Morgunblaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 19. aprfl 1939. __________MO R Glí N B L A ÐIÐ KVEMDJOÐIN OQ HEIMILIN ~ Frá tískusýningunni i gær Frá vinstri: ,.Delicieusé“ — mjög fínlegur og skreyttur sumarhattur með blómsturkransi í koll- 'inum, hnakkabandi og slöri. ,Innocente“ — kjusuhattur úr cellophanstrái. „Pigeon“ - eellophan, tyll og blórn, sem tylt 'er framan í enni og bundið að aftan með slöri. „Bizarfe“ — alveg koll-laus með hinum nýju útbreiddu börðum, og 'auðvitað sjöri og blómum. (Vigfús Sigurgeirsson tók myndirnar). Tískusýningar Hattabúðar- innar, Austurstræti 14, eru meðal þeirra viðburða árs- ins, sem dömur bæjarins hlakka til og fylgjast með af áhuga, enda hefir frú Gunnlaug Briem gott lag á að gera þær smekk- lega úr garði. í gær efndi hún til tísku- sýningar á nýtísku vor- og sumarhöttum, og varð að þrískifta sýningunni, svo að ekki mistu of margir við- skiftavinir verslunarinnar af henni. Eftir að hafa sjeð það úrval af höttum, sem tískan nú býð- ur af kvenhöttum, er óhætt að lofa því, að allar stúlkur, eldri og yngri, munu geta fengið eitt-i hvað við sitt hæfi. En það er auðvitað aðal atriðið við val á höfuðfati, að það hæfi þeim. sem nota á, fari vel við andlitið og klæðnað allan. ★ lestir sitja hattarnir hátt uppi á höfði og halla fram á enni. En kollarnir á þeim eru mismunandi, ýmist háir strókar eða mjög grunnir. í>að síðarnefnda fer vel við hina hnakkauppstroknu hárgreiðslu. ★ Vel á minst hárgreiðslu. Þessi uppstrokna greiðsla er enn í margra munni nefnd „nýja hár- greiðslan“, þó sje hún als ekki ný lengur. En sannleikurinn er sá, að kvenþjóðin í heild hefir ekki fengist til að leggja bless- un sína yfir hana. Hún mis- klæðir margar herfiíega og sumum finst hún ekki nærri eins kvenleg á að líta og þegar hárið liðast í lokkum niður á hálsinn. Hinsvegar verður því ekki neítað, að sumar dömur bera hana vel, og er hún þá mjög svo falleg með viðeigandi höfuðfati og búningi. En það eru hattarnir, sem við íetluðum að tala um. Á sýningunni voru sýndir als 40 ,,model“ sem öll eru saum- uð hjer. Hentugir vorhatt- ar, sporthattar og fíulegri sum- arhattar. Matrosahattarnir — sailor- hattarnir komu þarna fram í ýmsum myndum. bæði slútandi . fram á ennið, alveg barðalaus- fH ir með knöppum börðum, ell- egar uppbrettir, sitjandi aftur í hnakka. Og til tilbreytingar frá því í fyrra, voru margir þeirra nú prýddir bíómum og slöri. Þá má ekki gleyma kjusu- höttunum. Af þeim voru nokkrir sýndir, kvenlegir og klæðilegir með börðum og böhdum í hin- um nýju tískulitum. ★ fni í höttunum var margs- konar: Filt, angóra, crepe de chine, týll, og svo auðvitað strá, sem og alíaf kemur fram um þetta leýti árs. Úr crepe de chine var t. d. einn matrosahatt^ ur, svartur með ístungnu munstri, prýddur blómum og slöri. Bar hann nafn af efninu. Blóm og aftur blóm. Aðal skrautið á höttunum var slör og" blóm og aftur blóm. Á einstaka sást þó fjöður eins og t. d. einum, sem kallaður var ,.Robin Hood“-hattur, lítill og uppbrettur. Þá sáust óg fuglar sem skraut. Slörin. Slörin voru allavega, fyrir andlitinu, aftur á hnakka, síð eða stutt og stundum eins og flugnanet, þjett yfir hárið í hnakkanum eða uppi á kollin- um á hattinum. Sum slörin voru líka bundin undir höku í skraut- lega slaufu. T. d. var einn hatt- urinn ,,cyclamen“ með cyclam- enlitu slöri, sem bundið var yf- ir kollinn og undir hökuna. Til skrauis á höttunum mætti líka nefna hnakkaböndin. Þau eru mjög algeng á hinum nýju og grunnu höttum, enda nauð- synleg til þess að halda þeim föstum. HATTARNIR DÖKKIR MEÐ LJÓSUM SLÖRUM. ð lit voru hattarnir frekar dökkir, með ljósari slör-' um og skrauti. Og að sjálfsögðu voru ýmsir þeirra, í hinum nýju, rauðu og bláu tískulitum: cy- clamen, fuschia, hindber og en- zian, eða þannig litum blómum og böndum. Einstaka hvítir hattar eru inn á milli, eins og altaf þegar vor og sumar fær- ist í hönd. Einn bar þannig nafn sumarsins „été“, snjóhvítur, með lágum kolli og beinum bÖrðum. Fallegur, því varð ekki neitað, en kanske ekki jafn hentugur og hann var sumar- legnr. hreinsnnarkrem er jafnnauðsynlegt á hverju heimili og handklæði og sápa. Óhreinindi I húðinni valda lirukkum og bólum. Náið þeim burt án þess að skaða hina eðlilegu húðfitu með LIDO hreinsunarkremi. Dós- in 0.50 og 1.00. MJGAÐ hvílini ueð gleraugum írA Hanskar Silkinærfatnaður Blúsur Efni í blúsur og sumarkjóla cmc Fegurðaráætlunin: A U G U N Ymislegt er hægt að gera til þess að styrkja og fegra augun, þessar dýrmætustu perl- ur, sem við eigum til í eigu okk- ar. Við getum t. d. reynt að hlífa þeim sem mest við tóbaksreyk og ofraun eftir erfiðan vinnudag við • lestur, skriftir eða saumaskap. Við getum hlíft þeirn við of sterkri sólarbirtu með því að nota sólargleraugu. Við getum gætt þess að láta Ijósið altaf falla rjett (vinstra megin eða beint of- an að), þegar við erum að vinna. Og við getum gætt þess að leita augnlæknis í tæka tið, ef við finnum, að þess er þörf. En við geturn gert ýmislegt fleira en þetta fyrir augun. LEIKFIMI 06 BAÐ. í tómstundum, þegar við lröfum hvort eð er ekkert annað betra að : gera, getum við liðkað og hvílt augufí með því að loka þeim og snúa upp og niður til hliðanna og í hring. Þetta verður einskonar leikfim- isæfing fyrir augun og augna- vöðvana. Og að baða aúgun að minsta kosti tvisvar á dag er sjálfsagður hlutur: Á ltvöldin, til þess að losa þau við óhreinindi og þreytu, og á morgnana, til þ6ss að „þvo af þeim svefninn“ og liressa þau. Til þess getur maðúr notað venju- legt bórvatn eða búið sjer til augnabaðvatn sjálfpr eftir þessari Uppskrift: Baðvatn fyrir augun: 110 g. eimt vatn (destillerað). 110 g. rósavatn. 1 tesk. bórsýra. 5 dropar hamamelisvatn. Alt ]>etta er hitað í skaftpotti (sem látinn er standa niðri í öðr- um potti með heitu vatni), úns bórsýran er runnin; síðan kælt og helt á flöskur. Og þegar ‘maður skolar augun, notar maður annað hvort augn- glas eða augnsprautu, og er það síðarnefnda ódýrara, þar sem minna þarf af augnvatninu í sprautuna en glasið. Meira. Til ihugunar ____ * Heilbrigt líf er eklti fólgið í því að gera það, sem manni þyk- ir gaman að, heldur þykja gaman að því, sem maður gerir. ★ Sá, sem gerir aðra hamingju- sama, verður sjálfur jiamingju- samur. ★ Brosið kostar ekkert, en gefur mikið. Það auðgar þann, sem fær það, án þess að gera fátækari þann, sem gefur það. Þó að það vari aðeins augnablik, getur end- urminningin um það varað að eilífu. Munið að fleygja ekki sítrónu- berkinum, ef þjer notið sítrónu. Setjið hann í sjóðandi vatn, þurk- ið í ofni ,bg saxið hann smátt. Notið duftið síðan til bragðþætis í kökur eða ábætisrjetti. Hðrkambar Krullupinnar. Sápulaus hárþvottaolia (Soapless Shampoo). Tjörusápa. Dömur ! Að velja kinnalit er meira vandaverk, en virðist í fljótu bragði. Kinnaliturinn má ekki liggja í áberandi lögum á húðinni; þess vegna forðist þjer að nota smink. Kinnaliturinn má heldur ekki gefa andlit- inu annan lit, en til er ætlast, en það er annar aðalgalli á kinnalit. Astra-kinnapúður felur í sjer alla þá kosti, sein kinnalitur þarf að hafa. Astra-kinnapúður er svo fíngert, að það gefur andlitinu jafn- an og áferðarfagran blæ. Astra-kinnapúður er þannig tilbúið, að það getur ekki gefið andlitinu fjólubláan eða neinn annarlegan blæ. Dömur! Reynið Astra-kinnapúður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.