Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. aprfl 1939. □agbúfe. Hl Helgafell 59394257 - VI. - 2. Lokafundur. Veðurútlit í Rvik í dag: Stilt og bjart veður. Gengur í SV- eða S-átt með kvöldinu og þyknar upp. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Norðanlands er vindur N eða NA með dálítilli snjókomu. Annars- staðar er V-læg átt með skúra- og jeljaveðri um SV-hhita landsins. Ný lægð er við S- og V-Grænland. Næturlæknir er í nótt Evþór Gunnarsson, Laugaveg 98. Sími 2111. Messur í Dómkirkjunni á morg- un: Kl. 11, síra Bjarni Jónsson. (Perming). Kl. 2. síra Friðrik Hallgrímsson. (Ferming). Messað í Fríkirkjunni á morg- uri kl. 12, síra Ariti Sigurðsson. (Ferming). Messað í Laugarnesskóla á morg un- kl. 5, síra Garðár Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Messað í Fríkirkjunni í Hafnar- firði á morgun kl. 2 (sumarkom- ari), síra Jon Auðuns. Dánarfregn. Guðmundur Bjarna- son klæðskerameistari andaðist í fyrrádag að heimili sínu hjer í bænum. Hafði hann átt við larig- varandi variliéilsu að stríða. Trúlofun. Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína í Kaup- mannahöfn Helga Ida Fenger og J. W. Gotfredsen. Trúlofun. Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína Kdith Rusmus í Málleysingjaskólanum og Ingibergur Sveinsson bílstjóri, Hringbraut 61. Jón Jónsson verkamaður, Njáls- götu 4B, er 49 ára í dag, t'æddur :22. apríl 1890. Jón hefir átt heima hjer í bænum síðan 1913. Hann er góður fjelagi í Málfundafjelagiriu ’Óðinu, og góður Sjálfstæðismaður. Hanri er nú þjakaðúr af Örbirgð •og allsleysi, vegna undanfarins at- vinnuleysis og erfiðum heimilisá- stæðum. Því miður get jeg ekki glatt hann með afmælisgjöf og boðið honum þamiig gleðilegt sum- ar. En væri einhver góður maður, sem vildi gleðja hann, þá væri það fallegt verk, sem mundi veita hou- um þrek þar til úr rætist um at- vinnu fýrir honum. Óðinsfjelagi nr. 251. Af veiðum komu í gær: Brimir með lítinn afla, enda búinn að vera stútt á veiðurn. Hilmir kom með 60 föt lifrar og Þórólfur með 50 föt: Til Hafnarfjarðar komu af veið- um í gær, togarinn Maí með 88 föt lifrar eftir 13 sólarhringa úti- vist, og Sviði með 84 föt eftir 12 daga útivist. Gestir í bænum. Hótel Borg. Skúli K. Eiríksson kaupm., ísa- firði. Fóstbræður endurtaka samsöng sinn í Gamla Bíó á morgun kl. :2Hafa þeir sungið tvisvar að þessu sinni og fengið mjög góðar undirtektir áheyrenda. Ættu sem flestir að nota tækifærið á morg- un og hlýða á þenna vinsæla og ágæta kór. Knattspyrnufjelagið Haultar í Hafnarfirði hjelt hátíðlegt 8 ára afmæli sitt að Ilótel Björninn síð- astliðið laugardagskvöld. Skemt- unin var mjög vel sótt, mörg skemtiatriði viðhöfð, ræður flutt- ar, m. a. af Ben. G. Waage, for- seta 1. S. I., og síðan dansað. Knattspyrnufjelagið Ilaukar var stofnað 12. aprfl 1931 af riokkr- uni unglingspiltum. Nú er þsð stærsta íþróttaf.jelag Hafnarfjarð- ar, með 300 meðlimum, konum og lcörlum. Póstur, sem á að fara til Eng- lands með „Eddu“, verður að vera kominn á pósthúsið fyrir hádegi í dag. Dansleik heldur S. G. T. í G. T.- húsinu í kvöld. Ríkisskip. Súðin var á Akureyri í gærkvöldi. Eimskip. Gullfoss kemur til Vestmannaeyja í dag. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss kom til Aberdeen kl. 3 í gær og fór það- an kl. 6. Dettifoss er í Reykjavík. Lagarfoss er á Akurevri. Selfoss er á leið til Rotterdam. Ferðafjelag íslands ráðgerir að fara gönguför á Keili og Trölla- dyngju á morgun. Ekið í bílum suður að Kúagerði og gengið það- an á Keili og Trölladyngju yfir Dyngjuhraun niður með Sveifiu- hálsi og á hinn nýja Krísuvíkur- vég og þaðan ekið heimleiðis. Leið- in er mjög sþemtileg og gaman að ganga á Keili, en Trölladyngja og umhverfið sjerkennilegt. Lagt á stað kl. 8 árdegis, ög farið frá Steindórsstöð. Farmiðar seldir í Bókaverslun Isafoldarprentsmiðju til kl. 6 í kvöld. I. R.-ingar efna, til skíðaferða Úm helgina, að Kolviðarhóli. Farið verður J kvöld kl. 8 og í fyrra- málið kl. 9. Lagt af stað frá Sölu- turninum. Farseðlar í Stálhús- gögn til kl. 6 í kvöld. Árxrenningar fara í skíðaferð í Jósefsdal í kvöld kl. 8 og í fyrra- málið kl. 9. Farmiðar seldir í Versl. Bryriju og á skrifstofu fje- lagsins kl. 7—8 í kvöld og við bílana í fyrramálið. Fafið verður frá íþrótiahúsinu við Lindargötu. íþróttafjelag kvenna fer í skíða- ferð á morgun, ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá Gamla Bíó kl. 8% f. h. Farmiðar fást í Hattabúðinni „Hadda“ til kl. 6 í lcvöld. Allir K. R.-ingar eru beðnir að mæta riiður á hafnarbakka þegar Gullfoss kemur, til að taka á móti kvenflokki fjelagsins. Forseti í. S. L, Benedikt G. Waage, ávarpar flokkinn. Skemtifundur K. R. Annað kvöld kl. 8Vá heldur K. R. skemtifund í K. R.-húsinu, til að fagna. heim- komu hins fræga kvenflokks fje- lagsins. Formaður K. R., Erlend- ur Pjetursson, ávarpar flokkinn með ræðu. Því næst verður söng- ur með guitarundirleik. Benedikt Jakobsson fimleikastjóri segir frá Danmcrkurförinni. Billieh píanó- sóló og Valenta fiðlusóló. Að lok- um verður dans stiginn. Keppend- ur K. R. í báðum víðavangshlaup- unum eru boðnir á fundinn. K. R.-ingar munu áceiðanlega fjöl- menna á þennan skemtifund. Jarðarför Halldóru Vigfúsdótt- ur fór fram í Vestmannaeyjum síðasta vetrardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Stjórn Kvenfje- lagsins „Líkn“ bar kistuna í kirkju, en stjórn Oddfellowstúk- unnar „Herjólfur“ úr kirkju. Síra Halldór Kolbeins jarðsöng. Vestmannaeyjabátar afla lítið ennþá. í gær fengu hæstu bátar um 1000 fiska, en sumir ekki nema 200. Einn bátur er búinn að taka upp nct sín og býst nú á drag'- nótaveiðar, þar sem afli er svo tregur í net að sú útgerð borgar sig ekki, símar frjettaritari vor í Eyjum. 200 tunnur af smásíld veiddist í fyrrinótt í ísafjarðarbotni. Ann- ars hafa aflabrögð verið lítil við Djúp undanfarið og tíð stirð, sím- ar frjettaritari vor á Isafirði. Det Dánske Selskab i Reykja- vik heldur samkomu að Hótel Borg í kvöld. Þar flytur Guð- brandur JÓnsson prófessor erindi MORGUNBEAÐItí i ..-... i miiA um Jörund hundadagakonung, og síðan verður dansað. Prestskosning. Á morgun fer fram prestskosning á ísafirði. Tyeir umsækjendurnir, þeir síra Jón Auðuns og síra Guðmundur Helgason á Staðastað, hafa tekið umsóknir sínar aftur. Eru þeir því 5 sem í boði eru. Knattspyrriufjel. Fram. Æfing í kvöld hjá ni. fl. kl. 7—8 og II. fl. kl. 8—9. í fyrramálið kl. 9—10 hjá II. fl. og 10—11 hjá Meistaraflokki. Drengjahlaup Ármanns fer fram í fyrramálið kl. 10Vá- En það er venja að þetta hlaup fari fram fyrsta sunnudag í sumri. Þátttak- endur verða nú alls 45 frá fimm fjelögum. Frá Fimleikafjel. Hafn- arfjarðar erii 13, Ármanni 10, K. R. 9, í. R. 6 og í K. 6. Hlaupið hefst í Vonarstræti hjá Iðnó. Illaupið upp Suðurgötu, kringum Iþróttavöllinn, niður Skothúsveg og endar í Lækjargötu hjá Amt- mannsstíg. Kept yerður um riýjan grip, sem EggerT Kristjánsson stórkaupmaðuj: hefir gefið. Ætl. ast er til að keppendur og starfs- menn mótsins 'mæti stundvíslega. Nýja Bíó sýnir í kvöld tvær rjiyndir. Kl. 6 er barnasýning og ýerður þá sýnd ný Shirley Temple úiynd, sem heitir „Tápmikla telp- an“. KÍ. 9 verður svo sýnd hin •oftirtektarverða aineríska kvik-, ípynd „Hvíta ambáttin“, með Bette Devis í aðalhlutverkinu. Hefir sú rnynd verið sýnd við mikla að- sókn í nokkur kvöld. -....... K. R.-ingar fara í skíðaför í dag kl. 2 og í kvöld kl. 8. Lagt af stað frá ,K. R.-húsinu. Hvumleitt og leiðinlegur óvani er það, þegar Lúðrasveit Reykja- víkur leikúr' iiti, eins og t. d. á sumardaginn fyrsta, að þá þyrp- ist fólk í kringum hana og kæfir músíkina áð meate, svo að aðrir áþeyrendur, ^m, lengra stauda í burtu, til þess að njóta sem best leiksins, lieyra lítið sem ekki neitt, þar að auki eru þetta áreiðanlega óþægindi fyrir blásarana. Næst þegar L. R. lætur til sín heyra, ættu áheyrendur að hafa það hug- fast að troða sjer ekki svona nærri, þar sem músíkin nýtur sín best í hæfilegri fjarlægð. K. F. U. M. Almenn samkoma annað kvöld kl. SþA Magnús Run- ólfsson talar. Allir velkomnir. Norðmenn hafa nýlega sent til Spánar 11510 pakka af salt- fiski í vöruskiftaverslun, sem ný lega var samið um. (F.Ú.). Til Strandarkirkju. Afh. Mbl.: Ónefndur í ÁrnésSýslu ‘5 kr. Björn í Viðey 10 kr. Ónefndur (gamalt áheit) 15 kr. S. 1 kr. Onefndur 5 kr, Ingvi 5 kr. S. S. 5 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Afh. af sr. Sigurjóni Guðjónssyni kr, 300.00 í byggingarsjóð kirkj- unnar frá X-þY—Z. —- Inuilegftr þakkir. Ól. B, Björnsson. Útvarpið: 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Dönskukensla, 3. fl. 18.15 Dönskukensla. 18.45 Enskukensla. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettír. 20.15 Erindi: Leitin að höfundi Njálu, IV.: Regn á Bláskóga- lieiði (Barði Guðmundsson þjóð- skjalayörður), 20.45 Hljómplötur: Lög ieikin á celíó. 21.00 Karlakór Revkjavíkur syng- ur. 21.35 Danslög. (22.00 Frjettaágrip), 24.00 Dagskrárlok. Hafnfirðingar! Hafnfirðíngar! Fyrlrlestur í Góðtemplarahúsinu á morgun (sunnudag) klukkan 4. Að tilhlutun Sjálfstæðisfjelaganna í Hafnarfirði flyt- ur hr. verkfræðingur Finnbogi R. Þorvaldsson fyrirlestur um hafnargerðir, með hliðsjón af hafnarvirkjun í Hafn- arfirði. — Umræður á eftir ef þess er óskað. — Allir vel- komnir á meðan húrrúm leyfir. FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFJELAGANNA. —^— 4*1 Móðir okkar, HERDÍS ANDRJESDÓTTIR, andaðist í gærmorgun. Jarðarför hennar verður aúglýst síðar. Elín Thorarensen. Jón Ólafur Jónsson. Einar Jónsson. Það tilkynnist hjer með vinnm og vandamönnum, að syst- ir okkar, LAUFEY V. HJALTALÍN, frá Brokey, andaðist að Landsspítalanum, aðfaranótt þess 21. þ. mán. Fyrir hönd fjarstaddra foreldra og systkina. Eygló V. Hjaltalín og Vilhjálmur V. Hjaltalín. ■ o Hjer með tilkynnist að GUÐMUNDUR BJARNASON klæðskerameistari andaðist að heimili sínn, Aðalstræti 6, biuu 20. þ. mán. Fyrir hönd vandamanna. Sigmundur Halldórsson. ■fc Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að sonur okkar og bróðir, RAGNAR K)RSTEINN, andaðist á Vífilsstöðum í gærmorgun. Maíendina og Ágúst Fr. Guðmundsson og systkini. Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móðnr minnar, RANNVEIGAR SVEINSDÓTTUR. Fyrir hörid aðstandenda. Friðrik X. Magúnsson. Innilegt þakklæti til allra fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu á svo margvíslegan hátt við andlát og jarðarför JÓHÖNNU GföLADÓTTUR frá írafelli. Guð blessi ykkur öll. Foreldrar og systir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, frá Setbergi, Austurhamri 5, Hafnarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir. Ing-’iii i Guðmundsdóttir. Jón Guðmundsson. Guðmundur B Guðmundsson. Vigdís Guðbrandsdóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför SIGFRÍÐAR BTÁRNADÓTTUR frá Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.