Morgunblaðið - 21.02.1939, Side 6

Morgunblaðið - 21.02.1939, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. febr. 1939. € 30QBE | ÚR DAGLEGA LlFINU Sjötugur: Magnús Guðmundsson A kugardaginn var, birtist allliing grein í AlþýðublaÖinu út af deilunni í Haf'narfirði, með ýmsum hugleiðing- um um það, hvað áður hafi gerst í verkfallsmálum hjer á landi. I'ar er m. a. komist þannig að orði: „Rað má með nokkrum rje'tti segja,* að alþýðusamtökin hafi fyr verið beitt hörðum tökum í vinnudeilum, og þá efi til vjll stundum gengið lengra en góðu hófi gegndi“. Þessi ummæli Alþýðublaðsins lýsa nieiri hreinskilni en menn hafa átt að venjast í því blaði. Er það nýi ritstjór inn Jónas Guðmundsson, sem er svona hreinskilinn ? ★ Hér var á götunum í gær óvenju- lega mikið krap og vatnselgur, svo gangandi fólk þurfti ,að vera vel bú- ið.til fótanna til þess að blotna ekki. Dað er að segja. Þeir, sem óhepnir voi-u gátu blotnað illa, alt fyrir það. Því víða sást að okkar góðu bílstjórar tóku ekki æskilegt tillit til þess, hvern- ig færðin var, heldur rendu sjer hratt gegnum krap og polla svo gusurnar gengu allmikið upp á gangstéttirnar stundum. I’að er nokkuð óskemtilegt að fá yfir föt sín dembu af aurblönduðu krapi. Skyldi ekki vera hægt að koma því til leiðar, að þeir, sem bílum aka hjer um bæinn, taki ofurlítið meira tillit til hins fótgangandi fólks, þegar færð- in er eins og hún var x gær? ★ Kaffihúsagestur skrifar blaðinu: Jeg er að vísu kvenrjettindamaður, hef altaf verið því fylgjandi að konur hefðu hið fylsta jafnrjetti við karl- juenn, Endft hefir mikið á unnist í þeirn efnum frá því í ungdæmi mínu. En stundum finst rnjer eins og æsku- menn höfuðstaðarins, sem hafa alist upp við það, að kvenfólk njóti jafn- rjettis við karlmenn, hafi tínt niður þéirri kurteisí í frárngongu gágnvart kvenfólki, sem hjer tíðkaðist áður. Smávægileg atvik í daglegu lífi bæj- arbúa sýna þetta greinilega. Eða hvað segja menn t. d. um það, þegar ungur piltur býður stallsvstur sinni til tedrykkju á kaffihúsi, og veður inn í veitingasalinn á undan lijpni, en stúlkan verður að gera svo v«I og lalla á eftir honum, rjett eins og hún sje honum óvelkominn föru- iiautur, sem hann hafi helst í huga að hverfa frá. »jMjer virðist að slík framkoma pilta * r x hriéyksli ekki ungu stulkurnar. Þær láta bjóða sjer þetta. Finst þetta ekk- eff gera til. MFyrir 20—-30 árum var þetfa þann- ig, að ef ungir menn í þessu smáatriði Iihgðuðu sjer eins og nú tíðkast, þá fylgdu stúlkurnar þeim hvoi'ki inn á kifffihús eðá út í lífið. Er það jafnrjetti kvenna, sem gert hefir þessa brevtingu? Getur ekki hin fyrri kurteislega framkoma þrifist, þó jafnr.jetti s.je gengið? ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort allir þeir menn, sem eru á ríkissjóðs- jötunni s.jeu ekki „stallbræður“. Öskudagurinn. Eins og að und- anförnu hefir Rauði Kross íslands merkjasölu á morgun. VæntaJilega bregða bæjarbúar vel við, eins og áður og kaupa Rauða Kross merk- in. Skólabörn og skátastúlkur munu selja merkin, og eru beðin að mæta kl. í) f. li. á skrifstofu Rauða Krossins í Ilafnarstræti 5 (Mjólkurf jelagshúsinu). EF LOFTUR GETUR ÞAP EKKI — — ÞÁ HVER? Idag er 70 ára Magnús Guð- mundsson afgreiðslumaður á Sauðárkróki. Hann er nú einn með elstu og þektustu borgur- um þess staðar; vinsæll maður og vel látinn af öllum. Hafa þó störf hans sem vei’slunar- manns oft verið það ai’gsöm og um- faugsmikil, að mörgum hefði fundist ásta'ða til að vera argur og afund- inn, en Magnús er það laginn og lip- ur í hvívetna, að allir hafa vel við un- að, bæði húsbændur hans og viðskifta- menn,, enda maðurinn að eðlisfai-i góð- g.jarn, greiðvikinn og samvinnuþýður. Magnús er fæddur 21. febi-. 1869 að Hafsteinsstöðum í Staðarhx-., Skaga- f,jarðarsýslu. Á barnsaldri misti hann foreldra sína, en ólst upp hjá Þor- leifi Jónssyni og konu hans Sigríði Þorbergsdóttur á Reykjum á Reykja- ,«tl'(»nd. 19 ára r.jeðist hann sem versl- unarpiltur til Popps kaupmanns á Sauðárkróki. Þar vann hann að versl- unar- og skrifstofustörfum, fyi-st hjá gamla Popp, sem kallaður var og síð- an hjá syni hans Chr. Popp; til úrsins 1909. Arið 1010 fluttisst hann til L)ýra- fjarðaj1 og' tók þar að sér umsjón og verkstjórn viö fiskvershm hjá Þitlg' eyrarverslun., og hafði hann þar frá 60—80 manns í sinni þjónustu í bestii sambúð og samvinnu við sína undir- menr,. Haustið 1914 fluttist hann aft- ur til Sauðárkróks og rak þar verslun upp á eigin hönd til ársins 1920, en þá rjeðist hann að verslun Ki'istiáns Gíslasonar þar, og vann hæði að af- gceiðslu- Og skrifstofustörfum til árs- ins 1933 og enn vinnur hann þar við í.fgreiðslu Eimskipafjelags Islands. A»uk þessai-a starfa hefir Magnús uiniið mikið að fjelagsmálum og iiðrum opinherum störfum, t. d. verið í hreppsnefnd Sauðárkróks um langt skeið o. fl. Árið 1893 giftist Magnús Hild'' Mar-: grjeti PjetUi'Sdóttuj' Eiríksen, Iiirini mestu gæðakonu. Þau eignuðust 4 hörn, dó eitt þeirra í æsku, en hin eru: Ludvig Carl skrifstofustjóri, Sjúkra- saml. Reykjavíkui’, Lára Ing'ib.jörg,, gift Guðjn. Kristjánssyni forstj., Isa- t'irði, og Kristján Carl skrifstofum. hjá Kaupfjel. Skagfirðinga, íjauðái-króki. Auk þess hafa þau hjón alið upp 3 börn, Pálínu Þórðardóttur, er dó um þrítugt, Paulu Sveinsdóttur og Magn- ús Guðmundsson, dótturharn þeirra' hjóna. Þessum fósturbörnum reyndist Magnús og þau hjón bæði sem bestu í'oreldrar, og er það glögt dæmi um í'ómarlund þeirra, þar sem þau af litl- um efnum færðust það í fang, að taka 3 börn til uppfósturs án endurgjalds. ■Jeg, sem þessar fáu línur rita, þekki Magnús frá minni barnæsku og minn- ist hans ávalt sem prúðmennis og hins mætasta manns, og jeg veit, að jeg raæl* fyrir munn allra Sauðárkróks- húa og annara, sem náin kynni hafa haft af honum, þegar jeg þakka hon- um fvrir öll liðnu árin og óska honum tii hamingju með 70 ára afmælið. Sig. A. Björnsxon. Minningarorð um frú Kristjönu Pjetursdóttur F. 2. maí 1863. D. 11. febr. 1939. Mjer er enn í minni, eftir rúm 40 át’, er jeg mintist í fyrsta skifti, að jeg ætla, á frú Kristjönu Pjetursdóttur Guðjohn- sens. Jeg sagði þá við systurdótt- ur hennar: „En hvað mjer líst vel á hana frú Kristjönu „töntu“ þína. Hún hefii svo bjartan, blíðlegan og virðulegan svip, að jeg held að engin frú hjer í bæ beri þetta þrent jafngreinilega sameinað í svip sínum og hún“. Mjer var strítt með þessum orð- um, hótað að segja „töntu“ frá, hvað mjer litist vel á hana; — líklega man jeg þessvegna svo vel eftir þessu. Halldór Jónsson bankagjald- keri, maður hennar, var glæsi- menni, gekk þar næstur Hannesi Hafstein að margra dómi, og barnahópurinn þeirra var elsku- legur; því hugsaði jeg snemma með hlýleik og aðdáun til heim- ilis þeirra, — og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, er jeg síðar kyntist því vel. Jeg vissi betur en ýmsir aðrir um, hve mikill áhuga- maður Halldór gerðist um krist- indómsmál síðustu æfiárin. Þá skrifaði hann trúvarnargreinar í Bjarma, þýddi og frumsamdi margar hugvekjur, sem sumar komu í hugvekjubókina Góðar stundir (frá 1913), og- bar þung- ar þrautir langrar ba nalegu með kristilegri tnigprýði, Og frú Kristjönn var það bersýnilega miklu meiri gleði en allur sahi- k væm isfagnaðurin n, sem þau höfðu áður húið við 1 értgi. Hún var jafnart fáorð um dýpstu tilfinníii'gar sínar; og mjer er ókunnugt um, hvað snerntna hun lærði að segja í fullri fdyöf u: „Við þennan brunninn þyrstur dvel jeg, þar mun jeg nýja krafta fá“. En hinu glevmi jeg aldrei, er hún sagði einu sinni árið 1914 við konuna mína eitt- livað á 'þá leið, að þyngstu raún- ir yrðu sem aukaátriði hjá þeirri gleði að sjá trúna þroskast hjá ástvinum manns við raunirnar. Svo mælir enginn, — þegar þær eru kornnar á heimilið, — van- heilsan komin og ástvinarmissir ef tiI vill ekki langt undan, — nema trúarþroski sje áður feng- inn. Enda er mjer óhætt að votta það, að hún var sannkristin kona, og sýndi það bæði sem eiginkona, móðir og amma —- og sjúkling- ur. Því að síðustu æfiárin átti hún við þunga vanheilsu að búa, en æðraðist aldrei. —• — Foreldrár frú Kristjönu voru Pjetur organleikari Guðjohnsen (f. 1812, d. 1877) Guðjónssonar hrep.pstjóra á Sjávarborg í Skaga firði, og kona hans Guðrún, dótt- ir Lárusar Knudsens kaupmanns í Rvík. Var Kristjana yngst (f. 2. maí 1863), af ló barna hópmun þeirra Guðjohnsens hjóna. Þrjár eru systurnar enn á lífi: frú Anna Thoroddsen, frú Guðrxin, ekkja síra Jens Pálss'onar og frú Kirstín, ekkja síra Lárusar Halklórsson- ar. Hún er þefrra elst, og verður 89 ára í vor. Árið 1886 giftist Kristjana Halldóri Jónssyni cand. theol., f. 1857 á Bjarnastöðum í Bárðar- dal. Bjuggu þar foreldrar hans Jóii hreppstjóri Halldórsson og kona hans Hólmfríður Hansdótt- ir, móðursystir sr. Jóhanns Þor- kelssonar, fyrv. dómkirkjuprests. Var Halldór Jónsson gjaldkeri Landsbankans 1885—1912, en andaðist 26. des. 1914. Börn þeirra Halldórs og Krist- jönu eru Pjetur horgarstjóri, Jón skrifstofustjóri, Gunnar verslun- arstjóri, allir í Rvík, Halldór bankastjóri á ísafirði og Hólm- fríður prófastsfrú á Setbergi. En harnabörnin eru 15, og 1 barna- harnabarn. Frfi Kristjana var þeim svo handgengin, að .jeg býst við, að þau hugsi nú svipað og- lagt var í munn minna barna, er önnur amma þeirra dó: Þú varst gjöf frá Guði góðum, amma kær. Því skal muna, — muna, meðan hjartað slær. Sigurbjörn Á. Gíslason. TEKJUR OG GJÖLD BÆNDA FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. Áætlað kaup eiganda, húsbónda og húsmóð- ur samtals kr. 1500.00 Renta af eigri bú- greinar — 820.00 Aðalútgjöld: Vextir af skuldum — 300.00 Ymisl. útgjöld svo sem fatnaður, læknishjálp, skemtanir, útvarp o. fl. — 600.00 T'tkoman á eigendareikningi er að meðaltali í 3 ár gróði kr. 550.00. Vinnulaun. Kaup eigenda er sem fyr segir áætlað kr. 1500.00. En vinnufólk hefir fengið það kaup, sem að meðaltali verður 24 aurar á klst. fyrir karlmenn og 13 aurar fyrir kvenfólk, auk fæðis og húsnæðis, sen: kostað hefir 22 aura á vinnustund karlmanns, en 11{/> eyri á vinnustund kven- manns. BIRGER RUUD TAPAR FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. 50 kílómetra kappgöngunni er einnig lokið í heimsmeistarakepn- inni í Zakopane. Þar urðu Norð- tnenn ekki vonsviknir, því Lars Bergendahl varð fyrstur og Oscar Gjöslien, sem einnig er Norðinað- tir, varð þriðji. Önnur verðlaun hlaut Finninn Korppiren. Urslitin í stökkkepninni munu hafa orðið Norðmönnum nokkur vonbrigði. sem von er, en þeir Birger Ruud og Bradl fá á næst- unni að leiða hesta sína sarnan á ný, því Bradl hefir tilkynt þátt- töku sína í Ilolmenkollen-mótinu, sem fer fram í næsta mánuði. Þar mætir og annar skíðastökksmað- ur þýskur, sem Þjóðverjar gera sjer miklar vonir um, Haselberger. Verður gaman að sjá livort Þjóð- verjurn tekst þá að „slá Norð- menn út“ í skíðastökki. Slysiö á Akranesi FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. tánganum og biðu þeir meðan ólagið reið yfir, en eins og kunnugt er, falla venjulega þrjár öldur hver á eftir ann- ari. Heldu þeir síðan inn í vörina, en þá skeði þaðr sem sjaldan skeður, að fjórða aldan skall á strax eftir þeim þrem og fylti það ólag bátinn og hvolfdi honum. Fóru allir, sem í bátnum voru í sjó- inn. Þetta vildi til mjög skamt frá landi. í fjörunni biðu nokkrir skipverjar af Ólafi Bjarnasyni ásamt fleirum, sem ætluðu að. hjálpa til að setja skipsbátinn þegar hanp kæmi að landi. Þegar meonirnir, sem í landii voru sáu slysið, brugðu þeir strax við og settu tvo báta á flot. Það er siður Akurnesinga, að taka árar og ræði úr bátum sínum og geyma í læstum skúr-» um þegar bátarnir standa uppL Fór nokkur tími í að komast af stað, til að bjarga mönnunum. , Þegar fyrri báturinn var konx inn út á vörina, þar sem slysið hafði orðið voru tveir af mönn- unum horfnir, þeir Teitur Bene-< diktsson og Jón Sveinsson. Bjarni skipstjóri og Tómas Þorvaldsson flutu. Jón Ólafsson helt sjer uppi á sundi skamt frá bátnum, en Páll Sveinsson helt sjer í bátinn. Jón Ólafsson var aðfranr- kominn og hrópaði á björgun- armennina að flýta sjer. Var honum fyrst bjargað hálf með- vitundarlausum og var síðan náð í Pál, sem enn hjekk i bátnum. - , Hinn báturiníl náði í þá Bjarna og Tólfnas og voru þeir báðir meðvitundarlausir. Páll náði sjer svo fljótt að hægt var að fara með hann heim til sín,. en með hina þrjá var farið í næsta hús, sem Teitur Stefáns- son trjesmíðameistari á. Þrír læknar, sem eru á Akra- nesi komu strax á vettvang og hófu lífgunartilraunir með að- stoð annara manna. Var lífg- unartilraununum haldið áfram í fullar tvær stundir, en þær reyndust árangurslausar á þeim Bjarna og Tómasi. Jón Ólafsson var mjög dasaður en fyrir ná- kvæma og góða hjúkrun hresst- ist hann brátt. Lík þeirra Teits og Jóns Sveinssonar voru ófundin í gær- kvöldi, þrátt fyrir nákvæma leit í gær og í fyrradag. Þetta átakanlega slys settr þegar sorgarsvip á Akranes. Akranes á þar að baki a& sjá fjórum dugnaðarmönnum og meðal þeirra hinum lands- kunna skipstjóra og aflamanns. Hinna látnu sjómanna verð- ur nánar minst síðar hjer í blaðinu. Rafveitustjóri Hafnarfjarðar hefir óskað þess getið, að slokkn- un ljósanna í Hafnarfirði aðfara- nótt laugardags hafi ekki stafað af því, að línan milli Vífilsstaða og Hafnarfjarðar hafi slitnað, heldur af samslætti á gömlu línunni milli Elliðaárstöðvarinnar og Vífils- staða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.