Morgunblaðið - 26.03.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1939, Blaðsíða 5
Srnmudagiir '26. mars 1939. 5 — Heykjavík irbrief — tgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjórar: J6n KJartanaaon o* Valtjr StafAnaaon (AtjyrgBttrsaaOnr). A.uglýalngar: Árnl Óla Rttatjórn, auglýalngar og af*rai«al»; Auatnratrietl 8. — 8Iœl 1*00. |; Áekriftargjald: I:r. 1,00 á aaánnOl. í lausasölu: 15 aura efntakíO — 81 aura ataO t.««b6k. styrjaldarhættan Tveír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Magnús ■Gíslason og Árni Jónsson, þera fram fyrirspurn til ríkisstjórn- arinnar I efri deild Alþingis, um það, hvað hún hafi gert til þess að tryggja þjóðina, ef ófrið bæri .að höndum, og hvaða ráðstaf- anir hún telji nauðsynlegar nú þegar, vegna yfirvofandi styrj- .aldarhættu. Þessar spurningar eru ekki ó- fyrirsynju fram bornar. Árum saman hefir ófriður geysað víða um lönd. Og nú hin síðustu imisseri hafa þau tíðindi gerst ihvað eftir annað, að ekki hefir verið fyrirsjáanlegt, að styrjöld .yrði afstýrt meðal stórþjóða Norðurálfunnar. Hættan hefir :fjarlægst í bili, en ekki horfið. Þegar minst varði, hefir hún nálgast á ný. Enginn getur sagt ■á þessari stundu, hvenær bál 'Verður úr þeim glóðum, sem alt- -af vakir í. Flestar þjóðir heims leggja fram orku sína og hugvit til iþess að búast við styrjaldar- hættunni. Hernaðarþjóðirnar vinna látlaust að vígbúnaði, dag 'Og nótt. Frá því sögur hófust, hafa herguðinum aldrei verið færðar dýrari fórnir fjármagns >og tækni en nú um þessar mund ár. — Við Jslendingar höfum lýst yfir ævarandi hlutleysi og verðum því ekki hernaðaraðilj- ar, þött til styrjaldar komi. En jþrátt fyrir það, getum við með engu móti komist hjá afleið- rangum öfriðar. Við höfum reynslu fyrir því frá síðustu -styrjöld, hver voði okkur er bú- inn, þegar stórveldi álfunnar fberjast til úrslita. Við megum «kki loka augunum fyrir því, að eins og málefnum Norðurálf- unnar er nú komið, getur styrj- ■•öld háfist á hverri stundu. Nágrannaþjóðir okkar, Dan- ir, Norðmenn og Svíar hafa um langt skeið unnið að því, að hirgja sig upp af óhjákvæmi- ilegustu lífsnauðsynjum, ef til ó- friðar skyldi koma. Morgun- blaðið hefir margsinnis bent á, að við yrðum að fara að dæmi ’frændþjóða okkar í þessum efn- sum. En þessari kröfu hefir eng- an veginn verið sint svo sem .skyldi, af þeim, sem með völdin tfara. Við stöndum þessvegna Iberskjaldaðir fyrir, ef orra- hríðin ákellur á. Enginn getur fullyrt 'hvenær það verður, en allar líkur benda til, að það 'rverði fyr en síðar. Við stöndum að sumu leyti hetur að vígi nú en í heims-. styrjöldinni miklu. Við höfum komið okkur upp álitlegum skipastól til þess að flytja vör- ur að og frá landinu. En við verðum að gera okkur ljóst, að vel getur svo farið, að siglinga- leiðir til hinna venjulegu við- skiftalanda verði mjög torfarn-1 ar vegna< hernaðarráðstafana. Þessvegna hljóta viðskifti okkar að beinast í aðra átt meira en gerist á friðartímum. I síðustu heimsstyrjöld hóf- ust viðskifti við Ameríku og það er sýnilegt að við verðum aftur að sækja í vesturveg, hvenær sem slíka atburði ber að hönd-> um. Um þessar mundir er mikið rætt um sameiginleg átök and- stæðra stjórnmálaflokka. Engu verður spáð um lyktir þeirra mála. En hvað sem líður ágrein- ingi flokka á milli um stefnur í þjóðmálum, ætti ekki að geta verið skoðanamunur um það, að ástandið í umheiminum er svo ískyggilegt, að ekki má fresta ákvörðunum um öflugar ráð- stafanir af hálfu ríkisins, til þess að firra þjóðina, svo sem frekast er unt, þeim voða, sem henni er búinn, hvenær sem ó- friðarbálið blossar upp meðal stórþjóðanna hjer í álfu. Einstaklega góðar skíðakenslukvik- myndir á vegum 1. R. egar sænski skíðakennarinn hr. 'Georg Tuvfesson kom hingað í vetur, liafði hann með sjer nokkrar skíðakvikmyndir, sem sænska Skíðasambandið á. Stjórn Skíðadeildar í. R, „Kol- viðarhól" bauð blaðamönnum og nokkrum öðrum gestum nýlega að sjá þessar kvikmyndir. Þetta eru kvikmyndir í fullri stærð og njóta sín því betuv en mjófilmur. Fyrst voru sýndar æfingar sænskra hermanna að vetrarlagi og hvernig þeim er kent að nota skíðin. Má læra göngustíl af þeiin myndum o. fl. Allar eru kvikmyndír þessar sjerstaklega vel skýrar og ljósið gott í þeim. Einn þátturinn sýnir kenslu á hinum fræga skíðaíþróttastað Storlien. Þeir, sem eitthvað eru komnir áleiðis í skíðaíþróttinlii, geta mikið af þeim myndum lært, og alt er sýnt, frá plógsveiflu og upp úr. Þá er einn þátturinn um vor- ferðalög skíðamanna og sýnir hvernig þeir byggja sjer snjóhús til að búa í langt uppi í fjöllum. Hvernig þeir draga sleða á skíðum og láta hunda ganga fyrir skíðum. Sýning kvikmyndanna stendur J'fir á aðra klukkustund. Er Reykvíkingum mikill feng- ur í kvikmyndum þessum, því þær eru ólíkt betri og skýrari en mjófilmur þær, sem lijer liafa verið sýndar. Einhvern næstu daga ætlar skíðadeild í. R. að gangast fyr- ir opinberri sýningu á skíðakvik- myndum Tuvfessons. Vívax. ísland off umheimurinn. á atburður, sem mest umtal vakti síðustu viku, var koma sendimannanna frá þýska flug- fjelaginu Luft-Hansa Iiingað til Reykjavíkur, og ýmislegt það, er útaf henni spanst. Erindi þeirra hingað var, sem kunnugt er, að fá leyfi til þess f. h. hins þýska fjelags, að starf- rækja vikulegar flugsamgöngur hingað til lands, og byrja á þeim flugferðum nú í vor. Áður en þessir menn höfðu stigið hjer á land barst hingað frjett frá frjettaritara útvarpsins í Höfii, að á leiðinni hingað væru þossir sendimenn, svo og mælingamenn, er gæfu það upp sem erindi sitt, að þeir ætluðu að gera hjer land- mælingar í sambandi við landa- flutningakenningu þá, sem kend er við Alfred Wegener. Það erindi var gert tortryggi- legt í frjettinni. Enda ekki eðli- legt, að imenn veldu sjer þenna árstíma, til þess að gera hjer ná- kvæmar vísindalegar landmæling- ar. En er skipið kom hingað að landi, reyndist það að vera svo, að mennirnir, sem áttu að vera í „landaflutningaleit“, voru ekki annað en veðurfræðingar, sem hingað voru að koma, til þess, í samvinnu við Veðurstofuna hjer að gera veðurathuganir. Voru þeir væntanlegir eftir mánaða- mótin, en komu þetta fyr. Erindislokin. unnug eru erindislok sendi- mannanna frá Luft-Hansa. I tilkynningu, er stjórnin gaf út, er skýrt frá því, að liið þýska fjelag hafi álitið, að það hefði lijer rjett til flugferða, af því öðru flugfjelagi hefði verið gefin slík rjettindi. En þegar það revnd ist að svo var ekki, var heldur ekki um neinn slíkan rjett að ræða til handa hinu þýska fjelagi. Ríkisstjórnin Ijett þess ennfrem ur getið í yfirlýsingunni, að ekki myndu nein slík rjettindi gefin annari þjóð, og vitnaði í því sam- bandi til hins ótrygga ástands og uggs, sem nú er yfirleitt í al- þjóðamálum, en á liinn bóginn lífsnauðsyn íslendingum að halda sjer utan við allar þær flækjur. Áróðursaðferð konimúnista. sambandi við þetta mál kom sjerstaða kommúnista í ís- lenskum stjórnmálum mjög greini lega í ljós. Hjer sáu þeir sjer leik á borði að vinna að því, sem þjóð vorri er hættulegast, að blanda henni í togstreitu stórþjóðanna. í sambandi við fyrirspurn, er Ein- ar Olgeirsson gerði á Alþingi út af þessu máli, kom hann að vísu fram sem hið sama fífl og hann altaf er, þar sem hann blandaði saman væntanlegri heimsókn þýska herskipsins Emden við sendinefndina frá Lufthansa og beindi þeirri fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar, hvort lnin ætlaði ekki að gera þeim stórveldum að- vart, sem hann taldi Þjóðverjum óvinveittust, áður en liið þýska herskip kæmi hiugað(!) ----- 25. mars í umræðunum á Alþingi og í I blöðum sínum hafa kommúnistar síðan þvrlað upp öllu því mold- viðri, sem þeir hafa getað um áhrif og ásælni Þjóðverja hjer og ímyndað fylgi við nazisma meðal íslendinga. Menn eru orðnir svo vanir öfg- um og gífuryrðum k(oimnúnista um þessi mál, að alt það skraf fellur dautt og ómerkt niður hjer heima. Eins og best sjest á því, að þegar kommúnistar nú í vik- unni efndu til opinbers umræðu- fundar í Gamla Bíó hjer í bæ, og þóttust hafa þar fram að bera fyrir almenning annað eins áróð- urshnossgæti eins og nazisma- hættu og Þjóðverja á íslandi, þá fengu þeir ekki nema hálft hús, og voru áhöld um, hvort fleiri væru í húsinu kommúnistar eða andstæðingar þeirra. TJtlönd. egar forsprakkar kommún- ista höfðu orðið fyrir' þeim vonbrigðum að sjá hve gaura- gangur þeirra hjer heima fyrir kom þeim að litlu haldi, gripu þeir það ráð, sem þjóðinni mun minnisstætt meðan annálar komm únismans á íslandi eru ekki’ gleymdir. Þeir símuðu lygaskeyti til út- laúda, til þess þar að vekja at- hygli á að þeir teldu að lijer væri á ferð þýsk ásælni í garð íslend- inga. Hjer, sem oftar, er engin af- sökun til fyrir kommúnista, nema þeirra eig'in heimska og' fyrir- hyggjuleysi. Því hver einasti heil- skygn maður sjer, að ef íslenskum kommúnistum tekst að læða þeirri skoðun inn í meðvitund erlendra áhrifamanna, að Jsland sje að verða þrætuepli stórþjóða, þá tekst þeim um leið að safna glæð- um að því báli, sem eytt getur sjálfstæði okkar á svipstundu. Hjer er á ferðinni svo ljótur leikur, að því er tæplega trúandi, að nokkrir íslendingar leiki hann, fullkomlega vitandi vits. Jafn- vel þeir Jslendingar, sem árum saman hafa játast undir yfirráð erlendrar harðstjómar, og unnið í umboði Rússa til þess að eyði- leggja þjóðfjelag vort, geta naum ast liaft fullkomna meðvitund um, hve svo ábyrgðarlaus frjetta- burður getur orðið þjóðinni dýr. Flugið. íðustu vikur hafa verið gerð- ar merkilegar og skemtileg- ar tilraunir með póstflug hjer innanlands, með hinni litlu land- flugvjel, sem hingað var fengin í sumar. Flugmálafjelagið gerði þá gang- skör að því, að leita uppi lend- ingarstaði víðsvegar um land. En þegar Örn Johnson flugmaður ltom hingað heim um daginn, eft- ir að liafa lokið flugnámi í Banda ríkjunum, hefir hann farið all- margar ferðir með þessa litlu vjel, og þar á_ meðal flogið þris- var með póst til Hornafjarðar. í einni ferðinni fór hann til Egils- staða og kom við á Fáskrúðs- firði. Er svo um talað, að reynt verði að lialda uppi vikulegu póst- flugi til Hornafjarðar. Tilraunir. lugmálafjelagið liygst meS- þessum tilraunaflugum Arn- ar Johnsons að sýna fram ár hverjir möguleikar hjer eru með reglubundið póstflug víða um land, og hve víða er liægt að lenda með landflugvjel. Er þetta miklu víðar, en menn að óreyndu gerðu sjer grein fyrir. í þessum ferðum kemur það altaf betur og betur í ljós, að víða er hægt að hafa viðkomustaðí slíkrar „landflugu“. Að þegar eitt hvað er að veðri, þoka eða storm- ur, og óárennilegt að leggja t. d. yfir fjöll, þá er liægt fvrir flug- mann að setjast t. d. í næsta dal- verpi, njerfa fluguna niður þar og bíða. betra veðurs. Alt öðru máli er að gegna með sjóvjelar. Ferðir þeirra eru buudn ar við strönd og stöðuvötn. Og lendingar ekki öruggai', þegar sjór og vötn eru úfin af stormi. Mikill ljettir væri það póst- flutningum, ef það reyndist svo, að liægt væri að kalda uppi nokk- urnveginn reglulegu póstflugi hjer á vetrum. Birger Ruud segir álit sitt um svig- kepnina Rirger Ruud fylgdist af áhuga með svigkepninni í gærdag. Skömmu eftir kepnina átti jeg tal við hann og sagði hann mjer þá sitt álit á svigbrautinni og kepp- endum, sem þátt tóku í sviginu. Svigbrautin sagði liann að hefði verið skemtileg og þannig lögð að þeir sem, af báru gátu vel látið koma í ljós, hvað þeir kunnu. Sagði liann það mikinn kost. Hann kvað brautina ekki hafa verið erf- iða, en það væri heldur engin á- stæða að leggja svigbraut sem væri svo erfið að hún væri kepp- endunum ofviða. Ruud hældi mjög brautarstjór- anum, Steinþór Sigurðssyni skóla- stjóra, sem lagði brautiná, og kvað hann hafa einstaklega gott auga fyrir því, hvernig leggja ætti svig- brautir og að yfirleitt liefði ekki verið hægt að leggja betri braut í þessari brekku. Höfuðgalla skíðamannanna sem þátt tóku í kepninni kvað hann vera þessa: 1) Þeir tóku sveiflurnar við mörkin, fyrst þegar þeir voru komnir í hliðin, í stað þess að taka sveiflurnar áður en þeir komu í þau. 2) Skíðamennirnir hölluðu sjer ekki nógu mikið fram. Var það mjög áberandi og gerði þeim mest- an skaða, þar sem brattast var. Þess vegna duttu svo margir þar sem brekkan var bröttust. Þetta sagði Ruud að gilti um keppendur yfirleitt, en þó hefðu verið þarna nokkrir, sem hefðu sýnt leikni og hefði það liomið í ljós, að bestu mennirnir unnu. Að lokum sagði Ruud að greini- lega hefði mátt sjá, að marga keppendur hefði vantað kunnáttu. í undirstöðuatriðum skíðaíþróttar- innar. Vívax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.