Morgunblaðið - 14.03.1939, Page 5
J»ríðjudagur 14. mars 1939.
tgref.: H.f. Árvakur, Heykjavtk.
Rttatjórar: J6n KJartanaaon o* Valt^T Stefá.na»on (ábyrgOarmaOur).
Auglýsingar: Árni óla.
Rltstjórn, augrlÝainsaT o* Auaturatrsetl 8. — Blml lfOÖ.
Askriftargjald: k*. 8,00 A Mtnuflt.
í lausasölu: 16 aur» ointakin — tft aura Baeb Lesbök.
6 '
Fyrirári hætti Aust-
urríki aP vera til
SJÁLFSTÆ
Studentafjelögin hafa tekið
sjer fyrir hendur að efna
til umræðna um sjálfstæðismál-
ið. Eiga forráðamenn fjelag-
anna þakkir skilið fyrir það. —
Marga hefir furðað á hve hljótt
liefir verið um það mál nú um
tíma. Segja má, að síðan stjórn
málaflokkarnir gáfu yfirlýsing-
ar sínar á Alþingi um afstöð-
una til sambandslaga samnings-
ins fyrir áratug síðan, hafi ver-
ið logn yfir þessu máli.
Það hefði þótt furðulegur
spádómur á fyrstu tveim ára-
tugum þessarar aldar, ef spáð
hefði verið, að sjálfstæðismálið
ætti að liggja að kalla má í
þagnargildi í síðastliðin 10 ár,
og það því fremur, sem nú eru
skamt undan þau tímamót, þeg-
ar taka skal í því fullnaðar-
ákvörðun.
En það er engu iíkara en við
Islendingar sjeum enn ekki
lengra á veg komnir en það,
að okkur sje um hond, að ræða
um önnur málefni en þau, sem
við erum ósammála um. Sje sátt
og samlyndi um málið, eins og
varð á Alþingi, milli flokkanna
1928, þá er eins og ekkert sje
meira um það að tala.
★
Þegar sjálfstæðismálið verð-
ur aftur fyrir alvöru tekið á
dagskrá, þá rifjast það upp hve
viðhorfið er mikið breytt að
ýmsu leyti í því máli, frá því
sem áður var. Meðan sjálfstæð-
isbaráttan var hjer sem heitust,
þá áttum við að keppa við sí-
felda andstöðu frá herdi Dana
í því máli. Danska stjórnin vildi
ekki sleppa ítökum sínum hjer
tog- yfirráðum yfir landinu. Það
sem vanst, vanst fet fyrir fet,
uns alt andrúmsloftið í þeim
viðskiftum milli þjóðanna ger-
breyttist 1918.
Og nú er alveg hægt að full-
yrða, að um enga missætt eða
andstöðu sje að ræða frá hendi
Dana. Öllum almenningi þar í
landi er alveg nákvæmlega
sama hvort samningar milli ís-
lands og Danmerkur haldist.
En forráðamenn dönsku stjórn-
carinnar sjá sem er, að sjálf-
stæðismál íslands var með full-
'veldisviðurkenningunni íslenskt
málefni að öllu leyti, sem þeir
á engan hátt hafa nokkurt frum
kvæði að, að skifta sjer af í
framtíðinni.
★
Gunnar Gunnarsson skáld
skrifaði nýlega grein í danska
tímaritið „Folkung", þar sem
hann gerir grein fyrir afstöðu
Norðurlandaþjóða til Islands,
eins og hun er nú.
Hann bendir á í grein sinni,
að orðaflaumurinn um sam-
vinnu og samúð Norðurlanda-
þjóða sje í miklu ósamræmi við
athafnir manna. ,
Ef Islendingar eigi að trúa
því, að hugur fylgi niáli hjá
ÐISMÁLIÐ
þeim sem mest tala um norræna
samvinnu, þá verða þeir helst
að sjá samúðina í verki. Vill
Gunnar t. d. leggja til, að við
Islendingar fengjum aftur dýr-
mæt handrit og annan menn-
ingararf vorn, sem enn er
geymdur í Höfn, frá því „fje-
lagsbú“ var með þjóðunum. Á
meðan, segir hann, að þessu er
haldið í Höfn, er hætt við að
ísl. æskulýður treysti ekki til
fulls hinum gullnu skálarræðum
‘um bræðralag Norðurlandaþjóð
anna.
★
Greinarhöfundur getur þess
ennfremur, að Island hafi á síð-
ustu árum fengið megnið af
lánsfje sínu utan Norðurlanda.
Og þareð hagsmunabönd og við
skiftaleiðir þjóðarinnar leggist
meira og meira frá frændþjóð-
iunum, þá geti menn ekki lokað
augunum fyrir því, að tengsli
Jslendinga við Norðurlandaþjóð
ir verði veigaminni eftir því,
sem stundir líða. Hann segir
ennfremur, að við og við heyr-
ist það, þegar talað sje um
Norðurlöndin, að þá sjeu þau
ekki nefnd nema fjögur, íslandi
sje gleymt, rjett eins og þeir
frændur vorir sjeu farnir að
sætta sig við áð við Islendingar
tínumst úr hópnum þegar
minst vonum varir.
Grein Gunnars Gunnarssonar
er berorð og allnöpur. Endar
hann grein sína með því að láta
þá von í ljósi, að ennþá sje
nægileg alvara ríkjandi meðal
Norðurlandaþjóða.
★
Þegar við íslendingar undir-
búum afgreiðslu sjálfstæðis-
málsins, er samningstíminn er
útrunninn, er nauðsynlegt að við
tökum til athugunar afstöðu
frændþjóðanna á Norðurlönd-
um, sem Gunnar talar um í
grein sinni. Fáum við í fram-
tíðinni þá samúð þar í verki,
sem okkur ber sem sjálfstæðri
Norðurlandaþjóð? Eða má bú-
ast við því, að þessar frænd-
þjóðir okkar láti sig einu gilda
þó við hverfum úr flokki þeirra
yfir í hið meira þjóðahaf.
Vonandi tekst okkur að horf-
ast í augu við þetta með nægi-
legri alvöru og festu.
Á síðasta fundi bæjarráðs
Reykjavíkur var lagt fram brjef
frá Verslunarmannafjel. Iieykja-
víkur, þar sem þess er óskað, að
lokunartíma sölubúða verði breytt
þannig, að sölubúðum verði lokað
kl. 6 e. h. á föstudögum yfir vet-
urinn frá 15. sept. til 15. maí.
Skemtifund heldur Ármann í
Oddfellovvliúsinu í kvökl *kL 9.
Þorsteinn Jósefsson rithöf, flytur.
erindi með skuggamyndum. Einar
Sturlaugsson syngur og ennffem-
ur verður ýmislegt fleira ' til
skemtunar. Ármenningar, fjöl-
Imennið á skemtifundinn.
I gær var liðið ár frá því
* að Austurríki hætti að
vera til. Með tilskipun, sem
Hitler gaf út í Linz 13. mars
1938 var Austurríki gert að
Austurmörk, hjeraði í Stór-
Þýskalandi. Hitler hafði með
ógnunum o£ einu símskeyti
gert margra áratuga draum
um eitt sameinað stórt
Þýskaland að veruleika,
veruleika, sem hann hafði
sjerstaka ástæðu til þess að
láta sier vona o^ dreyma um
og framkvæma. þar sem
hann er sjálfur borinn og
barnfæddur í Austurríki.
Hvað hefir orðið um mennina,
sem mest komu við sögu í hinum
snöggu og miklu viðburðum fyrir
ári síðan?
★
Dr. Schuschnigg, fyrrum kansl-
ari, situr í varðhaldi í gistihúsi
einu í Vínarborg. Hvað eftir ann-
að hafa verið gerðar tilraunir til
þess að fá hann lausan. Mussolini
er sagður hafa talað máli hans við
Hitler. Sumar fregnir herma að
Hitler hafi viljað gefa hann laus-
an gegn vissum skilyrðum.
En dr. Schussnigg er sagð-
ur ekki hafa viljað þiggja frelsi,
nema að nánustu samverkamönn-
um hans frá fyrri tímum yrði
slept um leið. Dr. Schuschnigg er
41 árs að aldri. Hann hafði verið
kanslari síðan Dollfuss var myrt-
ur árið 1934. f fangelsinu gekk
hann síðastliðið ár að eiga Fugger
greifafrú, og mætti annar maður
fyrir hans hönd við vígsluna.
Hann fær þó ekki að búa með
konu sinni. Hann býr einn og
hefir tvö herbergi til umráða.
Hann fær sjálfur að velja mat
sinn og ganga um í hótelgarðin-
um vissan tíma dagsins — undir
eftirliti auðvitað. Hann er sagður
heilsuveill, enda var hann yfir-
köminn af þreytu og taugaóstyrk
síðasta mánuðinn, sem hann var
kanslari, mánuðinn sem hófst með
för hans til Berchtesgaden 12.
febrúar og lauk með lausnarbeiðni
hans 11. mars. í Þýskalandi er
dr, Schuschnigg kallaður „svikar-
inn“, því að fullyrt er að hann
hafi ekki haldið samkomulagið,
sem hann gerði við Hitler í Bercht-
esgaden. Y.msir telja að Hitler
hafi aldrei persónulega getað fyr-
irgefið þessi svik (sem raunar að-
eins annar aðilinn er til frásagn-
ar um).
★
Þegar dr. Sclmschnigg varð að
segja af sjer tók dr. Seyss-Inquart
við kanslaraembættinu, en þó
reyndar aðeins um st.undarsakir,
því að tveim dögum síðar, hætti
Austurríki að vera til. Dr. Seyss-
Inquart var tekinn inn í ráðu-
neyti dr. Schuschniggs samkvæmt
kfofu Hitlers í Berchtesgaden.
Hann hafði aldrei verið nazisti,
en þó fylgjandi sameiningu við
Þýskaland. Hann hafði um skeið
verið ríkisráð (Staatsrat), en varð
innanríkismálaráðkerra og örygg-
Hvað hef o
göm u fo
Austu ík
dr. Schuschnigg.
ismála (þ. e. lögreglumála) ráð-
herra eftir 12. febrúar (þ. e. eftir
fundinn í Berchtesgaden. Hann
sendi hið fræga skeyti til Hitlers
aðfaranótt 12. mars, þegar dr.
Schuschnigg hafði sagt af sjer,
og bað hann að senda þýska her-
inn yfir landamærin til þess að
halda uppi aga og reglu. Dr.
Seyss-Inquart stóð við hliðina á
Hitler á svölunum á ráðhúsinu í
Linz, þegar Hitler lýsti yfir sam-
einingunni. Degi síðar var dr.
Seyss-Inquart gerður að ríkis-
stjóra í Austurmörk. Hann varð
þó innan skamms að láta af hendi
hin æðstu völd við Búrckel, hinn
sjerstaka erindreka Hitlers, sem
áður hafði haft umsjón með sam-
einingu Saarfylkisins við Þýska-
land og nú var falið að sjá um
innlimun Austurríkis í þýskt at-
vinnu- og þjóðlíf. Dr. Búrckel á
að hafa lokið starfi sínu fyrir 1.
maí n.k. og þá er ætlast til að
dr. Seyss-Inquart taki aftur við
æðstu völdum. En hvorttveggja
er, að lítil líkindi eru talin til
þess að Biirckel verði búinn að
ljúka störfum sínum fyrir 1. maí
og svo er dr. Seyss-Inquart sag'ð-
ur of róttækur til að fara með
stjórn í Austurr., svo að síðustu
fregnir herma að hann eigi að
taka við mikilvægu embætti í
Berlín. Hann hjelt þó ræðu í gær
af svölum ráðhússins til þess að
minnast sameiningarinnar við
Þýskaland fyrir ári síðan. Dr.
Seyss-Inquart er 47 ára að aldri,
lögfræðingur, og var um mörg ár
þersónulegur vinur dr. Schnuss-
niggs. Hann er mikill skíðamað-
ur.
★
dr. Miklas, sem var forseti
Austurríkis í 10 ár samfleytt frá
því 1928, þar til lxann var neydd-
ur til að segja af sjer, áður en
Hitler hjelt innreið sína í Vínar-
borg 14. mars í fyrra, býr nú í
ðið um hina
/ígismenn
ismanna?
Vínarborg, að nafninu til sem
frjáls maður, 11 barna fjölskyldu-
faðir. Hann er nú kominn hátt á
sjötugsaldur. dr. Fey, sem var
innanríkismálaráðherra þegar Dol-
fuss var myrtur 1934, og um eitt
skeið vai^ talinn „hinn sterki mað-
ur“ Austurríkis, frarndi sjálfs-
morð, ásamt konu sinni og dóttur,
skömmu eftir sameininguna.
Stahremberg fursti, foringi Heim-
wehr-liðsins, sem var varakansl-
ari í stjórn dr. D°lfuss> en heið
síðan lægra hlut í samkepni við
dr. Schussnigg, flúði til Frakk-
lands eftir sameininguna og dvel-
ur nú þar ásamt konu sinni, Norn
Gregor, sem áður var Hollywood-
leikkona. Kona dr. Ðolfuss gat
flúið til Sviss og síðar til Eng-
lands, þar sem hún býr ásamt
tveim börnum sínum. dr. Schmitz,
fyrrum borgarstjóri í Vínarborg,
einn kunnasti foringi austurrískra
sósíalista, er nú í fangabúðum,
að líkindum í Dachau-fangabúð-
unum. í fangabúðum sitja líka
Zernatto (hægri hönd dr. Schuseh-
niggs), foringjar Föðurlands-
fylkingarinnar“, flokksins sem dr.
Dolfuss stofnaði til höfuðs naz-
istum, Heimwehr-foringjarnir o.
fl. o. fl. Þeir skifta vafalaust þús-
undum, ef ekki tugum þiisunda,
mennirnir, sem fyrir rúmu ári
stýrðu málefnum 6Vá miljónar
þjóðarinnar, Austurríkismanna, en
mi læra nýja lífsskoðun í fanga-
búðum Hitlers.
★
afnan hefir verið álitið að Hitl-
er hafi kómið öllum heiminum
á óvart, þegar hann tók Austur-
ríki. Á það hefir verið bent, að
Halifax lávarður, utanríkismála-
ráðherra Breta, hafi verið utan
Lundúna hina örlagaríku daga í
mars í fyrra, og þegar hann hafi
komið aftur til London, til þess að
gera sínar ráðstafanir, hafi alt ver
ið um garð gengið: Búið liafi verið
að innlima Austurríki í Þýska-
land. En það hefir síðar kornið í
Ijós, að Halifax lávarður vissi
hvað var að gerast. Hann kallaði
til sín blaðamenn á trúnaðarfund
8. mars, þ. e. a. s. nokkrum dög-
um áður en hinir óvæntu atburð-
ir gerðust í Austurríki, og bað
þá að skrifa ekki fjandsamlega
um Ilitler og Mussolini á meðan
á samningunum stæði um friðar-
mál Mr. Chamberlains, og Ijet þá
meðal annars orð falla á þá leið.
að breska stjórnin myndi láta það
alveg afskiftalaust þótt Austur-
ríki yrði sameinað Þýskalandi.
Þetta var trúnaðarfundur óg yf-
irlýsing ráðherrans kom blaða-
mönnunum á óvart. Þeir
voru ekki búnir að átta sig á
þeim, þegar „hjólið fór að snú-
ast“. Pjetur Ólafsson.