Morgunblaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 3
MiðvíUudaffúl- 19. apríl 1939. 3 líORGUNBLAÐIÐ Yfirlýsingar þjóðstjórnarinnar á Alþingi Ræða Hermanns Jónassonar F Þjóðstjórnin á fundi í gær á skrifstofu forsæ-tisráðherm-r Stiérnarráðm-a-. -TaiiS- fi’á vinstri: Eysteinn Jónsson, viðskiftamálaráðherra, Jakob Möljer fjármálaráðherra, Hermann Jón asson, forsætisráðherra, Stefáp Jóh. Stefánsson, fjelagsmáíaráðherfa og Ólafur Tfaors-';iát- vinnumálaráðherra. ÍVigfús Sigurgejnssqn tók myndina). á j* S .»> •.* Ræða Ólafs Thors s AMNINGAUMIÆITANIR þær, er nú hafa leitt til þess að mynduð hefir verið samsteypustjórn, hófust á öndverðu þessu þingi, og átti málið þó nokkurn aðdraganda. Mun mörgum þykja, sem óþarflega lengi hafi verið setið við samningaborðið, en þó munu flestir við íhugun viðurkenna, að mikl- um örðugleikum sje bundið að koma á samstarfi milli flokka, er svo lengi hafa verið á öndverðum meið og barist harðvítugri baráttu, og sje því síst að undra, þótt eigi hafi dregið til samkomulags fyr en raun ber vitni um. ínnan .þingflokks Sjálfstæðlsmanná liefir fi’á öndverðu ríkt mikill skihiingur á því, að vegna vaxandi iirðugleika í atvimm- og fjármálalífi þjóðarinnar, og þess,- hve liorfurnar í nágrannalönd- unum eru ískyggilegar, væri mjög æskilegt, ’áð fetla utn skeið niðtir flokkabaráttima, svo.þjóðin gæti sem best og mest sameinast til varnar; gegn a^.steðjandi hættum. Samningarnir liafa því af hendi Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst staðið um það, að hve miklu leyti hinir samningsaðilarnir væru fáanlegir tii þess, að géi*a þær ráðstafanir, er að dómi Sjálfstæðisflokksins teldust heþþilegastar til lð bæta úr vandræðum iíðandi stundar og verjast sem best áföllum í náiuni framtið.. Það liggur í hlutarins eðli, að,])egar mynduð er slik samsteypustjorn, verða þeir, ér að beimi staíida. að gera sjer Ijóst, að euginn einn flokkiu- niá vænta þess að geta hrundi<5 öllu í frám- kvæmd er hann helst kysi, og hefir þingflokkur Sjálfstæðismanna í }>eim saniningaumléitunum, er’ fram hafa farið, haft fulla hliðsjón af þessari staðreynd, og bygt óskir sínar og kröfur á þeim grundvelli. í þeim samningi, er nú hefir verið gerður um stefuju og. starf sainsteypustjórnarinpar. og: sem hæstv. forsætisráðherra f. h. ríkisstjórnarinnar hefir lýst, hefir verið tekið tillit til þesSaiV ðska Sjálfstæðisflokksins í öllum höfuðefnum, með þeirri einni undantekningii, er nú skal áð vikið: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Sjálfstæðisflokkúrinn Ijtur svo á, að frjáls verslun sje eitt allra helsta skilyrðið fyrir góðri efnahagsafkomu sjerhverrar■’.jjjóðan-'Plokknrinli'hefir samt sem áður á undanförnum árum lagt samþykki sitt á margvísiegai’ kvaðir, er lagðar. hafa verið á verslunarfrelsið, en þá jafnan vegna þess, að hann, hefir viðurkent, að okkur óviðráðanlegar, utan- aðkomandi ástæður hafi knúið til þessa. í löggjöf og framkvæmd hefir' auk þess vérið gengið leugra á þessu sviði e.n Sjálfstæðisflokkurinu liefir talið nauðsynlegt, og þá gegn hiótmælúm flökksins.' Það er því auðskilið mál, að Sjálfstæðisflokkurinn telji miklu varða, að þegar í stað verði á þessu nokkrar breytingar, og myndi flokkurinn að sjálfsögðu hafa borið fram slíkár óskir við samninga- borðið, þótt eigi hefði fleira komið til, en trn ílokksins á frjálsa verslun. Meðal þeirra mála, er mesl voru rædd við samningauinleitaniruar, var hin. aökallandi þörf til bráðra aðgerða til viðreisnar útvegi landsmanna, og :hefir það mál nú verið leyst toeð breytingu á' skráðu gengi krónunuar og ýmsum ráðstöfunnm t sambandi við þá skr.ániugu.... " M r ; Svo sem kunnugt er, voru skoðanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins skiffav uto það, kverja leið bæri að fara til þess að ráða bót á örðugleik um útvegsins. Stóðu 9 þingmenn flokksius að lög- gjöfinni um brevtingu á skráðu gengi krónumiar, en liinir 8 vildu grípa til aimara úrræða til úrbóta. Hinsvegar voru, allir þingmenn floklcsins á einu. r.iáli um það, að yrði sú leið farin, er að- var liorf- iC,- myndi ]>að þrent nauðsynlegt: að hafð-ur væri hemill á fjáreyðslu hins opinbera, jáfnt ríkis sem bæjar- og sveitarfjelaga, að reynt yrði að greiða mi þegar, eða semja mn greiðsiu á áhvíiandi skuld- um, er fallnar eru í gjalddaga, eu orðið hafa í vanskilum vegna gjaldeyrisskorts, og að svo fljótt sem auðið er yrði verslunin gefin frjáls, tii þess á þann liátt að lækka útsöluverð aðkeyptrar vöru, og var hið síðasta að margra dómi þyngst á metuuum. í því skyni að tryggja þetta óskaði Sjálfstæðisflokk- ui’inn ]>ess, að fá yfirráð innflutningshaftanna og gjaldeyrisverslunarinnar, og lögðu 8 af þingmönn- um flokksins svo ríka áherslu á þá ósk, að þeir töldu rjett að gera uppfylliug hennar að skilyrði fyrir þátttöku flokksins í stjórn iandsins, en hinir í) töldu, að eftir atvikum væl'i eigi rjett að liafna ]>eim boðum, er fyrir lágu, enda voru þá lögð í liendur ráðherrum flokksins .meðfevð íjávmála, skatta- og tollamála, ríkiseinkasala, bræðslustöðva ríkisins, síldaveinkasölunnav, s<>lu«amlagsins fiskimálanefndar, saingöngumálanna á sjó og landi, pósts og síma, iðnaðarmálanua, auk ýms annars. Plokkurinn tók að lokum þá ákvörðun, að ganga til stjórnarsainvinmi á þessum grundvelli, þó með því að gera þá samninga um verslunmál in, er nú skal greint frá: 1. Innflutningshöftunum sje afljett jafnóðum og fjárhagur þjóðarinnar og viðskiftaástand- ið leyfir. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU orsætisraðherra, Hermann Jónasson, flutti svo- hljóðandi yfirlýsingu á Alþingi í gær fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. ‘Eins og kunnugt er, hafa síðan í þingbyrjun farið fram viðræður milli Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins um að taka upp samstarf um lausn þeirra við- fangsefna, sem nú eru mest aðkallandi með þjóðinni. Árangur þeirra viðræðna hefir orðið sá, að mynduð hefir verið ríkisstjórn, sem skipuð er fulltrúúm þessara þriggja flokká og hefir stuðning þeirra, svo sem jeg hefi tilkynt hjer á hátt- yirtu Alþingi. Ríkisstjórnin telur, að meginviðfangsefni hennar verði fyrst og fremst: 1. Áð efla framleiðslustarfsemina í landinu. 2. Að búa þjóðina undir að geta lifáð sem mest af gæðum landsins, og gera aðrar ráðstafanir þjóðinni til sjálfbjargar, ef til ófriðar kemur. 3. Að sameina lýðræðisöflin í landinu til verndar og eflingar lýðræðinu. , 4. Að sameina þjóðina um þann undirbúning, sem gera þarí í sambandi við framtíðarákvarðanir í sjálfstæðismálinu. Samkvæmt þessari meginstefnu mun ríkisstjórnin starfa, og marka aðgerðir sínar samkvæmt henni, en með tilliti til þeirra úrlausnarefna, sem næst liggja fyrir, tekur ríkisstjórnin þetta fram: Skráningu íslensku krónunnar hefir nú nýlega verið breytt og með ’því gert mikið átak til hagsbóta fyrir framleiðendur. Ríkisstjórninni er ljóst, að þrátt fyrir þá breytingu, sem gerð hefir verið á skráningu krónunnar, er ekki fært að afnema innflutningshöftin, en hún er einhuga um það, að stefna að því, að innflutningshöftunum verði af ljett jafnóðum og fjárhagur þjóðarinnar og viðskiftaástandið leyfir. Ennfremur telur ríkis- stjórnin rétt, að veita nú þegar frjálsan innflutning á nokkrum nauðsynjavörum, og verður gefin út um það opinber auglýsing jafnóðum og þær ráðstafanir koma til framkvæmda. Ríkisstjórnin telur mikla nauðsyn á því í sambandi við gengisbreytinguna, að gera ráðstafanir til þess að vinna gegn aukinni dýrtíð, m. a. með því að framkvæma verðlagseftirlit og þau ákvæði, sem leidd hafa verið í lög um húsaleigu. Ennfremur mun ríkisstjórnin vinna eftir megni að sparnaði og lækkun útgjalda, bæði hjá ríkinu og bæjarfjelögum. í því sambandi tekur ríkisstjórnin þó fram, að hún telur, að ekki beri að draga úr verklegum framkvæmdum hins opinbera eða framlögum til atvinnubóta eins og atvinnuástandið er nú í landinu. En hún mun stefna að því til hins ýtrasta, að fram- leiðslustarfsemi landsmanna færist svo í aukana, að húií geti fullnægt atvinnuþörfinni. Meðan þess gerist þörf að leggja fram fje til atvinnubóta, mun ríkisstjórnin nota atvinnubótafjeð til þess að draga úr atvinnuleysinu og einnig, eftir því sem við verður komið, verja því til þess að auka hinar eldri atvinnugrein- ar og koma á fót nýrri, arðgæfri framleiðslustarfsemi, þanhig, að atvinnubótafjeð hjálpi til að útrýma þörfinni fyrir áframhald- andi framlög. _______________________________ Ríkisstjórnin mun og stuðla að því, eftir fremsta megni. að þau fiskiskip og bátar, sem til eru í landinu og nothæf eru, verði rekin til útgerðar og fram- leiðslan aukin á þann hátt. Enfremur vill ríkisstjórnin vinna að aukningu og endur- nýjun fiskiflotans með því að veita til þess fje á svipaðan hátt og verið hefir undanfarin tvö ár, eftir því sem fjárhagur leyf-. ir. Þótt hjer sjeu talin nokkur atriði viðvíkjandi útgerðinni, vegna þess, hve mjög þau mál hafa verið rædd síðustu mán- uðina, og þörf aðgerða aðkall- andi, er það að sjálfsögðu meg- instefnuatriði stjórnarinnar svo sem að framan segir, að styðja og efla framleiðslustarfsemina yfirleitt, ekki síst landbúnaðinn, nauðsynlegan iðnað og ennfrem ur rannsókn og meiri nýtni á auðlindum landsins, sem þegar er hafinn nokkur undirbúning- ur að. Stjórnin mun m. a. leggja sjerstaka áherslu á stóraukna framleiðslu ýmissa landbúnað- arvara til notkunar jnnanlands, svo sem garðávaxta, allskonar grænmetis o. fl. — Og ennfrem- ur verður áhersla á það lögð, að auka verulega notkun landbún- aðarafurða innanlands. Að sjálfsögðu er þessi yfirlýs- ing enganveginn tæmandi starfs skrá, heldur, eins og fyr segir, megindrættir og nokkur höfuð- mál, er næst liggja fyrir. — Ríkisstjórnin hefir þegar rætt um ýmsar framkvæmdir, er síð- ar verða ræddar opinberlega. Ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins munu í stuttum ræðum gefa yfirlýsing- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.