Morgunblaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 3
Föetudagur 10. mars 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
„Klemm“-f lug vj el-
in fer til Horna-
fj arðar og norð-
ur í Hjaltadal
Samtal við flugmanninn
Klemm-flugvjelin svonefnda, sem Þjóðverjarnir
komu hingað með í sumar, hefir verið tekin
til notkunar síðustu daga, sem ef'tar. Á sunnu-
daginn var flogið með póst í henni austur í Hornafjörð.
En á miðvikudaginn var farið norður að Hólum í Hjaltadal.
Það var Örn Johnson er fór báðar þessar ferðir. Hafði
blaðíð tal af honum í gær.
— Hvað er að frjetta af ferð-
inni austur?
— Þetta var einskonar
reynsluflug með póst. Við vor-
um tveir í þeirri ferð, settumst
á Skógasand og tókum þar
bensín, Ijetum dálítið af pósti
íalla niður í Vík og settumst
síðan á Kirkjubæjarklaustri,
fluttum þangað póst og tókum
til baka. Flugum síðan austur
yfir Skeiðarársand og austur
sveitir til Hornafjarðar, tókum
þar póst og fórum síðan til
baka. En við náðum ekki hing-
að um kvöldið, treystum því
ekki að fá nægilega bjart til
að lenda er hingað kæmi pg
gistum því í Kaldaðarnesi. í
ráði er að fara aftur með póst
til Hornafjarðar um næstu
helgi.
★
Svo var það á miðvikudaginn,
að skólastjórinn á Hólum,
Kristján Karlsson fjekk flug-
ferð heim til sín. Hann hefir
verið hjer á Búnaðarþingi og
þótti langt að bíða eftir skips-
ferð.
Við flugum norður yfir Holta
vörðuheiði og settumst á Sönd-
um í Miðfirði til að taka þar
bensín, sem þar var frá því í
sumar.
— Er ekki hægt að fljúga
nema stutt í þessari vjel milli
þess sem tekið er' bensín?
— Hún getur tekið bensín til
4i/o klst. flugs. Með því að setj-
ast í Miðfirðinum, þurfti jeg
ekki að taka bensín í bakaleið-
inni.
— Hvar settust þið á Hól-
um?
— Við settumst þar á túnið,
skamt fyrir neðan bæinn. Það
þurfti dálitla aðgæslu við, af
því snjór var þar á jörð. En
hestar voru á túninu, svo jeg
gat sjeð hve snjórinn var djúp-
ur. Hann var ekki nema 15—20
cm. Svo þurfti jeg líka að átta
mig á skurðum, sem þar eru, af
því snjór var yfir þeim. Hefði
mjer ekki litist á að setjast
þarna, þá hefði jeg flogið til
baka vestur á Hjeraðsvatna-*
bakka. Svo það hefði ekkert
gert til.
Svo kom jcg snöggvast við
í bakaleiðinni á Sauðárkrók,
settist á sandana skamt austan
við Krókinn og tók þar póst.
j Síðan helt jeg suður. Jeg fór
| um Vatnsskarð og Langadal. En
j jeg fór yfir Arnarvatnsheiði en
j ekki Holtavörðuheiði á suður-
í leið. Því þá var bjart veður.
★
— Er hún góð þéssi Klemm
v j el ?
— Hún er býsna góð, nema
hve hún er ekki hraðfleyg.
Hraðinn er ekki nema 120 km.
á klst. En það er mjög gott að
velja sjer lendingarstaði' á
henni, þar sem maður er ó-
kunnugur, fljúga mjög hægt
yfir til þess að geta skoðað
lendingarstaðinn gaumgæfilega,
áður en sest er.
Afmælishátíð
Húsmæðraf j elagsins
Húsmæðrafjelag- Reykjavíkur
hjelt 'hátíðlegt 4 ára af-
mæli sitt miSvikudaginn 8. þ. m.
Hófst það með sameiginlegu borð-
haldi kl. 8% í Oddfellowhúsinu.
Voru þar samankomnar um 200
konur, og var gíeðskapur mikill.
Skemtunina setti form. fjelags-
ins, frú María Thoroddsen, og
bauð konur velkomnar. Þá fluttu
þessar konur ræður: Frú Guðrún
Jónasson fyrir minni fjelagsins;
frú Sigríður Sigurðardóttir minni
ættjarðarinnar; írú Jónína Guð-
mundsdóttir minni kvenna, og frk.
María Maack minni karla. Þess
á milli var sungið af miklu fjöri.
Eftir að borð voru upp tekin
hófust skemtiatriði, sem voru, að
ungfrú Elly Þorláksson sýndi list-
dans, frú Guðný Jónsdóttir og frú
Björg Guðnadóttir sungu tvísöng
með undirleik frú Guðnýjar á
guitar, og sýndur var gamanleik-
urinn „Litla dóttirin“, sem var
leikinn af nokkrum fjelagskonum.
Þá var stiginn dans fram á nótt.
Þótti skemtunin takast prýðilega,
og voru konur mjög glaðar og
ánægðar yfir vexti og viðgangi
fjelagsins, enda hafa þær mikinn
áhuga á, að fjelagið í framtíðinni
geti orðið bæði til gagns og gleði
fyrir allar húsmæður bæjarins, og
að þær með sameiginlegum átök-
um geti hrundið ýmsum áhuga-
og hagsmunamálum heimilanna í
framkvæmd.
Vilhjáimur Þór
ð að semja
um ameriska
lánjð
Dr. Wright og fjelagi haiis
voru á fundi með ríkis-
stjórninni í gæv út af lánstilboði
þeírra. Oskaði dr. Wright eftir
því, að ríkisstjórnin feli Vilhjálmi
Þór framkvæindastjóra að semja
við hinn ajneríska banka um hið
umtalaða stórlán. Telur hann að
með því móti muni beinir samn-
ingar geta Irafist milli ríkisstjórn-
arinnar og liins ameríska banka.
Munnlegt lot'orð hefir ríkis-
stjórnin gefið um ]>að að hún gæfi
hinuin ameríska banka ákveðið
svar hm lárt þettú. -áður 'en hún
kyniii að leita til annara um lán.
Er heimildarmáður blaðsins að'.
þessari frjett' vár spurður að því
hver hinn ameríski banki vænj,
sagði ’harm að dr. Wright vildi
ekki segja frá því. En undir eins
og Vilhjálmur Þór fengi umboð
ríkisstjórnarinnar til þess að;
semja um lánið þá yrði, lionum
vísað á bankann þar vestra.
Ólafsvíkurbátar
lenda í óveðri
f Ólafsvík skall á, laus eftir liá-
degi í gær, ofsaveður af suð-
austri með rigmngu. Allir bátar.
voi*u á sjÓ, að einum undantekn-
um, sem notaður hafði verið sem.
dráttarbátur við afgreiðslu Súð-,
arinnar, sem stödd var í Ólafsvík.
Bátarnir náðu allir landi í Ól-
afsvík, nema tveir, en þeir kom-
ust til Sands og náðu landi þar.
Annar þessara báta A*arð að fara
frá öllum lóðum sínum ódregnum,
vegna þess að línusfúfur hafði
flækst í skrúfu hans.
Hinir bátarnir náðu lóðum sín-
um öllum éða mestöllum.
Afli A’ar fremur tregur. (FU.).
25 MILJÓN KR. INNAN-
LANDSLÁN DÖNSKU
STJÓRNARINNAR
Khöfn í gær F.Ú.
TT^ jármálaráðherra Dana hef-
ir á þingi lagt fram til-
lögu, sem heimilar stjórninni
að taka nýtt lán innanlands að
upphæð 25 miljónir króna. Er
ætlanin að verja fje þessu að
mestu leyti til ýmiskonar við-
búnaðar, ef til styrjaldar eða
samgönguerfiðleika kynni að
draga, þar á meðal 5 miljónum
til loftvarna fyrir almenning.
Árbók norrænu fjelaganna
fyrir 1939 er nýkomin' út. í
hana ritar meðal annara Ásgeir
Ásgeirsson, fyrverandi fræðslu-
málastjóri, um skóla á íslandi.
í heftinu eru 11 myndir frá ís-
landi, þar á meðal mynd af
málverki eftir Svein Þórarins-
son. (F.Ú.).
3
Skautadrottniiig á feröatagi
Enska skautamærin Megan Taylor varð heimsmeistari í listhlaupi á
skautum. Nú er liún nýlögð af stað í sýningaferðalag til Bandaríkj-
aima og Kanada, en þaðau heldur hún svo til Ástralíu og Suður-
Afríku. —• Mvndin er tekin þegar skautadrotuingin er að kveðja
kunningjana á brautarstöðinni í London.
Aðalfundur Fjelags
Matvörukaupmanna
Aðalfundur var baldinn í Fje-
lagi matvörukaupmanna í
Kaupþingssalnum í fyrrakvöld.
Formaður gaf skýrslu vfir síð-
asta staffsár og kom víða við.
Stærsta áhúgániál matvörukaup-
manna er að veittur verði fr.jáls
innflutningur á matvörum, og er
það ekki nema eðlilegt, þar sem
komið hefir í ljós að meiri leyfi
hafa verið veitt í þessum vöru-
flokkum heldur en nauðsynlegt
verður að teljast, þar sem tölu-
verður hluti þeirra hefir alls ekki
verið notaðtir. Þó fá smákaup-
niénn í Reykjavík ekki leyfi til
þess að flytja ínn nema lítinn
hluta af þeim nauðsj'njavörum
sem þeir þvrftu að útvega við-
skiftamönnum sínum.
Mikil óánægja ríkir meðal fje
lagsmanna út af verslunarbrölti
þess opinbera með nýja og þurk-
aða ávexti. Er öllum óskilanlegt
bvaða ástæða sje til þess að taka
frekar þessar vörutegundir í liend-
ur ríkisins en aðrar.
Samþykt var að verða við til
i rnælurn Versl unarnjannaf jelags
Reykjavíkur um að stvtta vinnu-
tíma á föstudögum á vetrum til
kl. 6 í stað þess að nú eru búðir
opnar til kl. 8.
Formaður var endurkosinn Guð-
mundur Guðjónsson kaupmaður,
einnig þeir Tómas Jónsson og
Símon Jónsson meðstjórnendur.
Fyrir voru í stjórninni Sigur-
björn Þorkelsson og Sigurliði
Ivrist jánsson.
Fimm línuveiðarar, Gullfoss,
Sigríður, Rifsnes, Sæfari og Freyja
komu í fvrrakvöld allir með dá-
góðan afla, eða frá 120—180 skpd.
af fiski eftir 5—7 lagnir.
í dag kemur út hjá Máli og
menningu síðari hluti af Móðirin
eftir Maxim Gorki.
Lokakepni
um Argentinu
skákíör
Lokakepni um þátttöku ís-
lenskra skákmanna í vænt-
aulegri Argentínuför liófst á
sunnudaginn var. Þátttakendur
eru þessir:
Sturla Pjetursson, Sæmundur
Olafsson, Ásmundur Ásgeirsson,
Baldur Möller, Einar Þorvaldsson,
Olafur Kristmundsson, Eggert
Gilfer og Steingrímur Guðmunds-
son.
í fyrstu umferð vann Gilfer
Sæmund, Sturla og Steingrímur
jafntefli, Ásmundur og Ólafur
biðskák. Einar, sem átti að tefla
við Baldur, var fjarveraudi.
Gilfer bafði svart og' ljek drotn-
ingarbragð, sem Sæmundur tók á
móti. Gilfer fjekk mjög þrönga
stöðn í byrjun miðtaflsins og átti
altaf lakari stöðu, þar til Sæ-
mundur Ijek manni úr vörninni
og lenti um leið í óbjargandi mát-
stöðu.
Ólafur hafði svart og ljek
Franska leikinn. Fjekk lakari
stöðu í byrjuninni. Ásm. fórnaði
manni fyrir tvö peð í miðtaflinu
og náði harðvítugri sókn, en Ól-
afur varðist prýðilega og átti
betri skák á tímabili, en rjett áð-
ur en sltákin skyldi rofin, ljek
. hann af sjer manni fyrir peð.
Kvöldið eftir gaf hann skákina.
" Skák þeirra Sturlu og Steingr.
var bardagalaust jafntefli.
Önnur umferð hófst í fyrra-
kvöld. Ólafur og Baldur jafntefli,
Sturla og Sæmundur biðskák,
Steingrímur, sem átti að téfla við
Einar, og Ásmundur, sem átti að
tefla við Gilfer, voru fjarverandi.
Skák þeirra Ólafs og Baldurs
var viðburðalaust jafntefli.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU,