Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. apríl 1939. MORGUNBLAÐIÐ Fyrir framan Downing Street 10 l . sssSBfe: ■ mm iPfi . i WWreB aHst r < TwsSí v. .»* Y KMÉmÍ* k- ||| |g§|g 1| | ppp|||||||p| • •••?>,v^:vttv. ~ Klukkunni verður flýtt Þingsðlyktunin samjiykt Hina örlaffaríku daga, þegar Bretar ákváSu að gjörbreyta um utan- ríkismálastefnu, var jat'nan mannmargt fyrir utan forsætisráð.herra- bústaðinn í London. — Myndin er tekin þegar mannfjöldinn hylti Ohamberlain, er hann ók af stað í bíf til þingsins: Hátfðahðld barnadagsins fóru vel fram Hátíðahöld Barnavinafje- lagsins Sumargjöf fóru hið besta fram á sumardaginn fyrsta, enda var veður á- gætt. Barnaskólabörn gengu í skrúðgöngum um bæinn og staðnæmdust i Lækjargötu fyr- ir framan Mentaskólann. Var Lækjargatan alveg full af fólki. Helgi Hjörvar helt ræðu af svölum hússins Lækj- argötu 6. Innanhúss skemtanir voru í öllum samkomuhúsum bæjar- ins á vegum barnadagsins. Barnablaðið var selt á götun- um og merki dagsins. Fjárhagslegar tekjur munu verða heldur meiri af barna- deginum að þessu sinni heldur en í fyrra. Tekjurnar eru sem hjer segir, samkvæmt heimild- um ísaks Jónssonar, gjaldkera ,,Sumargjafar“. (Til saman- burðar eru tekjur barnadags- ins í fyrra): Skemtanir: Nú I fyrra í Gamlá Bíó 830.50 845.50 í Nýja Bíó 821.50 890.84 I Iðnó 1074.90 720.00 1 Oddfellow 591.00 441.00 í K.R.-húsinu 771.00 860.10 Tekjur af skemtunum um 280 krónum meira en í fyrra. Af BarnadagsblaSinu seldust í götusölu nú fyrir 854 krónur á móti 1028 krónnm í fyrra. Merki seldust fyrir 4324 krónur á móti 4070 krónum í fyrra. • . >■ Sólskin. Enn er ekki kunn- Ugt hve mikið hefir selst af því. Allar skemtanir bæði inni og úti fóru hið besta fram og er sjerstök ástæða til að geta þess hve börnin höguðu sjer vel. Þess má og geta, að maður einn, Gunnar Bóason, útgerðarmaður, afhenti gjaldkera fjelagsins 50 k’*ónur að <rjöf, sem hann kvað vera áheit frá sjer til fjelagsins, sem honum líkaði prýðilega við ' r.lla staði. Knattspyrnu- kepni á morgun milli K. R. og Vals Amorgun f'e}- fr.am á Iþrótta vellinum xpennandi knatt- spyrnukepni, sem inargir munu hafa ánægju af ao horfa á, en það er ke])ni milli Vals og K. R. Verð ur kept í þremur aldursflokkum. Meist,araflokkarnir .leika klukku stundarlejk, .Qg II. oglll. fl. hálfg- ar stundar leiki Kept verður uin nýjan bikar, sem velutuiari kiiattspyrnumanna hefir gefið. Gripinn vinnur það fjelag. sem lilýtur hærri marka- fjölda í öllum leikjunum saman- lagt. Eins og kunnUgt er hafá þeSsi tvö fjelög eldað grátt silfur í mörg ár og barist uírt efsta sætið bæði á Islands- ög Reykjavíkur mótum. Þarf ekki a.ð efá að mikil kepni verður í íeikjúnúm á morg- un. — Póstflug til Hornaíjarðar Ráðgert er að hef ja reglubundn ar póstferðir með flugvjel- inni TF — Sux austur í Horna- fjörð, og lengra austur ef veður og birta leyfir, á hverjum fimtu- degi. TF — Sux fór í gærmorgun austur að Kirkjubæjarklaustri. Þar skilaði flugmaðurinn, Orn Johnson, pósti og flaug þaðan að Svínafelli, og skilaði þar húsfreyj- unni að Sandfelli, sem var með sem farþegi. Þaðan flaug hann áfram til Hornafjarðar og tók þar bensín. Meðan hann var í Hornafirði fekk hann skilaboð um að koma við að Hofi og sækja þangað sjúkan mann. Flutti hann manninn að Kii'kjuhæjarklaustri. Þaðan lagði Örn af stað kl. 7.17 og lenti lijer í Reykjávík rjettuln 2 t klst. síðar. Var þá farið að skyggja. Afundi í sameinuðu þingi í gær var samþykt þingsá- lyktunartillaga um að flýta klukkunni um eina klukku- stund yfir sumarmánuðina. Tillagan var samþykt með 23:10 atkv.; 10 þingmenn voru fjarstaddir, en 6 greiddu ekki atkvæði. Skúli Gluðmundsson and-« mælti tillögunni. Bar hann fyrst fyrir sig ^tþugasemdir, sem fram hefðu komið frá forstjóra Veðurstofunnar. Forstjórinn hafði talið, að breytingin myndi valda erfiðleikum fyrir þessa stofnun. Útsending veður- skeyta yrði að vera á sama tíma og áður, vegna sambands- ins við erlendar stöðvar. Þingmenn, er voru fylgjandi breytingu tímans gerðu lítið úr athugasemdum forstjóra Veð- urstofunnar. Bentu m. a. á, að pöst- og símamálastjóri teldi, að breytingin þyrfti engum truflunum að valda fyrir þess- ar stof nanir, sem þó hefðu margvísleg tengsl við erlendar stofnanir. Þá taldi Sk. Guðm., að breyt- ingin myndi vaída erfiðleikum við fiskþurkun og orsaka m. a. það; að þesSi 'vinna færðist þá meir yfir á yfirvinnu og myndi það baka útgerðinni tjón. í sambandi . við þetta má minna á það, sem Þórður Bjarnason á Lambastöðum skrifaði nýlega hjér í blaðið um þetta atriði. Hann benti á, að fram hjá yfirvinnunni mætti kornast, ef verklýðsf jelögin vildu fallast á, a6 hinn reglu- bundni vinnutími Við fiskþurk- un væri frá kl.8 til 8, eftir fljótu klukkunni. Má vænt'á þess, að ýerklýðsfjelögin verði fús til að gerá þessa breytingu, við þetta eina starf. í þingsályktuhinni, eins og hún nú er samþykt á Alþingi, er gert ráð’ fyrir að klukkunni verði flýtt á tímabilinu frá 2. sunnudegi í apríl, til 1. sunnu- dags í cktóbel'. Nú er komið fram ýfir þánn' tíma, sefn flýta áKi klukkúnni og ætti því að flýta henni hvenær sem er, en best fer á því, að gera það um helgi. Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Olfusi tekinn til starfa Nemendur 21. Tveggja ára nám GARÐYRKJUSKÓLINN að Reykjum í Ölfusi tók til starfa um síðustu mánaðamót. Skóla- húsið er hið fyrverandi Reykjahæli. Hefir því verið breytt í skóla. Viðgerð hússins var ekki lokið fyr en nú um sumarmálin, og var skólinn því formlega settur á sumardaginn fyrsta, eða hátíðlegíi’ vígður með ræðnhöldum, er var útvaxpað. Ræðumenn við þessa vígsluathöfn vóru þessir. Hermann Jónasi’ son forsætisráðherra, en hann er jafnframt landbúnaðarráðherra, Pjetur Ottesen alþm., Bjarni Ásgeirsson alþm., fyrmaður Búnaðar- fjelags íslads, Jón Pálmason alþm., Steingr. Steinþórsson búnaðar- málastj., Lárus Rist sundkennari og Jónas Jónsson alþm. „Tryggvi gamll“ kominnðHalann Verður þorsk- var þar Tjær fregnir bárust í ,e:ær- ^ kvöldi frá Tryggva R’amla, að hann hefði orðið fisk var vestur á Hala. Hann kom á Halann eftir há- degi í gær. Var byrjaður að leita fyrir sjer þar. Feltk fyrst tví- skiftan poka af fremur smáum þorski. Síðar fekk liann þrí-skift. en þá var þfiðjungurinn karfi. Þegar þessar fregnir bárust hafði skipið aðeins l'arið vfir lítinn hluta Halans. ★ Þórólfur fór í gærkvöldi til Austurlandsins í fiskileit, einnig að tilhlutan ríkisstjórnarinnar. Han'n leitar með söndunum alla leið austui', en fer svo til djúp- miðanna fyrir Austurlandi. Ef ekki verðui- vart þar t'er hann norður með Austurlandi og til Norðurlandsins. Herdís Andrjesdóttir skáldkona Iðtin Herdís Andrjesdóttir skáld- kona andaðist í gærmorgnn eftir langvarandi vanheilsu á heimili dóttur sinnar, frú Elínar Thorarensen. Þessarar merku koim verður nánar getið hjer í þlaðinu. Knattspyrnúf jel. Víkingur, 1. og II. fl. .Kfing í kvöld kl. 8 á íþróttavellinum. Kona skaðbrenn ist I eldsvoða Það slys vildi til í gærmorg- un um 10 leytið á Lauga- veg 59, að eldur kom upp í föt- um stúlku, Þórdísar Magnús- dóttur og skaðbrendist hún um allan líkamann. Þórdís mun hafa ætlað að glæða eld í ofni með því að hella olíu í eldinn en við það blossaði eldurinn upp og læsti sig í föt stúlkunnar. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Nemendur þessa nýstofnaða skóla,eru 21, 18 piltar og 3 stúlk- ur. Er námsfólk þetta víðsvegar að af landinu, en enginn frá Aust- urlandi. Blaðið átti í gær símtal við Unn- stein Olafsson igpkólastjóra, og skýrði hann svo frá högum skól- ans og fyrirkomnlagi: Námstíminn í skólá þessum er ákveðinn tvö ár, að mestu verlt- legt nám á sumrin, og bóklegt á vetrum. Auk þess er ráðgert að stutt námskeið verði við og við í haldin í skólanum. En semiilegk verður ekki liægt að koma því við nú fyrsta árið. — Kennarar skólans verða — — Stefán Þorsteinsson, sem tek- inn er til starfa %ið skólann með í Jf•*. % .* - ... mjer, og Sigurður Ingi Sigurðs- son, en hann kemur ekki að skól- anum fyr en í haust. Hann tekur búnaðarpróf í Höfn í vor og verð- ur á tilraunastöð í Danmörku í sumar. Garðyrkjuskólinn tekur við rekstri Reykjabúsins. Hjer eru > tún sem fóðra 25 nautgripi og 1 nauðsynlega hesta. Gróðurhús eru hjer nú með sámtals 700 metra gólffleti, en bygð verða gróður- hús í súmar, sem hafa á 2. þús- und inetra gólfflöt. Auk þess höf- 1 um við 300 vermireita-glugga. Svp, alls verða lijer um 2500 fer- metrar undir gleri. Vinna nemendanna bvrjaði 1, ajríl. Hjer verða settar niður 75 tunmir af kartöflum. Búið er að sá til mikils grænmetis. — A að reka tilraunir í skólán- um? — Já. Við ætlum að reka hjer ýmsar tilraunir, gera t. d. saman- burð á kartöfluafbrigðum og ýms- ar tilraunir með kál og tómata. En þetta verður alt. ófullkomið fyrsta árið. Guðmundur Friðjónsson skáld kom til bæjarins með Dettifossi í fyrrakvöld. Síðan í haust liefir sjón hans verið svo döpur, að Iiann hefir ekki getað lesið. En læknir hefir von mn að hami geti nú fengið gleraugu sem geri honum mögulegt að lesa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.