Morgunblaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. febr. 1939. Síðastliðið ár voru fluttir út flugeldar frá Þýskalandi fyrir 400.000 ríkismQrk. Indland hefir yerið einn besti viðskiftavinurinn í þessari grein og keypt flugelda fyrir 100.000 mörk. ★ Amerísk hljóðfæraverslun hefir látið fara fram athugun á því hvaða lag geti gert kröfu til að kallast þektasta lag í heimi. Nið- urstaðan var sú að enski þjóð- söngurinn „God save the King” („Eldgamla ísafold“) sje lang þektasta lag í heimi. ★ I borginni Kaunas í Lithauen er mikið af auðugu fólki, sem er með afbrigðum trúað og sem gefur miklar gjafir til bágstaddra. Er þetta fólk í sama söfnuði. Nýlega fekk einn af safnaðarmeðlimunum — auðug ekkja — heimsókn af tötralega klæddri konu. Konan bað ekkjuna um að vera skírnar- vottur að barni sem hún ætti og lofaði ekkjan því og fekk himii fátæku konu 50 krónur í pening- um til þess að búa sig undir skírn- arveisluna. Yar svo ákveðið að ekkjan mætti í kirkjunni vissan dag. Þegar ekkjan kom til kirkj- unnar var þar samankominn mik- ill fjöldi af auðugu fólki úr söfn- uði hennar og brátt komst sann- leikurinn í ljós. Konan fátæka hafði fengið alt fólkið, sem þarna var samankomið, til að vera skírn- arvotta og fengið um leið frá 50 -100 kr. hjá hverjum upp í skírnar veisluna, en hvorki konan nje barnið komu til kirkjunnar og hafa ekki sjest síðan. ★ Afgfeiðslumaður í einu af stærstu verslunarhúsum New York-borgar fann á dögunum hring á búðarborðinu. Hringurinn virtist ekki vera neitt sjerlega merltilegur gripur og það var ekki fyr en nokkrum dögum síð- ar er prinsessa Doris Faris es Sultaneh gerði fvrirspurn um hring, sem hún hafði tapað, að afgreiðslumanninum datt í hug að hringurinn væri einhvers virði. Þetta var platínuhringur, sem kostaði 60 þús. krónur. ★ I smábænum Preston í Englandi býr fjölskylda sem Gorst heitir. I fjölskyldu þessari eru þrjár upp- komnar dætur og einn sonur. Onn- ur fjölskylda, sem Ketsau heitir, býr einnig í þessum bæ. Þar eru þrír uppkomnir synir og ein dótt- ir. Nýlega var haldið ferfalt brúð- kaup í bænum, Gorst systkinin og Ketsau systkinin giftust. > ★ Samgöngumálaráðherrann enski, Burgin, er mikill málamaður. Ný- lega var hann í veislu hjá jap- anska sendiherranum í London og helt þar ræðu á japönsku. Talar ráðherrann það mál reiprennandi, en auk þess talar hann frönsku, þýsku, spönsku, ítölsku, ung- versku, rússnesku, arabisltu og Norðurlandamálin. ★ MÁLSHÁTTUR: Metorðagjarn lceppir altaf upp- eftir. ÍJffltynnvrupw VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af burða vel. BETANÍA. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 814. Ræðumaður Ólafur Ólafs- son kristniboði. Allir hjartan- lega velkomnir. (Hafið passíu- sálmana). FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. NÝTT NÁMSKEIÐ í að sníða og taka mál hefst 1. mars. Margrjet Guðjónsdóttir, Sellandsstíg 16 I. JíaunÁÉzajiííg PÚÐAR settir upp, ódýrt og smekklega, Freyjugötu 39. Sími 2346. ÚTSALA! — ÚTSALA! Margt afar ódýrt. — Verslunin Dyngja. CEROVIM-BRAUÐ (úr heilmöluðu hveiti). Gísla- bakarí, Bergstaðastræti 48. — Sími 5476. KVENFRAKKAR og kvenkápur. Nýjasta tíska. Lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. NÝTlSKU KVENPEYSUR mjög vandaðar. Fallegur ísaum- ur. Verslun Kristínar Sigurðar^ dóttur. ULLARSOKKAR á telpur og drengi, allar stærð- ir. Lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. SILKIUNDIRFATNAÐUR kvenna. Settið á 9.85. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. KJARNAHVEITI, Malað hveiti og ómalað er kom- ið í verslun Guðjóns Jónsson- ar, Hverfisgötu 50. Sími 3414. HEILHVEITI frá Rank, nýmalað, Ale«xandra- hveiti í 50 kg. pokum, 10 lbs. pokum og smásölu ódýrt, og alt til bökunar ódýrast í Þor- steinsbúð. Hringbraut 161. Sími 2803. Grundarstíg 12. Sími 3247 ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeins 90 aura heilflask- an. Sent um allan bæ. Simi 1616. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturg. 28. Sími 3594. DRENGJAFÖT (matrosaföt) fallegt úrval. — Einnig fataviðgerðir (kunst- stopning). Sparta, Laugaveg 10 Sími 3094. REYKJAVÍK — HAFNARFJÖRÐUR. Kaupum flöskur, whiskypela, soyuglös, bóndósir. — Sækjum heim. Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 21. KAUPUM FLÖSKUR, flestar teg. Soyuglös, whisky- pela, meðalaglös og bóndósir. Versl. Grettisgötu 45. Sækjum heim. Sími 3562. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. GULRÓFUR eru seldar daglega í heilum pokum. Sendar heim. Sími 1619. MEÐALAGLÖS keypt daglega í Laugavegs Ap- óteki. HÆNSNAFÓÐUR Rank’s blandað og varpmjöl, í heilum pokum og smásölu. Þor- steinsbúð. Hringbraut 61. Sími 2803. — Grundarstíg 12. Sími 3247. ÍSLENSKT BÖGGLASMJÖR Freðýsa undan Jökli. — Þor- steinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 324/ KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35: Vetrarkápur og Frakkar með tækifærisverði til mánaðamóta. Fyrir skíðafólk: Anúrakar, legghlífar, lúffur, treflar, hettur og bakpokar. Alt með sanngjörnu verði. — Sigurður Guðmundsson. Sími 4278. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-- ing og viðgerðir á útvarpstækj,- um og loftnetum. SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- sokka. Fljót afgreiðsla. — SímL 2799. Sækjum, sendum. FÓTA-AÐGERÐIR Geng í hús og veiti allskonair fótaaðgerðir. Unnur Óladóttir.. Sími 4528. VJELRITUN OG FJÖLRITUN Fjölritunarstofa Friede Páls- dóttur Briem, Tjarnargötu 24, sími 2250. TANDTEKNIKER Stilling söges af kvindelig dánsk Tandtekniker med Kendskab til alt vedrörende Kautschuk, Guld, Porcelænsteknik. Karen Rörholm, Vestergade 8, Mari- bo, Danmark. ÓSKA EFTIR skrifstofuhreingerningurrE eða annari þessháttar vinnu. — A. v. á. ÍBÚÐ í Vesturbænum, 2 herbergi og eldhús með öllum þægindum óskast 14. maí. — Uppl. í síma, 2975. Tækifærisverð á Rykfrökkum, karlmanna og unglinga. 20 <il SO?J, ttklállur af Tölum, Hnöppum, Spennum, Mótívum o. fl. smá- vörum. Töskur, Belti og Hanskar fyrir innkaupsverð í dag og á morgun. Vesla, Laugaveg 40. Ullagar í austri — Eftir Charles G. Booth FORMÁLI að var í Ijósaskiftunum, sem Daniels skipstjórí kom auya á kínversku skútuna. Hann sá ógreini- lega svartlakkaðan skipsskrokk hennar, drekamynd- að stefnið og brún seglin. En engu að síður virtist þessi dularfulla skúta miklu fallegri en „Prins Aust- urlanda“ í allri sinni tignarlegu fegurð, þar sem hún lá, hjúpuð fjólubláu mistri. Daniels skipstjóri var Iieldur ekki blindur fyrir fegurð skútunnar, þó vildi hann ekki játa það. Ilann virti hana fyrir sjer í sjónaukanum. „Hún virðist vera á reki, Kram“, sagði hann við þriðja stýrimann. „Já, hún er á reki“, svaraði Kram eftir nokkra þögn. „Það sjest ekki nokkur sála um horð. Ætli skipshöfnin hafi yfirgefið skipið, skipstjóri ?“ „Ef svo er, getur ekbi verið langt síðan. Seglin eru uppi og skipið á ferð, þó liggi það djúpt“. Hann þagði urn stund, en bætti síðan við: „Annars er ekki að vita, hverju búast má við af þessum heiðingjum, «f hræðslan grípur þá“. „Það er lítill bátur á þilfarinu á bak við stýrishús- ið“, sagði Krain. Skipstjórinn svaraði ekki. Hann var í slæmu skapi yfir því, að skipi hans hafði seinkað, sökum bilunar í Shanghai, og ekki kom- ist af stað frá Whangpoo fyr en 12 klukkustundum á eftir áætlun. Hann hafði 1500 farþega um horð, sem allir ætluðu til Evrópu um Suez, og nú tafðist hann enn, vegna þessarar kínversku skútu, sem skaut alt í einu upp þarna á stjórnborða. Hann liafði siglt í nær fimtíu ár og erfðavenjur stjettarinnar voru honum í blóð bornar. Hann vissi vel, hvað skvldah bauð honum að gera, þó væri hon- um það þvert um geð. * Skútan lá á miðri siglingaleið gufnskipa- með- fram ströndinni. Eftir sólarlag mátti búast við svarta- þoku, og þegar þokan frá Gula hafinu faldi skútuna gat hún orðið hættulegur þrándur í götu gufuskipa, sem þarna áttu leið um. ' „Jeg sje ekki betur en að þetta sje Ningpo-djúnk- ari”, sagði þriðji stýrimaður. „Skrítið, live Kínverjar hafa gaman af að skreyta skip sín með útskornum myndum. Þarna sje jeg fngl á skutnum, sem á víst að vera fuglinn Fönix og merkja ódauðleikann. Þau eru meðfærileg, þessi seglskip, fisljett og ávöl. Þeim má auðveldlega snúa á örlitlu færi“. Daniels skipstjóri vissi öll deili á þessum farar- tækjum, og hafði þekt þau löngu áður en þriðji stýri- maður fæddist. En hann hafði enga löngun til þess. að kappræða um þau, síst af öllu við Kram, sem hon- nm leiddist. Kram var montinn og merkileguh með sig og hafði gaman af að sveima í kringum kvenfólk- ið uppi á þilfari í tunglsljósinu á kvöldin. Auk þess var liann Ameríkumaður. En Daniéls skipstjóri, sein var fæddur í Tynemouth og var ósvikinn Breti, hafði? megnasta vantraust á amerísku þjóðerni. „Það er hægt að snúa svona skipi á fimmeyring, Kram“, sagði hann kuldalega og brá sjónaukanum fyrir augun. Þeir voru nú komnir á hljeborða við skútuna. ¥ Sólin var gengin til viðar hak við Ningpo, og kín- verska ströndin var hulin dökkblárri móðu. Alt í einu sagði Kram: „Það eru fuglar í reiðan- um, skipstjóri!“ „Hræfuglar, Kram“, sagði skipstjórinn þurrlega og horfði á eftir einum fuglinum, sem flaug burt. Hann gekk yfir stjórnpallinn og staðnæmdist stjórn- borðsmegin. „Olioj!“ hrópaði hann. „Er nokkuð að?“ Ekkert svar. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sjer, fór inn í stýrishúsið og Ijet stöðva skipið. „Setjið út bát, Kram, og farið og athugið hvað er að“, sagði hann. Og við ræðarana: „Stjórnborðsmegin, piltar .... rösklega!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.