Morgunblaðið - 26.03.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. mars 1935, Heilhveitimjðl. Höfum nú aftur okkar viðurkenda heilhveitimjöl, malað Minningarorð um írú Björgu Árnadóttur úr besta hveiti heimsins, Manitoba nr. 1. Daglega nýmalað frá myllu okkar hjer. Fæst í Liverpool-verslununum, og í 50 kíló sekkjum beint frá myllunni. Mjólkurljeiag Reykjavlkur. Eitt ár til og bíllinn er ónýtur. Ryð og ómálaðir blettir á bíl- um geta, á skömmum tíma, skemt þá svo, að mjög dýrt sje að gera við bá. Nú er besti tíminn til að láta sprautumála bíl- inn yðar. Hjá okkur verða „gamlir bílar nýir“. ® Mjög sanngjarnt verð. ® Síprciutumdlningarverkstœði GUNNARS PJEIURSSONAR í húsi verksm. Harpa. Ljúffengir fiskirjettir úr Miinnelrfis-fiskiiiijölinii. Fæst í V2 kg. pökkum í öllum matvöruverslunum. Leiðarvísir fylgir með rúmlega 40 uppskriftum. Björg Árnadóttir húsfreyja á Grettisgötu 16 hjer í bæ, ljest að heimili sínu s.l. mánudag. Jarðarför hennar fer fram frá Dómkirkjunna á morgun. Björg var fædd 22. ágúst 1853. For- eldrar hennar voru Árni Kristjánsson bóndi á Hóli Ljósavatnshreppi,, og kona hans, Sesselja Árnadóttir. Þaa Árni og Sesselja fluttu bú sitt vest- ur í Húnaþing, meðan Björg var enn í æsku, ólst hún þar upp með þeim. í Húnaþingi var heimili hennar full 50 ár, en ættmenn hennar flestir eru aust- ur um Þingeyjarsýslu. Björg giftist árið 1883 eftirlifandi manni sínum, Guniilaugi Gunnlaugssyni. Bjuggu þau fyrst í Miila, en síðan í rúm 20 ár á Syðri-Völlum við Mið- fjörð. ÁriS 1920 brugðu þau Björg og Gunnlaugur búi norður þar, og fluttu til Eeykjavíkur. Hafa þau dvalið hjer síðan. l’egar foreldrar Bjargar fluttu vest- ur, varð eftir einn sonur þeirra, er Kristján hjet. Hann bjó síðan lengi á Ófeigsstöðum í Kinn. Hann var faðir minn. Af þessum sökum sá jeg ekki þessa frænku mína fyr en hún var kcmin nálægt sjötugu. Man jeg að mjer varð mjög starsýnt á hana. Virtist mjer jeg varla hafa sjeð vænni konu á hennar aldri, og mundi vel hafa trúaö, Fæst í næstu verslun. Heildsölubirgðir Farið að dæmi hennar og borðið ALLBRAN daglega. H. Benediktsson & Co. Sími 1228. að hún væri 20 árum yngri. Björg var svo skapi farin, að hún hlaut að ráða, þar sem verkahringur hennar náði til. Vissi jeg og engan, er þa'tti ráð hennar óholl. Hún kunni kvenna best að skapa sjer hamipgju og að njóta hennar. Hún þekti ekki hik nje efasemdir. Hún var og hinn mesti lánsmaður. Gædd hinni bestu heilbrigði, andlega og líkamlega og mjög sjaldgæfu starfsþreki. Hamingju- söm var hún í hjónabandi. Átti góðan mann og mannvænleg börn. Þeim hjónum, Björgu og Gunnlaugi, varð 9 barna auðið, en auk þess áttu þau tvö fósturböm. Eitt barna þeirra komst ekki úr æsku. Það var stúlka, er dó tveggja ára gömul, og sonur þeirra Þorvaldar Ijest fullorðinn. Sjö bama þein’a eru á lífi, Bjöm, Gunnlaugur,, Árni og Guðmundur, allir hjer. í Reykjavík. Og dætur þrjér: Ingi- björg og Margrjet, báðar hjer í Reyk.ia vík, og Jóhanna húsfreyja í Litla- Ósi í Miðfirði. Sigurður Kristjánsson. I XARTÖFLUMJÖL I — fyrirliggjandi — Eggert Kristjánsson & Go, h.f. .. -« BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. Farsóttir og ínanndauði í Rvík vikuna 5.—11. mars (í svigum töl- ur næstu viku á undan): Háls- bóiga 55 (27). Kvefsótt 630 (660). Barnaveiki 0 (1). 'Gigtsótt 2 (5). Iðrakvef 16 (21). Iuflúensa 162 (123). Kveflixngnabólga 63 (30). Taksótt 1 (7). Skarlatssótt 2 (1). Munnangur 1 (0). Ristill 0 (1). Ileimakoma 0 (1). Mannslát 6 (6). Landlæknisskrifstofan. (FB.). Með Birger Ru ud í Skíða- skálan- um rmsœmsr Eftir Vivax Skíðaskálanum, laugardagsmorgun. Birger Ruud stekkur 40 m. í fyrradag. SÍÐAN Birger Ruud kom hingað anstur í Skíðaskála hefir hann liaft ærið nóg að starfa, þó stökkin eigi ekki að byrja fyr en á morgun, sunnudag. Þau Rund-hjónin voru afar hrifin af móttökunum í Skíðaskálanum, enda voru þær prýðisgóðar. Var skálinn álengdar að sjá eins og æfin- týrahöH. Strax á föstudagsmorgun fór Birger Ruud að skoða stökk- pallinn. Hafði hann með nokkurri óþreyju beðið eftir að fá tækifæri til að sjá hann. Verkaœenn voru að vinna við pall- inn, við að moka snjó á hann. Birger Ruud skoðaði pallinn hátt og lágt og mældi og reiknaði. Síðan átti li&un langt tal við verkstjórann, sem sjer um vinnuna við pallinn, og lagði á ráðin, hvernig bera skyldi snjó á hann. Meðan Birger Ruud var að skoða stökkbrautina, var hann ýmist efst. uppi eða neðst niðri á sljettu, og þegar hann rendi sjer niður brekkuna á flughraða innan um grjót og hvað sem fyrir var, mátti heyra undrnnarhróp frá verkamönnunum. Þetta var nú karl, sem kunni iðn sína. Álit hans á stökkpallinum. Ruud var búinn að skoða pallinn um kl. 10 og tímann fyrir hádegi notaði hann til að skoða sig um í nágrenninu. Jeg fór með honum í þessa för og bar margt á góma. Skíða- meistarinn sagði mjer meðal annars frá ýmsum eyfiðleikum, sem norskir íþróttamenn eiga við að etja. Til dæmis er það svo, að þektur íþróttamaður á ef til vill erfiðara með að fá atvinnu en einhver annar, þó undarlegt megi AÚrðast. Bn at- vinnurekendur hugsa sem svo: Maðurinn er ef til vill góður og vel hæfur í starfið, en hvað á jeg að gera við mann, sem er í burtu við íþróttamót liálft árið? Margt fleira var rætt um. Þar á meðal stökkpallinn. Birger Ruud sagði, að stökkpallur þessi væri mjög góður og lægi á góðum stað, en sá væri einn galli á honum, að ekki væri farið eftir teikningunni og aðrenslið bygt úr timbri og upphækkað. Fyr en það væri gert, væri ekki hægt að ná veru- lega góðu stökki af pallinum. Eins og aðrenslið væri nú, mætti ekki búast við lengra stökki en 40—45 m. Aftur á móti mætti fá nokkuð hátt og gott svif og það gæti bætt áhorfendum, upp hvað stökklengdin væri lítil. Síðar um daginn stökk Birger Ruud af pallinum áður en liann var fullgerður. Maðnr einn, sem var staddur hjá stðkkpallinum og sá stökkið, sagði á eftir. — .Jeg held að jeg hafi aldrei verið jafn lirifinn á æfi minni. Skíðakappganíían. Birger Ruud fylgdist vel með göngunni og gekk með kappgöngumönnunum góðan spöl til að sjá kepnina sem best. Að göngunni lokinni spurði jeg hann að því, hvernig honum hefði litist á hina íslensku göngugarpa og syaraði hann strax: — Nr. 1, 15, 22 og 32 gengu sjerstaklega vel. Þeir liöfðu bestan og fallegastan stílinn og höfðu minst fyrir göngunni. En það er ékki þar með sagt, að ekki sje hægt að bæta g'öngu- stíl þeirra. Góður skíðagöngukennari gæti kent þeim mikið og um leið gert úr þeim góða skíðamenn. Nr. 1, 15, 22 og’ 32 voru þessir: Jónas Ásgeirsson (1), sem varð fimti í röðinni, en gekk fyrstur alla leiðina. Magnús Kristjánsson (15), sem vann gönguna. Jóhann Sölvason (22), sem varð þriðji og Guðmundur Guðnrandsson (32), sem varð annar í göngunni. Vívax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.