Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 2
2 1Í0RGUNBLAÐIÐ Lauffardagur 22. apríl 1939. Fregnir frá París segja horfur bjartari Þjóðverfar og Italir reyna að fá Júgó- slafa í lið með sjer Búlgarar landakröfu Þ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. RÁTT fyrir að frönsk blöð telji horfurnar í álfunni ekki eins ískyggilegar og áður og bendi máli sínu til stuðnings á, að farið sje að senda spánska herinn heim og að hersveitir Þjóðverja hafi horfið aftur til hinna venjulegu setuliðsstöðva sinna, eru þó enn gerðar víðtækar ráðstafanir í Frakklandi, til þess að vera við öllu búinn. Reynaud, fjármálaráðherra Frakka, tilkynti í kvöld: 1) að vinnutíminn myndi verða framlengdur úr 40 klst. í 45 klst.; áður hafði vinnutíminn yerið framlengdur að- eins í hergagnaiðnaðinum, en þessi síðasta ráðstöfun bind- ur enda á 40 stunda vinnulöggjöf Leon Blums. 2) Að tekjuskatturinn myndi verða hækkaður, nýr veltu- skattur settur, lán boðin út fyrir landher, flota og lofther Frakka o. fl. í ræðu sem Reynaud flutti um leið og hann tilkynti þessar ráðstafanir, sagði hann að þörfin fyrir frönsku þjóðina til að standa saman sem einn maður, hafi aldrei verið meiri en nú. Frönsku blöðin vekja athygli á því, að engin ástæða sje til bjartsýni, fyr en vitað sje hvað Hitler hefir að segja í ræðu sinni 28. þ. m. _________________________ Annar maður, sem áður hef- ir látið í ljós þá skoðun, að- styrjöld í Evrópu væri óhjá- kvæmileg, sendiherra Banda- ríkvl'anna í London Mr. J. Kenne dy, sagði í ræðu sem hann flutti í Pidinborg í dag, að þjóðirnar hafi aldrei fyr, hatast jafn lengi hver við aðra án þess að það leiddi til styrjaldar. Hann kvaðst sjá nokkurn vonarneista í því, að tekist skyldi hafa fram til þessa að koma í veg fyrir styrjöld. Samtímis halda áfram átökin milli Ureta og Frakka annars vegar og ítala og Þjóðverja hinsvegar um stuðning sináríkjanna, ef styrjöld skellur á. I Þýskalandi hafa undanfarna daga far- ið fram viðræður milli öafencu, utan- ríkismálaráðherra Rúmena annarsveg- ar og Hitlei'S og von Ribbentrops hins- vegar. Meðal þýskra stjómmálamanua hefir verið látið í veðri vaka að samtöl þessí hafi farið að óskum, og að Rúm- enar myndu fara sínar eigin götur í utanríkismáluim og ekki taka þátí í einangrunarpólitík Breta nje heita Bretum og Frökkum gagnkvæm- um stuðningi fyrir loforð það, sem stjómir þessara þjóða veittu Rúmen- um fyrir skömmu. En eftirtektarvert er, að þýska blað- ið „National ýíeitungí hefir eftir fía- fencu ummæli, sem fara í þá átt, að viðræður hans í Berlín hafi verið op- inskáar og vinsamlegar og að hann vonaði að þær gætu orðið báðum ríkj- um að liði. Rúmenska sendiráðið í London hefir nú borið til baka, að G-afencu hafi leyft að hafa nokkur um- mæli eftir sjer á meðan hann var í Ber- lín. ítölum virðist liafa oröið nokkuð ágengt í viðrœðum þeimsem far- ið hafa fram í JRóm undanfarnw daga milli ungversku ráðherranw Teleki (fors.ráðh.) og Szaki (ut<m ríkisráðh.) annarsvegar og Musso- Hnis og Cianos greifa hinsvegar. Markmiðið með þessum viðrœð- um virðist hafa verið að fá Ung- vcrja til þcss að leggja á hilluna allar landakröfw á hendur Júgó- slöfum og gera við þá gagnkvœm- an sáttmála um að h/vorug þjóðin skuili ráðast á hina, til þess að fá Júgóslafa til þess að taka upp samvinnu við Þjóðverja ogltalaog gerast aðilar að andkommwnista- bandalaginu. HROSSAKAUP. Fyrsti árangurinn af þessum viðræð- um er þegar kominn í ijós, þar sem á- kveðið er að Markovitseh, utanríkis- málaráðherra Júgóslafa skuli hitta Ci- ano greifa í Feneyjum á morgun. Það- an er gert ráð fyrir að Markovitsch fari síðan til Berlín til viðræðna við þýska ráðherra. Þar sem Júgóslafía er einn aðai aðilinn í Balkanbandalaginu, og vinátta hefir auk þess verið mikil und- anfarið miUi Júgóslafa og Rúmena, myndi sú ákvörðun Júgóslafa að snú- ast á sveif með Þjóðverjum og ítölum gjörbreyta viðhorfinu á Balkanskaga. ftalir eru sagðir hafa heitið Ung- verjum í staðinn fyrir að þeir ætla að láta landakröfumar á hendur Júgó- slöfum niður falla, að veita þeim stuðn- ing í landakröfum þeiiTa á hendur Rúmenum. AFSTAÐA BÚLGARA. En þótt enn sje óvíst hver endanleg afstaða Júgóslafa verður, er fullvíst, að Búlgarar munu ekki taka þátt í vamarbandalagi Breta og Frakka. Búlg arar krefjast þess, að landamærum þeirra verði breytt í það horf, sem þau vom fyrir 1913. Þeir krefjast þess að £á aftur hjeraðið Dobrudsha frá Rúm- önum, eða 8 þús. ferkílómetra, 2.600 ferkílómetra krefjast þeir uð fá frá Júgóslöfum, og 700 ferkm. af Grikkj- um og þar með aðgang að Ægenhaf- inu. Búlgarar neita að taka upp sam- vinnu við önnur Balkanríki fyr cn geng ið hefir verið að þessum kröfum. Hitler spvr smáríkin Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. regnir frá París herma, að þýska stjórhin hafi lagt fjrrir nokkur smáríki, sem talin eru upp í orðsendingu Roose- velts tvær spurningar svohljóð- andi: 1) Teljið þjer að yður stafi nokkur hætta af Þjóðverj- um? 2) Hafið þjer látið í ljós ósk um að Roosevelt taki að sjer mál yðar? I Washington, London og Par ís er sú skoðun látin í Ijós, að augljóst sje hvað þýska stjórn- in sje að fara með þessu. SmáJ ríkin muni auðvitað ekki þora að segja opinskátt við Þjóð- verja að þau telji sjer stafa hættu frá þeim, og- að Hitler ætli að nota svör þeirra í ræðu sinni 28. þ. m. Bretar og Rússar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Engiandi er litið svo á, að enginn vafi sje á því lengur, að Rússar muni gerast aðilar að varn- arbandalagi Breta og Frakka. Rússar hafa nú svarað uppástimgu Breta opinberlega, og er verið að rannsahja svar þeirra í London og París. „Daily Telegraph" segir að svarið beri með sjer, að Rússar sjeu fúsir til sam- vinnu við Vestur-Evrópu- þjóðirnar gegn yfirgangi einræðisríkjanna. En at- huga þurfi nánar nokkur tæknisleg atriði. Svar Rússa er talið munU gera samninga Breta og Tyrkja auðveldari. BIRGÐARÁÐHERRA í BRESKU STJÓRNINNI Frá frjettarítara vorum. ýtt ráðuneyti hefir verið stofnað í bresku stjórn- inni, svokallað birgðaráðu- neyti, og hefir Leslie Burgin sem verið hefir samgöngumála- ráðherra tekið við hinu nýja em bætti. Samtímis hafa farið fram nokkur mannaskifti í stjórninni. Hitler „mesti maður Þjóðverja sem nokkurn tíma hefir verið uppiu Frá frjettwntara vorum. Khöfn í gær. HITLER notaði afmælisdag sinn til þess að sýna herveldi Þjóðverja. I Berlín fór fram stærsta hersýning sem þar hefir nokkurn tíma sjest. Til þess að undirstrika betur þessa hernaðar- legu hlið hátíðarhaldanna í tilefni af afmælinu sendu ítalir, Spánverjar o. fl. æðstu hershöfðingja sína til þess að árna Hitler heillaóskir. í sendinefndinni frá Italíu var Fariani, yfirmaður ítalska herforingjaráðsins, og frá Spáni Moscardo, hershöfðinginn, sem lengst varðist í Alkazarvíginu. Til hátíðahaldanna hafði verið boðið gestum frá yfir tuttugu löndum, en engum frá Bret- landi eða Frakklandi. Sjálfir hyltu Þjóðverjar Hitler sem „hinn mesta mann, sem Þjóðverjar hafa nokkru sinni átt“. Þannig ávarpaði „Völkischer Beobachter“ hann í gærmorgun. Strax aðfaranótt fimtudags söfnuðust nokkur þús. manns fyrir utan kanslarabústaðinn við Wilhelmsplatz, til þess að hylla Hitler. Berlín var upplýst með als- konar ljósaskrauti, sem tók öllu fram, sem sjest hefir áður. Borgin var öll fánum skreytt. Um morguninn tók Hitler á móti kveðjum frá ráðherrum sínum, erlendum sendiherrum og ótal sendiráðum. Um há- degi hófst hersýning. Hún fór fram á hinni nývígðu Aust- ur-Vesturgötu, sem liggur í nær þráðbeinni linu frá austri til vesturs. Hitler stóö í namfelt 4 klst. á heiðurs- palli og heilsaði hersv^itunum þegar þær fóru fram h.já. Talið er, að tva>r miljónir manna hafi verið viðstiaddir. Fólkið stóð í margra metra breiðum röðum meðfram götunni, og sumir höfðu með sjer eld- hússtiga til að sjá betnr. Sýndar voru allar deildir þýska hersins, skrið- drekadeildir, fallbyssudeildir, deildir brynvarðra bifreiða o. s. frv. Og yfir flaug hver sveitin af annari þýskra hemaðarflugvjela. Ýms erlend blöð telja í dag, að Þýskaland sje vafalaust mesta herveldi í heiminum, og að þýski herinn sje nú voldugri, en hann hafi verið nokkm sinni áður. Eins og nærri rná geta. veröur ekki komið tölu á allar þær gjafir, sem Hitler bárust. Meða) jx'irra var kon- ungsörn, þúsundir heímaunninna sokka, málvei'kið „Venus með spegilinn“ eftir Tizian, handritið af „Partitunim" Wagners, handrit 4.00 brjéfa Frið- riks mikla, en þau hafa verið í einka- eign, 12 núljón ríkisTiiörk frá ríkis- tryggingasíofnuninni, sem varið skal til heilbrigðismála o. fl. o. fl. I grein sinni um Hitler, sem Gör- ing marskálkur skrifar í ,,,Völk- ischer Beobachter“: Hitler, sem er mestur allra Þjóöverja, sem nokkurn tíman hafa verið uppi, leiddi Þýska- land frá hyldýpi smánar og neyðar, til sæmdar, velmegunar og mikilleikd. Hann hefir unnið afrek, sem eru ein- stök. Hann hefir gert að veruleika þús- urd ára draum Þjóðverja: örugt stór- þýskt ríki. SIvEYTI MUSSOLTNIS. Ijond iiL í gær F.U. ( Mussolini sendi Ilitler heillaóska- skeyti í gær á 50. afmælisdegi hans, og segir Mussolini í skeytinu, að öll ítalska þjóðin taki undir með honmn nm það, hve mikilsverð sje hin nána vinátta rcilli Þýskalands og Ítalíu, vinátta, sem þegar hafi staðist marga raun og á komandi tímum muni verða þess megn- ug að sannfæra óvini þeirra beggja um að fasisminn og nazisminn sjeu einu ’eiðii-nar til friðar, þar sem allar aðr- ar stjómmálastefnur sjeu rangar og skaðlegar. Kiiðssamdrátfur Þjéðverfa London í gær F.Ú. Tjl rjettaritari Reuters í Ber- lín skýrir frá því í dag, að þýska stjórnin hafi í dag gefið út tilskipun, sem kveður svo á, að sex árgangar af mönn- um, á aldrinum 19—33 ára, skuli nú þegar kvaddir til her- þjónustu og vinnu í þarfir land- varnanna. Það er ekki kunnugt, hve marga menn hjer er - um að ræða, en talið er, að til land- varnavinnunnar sjeu á þennan hátt kallaðir um 800.000 manns. Stefano Islandi í La Boheme Khöfn í gær F.Ú. V ann 28. þ. m. verður frum-> sýning á söngleiknum /& Bohéme“ við konunglega ikhúsið í Kaupmannahöfn. efano Islandi syngur aðalhlut- :rkið, og er það í fyrsta sinni, i hann syngur hlutverk þetta linberlega. Er nú afráðið, að hann starfi ið næsta Ieikár,.og auk þess er hann ráðinn til þess að syngja í Tivoli í maí. Höfðingleg gjöf. Iljónin Sigríð- ur Eiríksdóttir og Finnbogi Jak- obsson, að Kvíum í Grunnavíkur- hreppi, liafa gefið 2000 krónur til björgunarskútu Vestfjarða. Er þetta minningargjöf um Eirík son þeirra, sem andaðist 1932.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.