Morgunblaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. mars 1939, Verslun eða Verslunarpláss óskast á góðum stað í bænum. Tilboð, merkt ,Verslun‘, legg- ist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 20. þ. m. Barnavagn óskast til kaups. Upp- lýsingar í síma 4238. OOOOOOOOOOO<OOOOO<O< ! VerslunarbúQ,! Minning Magneu Kristjánsdóttur A 0 eða verslun í fullum gangi, <> ^ óskast sem fyrst. Tilboð, ^ 0 merkt ,,M. M.“, sendist afgr. <> ^ blaðsins fyrir 14. þ. m. £ 0 0 oooooooooooooooooo OE IOBE1I □o i Chevrol let! J | 09 For vörubifreiðar og 5 Ö manna fólksbifreiðar til sölu. Stefán Jóhannsson. Sími 2640. OE EIQBBE 30 oooooooooooooooooc 5000 kr. p Get lagt kr. 5000.00 í arð- ó vænlegt fyrirtæki gegn at- vinnu. Tilboð, merkt „5000“ leggist inn á afgreiðslu blaðs- ins fyrir 15. þ. m. >00000000000000000 ;.:.;<<:“K“X“><H“K"W<<H.<H<<;“X"K“!<<:“^ ❖ f ♦> » V Ibúð. I y X Sólrík 3 herbergja íbúð í nýu X húsi í suðvestur bænum til ‘k | leigu frá 14. maí til 1. okt. X Tilboð, merkt „Suðvestur“, X V * sendist Morgunblaðinu. f Í Harðfiskur og íslsnskt smjöi vmn Laugaveg 1. Útbú Fjölnisvegi 2. Hinn 26. f. m. audaðist í sjúkrahúsiim í Landakoti Magnea Bjarney Kristjáusdóttir eftir uppskurð. IIún var fædd að Lambastöðum í Garði 16. sept. 1895. Foreldrar hennar voru Kristján Jónssoip sem lifir hana, og Sigríður Magnúsdóttir, dáin 1915. Systkini átti hún tvö, Kjart- an og Steinunní, gifta Magnúsi Skaftfeld, og uppeldisbróður, Guðmund að nafni. Jjifa þau hana öll. Ung fluttist Magnea. með for- eldrum sínum hingað tíl Reykja- víkur og vann lengi að afgreiðslu störfum í vefnaðarvöruverslun (Jacobsen). Mikinn hluta æfi sinnar átti hún við vanheilsu að stríða, en bar það mótlæti með þolinmæði og jafnaðargeði. Sá, sem þessar línur ritar, kyntist henni — að vísu ekki mik- ið — en þó nóg til þess að ganga úr skugga um, að hún væri góð stúlka og greind Hún virtist vera fífsglöð, þrátt, íyrir vanheilindi sín, og hafa heilbrigðar og skyn- samlegar skoðanir á lífinu. I trú- málum var húu frjálslynd og vildi þar vera meðal þeirra, er sækja fram á vegum skilnings og þekkingar. Mjer fanst einhver hressandi blær og birta vera í for með henni — enda var hún vorsál í fleiri en einum skilningi. En hún var ekki aðeins greind stúlka og frjálslynd. Hún var gædd ríku kærleikseðli og fórnarlund. Kom það fagurlega fram í sambúð hennar við hálfsystkini hennar, 9 að tölu, sem segja má, að hún helgaði líf sitt alt. Þar er því mikið skarð fyrir skildi, og mun söknuðurinn þar að sjálfsögðu mestur. En Magnea var þannig skapi farin, að jeg hygg, að flest- ir, sem kyntust henni nokkuð að ráði, muni eiga um hana góðar minningar og sakna hennar. Er gott að hafa lifað þannig, að eft- irlifendur hafi einhvers að sakna, en hitt veit jeg, að Magnea heit- in var svo góð sál og göfug, að hún mundi vilja þerra öli tár af þeim augum, sem nú horfa á eft- ir henni. Því hún vildi altaf hugga og gleðja —- ekki síst smæl- ingjana. Þess vegna er bjart yfir moldum hennar. Gretar Fells. Rannsóknir Ólafs Jónssonar FRAMH. AF FIMTU SIÐU — Það er mjög einfaldur híut- ur. Bakteríur þesSar eru ræktað- ar í mold og bakteríumold þessi seld í smádósum. Mold þessai’i er hrært í vatn við stofuhita, og síðan er belgjurtafræið sett í stórt ílát, og þessu bakteríuvatni síðan dreift yfir fræið með bursta og hrært í því uns það verður gljá- andi af raka. Bakteríumold kostar 3—4 krónur, sem nægir í fræ í hektarann. Baráttan við arfann. — Hvaða verkefni önnur hefir þú liaft með höndum hin síðustu ár? — Ýmislegt gæti jeg tínt til. en eitt af því er viðurejgnin við arfann. Þegar jeg byrjaði starf mitt í gróðrarstöðinni á Akur- eyri hjelt jeg satt að segja að það myndi vera hægt að ráða nið- urlögum arfans, ef rjett væri á haldið. Studdi jeg þá von mína við það, að hjer væri þó um ein- æra jurt að ræða. En reynslan hefir kent mjer, að þetta er eng- inn hægðarleikur. Þegar iiöfð er t. d. 3 ára for- rækt áður en sáð er grasfræi, má búast við að á þessum árum sje jörðiii orðin löðrandi í arfa. Til þess að arfinn yfirbugi ekki ný- græðing sáðsljettunnar fyrsta sumarið, verða menn að gæta þess að slá nægilega snemma og nægi- lega oft. Þá bjargast sáðgresið undam yfirdrotnun arfans, og arf- inn kverfur úr graslendinu. En þegar um garða eða önnur sáðlönd er að ræða hefi jeg reynt að ráðast á arfann á haustin eft- ir að uppskeru < er, lokið, i>g á vorin áður en sáð er eða sett niður. Á haustin herfa jeg flögin og jafnvel valta þau, svo sem mest af arfafræinu, sem þá er í garð- inum, spíri. En arfafræið í görð- unum getur verið nokkuð mikið, því ein arfaplanta getur borið 20—30 þúsund fullþroskuð fræ. En plöntur sem vaxa upp af þessu haustspíraða fræði, eyðileggjast við vinslu sáðlandanna næsta vor. ,Svo er hægt að legg.ja áherslu á að vinna sem mest á arfanum á vorin, áður en sáð er í garða eða sett niður, með því að plægja snemma á vorin. Arfaplönturnar, sem spíruðu af fræinu haustið áð- ur, hafa lifað af yfir veturinn. En plæginguna að vorinu þola þær ekki. Við vorherfingu koma önn- ur arfafræ upp að yfirborði og spíra, Svo taka verður illgresis- herfi og hreinsa þær plöntur burt, j áður en nyt japlönturnar eru ; komnar upp, cða orðnar það þroskamiklar, að erfitt er að konia við herfingum. Yfirleitt hefi jeg komist að þeirri niðurstöðll, að baráttan við arfann á að vera mest á haustin eftir uppskeru og á vorin. En þó þetta sje gert, sem j.eg lijer hefi lýst, fer því /fjarri, að nokkurn- tíma íhegi slaka til í baráttu þess- ari. Oft sje j'eg áð menn gefa því ekki gaum, að mikið sprottnar arfaplöntur verður að flytja út úr garðinmn. Ekki er nóg að rífa | þær upp með rótum og láta þær liggja þari Því þó plantan beri j ekki þroskað fræ, þegar hún er j losuð, þá getur fræið fullþrosk- ast á plöntuiium eftir að þær eru teknar upp úr moldinni. Alveg éiös og fíflarnir, Sem slegnir eru í blóma, en þroskast og verða að biðukollum í heyinu. Þegar heyið geym- ist sem nýslegið. — Mjer er sagt, að þú hafir lengi notað hina finsku heyverk- unaraðferð, hina svonefndu A. I. V. aðferð. Ilvernig reynist hún, og hverja franitíð getur hún haft hjei' á landi? — Heyverkunaraðferð þessi er hin besta, sem völ er á. Það er alveg víst. Með engri aðferð helst heyið eins vel og með henni. Kýrn- ar græða sig, þegar þær fá þetta hey, eins og af nýgræðingi á vori. fitan eykst í mjólkinni, smjörið verður eins og sumarsmjör, og jeg* geri ráð fyrir að f.jörefnin sjeu þar upp á það besta, því efna- greiningar erlendar hafa sýnt, að vitamininnihald heyjanna vex við gevmsluna. Þetta er, sem kunnugt er, eins- konar votheysgerð. En aðferðin er í stuttu máli í því fólgin, að í stað þess að við venjulega vot- hevsgerð myndast lífræn sýra í heyinu, sem stöðvar þar aðra gerð, er sýru helt í heyið um leið og jiað er sett í votheystóftina. Með því móti helst heyið svo að segja alveg eins og það kemur nýslegið af ljánum. Saltsýra er aðallega notuð og vitund af brennisteins- sýru. Svo þarf að sjá um að loft, komist ekki að hcyinu, því ef loft kemst að er heyinu hætt við að mygla. Notaðar eru tveggja metra djúp ar sívalar gryfjur. Og þegar í þær er fylt eru reist mót á gryfju- börmunum, svo komið ’verði þar fyrir nægilega háum heystabba til þess að gryfjan sje full þegar heyið er sigið. Heyið er alls ekk- ert þurkað, en sett alveg nýslegið saman. Hversu vel sem tékst með þurkun, þá niissir þurhey altaf meira af næringargildi sínu, en hey sem verkað er með þessari aðferð. Tvímælalaust er þetta hey betra fóður en venjulegt vothey. Efnatapið sem þarna verður er aldrei meira en 5—10% frá béy- inu nýslegnu. Hægt er* að verka belgjurtir og yfirleitt hvaða hey sem er með þessari aðferð. Méinið er, að enn sem komið er, er sýran, sem nota þarf, of dýr. En það kemur að miklu leyti til af því, að umbúðir og flutningur fleygja verðinu ákaflega mikið fram. Fáist sýran með góðu verði ætti finska heyverkunaraðferðin að breiðast hjer út, til ómetan- legs gagns fyrir íslenskan land- búnað. V. St. NÝ BÓK FRÁ MÁLI OG MENNINGU: Móðirin eftir Maxim Gorki, síðari hluti, kemur út í dag. Þessi fræga skáldsaga, sem þýdd hefir verið á öll helstu tungumál heimsins, er nú komin öll í heild á íslensku. I>etta er fyrsta bókin af 5—6, sem fjelagsmenn í Máli og menningu fá á þessu ári fyrir aðeins 10 króna árgjald. Næst verður Austanvindar og vestan eftir Nobelsverð- launahöfundinn Pearl Buck. Seinna á árinu koma ÚR- VALSLJÓÐ STEPHANS G. STEPHANSSONAR ásamt RITGERÐ UM SKÁLDIÐ eftir SIGURÐ NORDAL. íslendingum hafa aldrei boðist áður jafn góðar bækur fyrir jafn lágt verð. Látið innrita yður strax í Mál og menningu, Mál i Laugaveg 38. — Sími 5055. enning Það er kominn timi til þess að fá sjer falleg föt fyrir páskana og vorið. — Nú er hið fallega fataefni komið, sem klæðir íslendinga best. — Klæðið yður í ÁLAFOSS-FÖT. Verslið við KLV. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.