Morgunblaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. mars 1939.. KnaKspyrnufjelag Reykjavíkur 40 ára K. R. stundar nú flestar íþrótta- greinar og telur 2000 fjelaga ELSTA knattspyrnufjelag landsins er 40 ára í þess- um mánuði. Það gefur okkur til kynna að knattspyrnuíþróttin, þessi vinsæla íþrótt, sje orðin 40 ára hjá okkur, því gera má ráð fyrir að brátt hafi verið stofnaður fjelagsskapur þegar unglingar þessa bæjar fóru að fá áhuga fyrir að leika sjer í knattspyrnu. Fjelagið, sem á heiðurinn að vera elsta knattspyrnufjelag landsins er Knattspyrnufjelag Keykjavíkur — K. R. — eða Fótboltafjelag Reykjavíkur eins og það hjet fyrst er það var stofnað. En nú er þetta stórveldi innan íþróttahreyfingarinnar aldrei nefnt annað en K. R. í daglegu tali. K. R. hefir, sem kunnugt er, mjög aukið starf- svið sitt frá því að það var ein- göngu knattspyrnufjelag því nú er innan fjelagsins stundaðar allar íþróttir sem íslensk æska leggur stund á. Meðlimatala fjelagsins er nú í kringum 2000 og er fjelagið því einn langfjöl- mennasti fjelagsskapur hjer á landi. Pað yrði vitanlega alt of langt mál að ætla sjer að rekja hjer sögu K. R. svo nokk- urt lag væri á. Til þess entist ekki mörg heil Morgunblöð, hvað þá það litla rúm, sem mjer er ætlað. En stiklað verð- ur hjer á helstu og merkustu at- burðum í sögu fjelagsins. Það er upphaf að stofnun K. R. að hingað til lands er ráð- inn skotskur prentari, James B. Fergusson. Maður þessi var á- hugamaður um íþróttir, sem þá var heldur fátíð skemtun meðal æsku Reykjavíkur. Ferguson var frækinn íþróttamaður í heimalandi sínu og hafði hlot- ið verðlaun fyrir afrek sín. Það var árið 1895 sem Fergusson var ráðinn hingað. Strax fyrsta veturinn sem hann dvaldi hjer, safnaði hann að' sjer hópi tingra manna og tók að æfa þá í ýmiskonar íþróttum, þar á xneðal knattspyrnu. Þegar Ferg- usson fór af landi burt tók Ól- .afur Rósinkranz við forystu- starfi hans í íþróttamálum bæj- arins. Stofnfundur K. R. var hald- inn í marsmánuði 1899 með því að þá komu nokkrir piltar sam- an í búð Gunnars Þorbjamar- sonar í Aðalstræti (sem síðar var verslun Guðmundar Olsen — verslun Halldórs Gunnars- sonar, en nú er þar Manchest- *r). Aðalhvatamenn að stofnun fjelagsins voru bræðurnir Þor- steinn og Pjetur (óperusöngv- ari) Jónssynir. Var Þorsteinn lífið og sálin í fjelagsskapnum og gekst fyrir að panta knetti ifrá Liverpool í Englandi. Er hann talinn formaður K. R. frá 1899—1910. Eins og geta má nærri, var K. R. aðeins einskonar leik- bræðrafjelag til að byrja með, meðan andstæðingafjelag vant- aði og lítið um reglulegt fje- lagslíf fyrstu 10—15 árin. En allan tímann er fjelagið þó á lífi. Árið 1911, þegar gamli í- þróttavöllurinn er bygður, fær- ist fjör í alt íþróttalíf í bæn- Eftir um. Þá er búið að stofna fleiri knattspyrnufjelög, Víking og Fram og litlu síðar er Valur stofnaður. íslandsmótið fór í fyrsta skifti fram 1912, vann Fótboltafje- lag Reykjavíkur (K.R.) það mót. Árið 1913 á aðalfundi Fót- boltafjelags Reykjavíkur er breytt um nafn á fjelaginu og það nefnt Knattspyrnufjelag Reykjavíkur. Pegar rætt er um K. R. sem knattspyrnufjelag, verð- ur fyrst og fremst að minnast þess manns, sem gerði K. R,- inga að bestu knattspyrnumönn um landsins á sínum tíma, en sá maður er Guðmundur ÓI- afsson knattspyrnuþjálfari K.R. í 20 ár og núverandi formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Guðmundur tekur að sjer þjálfun II. og III. fl. um sumar- ið 1920 og þó ekki sjáist árang- ur af starfi Guðmundar sirax eða næsta ár, er árangurinn svo glæsilegur þegar hann loks Guðmu.advu' Ólafsson íorm. K. R. R. r rýst út, að K .R. mun búa að honum í morg ár fram í tímann. Árið 1926 er glæsilegasta ár i sögu K. R. því það ár vinnur fjelagið í öllum mótum, sem haldin voru það ár, en slíkt hefir ekki komið fyrir hjer fyr nje síðar, að eitt og sama fje- lagið ynni öll mót. Auk þess sem K.R. hefir tek- ið þátt í öllum knattspyrnumót- um, sem hjer hafa verið haldin hin síðari ár, hefir fjelagið efnt til knattspyrnuferðalaga út á land og til Færeyja í fyrrasum- ar. í sumar á það von á heim- sókn frægs ensks fjelags. En það er sem kunnugt er fleira en knattspyrnan, sem K. R. hefir látið til sín taka. Þó er það ekki fyr en K. R. er orðið 20 ára, að farið er að hugsa um að stunda frjáls ar íþróttir. Það var Kristján L. Gestsson, sem átti frumkvæðið að því, eins og svo mörgu öðru, að K. R. fór að leggja kapp á Vivax frjálsar íþróttir. Nú eru frjáls- ar íþróttir ákaflega stór liður á starfsskrá K. R. Það, sem Guðmundur Ólafs- son hefir verið fyrir knatt- spyrnuna í K. R., má segja að Kristján Gestsson hafi verið fyrir frjálsu íþróttirnar. Allir, sem þekkja Kristján, þekkja festu hans og áhuga fyrir þeim áhugamálum, sem hann berst fyrir. Starf Kristjáns fyrir K. R. bæði sem formaður þess í fjölda mörg ár, stjórnarmeðlimur og virkur íþróttaf jelagi, er svo geysimikið, að erfitt er að meta það með orðum hvað þá í öðru. Jeg mun ekki frekar en í khattspyrnusögunni fara neitt nákvæmlega út í að lýsa afrek-' um K. R.-inga í frjálsum íþrótt- um, en nokkur landsþekt nöfn ryfja upp fyrir mönnur.i, hvað K. R. hefir lagt tii má'anna. Geir Gígja, hlauparinn mikli og Magnús Guðbjörnsson eru báðir K. R.ingar svo og Ingvar Ólafsson og Ólafur C uðmunds- scn, Garðar S. Gísla; on og Sveinn Ingvarsson, Helgi Guð- Kristján Gestsson framkv.stj. K.R.-hússins. mundsson, Kristján Vattnes, Sverrir Jóhannesson og fieiri mætti nefna, en þetta eru alt menn, sem sett hafa íslensk met í einni eða fleiri íþrótta- grein. Leikfimi er stunduð mikið; innan K. R. sem að líkum lætur og hefir Benedikt Jakobsson leikfimikennari verið íþrótta- kennari hjá K. R. í nokkur ár. Fyrir tiltölulega fáum árum, eða 1934 vaknaði áhugi meðal K. R.-inga fyrir skíðaí- þróttinni. Stjórn K. R. Björgvin Schram varaform. Erlendur Pjetursson formaður. Sigurjón Jónsson ritari. Eyjólfui' Leós gjaldkeri. Sigurður Halldórsson aðstoðaiféhirðir. Georg Lúðvígsson aðstoðargjaldkeri. Sigurður S. Ólafsson kráritari. Ólafur Guðmundsson fjehirðir. Björgvin Magnússon áhaldavöruður. Skíðaáhuginn byrjaði ósköp yfirlætislaust með nokkrum ferðum hingað og þangað um nágrennið, en ekki leið á löngu þar til hinn alkunni K. R.- dugnaður gerði vart við sig og skíðafólk K. R. kom sjer upp skála í Skálafelli í Esju. Reynd- ist skálinn brátt of lítill, en þá gerðu K. R.-ingar sjer lítið fyr- ir og bygðu sjer nýjan skála svo að segja með berum höndum og tómum vösum. Er bygging skál- ans einhver fegursti vottur um fjelagslyndi og áhuga fyrir í- þrótt, sem nokkurt fjelag hefir sýnt hjer á landi. K. R.-ingar munu án efa á þessu sviði sem svo mörgum öðr- um íþróttasviðum, veiða til fyr- irmyndar. Sund hefir veriS stundað inn- an vjebanda K. R. síðan 1922 og var það Kristján L. Gestsson, sem átti aðalfrum- kvæðið að því. K. R.-ingar hafa átt marga ágæta sundmenn og sundmeyj- ar, og má þar til nefna Björg- vin Magnússon, Regínu Magn- úsdóttur, Magnús Mágnússon, Pjetur Eirfkssön og xléiri. E. Ó. P. Þegar skrifað er um K. R., þó ekki sje nema lítil grein, væri sagan aldrei hálfsögð, ef ekki væri minst á núverandi formann fjelagsins, ErJend Pjetursson. Erlendur er lífið og sálin í fjelaginu, og K. R. er lífið og sálin í lífi hans. Enginn mað- ur gleðst jafn innilega yfir sigr- um K. R. og hryggist yfir ó- sigrum eins og E. Ó. P. Það er ánægjulegt að sjá hann spáss- era úti á vehi, þegar K. R. hef- ir 1 yfir, en oft ber svo undar- lega við, að hann sjest ekki, þegar K. R. er í tapi, sjerstak- lega ef um úrslitaleiki er að ræða. Heiðursmaðurinn Eríendur Ó. Pjttursson hefir setið í 24 ár í stjórn K. R Hann er ,,the grand old man“, sem allir virða fyrir mannkosti hans, bæði fjelagar sem og andstæðingar, sem sjá rná af því, að er skæðasti keppi- nautur K. R., Ármann, átti fimtugsafmæli, þá var Erlendur sæmdur heiðursmerki Ármanns. ★ Annað kvöld minnist fjelagið afmælisins með hófi að Hótel Borg, sem verður afar fjölsótt. Það er ástæða fyrir bæjarbúa í kvöld að þakka K. R. fyrir það menningarstarf, sem fje- lagið hefir unnið hjer í bæ í þau fjörutíu ár ,sem það hefir starfað. Megi hagur þess blómg vast og afrek þess aukast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.