Morgunblaðið - 30.04.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Suimirdag'ur 30. apríl 1939. Pólverjar láta í engu und an kröfum Hitlers : -1 ----------------- Pólverjar reiðubúnír Ottast að Danzig verði innlimuð í Þýskaland Misjafnir dómar um ræðu Hitlers P Frá frjettarita/ra vorum. Khöfn í gær. rátt fyrir misjafnar skoðanir manna víðsvegar um heim á ræðu Hitlers í gær og mismunandi ályktanir sem af henni eru dregnar, má telja alveg víst, að það eina, sem friðnum í álfunni stafar hætta af, er sambúð Þjóðverja og Pólverja, Margir álíta, að Hitl- er muni láta til skarar skríða mjög bráðlega og innlima Danzigborg í þýska ríkið. Er jafnvel búist við átökum í þessu máli í dag eða á morgun. Pólverjar hafa ákveðið vísað á bug öllum kröfum Þjóðverja. Þeir segjast ekki láta af hendi þumlung af landi og staða Danzig, sem fríríkis, sje Póllandi lífsspurs- mál. Pólsk blöð láta þá skoðun í ljósi í dag, að tilgangs- laust sje að semja við Hitler, því hann brjóti öll sín loforð eftir því sem honum henti best í það og það skiftið. í Þýskalandi hefir verið birt hálf-opinber tilkynning og er í tilkynningu þessari látið skína í gegn, að Pólverjar ættu að hafa örlög Tjekkósióvakíu í huga. Enska blaðið „Daily Telegraph" hefir það frá frjettaritara sínum í Varsjá, að Pól- verjar muni ekki leyfa að Þjóðverjar byggi bílabraut í gegnum pólska hliðið. í Póllandi er enn verið að kalla varalið til vopna og stjórn málaritstjórar Lundúnablað- anna telja að Pólverjar muni leita vináttu Rússa vegna upp- sagnar ekki-árásar-sáttmála Þjóðverja og Pólverja. Hið opinbera málgagn pólsku stjórnarinnar „Gazetta Polska“ ræðir í dag um ræðu Hitlers og segir m. a.: •,EKKERT AÐ MARKA SAMNINGA HITLERS“ „Ritler býður að gera samn- ingá.' Hann virðist yfirleitt vera samningalipur maður. En það er ekki til neins að gera samn- inga' við Hitler, sem svíkur þá eftir þörfum.“ LlTIÐ Á RÆÐUNNI AÐ GRÆÐA í London og hafa hlutabrjef stigið nokkuð í verði í dag. „Daily Telegraph“ lætur þá skoðun í ljósi, að Hitler hafi ekki sagt sína fullu meiningu í ræðunni eða látið neitt uppi um raunverulegar fyrirætlanir sínar. Winston Churchill telur, að Hitler hafi verið tiltölulega hóg- vær í ræðu sinni vegna áskor-> ana Roosevelts og vegna banda lags Breta og Frakka við smá ríki Evrópu’ sem telja sjer stafa hættu af Hitler. Bandaríkjablöðin litu mörg svo á, að ástæða sje til að vera bjartsýnni eftir ræðu Hitlers. Roosevelt mun svara Hitler í útvarpsræðu. Berlínarblöðin segja, að ræða Hitlers hafi verið þýðingarmik" ið friðartilboð og væntanlega minki nú stríðsótti manna. í London er alment litið svo á, að lítið hafi verið á ræðu Hitlers að græða. — Hún hafi hvorki bætt ástandið í Evrópu eða gert það verra. Lundúnablöðin telja ekki að ástandið í Evrópumálum hafi versnað við ræðuna og að minsta kosti hafi Hitler skilið samningaleiðina eftir opna. Hitler hvatti ekki Mussolini til aðgerða í Miðjarðarhafi og þykir það góðs viti.Ræðan hafði góð áhrif á kauphallarviðskifti BECK SVARAR í NÆSTU VIKU í Varsjá er það fullyrt, að Beck utanríkismálaráðhcrra Pól lands muni svara ræði: '’tlers í þingræðu í næstu vikr þess sem stjórnin svarar mstökum atriðum fyrir milligöngu sendi- herra síns í Berlín. Víkingur 3. fl. Æfing í dag kl. 2 á gamla vellinum. kappi tii að vera við öllu búnir. Iljer er ntvnd áf pólskri skriðdrekadeild við lahdámæri Pól- lands ug Þýskalands. Póstflug til Austurlandsins Hið vikulega póstflug með TF-SUX, er Örn Johnson stjórnar, var farið á föstudaginn. Lagt var af stað úr Reykjavík kl. 9 f. h. og fl'ogið eins og leið liggur austur með landi. Þar sem lítill póstur var til Kirkjubæjarklausturs og að Fagurhólsmýri, var ekki lent á þessum stöðum, en pósti kastað niður. Þá var haldið áfram til Hornafjarðar og lent þar kl. 12, pósti skilað og bætt við bensíni. Lagt upp aftur klukkan 2 og lent á Djúpavogi, þaðan til Breiðdalsvíkur og pósti kastað niður, þá til Fáskrúðsfjarðar. Opnun heims- sýningarinnar í dag Reynt verður að endur- varpa hjer tvéim ræðum frá opnun heimssýningar- innar í New York. — Þetta endurvarp verður kl. 6—7 síðdegis í d.3g, eftir ís- lenskum tíma. Ræðurnar, sem endur- varpað verður eru: Ræða Roosevelts forseta og ræða aðalforstjóra sýningar- nefndarinnar. Þeir komust aldrei á áfangastaðinn! Missögn var það í blaðihu í gær, að rússnesku flug- mennirnir Kokkinaki og fjelagi hans hefðu komist á tilsettum tíma til Nev York. Þeir urðú áð nauðlendá á, Mis- eou-eyju. Brotnaði vjelin í lend- ingu og anhar þeírra meiddist líf- ilsháttar. Missöguin hjer í blaðinu staf- aði af því, að lagður var rangur skiluingur í skeyti, er bijigað barst kl. 10*/2 á ‘ föstudagskvöld frá New York. Þar var lsomist að orði á þá leið, að flugvjelin væri komin inn yfir láhdamæri Banda- ríkjanna, og væri því komin mjög nálægt áfangastáð', svo allir töldu víst að henriar væri von mjög bráðléga þarigað. Að vísu var ekki tilgreint ná- kvæmar í skeytinu, hvar flug- vjelin var. Þá hafa flugmennirnir sennilega ekki vitað tivar þeir fórn, og það verið upphaf ógæfu þeirra. Miscbu-evjan er 1100 km. frá New York. Á Fáskrúðsfirði er mjög álit- legur lendingarstaður, en til! þéss að gera hann nothæfanj þárf annaðhvort að færa síma- línu, sem liggur þvert yfir hann, eða leggja í jörð á 3—400 m. svæði. Gat því vjelin ekki lent og varð flugmaðurinn enn einu sinni að kasta niður pósti þarná. Væri æskilegt að síma- línan væri flutt hið fyrsta, því slíkt flug kemur ekki að hálfu gagni. Haldið var áfram til Eski- fjarðar, Reyðarfjarðar og Norð- fjarðar og varð að kasta póst- inum niður á öllum þessum stöðum. Að sjá úr lofti eru möguleikar á að gera nothæfa flugvelli á þessum stöðum, og þó sjerstaklega á Reyðarfirði, því þar er að sjá eins og aðeins þurfi að dja símalíhu eða setja í jörð á stuttum kafla, líkt og á Fáskrúðsfirði. Þá var flogið til Seyðisfjarð- ar en ekki farið ofan í fjörð- inn vegna mikilla misvinda, og því haldið áfram til Egilsstaða og lent þar kl. 6 e. h. og skift á pósti. Síðan var flogið beint ti) Hornafjarðar og lent þar kl. 7,15 og gisti flugmaðurinn þar um nóttina. TF-SUX kom hingað í gær eftir að hafa flogið í einum áfanga frá Hornafirði á rjettum þrem stundum. Er ánægjulegt að vita hve vel þetta tilraunaflug Flugm’ála fjelagsins hefir gengið og er það þess vert að því væri meiri gaumur gefinn. Sjerstaklegas þyrfti nú þegar að lagfæra bráðabirgðaflugvöllinn í Vatns- mýrinni og byggja þar skýli yfir flugvjelina svo ekki þyrfti að taka hana í sundur í hvert sinn, sem hún er látin inn. Bridge-kepnin heldur á fram í dag á Stúdentagai’ðinum og hefst kl. 2 e. h. Kepnin stendur þannig nú, að efst eru Óskar og Kristín Norðmann og þeirra flokkur með -j- 3050 stigum. Næstir eru Lárus Fjeidsted og lians fjelagar-jp.eS -f- 680. Öllum er fieimilt að horfa á kepnina og muriu margír nota sjei' það. — Aukablað — Morgunblaðsins á morgun I tilefni af því, að á morg- un, 1. maí er dagur verka- manna, kemur út aukablað af Morgunblaðinu, 4 síður. Blaðið verður borið til kéupenda, svo að þeir fá það með morgunkaffinu, eins og venjulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.