Morgunblaðið - 31.03.1939, Síða 5

Morgunblaðið - 31.03.1939, Síða 5
Fösludagur .31, mars 1939. j :........... JFftoroitmMafcið = j t«ef.: H.f. Árv»knr, Reykjavlk. Ritstjörar: Jön Kjartanaaon og VaJttr Btafknaaon (kbyraBarmaaur) lugljilniar: Árnl óla. Rltatjörn, au«lýaincar oa afaretOala anatnratrotl * 8tau 1*00 ÁakrlftaraJald: kt. 1,00 á aaánndl. t lausaaölu: 16 anra slntaklO — II anra aasO Lissbök TOGARINN NÝI t ./ .1 'j Vt u Viðskifti Þjóðverja og Mexico Bandaríkjamenn tapa árlega 20 milj. doll- urum vegna samkepni Þjóðverja Eftir Hubert R. Knickerbocker O^venju xnargir Reykvíking- ar hafa lagt leið sína nið- «r á hafnarbakka síðustu dag- ana, til þess að skoða hinn ný- keypta togara Alliancefjelags- ins, „Jón Ólafsson“. Ánægjan og gleðin hefir skinið út úr and- Jiti manna og þeir hafa óspart ■látið í ljós hrifningu sína yfir hinu glæsilega skipi. Það er ekki að undra þótt Reykvíkingar fagni komu nýs togara. Þeir hafa síðustu 10 ár- in orðið að horfa upp á það, að þessi atvinnugrein, sem um skeið bar uppi ,alt athafnalíf í landinu, hefir stöðugt dregist saman. Þegar togari hefir far- íst eða flust burtu úr bænum, liefir flotinn minkað að sama skapi. Ekkert skip hefir komið í skörðin. Þetta. hefir haft al- varlegar afleiðingar fyrir bæj- -arfjelagið. t ★ Einhverntíma kemur að því, -að þeir, sem með völdin fara í þessu landi, finna til þess, að hrun togaraútgerðarinnar kem- ur ekki aðeins niður á þessu bæjarfjelagi og fólkinu, sem hefir haft atvinnu á togurunum 'Og í sambandi við þá. — Það verður ékki langt að bíða þess, • að valdhafarnir komast að raun mm, að togaraútgerðin hafði 'Cinnig þýðingu fyrir þjóðarbú-. skapinn í 'héild og að hrun hans hafi djup og varanleg áhrif á starfrækslu ríkis- og þjóðar- íbúsins. Síðustu 8—10 árin hefir þjóð- in aðallega fengið fregnir af stórtöpum togaraútgerðarinnar. Það hefir ekki staðið á að tí- unda þessi töp, enda hafa þau — því miður — verið mikil, einkum síðustu 5—8 árin. En vegna þess hve óspart hefir verið básúnað út um þessi töp, og oft í því sarcbandi verið taliað um eyðslu, óreiðu og .sukk, hefir sú skoðun smám ;saman fest rætur í hugum ýmsra manna, að togaraútgerð- in væri fjárglæíraspil, sem þjóðinni væri hollast að losna wið með öllu. En þeir menn, sem alið hafa •á þessum ;'áróðri um togaraút- •gerðina, hafa alveg gleymt að skýra þjóðinni frá hinu, hvaða þjýðjingu togaraútgerðin hefir haft fyrir ríkisbúskapinn. Þeir hafa látið sjer nægja að skýra, frá stóru töpunum, en alveg slept hinu, sem færa má tekju-i jmegin hjá togurunum. En ef reikriingurinn væri gerður upp irjettur, myndi það sýna sig, að stóru töpin eru hverfandi móts við hítt, sem togaraútgerðin hefir fært þjóðarbúinu tekju- megin. Töpin hafa komið illa niður á bönkum og einstakling- um, sem lagt hafa fram fje til reksturs togaranna. En gróðinn, Jhvert héfir hann farið? Hann hefir lent hjá þjóðarheildinni, í aukinni atvinnu í landinu, mikilli framleiðslu, sem hefir lagt grundvöllinn að utanríkis- verslun landsins. ★ Eftirtektarvert er, að sam- tímis því, sem hæst hefir verið hrópað um töpin hjá togaraút- gerðinni, hafa hinir sömu menn verið að básúna út miklar fram- farir hjá ríkinu. Þeir hafa; bent á hafnarmannvirki, dýrar hallir og stofnanir, skóla, brýr, vegi og margt fleira. Þeir hafa verið að birta tölur, sem hafa sýnt að varið hefir verið tugum og hundruðum miljóna í framfarir þessajr og framkvæmdir síð- ustu 20 árin. s En þegar verið er að skýra fólkinu frá hinum stórfeldu og glæsilegu framkvæmdum ríkis-i ins, og skrautlegar myndir birt-1 ar til þess lað sýna svart á hvítu hvað gert hefir verið, er venj- an sú, að þakka einungis vald- höfunum fyrir öll þessi miklu gæði. Þá vill það gleymast, að skýra frá því, hvaðan vald- hafarnir fengu fjármagnið til framkvæmdanna. En ef þetta hefði verið gert jafn skilmerki- lega og hitt, að tíunda stóru töpin hjá togurunum, þá hefði vissulega verið ríkjandi hjá þjóðinni annar skilningur á þýðingu togaraútgerðarinnar fyrir þjóðarbúskapinn en nú er alment. Hafi menn ekki komið auga; á þann sannleika fyr,hlýtur að því að koma nú að menn sjái og skilji, að það er fyrst og fremst togaraútgerðinni að þakka, að við getum nú í da!g bent á stór- stígari framfarir og athafnir á undanförnum tveim áratugum, en á nokkru öðru jafnlöngu tímabili í sögu okkar lands. Af þessu leiðir líka það, að ef togaraútgerðin á að leggja'st í rústir og ekkert kemur í hennar stað, þá verður ekki um að ræða neinar framfarir hjá því opinbera á næstu árum. — Þar skapast þá kyrstaða og aft- urför. Þetta’ hafa nú vonandi vald- hafarnir skilið, þótt nokkuð seint sje. Þeir hafa nú lofað stuðningi sínum við þenna hrynjandi atvinnuveg þjóðar- innar, sem borið hefir uppi ná- lega allar framkvæmdir ríkisins á undanförnum áratugum. Þess- um straumhvörfum ber að fagna, og það er skylda allra sannra Islendinga^ að stuðla að því eftir megni, að þessi við- reisn megi takast. Ungbamavernd Líknar, Templ- arasundi 3, sem hefir verið lokuð ■Undanfarið vegna veikindahættu tekur aftur til starfa í dag og verður opin á venjulegum tíma, ltl. 3—4 síðdegis. að er langt síðan Banda- ríkin hafa fengjð jafn eftirminnilegan kinnhest eins og er stjórnin í Mexico tók olíulindir Bandaríkja- manna eignarnámi. En Bandaríkin rjettu aðeins hina kinnina og fengu enn- þá verri kinnhest. Þeir sem mest græða á hessum kinn- hestum eru Þjóðverjar. Síðustu liagskýrslur sýna að Bandaríkjamenn tapa að minsta kosti 20.000.000 — tuttugu milj- ónum — dollara á ári á verslun sinni við Maxico og er þetta bein afleiðing af eignarnámi olíulind- anna. Þetta tap er tilfinnanlegra held- ur en tap olíufjelaganna vegna þess að það kemur niður á fram- leiðendum í Bandaríkjunum. Mexi- co kaupir nú fjölda vörutegunda frá Þýskalandi, sem áður voru keyptar frá Bandaríkjamönnum og greiða Þjóðverjum með olíunni, sem stjórnin í Mexico tók eignar- námi og samkepni af hálfu Banda- ríkjamanna kemur ekki til greina. ★ Þróunin í þessa átt sýnir, að á næstu 12 mánuðum mun Þýska- land auka innflutning sinn til Mexico u.m helming, en útflutn- ingur Bandaríkjanna til Mexico minkar á sama tíma um %. Utflutningur Bandaríkjamanna til Mexico minkar svo að segja á öllum vörutegundum, sem áður voru seldar til Mexico. Sumar vörutegundir, sem Mexico kaupir nú frá Þýskalandi, höfðu Banda- ríkjamenn áður einskonar einka- rjett á að selja þeim. I fyrsta skifti í sögunni liafa amerískir verkfræðingar orðið að láta í minni pokann fyrir þýskum verkfræðingum í Mexico. Hafa Þjóðverjar nýlega gert samning um að byggja járnbrautarbrú í Micoacan, sem verkfræðingar frá U. S. A. höfðu boðið í. Ameríska verkfræðingafirmað bauðst til að vinna verkið fyrir 800.000 pesos, eða ca. 500.000 krón ur gegn staðgreiðslu. Þjóðverjar fengu verkið fyrir 600.000 pesos og buðust til að taka greiðsluna í olíu. Þjóðverjar fengu verkið, en það verður að álíta að ómögulegt hafi verið fyrir þá að taka að sjer slíkt verk fyrir 25% minna verð en Bandaríkjamenn, án þess að hafa notið styrks frá þýsku stjórn- inni. Þetta atvik sýnir greinilega að Þjóðverjar láta einskis freistað til að yfirbjóða Bandaríkjamenn til þess að ná viðskiftunum úr hönd- um þeirra. Bandaríkjamenn geta ekki kept við Þjóðverja á þessu sviði þar sem þeir neita að taka á móti olíu, sem tekln hafði verið eignarnámi af þeim. ★ Þegar maður athugar livaða vörutegundir það eru, sem Þjóð- verjar selja nú orðið í Mexico sjer maður vel hve verslunarstríð- ið milli Þjóðverja og Bandaríkja- manna er rekið af miklu kappi af Þjóðverja hendi. Þjóðverjum hefir t. d. tekist að vinna markað fyrir ritvjelar og reiknivjelar í Mexico, sem Banda- ríkjamenn höfðu áður algeran einkarjett á að selja þar. Banda- ríkjamenn hafa i stórum stíl mist pantanir á alskonar vjelum, rör- um, tini og stáli. Ymsar efnavörur, svo sem amm- oniak, sem Dupont seldi áður til Mexico, eru mi keyptar frá Þýska- landi. Þjóðverjar hafa nýlega selt diesel-vjelar til Mexico fyrir 280.- 000 dollara gegn greiðslu í olíu og í fjölda mörg ár hafa ekki sjest í Mexieo annað en amerísk- ir bílar, þar til nú að þýskir bíl- ar eru komnir á markaðinn í Mexico. Rafmagnsvörur liafa ekki fyr verið innfluttar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, þar til nú að Mexico er farið að kaupa þær af Þjóðverjum gegn greiðslu í olíu. ★ Hagskýrslur sýna, að innflutn- ingsverðmæti Mexico fjell um 84.- 000.000 pesos frá 1937 til 1938, og innflutningur Bandaríkjanna til Mexico fjell á sama tíma úr 290,- 541.000 pesos í 214.439.000 pesos. Það sýnir aftur á móti að inn- flutningur Bandaríkjanna mink- aði um 76.000.000 pesos á einu ári, eða 90% af því sem utan- ríkisverslunin í Mexico minkaði um á árinu. En Mexico hætti ekki aðeins innflutningi frá Bandaríkjunum, heldur jólt innflutning sinn á sama tíma frá öðrum löndum. T.d. flutti Mexico vörur inn frá Þýskalandi fyrir 71.041.000 pesos 1938 á móti 70.664.000 pesos 1937, og frá Ítalíu vörur fyrir 6.446 000 pesos 1938 á móti 4^.675.000 pesos 1937. EigMBÉSim olíulindanna fór fram í mars 1938, þannig að þess- ar tölur sýna aðeins utanríkisversl- un Mexico í 5 mánuði frá því að eignarnám olíulindanna umturnaði allri utanríkisverslun landsins. A þessum grundvelli er lág't áætlað, að Bandaríkjamenn muni tapa 20.- 000.000 dollurum á næstu 12 mán- uðum. Þeir sem svartsýnastir eru telja að tapið muni nema 30.000,- 000 dollurum. Útflutningur Þjóðverja til Mexi- co hefir aukist óhemju mikið síð- an Ilitler fekk völdin. Árið 1934 fluttu Þjóðverjar inn vöi’ur til Mexico fyrir 9.554.000 dollara og 1936 fyrir 19 790.000 miljónir dollara. Endanlegar tölur fyrir 1938 liggja ennþá ekki fvrir, en talið er * að heildartalan muni nema 21.000.- 000 dollara og 1939 verður talaa sjálfsagt komin upp í 35.000.000, ef eklii verður stórkostleg breyt- ing á frá því sem nú er. ★ Þegar hjer er komið verða Þjóð verjar komnir ískyggilega nálægt BandaríkjamöniUim um innflutn- ing til þess lands, sem um langan aldur liefir nær eingöngu versla5 við Bandaríkjamenn. Frá ómunatíð liefir U. S. A. verið aðalinnflytjandinn til Mexi- co. Hagskýrslur Mexieo frá 1912 sýna að Mexico hefir aldrei keypt tninna en helming alls innflutn- ings síns frá Baudaríkjamönnuni. Mestur var innflutningurinn frá Bandaríkjunum 1918, eða 89%, af öllum innflutningnum. Meðaltalið frá 1900 er í kringum 65%. Með þeim dugnaði, sem Þjóð- verjar sýna í því að ná undir sig innflutningi til Mexico, verður ekki annað sjeð en að Mexíce þurfi ekki á Bandaríkjum að halda eftir nokkur ár. Bandaríkja- menn segja að þeir geti ekki trá- að þessu. Þeir segja sem svo, að hinn óheiðarlegi verslunarmáti Þjóðverja geti ekki blessast til lengdar. En samt sem áður liefir hótun Cordenas forseta borið árangur, en liann hótaði að gera langa verslunarsamninga við „önnur lönd“ til að geta selt olíufram- leiðslu landsins. Hinir fyrverandi eigend- ur olíulindanna, sem teknar voru eignarnámi, eru einka per- sónur, sem reyna að ná rjetti sír.- um með því að fara í mál við ein- ræðisstjórnina í Mexieo. Bandarísku kaupsýslumennirnir, sem reka viðskifti við Mexico, eru einnig einkapersónur, sem keppa við einræðisstjórn Þýskalands. Á meðan þannig er ástatt er ekki hægt að búast við að Bandaríkja- menn beri hærri hlut. Frá Hafnarfirði. B.v. Surprise kom af veiðum í gær. Aflinn var rúmar 100 smálestir, mestmegnis þorskur, en tæpar 15 smálestir upsi. — Danska flutningaskipið Kristiansborg fór frá Hafnarfirði í dag. Blindravinafjelagið lieldur að- alfund sinn í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. Þing Umdæmisstúkunnar nr. 1 verður háð í Hafnarfirði að þessu sinni og hefst annað kvöld kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.