Morgunblaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. fdir. lS@i. Þjóðverjar Hver verður I3 páfi? búast við að nýlendur sínar aftur í ár Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gærr Enskir blaðamenn í Berlín telja að Þjóðverjar ætli að setja fram nýlendukröfur sínar við bresku ráðherrana Mr. Oliver Stanley, ver^slunarmála- ráðherra og Mr. Hudson, þegar þeir koma til Berlín í næsta mánuði til þess að semja um verslunarmál. Þeir ætla að rökstyðja kröfur sínar með því að Þjóð- verjar geti ekki tekið upp almenna sambúð við aðrar þjóðir í verslunar- og viðskiftamálum, fyr en örugt sje um að þeir geti fengið öll hráefni sem þeir þarfn- ast. — Lausafregnir ganga um það, að áhrifamiklir stór- iðjurekendur í I»ýskalandi, hafi látið svo um mælt, að Þjóðverjar muni að líkindum fá aftur nýlendur sínar í ár. I H Pacelli kardínáli er talinn koma til greina við páf'akjörið næstkom- andi miðvikudag. Pacelli hefir ver- ið ntanríkismálaráðherra Páfarík- isins og eftii- lát Píusar páfa. tók hann við æðstn stjórn ríkisins og páfahirðarinnar, þar til nýr páfi er kjörinn. Eugenio Pacelli er 63 ára gamall, fæddur 1876. f BESTA STOÐIN 1 London í gær. F.Ú. I ræðu sem Mr. Chamberlain flutti í Blackburn í gær, mintist hann á viðskiftasamninga þá, sem eru í undirbúningi mijli Bretlands og Þýskalands, og ljet í Ijós von um, að þeir myndu reynast besta ráðið til þess að koma á fót vinsemi og samvinnu milli þessara ríkja, en ekkert myndi verða heiminum til meiri bless- unar nje friðinum betri styrkur en ef slík vinátta gæti tekist milli þessara tveggja ríkja. Mr. Chamberlain komst svo að orði í ræðu sinni að einkunnarorð Breta væri „Friður bygður á styrk- leika („Peace through strength"). Hagsmunastreitan í Austur-Asíu Japanar taka eyna Hainan. Kortið sýnir, hve nærri Jap- anar höggva hernaðarlegum hagsmunum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna með töku Hainan. Japanar hafa þegar á valdi sínu eyna Formosa, Ladroneeyjarnar og Karolinueyjarn- ar. Frá þessum eyjum er hægt að gera árás á Hong-Koag (bresk nýlenda), Filipseyjar (bandarískar) og Indo China (sem er frönsk nýlenda). Á kortinu sjest líka eyjan Guam, sem ] Bandaríkjamenn eiga og vilja nú víggirða, þótt Japanar telji það óvinsamlega ráðstöfun gagnvart sjer. Aðvðrun Breta til óvina Frakka: „Staðnæmist! Hætta framundan!" Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Iræðu sem Halifax lávarður fluttí í efri málstofu breska þingsins í dag, bar hann það afdrátt- arlaust til baka að Mr. Chamberlain hafi haft nokkrar undantekningar. í huga er hann lýsti yfir nýlega .stuðningi við Frakka ef á þá yrði ráðist. Hann sagði að yfirlýsing Mr. Chamberlains hafi verið skýr og afdrátt- arlaus. Halifax lávarður líkti þessari yfirlýsingu við umferða- merki, sem víða mætti sjá á vegum í Englandi: „Staðnæmist. ' Hættulegur vegur framundan". Hann sagði, að enginn snefill af ágreiningi væri milli stjórna Bretlands og Frakklands. Azana segir af sf er innan tveggfa daga F Schuster kardínáli, erkibiskup í Mílanó, var meðal hinna fyrstu sem bar á góma, þegar farið var að spá, hver verða myndi eftir- maðnr Píusar XI. Alfred Hde- fonse Schusíer er 59 ára gamall, fæddur 1880. Kosningar í Dan- mörku 3. apríl Khöfn í gær. FÚ. IDanmörku er nú ráðgert að kosningar til landsþings og fólksþings fari fram samtímis 3. apríl næstkomandi. Lyra fór Bergen. í 'jiirkvöldi áleiðis til I ræðu sinni vjek Halifax lá- varður að kröfum ítala á hend- ur Frökkum. Hann sagði að í fljótu bragði gæti virst eins og deila Itala og Frakka kæmi Bretum ekki við. En þegar á alt væri litið, kæmi í ljós að hún varðaði þá miklu, fyrst og fremst vegna þeirrar afstöðu til Frakka, sem hann hafði lýst fyr í ræðu sinni, og í öðru lagi vegna þess að Bretar hefðu náð góðu samkomulagi við ítali og væru ekki fúsir til þess að fórna því aftur. Hann sagði að ekki gæti þó komið til mála að Bret- ar tækju að sjer að miðla málum milli ítala og Frakka, m. a. vegna þess að ítalir hafi ennþá ekki hverjar kröfur þeirra í raun og veru væru á hendur Frökkum og í öðru lagi vegna þess, að báðir aðilar hefðu lýst sig mót- fallna því, að Bretar reyndu að miðla málum. Á meðan svo væri, myndi breska stjórnin ekkert að- hafast í þá átt. FREGN KVEÐIN NIÐUR. Með þessum ummælum er skýlaust borin til baka fregn í ítalska blaðinu Popolo di Roma, sem var um það, að Perth lá- varður sendiherra Breta í Róm hafi í fyrradag farið á fund Cianos greifa til þesö að leggja fyrir hann tillögur úm mála- ------ segir „Mafin^ Frá frjettaritara vorran á Siglufirði. Khöfn í gær. RANSKA blaðið Matin boðar í dag að Azana forseti muni segja af sjer innan tveggja daga til þess að knýja dr. Negrin til þess að semja frið. Viðræöurnar milli Berards, erindreka frönsku stjórnarinn- ar og Jordanas utanríkismálaráðherra Francos hófust í Bur- gos að nýju í kvöld. Fullyrt er að Berard hafi fengið ótakmark- að vald til þess að semja við Franco. Er búist við að viðræð- unum verði lokið á morgun. Berard er væntanlegur til Parísar á sunnudag og á mánu- dag verður ráðuneytisfundur. í París, sem talinn er munu binda enda á þessa samninga með því að stjórn Francos verði viður- kend sem hin löglega stjórn á Spáni skilyrðislaust. Franco er sagður ekki gera sjer annað að góðu. Um 300 fulltrúadeildarþing- menn og öldungadeildarþing- menn í Frakklandi hafa undir- skrifáð skjal þar sem skorað er á stjórnina að viðurkenna ekki Franco án þess að gefa þing- inu kost á að láta í ljós skoðun sína áður. I DAG EÐA Á MORGUN. „Daily Express" skýrði frá því í morgun að samþykt hafi verið á ráðuneytisfundi í l^ond- on í gær, a§ viðurkenna stjórn Francos skilyrðislaust, annað- hvort í dag eða á morgun treyst sjer til þess að segja miðlun í deilu ítala og Frakka. „Skotið á okkur tundurskeyti: Sökkvum", neyðarkall Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Skip eitt í Atiantshafi heyrði í gærkvöldi svohljóðandi neyðarmerki: „Pecc skotið á okkur tundurskeyti óþektum kafbát nálægt Azoreyjum. — Erum að sökkva". Tvö skip gerðu þegar lykkju á leið sína til að bjarga hinu nauðstadda skipi, þ. Aá m. breska farþegaskipið Empress of Australía. Þegar þau komu á þær slóðir, sem skipið hafði gef- ið upp, sást ekkert rekald úr skipi, eða önnur merki þess að skip hafi farist þar. Skíðanámskeið f. R. Þátttakend- ur í_ skíðanámskeiði í. R., sem byrjar á mánudaginn, vitji skír- teina sinna til Kaldal á Laugaveg 11 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.