yfir því, hvernig nokkrir tjekkneskir ráðherrar rækja störf sín. Hann er sagður ætla að leggja fyrir þýsku stjórnina tillögur um það hvernig hægt sje að gera nýja skipun á stjórn tjekkneskra mála. 45 milj. krónum varið til vípbúnaðar á dap í Engiandi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IBretlandi verður varið til víg- búnaðar hvern virkan dag næsta fjárhagsár (1939—1940) ca. 45 miljón krónum (2 ffiilj. ster- lingspundum). Samtals nema víg- búnaðarútgjöldin 12.8 miljörðum króna. Fimm miljarðar af þessari upp- hæð verða teknii í sköttum og gjöldum til ríkisins. Er það nokk- uð ininna en síðastliðið ár og er því ekki gert ráð fyrir að hin gífurlegn vígbúnaðarútgjöld leiði til skattahækkunar. Afgangurinn, 7.8 miljarðar, verða teknir að láni. Þann skerf eiga komandi kynslóðir að leggja til vígbúnaðarins. Frá, þessu skýrði Sir Jolm Sim- on í breska þinginu í dag. Hann. gat þess sein dæmis um vígbúnað Breta, að stærð skipanna, sem væri nú í smíðum fyrir breska flotann, væri samtals 660 þús. smálestir. Þjóðverji sigr- aði BirgerRuud Birger Ruud, hinn mikli Skíða- stökksnillingur Norðmanna, varð að láta í minni pokann á heimsmeistarakepninni í Zakopane. Fyrstu verðlaunin í skíðastökki hlaut Þjóðverjinn Bradl. Birger Ruud varð annar, þriðji Arnholdt Kongsgárd. Bradl stökk 80 metra, en ekki er ennþá komin frjetf um hvað hverjum fyrir sig hefir verið gef- ið í stíl. FRAMH Á SJÖTTU SÍÐU. fslenska hátíða- sýningin í Khöfn í gærkveldi Hundrað boðsgestir (ekki 1600, eins og skýrt var frá í F.Ú. fregn) voru viðstadd ir íslensku hátíðasýninguna, sem „Berlingske Tidende“ og „Nordiske Film“ efndu til í Paladskvikmyndahúsinu í gær- kvöldi (símar frjettaritari vor). Meðal boðsgestanna voru krónprinshjónin, sendiherrar Frakka, Belga, Hollendinga og allra Norðurlanda, ráðherrar úr danska ráðuneytinu, og margir æðstu embættismenn Kaup- mannahaf narborgar. Leikhúsið var fagurlega skreytt í íslenskum og dönsk- um litum. Kvöldið hófst með því, að Anna Borg las upp íslenska þjóðsönginn. Síðar flytja ræður Alsing Andersen ,landvarnaráðherra og Sveinn Björnsson sendi- herra, einsöng syngja Elsa Sig- fúss, María Markan og Stefano Islandi; Haraldur Sig- urðsson og hljómsveit Kgl. leik- hússins leika íslenska musik, og Jón Sveinbjörnsson konungsrit- ari sýnir skuggamyndir af verk- um Einars Jónssonar með skýr- ingum. Að lokum verður íslenska kvikmyndin sýnd og síðan stig- inn dans. K. R„ III. flokkur. Fyrsta æf- ingÍB verður í kvöld kl. 7.15 í nýja íþróttahúsinu. Drengir, sem æfðu á. síðastiiðmi sumri hjá fje- laginu, eru beðnir að mæta vel. Berard, erindreki Frakka í Burgos er nú kominn aftur til Frakklands, og átti tal við Bonnet í síma í kvöld. Hann fer aftur til Burgos á morgun og mun halda áfram viðræðum við Jordana ,utanríkismálaráð- herra Francos á miðvikudaginn. Jordana er farinn til Barcelona á fund Francos. SKEYTI DR NEGRINS. Dr. Negrin símaði í dag til Azana forseta og bað hann að koma til Madrid, til þess að stjórn hans gæti haldið áfram að starfa á grundvelli stjórnar- skrárinnar. í gær hafði Azana símað dr. Negrin og hvatt hann til þess að semja frið. Ljetust sömu nóttina eftir 48 ara hjúskap Hjónin að Snjallsteinshöfða 1 Landmannahreppi, Rangár- vallasýslu, Jón bóndi Ólafsson og Jónína húsfreyja Gunnarsdóttir, ljetust úr lungnabólgu aðfaranótt s.l. sunnudags, bæði sömu nóttina. Höfðu þau veikst af lungna- bólgu bæði sama daginn fyrir rúmlega viku og liaim lagst í rúmið þrem klukkustundum á undan húsfreyju. Einnig þrjár klukkustundir skildu þau að er þau ljetust : Jón bóndi andaðist um kl. 3y<2, aðfaranótt sunnudags og húsfreyja á sjöunda tímanum. Snjal lsteinshöfðah jónin myndu hafa átt 48 ára hjúskaparafmæli næsta vor, ef þeim hefði enst aldur. Þau höfðu búið að Snjall- steinshöfða síðastliðin 8 ár; næstu 40 ár á undan höfðu þau átt bú -að Bolholti á Rangárvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.