Morgunblaðið - 30.04.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1939, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. apríl 1939. MORGUNBLAÐIÐ 1. mal Fjðlbreytt hátfðahðld Sjálfstæðisfjelaganna Amorgun, 1. maí, efna sjálfstaiðisfjelögin til mikilla hátíðahalda. Útifundur verður hjá Varðarhúsinu, skemtanir í báðum bíóunum og að lokum kvöldskemtun að Hótel Borg. Útifundurinn hjá Varðarhúsinu hefst laust eftir kl. 1 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur spilar. Síðan verða ræður fluttar af svölum Varðarhússins. Tala þar Kristinn Árnason, formaður Óðins, Ólafur Thors atvinnumálaráðherra, Jakob Möller, íjármálaráðherra, Sveinn Sveinsson iðnaðarmaður, Bjarni Benediktsson prófessor Soffía M. Ólafsdóttir frú og Gunnar Thoroddsen bæjarfulltrúi. Á skemtuninni í Gamla Bíó flytja ræður Sig. Halldórsson verkamaður og Kristján Guðlaugsson ritstjóri, ennfremur verð- ur til skemtunar tvísöngur (Árni Jónsson frá Múla og Pjetur Jónsson). Upplestur (Marta Indriðadóttir), Lúðrasveit leikur og Bjarni Björnsson skemtir. í Nýja Bíó verður barnaskemtun. Sjera Friðrik Hallgríms- son segir sögur, sýnd verður barnakvikmynd, ungfrú Lydia Guðjónsdóttir syngur með guitarundirleik og barnakór syngur. Loks verður kvöldskemtun að Hótel Borg. Þar flytja ræður Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra, frú Guðrún Jón- asson, Kristinn Árnason, Árni Jónsson alþm. og Gunnar Thor- oddsen, bæjarfulltrúi. Til skemtunar verður auk þess söngur, upplestur, Alfreð skemtir o. fl. o. fl. í tilefni af deginum kemur út rit: „Stjett með stjett“, sem selt verður á götunum. Ritiö er eitt liið vandaðasta og f jölbreyttasta af því tagi,, sem igefið hefir verið út hjer. Ifefst það á ávarpi frá 1. maí nefnd Sjáifsíjeðis- fjelaganna. En á forsíðu er mynd af Frelsi Einars Jónssonar. Efni ritsins er þettn : Sigurður Halldórsson, verkam.: Málfundaf jelagið Óðinn. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra: Sjálfstœðisflokkurinn er flokkur ailra Islendinga. Ilannes Jónsson verkam.: Hvað ÓSinn vill. Erú Soffía Ólafsdóttir.: Þegar jeg var í fiskvinnn og nú. Gunnar Thoroddsen lögfr.: Straumhvörf meðg) yerkamanna. Björn Benediktsson verkam.: Endurminningar um lokadaginn. Andrjes Þormar, aðalgjaldkm’i: Ut í sólskinið. Jón Ólafsson verkam.: Farfuglar (kvæði). Gísli Guðmundsson verkam.: Litið um öxl. Bjarni Benediktsson próf.: Hlutverk sjáifstæðra verkamanna. Maríus Ólafsson verslm.: Vor (kvæði). Björgvin Kr. Grímsson verkam.: Bamaleikveliir hjer og eriendð. Axel Guðmundsson verkam.: íslendingar allra stjetta sameinist. Arni Jónsson alþingism.: Stjett með stjett. Auk þess eru margar myndir af íslensku landslagi.. Selt verður á götunum merki Málfundafjelagsins Óðins. Síra Marino Kristins- son kosinn prestur á ísafirði Kosnflng hans er lögmœt Síra Marino Kristinsson á Vallanesi var lötíleg'a kosinn prestur á Isafirði, en atkvæðin voru talin hjá biskupi í gær. Síra Marino var kosinn með 69!) atkvæðum. Síra, Pjetur T. Odds- sou, Djúpavogi, ldaut 439 atkv., síra Þorsteinn Björnsson, Árnesi 28 og' síra Páll Sigurðsson, Bol- ungarvík, 24 atkv. Auðir og ógild- ir seðlar voru 28. Álls voru greidd 1188 atkvæði af 1691 á kjörskrá. Kosning síra Mar inos er lögmæt. Sölubörn komi í Varðarliúsið (uppi). á morgun, 1. maí, kl. Bþú f. h. Áætlunarferðir frá Reykjavík til Kleifarvatns Idag hefjast áætlunarferðir milli Reykjavíkur og' Kleif- arvatns, með viðkomu í Hafnar- firði. ■ ftetir sjerleyfísháfirín á þessari Ir.ið, Kristján Steingrímsson hif- reiðarstjóri og Guðm. Magnússon kaupm., keyþt stóra farþegahif- reið til ])ess að annast þessar ferðii'. Barálfan gegn dýrtiðinni Saltfisksneysla Iands- manna þarf að aukast Atvinnumálaráðherra stígur mikilvægt spor í þessu efni Eitt af höfuðverkefnum þjóðstjórnarinnar verð- ur það, að reyna áð vinna bug á dýrtíðinni, enda er það svo, að ef ekki tekst að halda dýr- tíðinni í skefjum, þá verður gagnslítil sú viðleitni, sem gerð hefir verið til bjargar útveginum. Alt veltur á því til frambúðar, að þetta mikla og vandasama starf, að vinna bug á dýrtíðinni, hepnist og beri árangur. Anthony Eden gengur í herinn London í gær. FÚ. Mr. Anthony Eden hefir gengið í heimaherinn j breska', og hefir hann verið út- nefndur majór í sveit hinna konunglegu riffilskotmanna. Fyrstu þrjár vikur aprílmán- aðar hafa 40000 manns gengið í heimaherimi' og er það meira en allur fjöldi nýliða árið 1936. Ingi Sveinsson setur tvö ný met Á 200 m. og 50 m. bringusundi Tvö ný sundmet voru sett á afmælismóti sundf jelagsins Ægir í Súndhöltinni í gærkvöldi. Setti Ingi Sveinsson bæði métin. 200 mefrá bringttsund synti hann á 3 iflín 9/10 sek. (gamla metið átti hann sjálfur á 3 mín. 4.8 sek.). EO métra bringusund synti hann á 35.7 sek. Gamla metið átti hann einnig sjálfur. Met þetta setti Ingi í aukasundi. AfmæUsmóti<V- fúr 4 alla staði vel frá'in; 'Alótíð liófst með 50 inetra sundi' k\j“uua. FyiSt varð JóhaHuá 'Ei'liugsþaptir á 36 sek., og vann hún bikav í þessu sundi i annað sinn. 200 metra bringusund. Fvrsftu* Tngi Syeinsson (;ne;t),, Amiar Esra Pjetursson á 4 njíu, 19.2 sek. og þriðji Ingi Lövda) á, 3,24,6. Ingi vnnn í anptið sinn verðlaunagrip, sem .AgústSigurmundsson gaf. 50,iU). bringusuud, stúlkur inn- an 14 ára. Fyrst varð Margrjet Yikar. á 50.2 sek. 25 m, frjáls aðfei'ð, drengir iunan 12 ára, Fyrstur Ari Guð- m.undsson ,á 15.4 sek. (ágætur 'timi). 25 m. telpur innan 12 ára, Fyrst varð Sigríður Gunnarsdóttir á 23.4 sek. 100 metra bi'ingusund, stúlkur innan 15 ára. Þar varð fvrst fnd- íana Olafsdóttir á 1 mín, 47.8 sek 200 metra bringusuna, konui’: Fyrst varð Þorhjiirg Guðjoiisdótt- ir á 3 mín. 38 sek. Onnur Jó- hanna Erlingsdóttir á 3.39.7. Þriðja varð Betty Ilansen á 3.59. Þórbjörg vann í fvrsta sinn bik- af í þessu sundi. I . FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Einn liðurimx í þessu starfi er brjef, sem atvinnumálaráðherr- ann, Ólafur Tliors, skrifaði S. í. F. í gær. Brjefið er svohljóðandi: „Ríkisstjórnin hefir heitið því að leitast við að vinna gegn dýr- tíðinni í landinu. Sem lið í þeirri viðleitni, vill atvinnumálaráðu- neytið mælast til þess, að Sölu- samband íslenskra fiskframleið- enda hlutist til um að í öllum lcaupstöðum og’ stærri kauptiinum landsins eig'i almenningur þess greiðan kost að fá keyptau góð- an saltfisk við sanngjörnu verði. Vill ráðuneytið í því sambandi leiða atliygli að því, að aukin fiskneýsla í landinu er hagsmuna- ínál útvegsins. Má því telja að eins og sákir standa, sje það að minsta kosti framleiðendum skað- laust, að verðlagið «á innlgnda markaðinum miðaðist við það sem framleiðendur bera úr býtum fvr- ir þann fisk. er seldur er á hiimm lakari erlendum mörkuðum, en þangað yrði ella að selja fiskiun. Ráðuneytið treystir skjótra að- gerða af hálfu Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda“. ★ Einhverjum kynni að finnast, að hjer sje ekki um neitt stór- mál að ræða. En pað er mesti mis- skilningur. Við erum nú að stritast við að selja okkar ágæta saltfisk er- lendis fyrir verð, sem er langt fyrii' neðan það sem kostar að framleiða vöruna. En þegar þessi sama vara er boðin til sölu hjer heima, er hún seld margfalt hærra verði en fyrir hana er fáanlegt erlejidis, og- þó er varan mikið lakari, sem-hjer er liöfð á boð- st.óhim. Ekki er vafi á því, að við get- um stóraukið neyslu saltfisks hjer innanlands, ef verðinu er stilt í hóf og eitthvað gert til að út- breiða vöruna. 'Er því vel farið, að atvinnu- málaráðherrann hefir hjer hafist handa. og þess er vænta, .að stjórn S. I. F. bregðist fljótt og vel við. En hjer má ekki láta staðar nuniið. Á ýmsum sviðum er far- ið eins að og með saltfiskinu, þar sem beinlínis er gefið stórfje með okkar ágætu framleiðsluvöru er- lendis, en hjer heima er sama vara seld margfalt hærra verði. Nægir hjer að minna á ostasöl- una til Þýskalands síðusttt árin. Okkar framleiðendum er áreið- anlega enginn greiði gei’r xneð þessu fyrirkomulagi og það er til tjóns fyrir þjóðarbúskapinii í heild. 24 nýir stýrimenn Uppsögn stýri- mannaskólans Stýrimannaskólanum var sag't upp kl. 2 í gær. Undir far- mannapróf gengu 6, og af þeim stóðust 4 prófið, þeir: Arnór Gíslason II. eink. 185% stig, Dag- bjartur Bjarnason II. eink. 183 st., Svafar Steindórsson II. 'éiiik. 173 st. og Tryggvi Blöndál IH. eink. 162% stig. Undir hið meira fiskimannapróf géugu 20, og- af þeim stóðust T8;< prófið. Þeir vorn: Agnar Guð- mundsson I. eiuk. 139 stig, Ágúst Ottó Jónsson IT. eink. 108 st., Bjarni Sigurðsson II. eink. 113% st.. Guðni Eyjólfsson I. einkv 13.4. st„ Haukur Ölafsson í. eink.jl2j9- st„ Ingólfur Guðmundssou .III. eink. 97 -st., Iugólfur Stefánsspp. II. 125 st„ Jón B. Einarssou ,IÍ. eink. 121 st., Jón Z. Sigríjtsson I. eink. 131 st.„ Kristens Sigurðs- . son ág, eink, ,149% s,t.r Lpifur Jónsson II. eink. 106% st„ Mar 1 J i. teinn Jónasson ág. eink. 150% st., Pjetur Þorsteinsson II. eink. 125 st„ Steinarr Kristjánsson II. eink. 122% st„ Vigfús Þórðarson ág eink. 149% st„ Þórður PjeturSson ág. eink. 147 st., Þorsteinn Mpgn- íisson 111. eink. 104% st., Þor- valdur Magnússon 1.1. eink. 120% stig. gi 1. maí. Aðgöngumiðar að skemt- nnum dagsins verða seldir: I Nýja Bíó: frá kl. 11 f. h. (á morgun 1. maí). I Gamla Bíó: frá kl. 11 f. li. (á xnorgun 1. maí). Að kvöld- skemtuu að Hótel Borg; í Varð- arhúsinu uppi frá kl. 11 f. h. (á morgun 1. maí). Rit og mérki dagsins verða seld á götunum og í Varðarhúsinu ixppi allan daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.