Morgunblaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. apríl 1939. Fregnir um að Danzig verði afmælisgjöf til Hitlers Bretar og Frakkar reyna að koma i veg fyrir styrjöld K.R.-stúikurn- ar í Kiiijfn P Frá frjettaritara vorum. BERLÍN býr sig undir hátíð. Á morgun verður Hitler fimtugur, og í tilefni af því hefir öll- um flugvjelum verið bannað að fljúga yfir Berlín og umhverfi frá því í kvöld klukkan 7 þar til á morgun klukkan 8. Því hefir líka verið lýst yfir, að þetta svæði myndi verða varið af þýska hernum. Hið ótrygga ástand í álfunni setur þannig svip sinn á af- mælisdag þýska foringjans. Sá orðrómur gengur í Englandi, að J?jóðverjar ætli að gefa Hitler í afmælisgjöf innlimun Danzig í þýska ríkið. TILRAUN BRETA OG FRAKKA Breska frjettastofan, sem skýrir frá þessu, bætir því við, að álitið sje að Bretar og Frakkar sjeu að reyna að fá Pólverja til þess að sætta sig við þetta og grípa ekki til vopna, svo að komið verði í veg fyrir að þetta mál, sem talið er tiltölulega lítilvægt, verði orsök heimsstyrjaldar. Sumir gera ráð fyrir, að Pólverjar beygi sig. En meðal Pólverja í London er því afdráttarlaust haldið fram, að Pólverjar hafi neitað jafnvel að taka það til yfirveg- unar að láta Danzig af hendi. Þjóðverjar eru nú sagðir hraða því mjög að gera varnar- virki úr járnbentri steinsteypu og skriðdreka varnir við pólsk- þýsku landamærin. KRÖFUR HITLERS OG MUSSOLINIS Margir blaðamenn í Berlín skýra frest þann, sem Hitler hefir tekið, áður en hann ætlar að svara Roosevelt, á þá leið, að hann vilji hafa afgreitt Danzigmálið áður en ríkisþingið kemur feaman. En ríkisþingið kemur, eins og kunnugt er, ekki saman fyr en 28. apríl. Hefir þessi langi frestur komið á óvart í Eng- landi og Frakklandi. Það er nú fullyrt, að Hitler muni neita að verða við tilmælum Roosevelts um að lofa að ráðast ekki á þær 31 þjóðir, sem forsetinn taldi upp. Er talið, að Hitler muni í ræðu sinni gera grein fyrir kröfum Þjóðverja og ítala um end- urskoðun á landamærum í Evrópu og í Afríku. fslensku stúlkurnar á fimleikasýningunni í K. B.-salnum í Khöfn. Nýtt út- varpsráð Afundi í sameinuðu þingi í gær voru kosnir 5 menn í útvarpsráð, samkvæmt nýju lög- unum, sem samþykt voru á þessu þingi. Þessir voru Rosnir; Yaltýr Stef- ánsson og Arni Jónsson frá Múla af lista Sjálfstæðisflokksins; Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson af lista Framsóknar; Finnbogi R. Valclimarsson af lista Alþýðu- flokksins. Varamenn þessir: Bjarni Bene- diktsson prófessor, Páll Stein- grímsson fyrv. ritstjóri, Sigurður Baldvinsson póstmeistari, Sigurð- ur Thorlacius skólastjóri og Guð- jón Guðjónsson skólastjóri. Heimsókn til Hjálpræðis- hersins Samtímis heldur stríðsviðbún- aður áfram um allan heim. . Holland: Stjórnin gaf í dag þt tilskipun, sem framlengir herþjónustutímann úr 11 mán- uðum í 24 mánuði. Sagt er að þessi ráðstöfun hafi verið gerð til þess að hægt sje að hafa altaf fult lið í landamæravirkj- unum. England: Chamberlain hefir gefið í skyn að bráðlega muni verða skipaður ráðherra, sem hafi umsjón með aðflutningum þjóðarinnar (Churchill hefir verið talinn líklegur í þetta embætti). Matvælaskömtun hef ir verið undirbúin. Sextíu milj- ón skömtunarkort eru útbúin. Loks hafa verið skipaðir um- sjónarmenn í tólf fylkjum, sem taka eiga yfirstjórn í þessum fylkjum, ef samgöngur slitna víð þau í styrjöld. Suð-vestur Afríka (áður þýsk rýlenda) : Á fjórða, hundrað lögregluþjónar frá Höfðaborg hafa verið sendir til suð-vestur- Afríku, samtímis því, sem verið er að undirbúa lög, sem fela lögreglustjóranum í Höfðaborg yfirstjórn lögreglumála þar. Er kunnugt, að Þjóðverjar í ný- lendunni eru skipulagðir í fje- lagsskap, og er óttast, að óeirða kunni að vera af þeim að vænta ef styrjöld hefst. Bandaríkin: Roosevelt sat á ráðstefnu með fjármálasjer- fræðingum sínum í dag til þess að undirbúa ráðstafanir, sem gera verður ef styrjöld skellur á í Evrópu. Svíþjóð. Sænska stjórnin leggur fyrir þingið tillögur um það (skv. FtJ.), að ef til ófriðar komi, þá skuli ríkisstjórnin fá í sínar hend- ur yfirumsjón með allri dreifingu lífsnauðsynja, öllum verksmiðjum, sjúkrahúsum og samgöngutækjum. Ennfiemiir er gert ráð fyrir því í tillögununj. að stjórnin fái vald til að ákveða hámarksverð á vör- um, ef nauðsyn krefur. Þriggja ára telpa lærbrotnar i bilslysi Það slvs vildi til á Sjafnargötu í gærdag klukkan tæpiega 3, að þriggja ára gönnd telpa varð fyrir bíl og lærbrotnaði. Var hún flutt á Landsspítalann. Slysið vildi þannig til, að bíll hafði verið stöðvaður fyrir utan húsið nr. 5 við Sjafnargötu. Er honum var ekið af’ stað aftur- tók bílstjórinn eftir því að eitthvað varð fyrir bílnum, og er hann stöðvaði bílinn kom í ljós að litla telpan hafði orðið unclir einu hjóli bílsins. Sólmyrkvi i dag Ef heiðskírt verður í dag, mut: sjást hjer í Reykjavík deildarmyrkvi á sólu, sem hefst kl. 3.50 og stendur til kl. 5.36. — Stendur hæst k’. 4.54. Hinn nafnkunni æskulýðs- leiðtogi O. Westby, ob- erst kom hingað til landsins með e.s. ,,Lyru“ í fyrrinótt og dvelur hjer í Reykjavík til 25. þ. m. en þá fer hann til ísa- fjarðar og dvelur þar í 8 daga, heldur svo áleiðis til Siglufjarð- ar og Akureyrar. I 38 ár hefir ofurstinn starí'- a,ð sem Hjálpræðishersforingi og hefir mest allan þann tíma verið tengdur við starf meðal barna og æskulýðsins. Síðast- liðin 6 ár hefir hann verið full- trúi æskulýðsstarfsemi „Hers- ins“ 1 Noregi. Ofurstinn heldur hjer sam-’ komur bæði fyrir börn og full- orðna. í sambandi við samkom- urnar sýnir hann fræðandi, og skemtilegar kvikmyndir frá starfi Hjálpræðishersins. Kveðjusamsæti var Georg Tufv- esson, skíðakennara I. R., haldið í gsei'kvöldi að Hótel Borg. Hófst það með boi-ðlialcli. Frá í. R. var Tufvesson afhentur fagur silfur- bikar til minningar um dvöl hans hjer og frá námskeiðsfólki vikuna 6.—1L mars pappírslinífur út- silfri. Hvorir tveggja gripirnir hinir fegurstu, gerðir af Leifi Kaldal. Dansað var við mikið fjör og gleðskap fram eftir nóttu. Á hófinu var 8igurður Guðmundsson dömuklæðskeri sæmdur Kolviðar- hólsmerkinu. „Commander Evens“, enski tog- arinn 'sém tók niðri í Háfnarfirði í fyrrakvöld, kom hingað í gær og var tekiim í Slippinn til eftir- 1 its. 35 þýsk herskip fara til Spánar Heræfingar Rússa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. "J-j rjátíu og fimm þýsk herskip, þ. á m. tvö „vasa“ orustuskip og tvö beitiskip sigldu úr höfn í Kiel og Wilhelmshafen í dag og söfnuðust saman við Helgoland. Þaðan leggja þ'311 af stað til Spán- arstranda og verða komin þangað fyrir lok vikunnar. ★ Spánski herinn, sem í gær var sendur til Sevilla til þess að taka þátt í her- sýningu, er nú kominn aft- ur til La Linea í nánd við Gibrteltar. 13 frönsk herskip, þar á meðal 2 orustuskip og 2 heitiskip, liggja nú undan Gibraltár, en Bretar vinna af kappi að því að gera varnir sínar í Gibraltcr sem öruggastsr. (F.C.). ★ Stærstu flotaæfingar, sem Rússar hafa nokkru sinrsi haldið, byrja á af- mælisdag Hitlers í Eystra- salti, Norður-ísh.í finu, Svartahafi, og Kyrrahafi. Talið er að lokið hafi verið við byggingu á hinni rsýju herskipahöfn Molo- tovsk, nálægt Ark&ngelsk. Eru þar stórar skipasmíða- stöðvar. I brjefi til L. H. Miiller kaup- manns skrifar Birger Ruud um Is- landsför sína: ,,Þetta var okkar langbesta og í alla staði skemti- legasta ferðalag, sem við höfum farið í út fyrir landsteinana. Við höfum ekki nema yndislegustu endurminningar frá íslandi11 í brjefinu biður Ruud Miiller að skila sínum bestu kveðjum til allra kunningjanna hjer í bæ. Ferðafjelag íslands áformar að byrja skemtiferðir sínar á þessu ári á sumardaginn fyrsta og ráð- gerir að fara tvær ferðir: Skíða- og gönguför á Esju. Farið í bíl- um upp í Kollafjörð og gengið upp hlíðina um Gunnlaugsskarð og á hæsta tincl Esju. Skíðabrekk- ur eru ágætar bæði austan við Há- tind og norðan í fjallinu, og í björtu veðri er ákaflega víðsýnt. (Hátiiidur í)09 in.). — Hin ferðin er göngufór á Valhúsahæð, en þar er útsýnisskífa F. I.. verður hún sýnd og lýst f jallahringnum kring- iiin Revkjavík. Þeir sem verða með í ferðinni safnist, saman á Lækj- artorgi kl. 1 e. tí. og verður geng- ið fram og til baka fram á Nes. Farmiðar að Esjuförinni selclir á’ skrifstofu Kr.' (). Skagfjörðs, Tún- götu 5, til kl. 6 í kvöld og lagt á stað um morguninu kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.